Fræðslukerfið LearnCove, fræðslusafn Akademias og Brimskólinn
Í þessu erindi kynnir Aðalheiður Hreinsdóttir íslenska fræðslukerfið LearnCove, Guðmundur Arnar Guðmundsson kynnir fræðslusafn Akademias og Pálmi Ingólfsson kynnir Brimskólann.
Viðburðurinn verður haldinn í húsnæði Akademias í Borgartúni 23. Einnig verður hægt að nálgast hann rafrænt og verður tengill á viðburðinn sendur á skráða þátttakendur þegar nær dregur.
Dagskrá
Fræðslukerfið LearnCove
Aðalheiður Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri LearnCove, segir frá því hvernig LearnCove er notað í fræðslu, námskeið og ferla hjá rúmlega 40 fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum í dag. LearnCove styður stað- og fjarnámskeið, verkefnavinnu, spurningalista og fleira en sérhæfir sig í samtengingu fræðsluaðila og fyrirtækja.
Fræðslusafn Akademias
Guðmundur Arnar, framkvæmdastjóri Akademias, segir frá reynslu Akademias af því að vinna með tugum íslenskra vinnustaða. Hann mun deila þekkingu Akademias á hvernig vinnustaðir geta hámarkað árangur starfsmannafræðslu með LearnCove.
Brimskólinn
Pálmi Ingólfsson frá Brim kynnir að lokum sýn Brim varðandi nýjan fræðsluvef fyrirtækisins, Brimskólann.