Rafræn fræðsla

Rafræn fræðsla

Markmið faghópsins er að skapa umræðuvettvang til að miðla þekkingu og reynslu um aðferðir og utanumhald á rafrænu fræðsluefni innan fyrirtækja og stofnana. Fjórða iðnbyltingin mun gjörbreyta mörgum störfum og því mikilvægt að íslenskur vinnumarkaður sé vel undirbúinn og taki alvarlega öll ný tækifæri sem geta gefist í þeim breytingum sem framundan eru. Líkur eru á að um 86% starfa munu breytast, sum af þeim munu hverfa en einnig verða ný til (skv. skýrslu forsætisráðuneytisins 2019, Ísland og fjórða iðnbyltingin).

 

Einn af lykilþáttum fyrirtækja og stofnana í fjórðu iðnbyltingunni er að efla starfsfólk til að finna nýjar leiðir í sínum störfum í gegnum tæknibreytingarnar. Það getur því verið mikilvægt fyrir íslenskan vinnumarkað að standa þétt saman og vera leiðandi í tæknibreytingunum með því að efla sitt fólk til þess. Rafræn fræðsla snýst um að miðla þekkingu rafrænt til að auka hæfni mótttakanda. Vönduð rafræn fræðsla getur sparað tíma þeirra sem sækja þekkinguna, aukið skilvirkni og gæði þar sem efnið og framsetningin styttist til muna með góðum undirbúningi og möguleikum á að auka upplifun og þátttöku með nýrri tækni, s.s. nýjum verkfærum í kennslu og auðvitað sýndar-, viðbótar og blandaður veruleiki.

Fyrirkomulag starfs faghóps um rafræna fræðslu er að standa fyrir reglulegum fundum um reynslu og þekkingu á rafrænni fræðslu. Á fundum þess skapast vettvangur fyrir gagnlegar umræður um leiðir til rafrænnar fræðslu og nýjar áskoranir hverju sinni. Faghópurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á rafrænni fræðslu og vilja taka þátt í þeim breytingum sem þar eru að eiga sér stað.

Viðburðir á næstunni

Hvað er stafræn fræðsla og hvernig er Marel að kenna á CRM kerfi og ferla?

Hrönn Jónsdóttir, CRM Online Writer hjá Marel, tekur á móti okkur. Hjá Marel starfa rúmlega 6000 manns á heimsvísu og þar af eru um 2000 notendur af CRM kerfi Marel (Salesforce og ServiceMax - Custom relationship Management systems).

Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi í stafrænni fræðslu hjá Intellecta og formaður faghópsins, mun opna fyrsta viðburð faghópsins og kynna stuttlega stafræna fræðslu og helstu kosti þess í dag. 

Hrönn mun sýna okkar nálgun Marel að stafrænni fræðslu fyrir þennan fjölbreytta hóp notanda við að læra á kerfi og ferla. 

Fréttir

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um rafræna fræðslu.

Fjörutíu áhugaverðir aðilar sýndu faghópi um rafræna fræðslu áhuga, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta fyrstu stjórn hópsins. Úr varð fjórtan manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra vinnustaða sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur hópsins var á Nauthól í dag þar sem aðilar kynntu sig og farið var yfir hugsanlegar áherslur hópsins á næstunni. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  Stjórn faghópsins skipa:  Auður Hrefna Guðmundsdóttir Landsbankinn, Elvar Helgason Rannís, Eva Ýr Gunnlaugsdóttir Össur, Fjóla maría Ágústsdóttir fjármála-og efnahagsráðuneytið, Guðfinna Harðardóttir Starfsmennt, Hildur Jóna Bergþórsdóttir Landsvirkjun, Hrönn Jónsdóttir Marel, Hörður Bjarkason Arion banki, Kolbrún Magnúsdóttir Blue Lagoon, Kristín Sigrún Guðmundsdóttir Reykjavíkurborg, Lóa Gestsdóttir Isavia, Steinunn Ketilsdóttir Intellecta og Þórdís Valsdóttir SÝN.  

Meðfylgjandi er kynning sem sýnd var á stofnfundi.  

Stjórn

Steinunn Ketilsdóttir
Stjórnunarráðgjafi - Formaður - Intellecta
Arabella Samúelsdóttir
Verkefnastjóri - Stjórnandi - Landspítali
Auður Hrefna Guðmundsdóttir
Sérfræðingur - Stjórnandi - Landsbankinn
Eva Ýr Gunnlaugsdóttir
Sérfræðingur - Stjórnandi - Össur
Hrönn Jónsdóttir
Annað - Stjórnandi - Marel Iceland ehf
Hörður Bjarkason
Sérfræðingur - Stjórnandi - Arion banki
Júlía Hrönn Guðmundsdóttir
Verkefnastjóri - Stjórnandi - Fræðslusetrið Starfsmennt
Kolbrún Magnúsdóttir
Annað - Stjórnandi - Bláa Lónið
Kristín Sigrún Guðmundsdóttir
Stjórnendamarkþjálfi - Stjórnandi - Reykjavíkurborg - öll svið
Lóa Björg Gestsdóttir
Deildarstjóri - Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Þórdís Valsdóttir
Annað - Stjórnandi - Sýn hf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?