Stafræn fræðsla

Stafræn fræðsla

Markmið faghóps um stafræna fræðslu er að skapa virkan vettvang til að miðla þekkingu, aðferðum og reynslu á stafrænu/rafrænu fræðsluefni innan fyrirtækja og stofnana.

Ör tækniþróun hefur gert það að verkum að vinnumarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þetta krefst þess að starfsfólk þarf í síauknum mæli að bæta við og uppfæra þekkingu sína til að uppfylla kröfur nýrra starfa og verkefna. Eitt stærsta hlutverk fyrirtækja og stofnana er að efla starfsfólk til að finna nýjar leiðir í sínum störfum. Þörfin fyrir fjölbreyttar leiðir til að læra er því mikil og gegnir stafræn fræðsla þar lykilhlutverki í dag.

Stafræn fræðsla snýst um að miðla þekkingu stafrænt til þátttakenda. Vönduð stafræn fræðsla getur sparað tíma þeirra sem sækja þekkinguna, aukið skilvirkni og gæði þar sem efnið og framsetningin styttist til muna með góðum undirbúningi og möguleikum á að auka upplifun og þátttöku með nýrri tækni, m.a. nýjum verkfærum í kennslu, sýndarveruleika og blönduðum kennsluháttum.

Hlutverk faghóps um stafræna fræðslu er að standa fyrir reglulegum fundum til að deila reynslu og þekkingu á stafrænni fræðslu. Á fundunum skapast vettvangur fyrir gagnlegar umræður um leiðir í stafrænni fræðslu og nýjar áskoranir hverju sinni. Faghópurinn er fyrir alla áhugasama.

Viðburðir

Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu

Boðað til aðalfundar faghóps um stafræna fræðslu.
 
Dagskrá fundar:

  1. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  2. Kosning stjórnar
  3. Næsta starfsár
  4. Önnur mál

Áhugasamir hafi samband við Auði Hrefnu, s. 618-1040.

Stafræni hæfniklasinn - markmið, verkefni og niðurstöður rannsóknar

Fyrirlesturinn fer fram á Teams - hlekkur

Í þessum fyrirlestri mun Eva Karen Þórðardóttir framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans segja okkur frá Stafræna hæfniklasanum, markmiðum hans og helstu verkefnum.

Stafræni hæfniklasinn stóð fyrir rannsókna á stafrænni hæfni stjórnenda og þjóðarinnar núna í lok 2021 en gaf þessi rannsókn mjög áhugaverðar niðurstöður sem einnig verður farið vel í gegnum á þessum fyrirlestri.

Nánar um Stafræna hæfniklasann

 

Fyrirlesturinn fer fram á Teams - hlekkur

 

Fréttir

Sprellifandi fjarkennsla - glæný rafbók án kostnaðar

Viljum benda félagsmönnum á að mögulegt er að nálgast nýja handbók um fjarkennslu Sprelllifandi fjarkennsla hjá Gerum betur eftir Margréti Reynisdóttir án kostnaðar á hlekknum HÉR

 Dæmi um umsagnir hjá þeim sem rýndu bókina:

  • Gott að fá verkfæri og leiðbeiningar til að virkja nemendur
  • Kúnst að hafa uppsetninguna svona aðgengilega
  • Við lestur handbókarinnar fékk ég fljótt í fingurna hvernig get notað í alskyns kennslu og á námskeiðum
  • Góðar hugmyndir og auðvelt að aðlaga að því námsefni sem hef verið með í staðbundinni þjálfun/námskeiðum
  • Á mannamáli

Raf-magnaðir viðburðir!

Viðburðurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Jón Þórðarson hjá Proevents fór í morgun yfir viðburðarstjórnun í breyttu umhverfi. Fundurinn var á vegum faghópa um Þjónustu- og markaðsstjórnunVerkefnastjórnunStafræn fræðsla.

 

Aðferðafræðin við að breyta fræðsluefni þínu í tölvuleik

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Christian Erquicia Degnan, Global Business Develeopment hjá Gamelearn fræddi okkur um hvernig við getum notað tölvuleiki í fræðslu til að ná dýpri þekkingu og gera þetta skemmtilegt.  Viðburðinn var á vegum faghóps um stafræna fræðslu.

Stjórn

Auður Hrefna Guðmundsdóttir
Sérfræðingur -  Formaður - Landsbankinn
Baldur Vignir Karlsson
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Landspítali
Harpa Hödd Sigurðardóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Eimskip
Hrönn Jónsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Marel Iceland ehf
Hörður Bjarkason
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Sýn hf.
Ingibjörg Emilsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Lóa Björg Gestsdóttir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Páll Ásgeir Torfason
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?