Gervigreind: Liðnir viðburðir

Sýn til ársins 2024 og framtíðar. Laugardagur með London Futurists

Áhugaverður viðburður á morgun hjá London Futurist um áskoranir á næsta ári og lengra fram í tímann, Gjaldfrjáls viðburður á netinu. Sjá vefslóð:

Visions for 2024 and beyond, Sat, Dec 9, 2023, 4:00 PM | Meetup 

Aðventustund með Sigríði Hagalín Björnsdóttir, „gervigreindar skáldsagan Deus“

Hér er vefslóðin á fundinn;  Click here to join the meeting
Til að taka allan vafa þá er nýja bókin hennar Sigríðar Hagalín Deus, ekki skálduð af gervigreind heldur kemur gervigreind inn í skáldskap hennar á skemmtilegan hátt.

Við þekkjum Sigríði af skjánum, sem fréttamaður Rúv. En Sigríður er einnig löngu búinn að vinna sér sess í skáldsagnagerð. Hugleiðingar hennar um framtíðaviðburði hafa vakið athygli.

Hér er vefslóðin á fundinn;  Click here to join the meeting

Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningar-verðlauna DV og síðan hefur hún sent frá sér fleiri skáldsögur. Stuttu eftir að skáldsagan kom út hófust jarðhræringarnar á Reykjanesskaganum. Útgáfuréttur bóka Sigríðar hefur verið seldur til margra landa og hefur fyrsta bók hennar til að mynda verið þýdd á frönsku, þýsku, pólsku, tékknesku og ungversku.

Komum okkur í jólaskap og hlustum og spjöllum við Sigríði Hagalín, um bók hennar og annað sem okkur dettur í hug. Gleðilega aðventu.

 

Lagalegar áskoranir við að nýta tækifæri gervigreindar

Click here to join the meeting
Við höfum fengið góðan fyrirlesara til að ræða við okkur lagalegar áskorandir sem þróun gervigreindar hefur og getur hugsanlega haft í för með sér. Eiginlega skyldurmæting næsta fimmtudagsmorgun :)

Thelma Christel Kristjánsdóttir er fulltrúi í tækni, hugverka- og gervigreindarteymi BBA//Fjeldco, með málflutningsréttindi á Íslandi og væntanleg málflutningsréttindi í Kaliforníu. Hún sinnir einnig stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst og er útskrifuð með LL.M. í tæknirétti frá UC Berkeley.

Vefslóðin er: 

Click here to join the meeting

Skarpari hugsun með hjálp gervigreindar

Click here to join the meeting

Ákvarðanataka í rekstri byggir að miklu leyti á huglægum upplýsingum og eigindlegri (qualitative) greiningu. Margvísleg tól eru notuð við slíka greiningu, en þau sem mestum árangri skila eru einnig oft erfið í notkun.

Þorsteinn Siglaugsson fjallar um hvernig nota má nýju mállíkönin (Large Language Models) til að hraða og bæta eiginlega greiningu og ákvarðanatöku. Þorsteinn rekur hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Sjónarrönd og starfar einnig sem alþjóðlegur ráðgjafi og stjórnendaþjálfari með áherslu á Logical Thinking Process aðferðafræðina. Hann fer yfir aðferðir og áskoranir og raunhæf sýnidæmi um beitingu gervigreindar.

Hér er hlekkur á upptöku af fundinum. 

Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist

 

Viðburður um þróun gervigreindar, út frá ólíkum sviðsmyndum á vegum London Futurist. Umræða um hugsanlega, trúverðuga, raunverulega og grípandi atburðarrás, þar sem fram kemur nýjustu viðhorf og þekking á þessu sviði. Viðurburðurinn er nokkurs konar vinnustofa. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð;  Creating and exploring AGI scenarios, Sat, Aug 26, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

 

 

Frumsýning á myndbandi. Líttu upp, gervigreind á krossgötum

Næstkomandi mánudag, 21 ágúst kl 15:00 mun Gert Leonhard kynna nýtt myndband, Líttu up, gervigreind á krossgötum (LookUpNow). Eftir myndbandið er hægt að fylgjast með og taka þátt í umræðu um myndbandi og þróun gervigreindar. Hér á eftir kemur tilkynningin frá Gerd og þær vefslóðir sem nauðsynlegt er að fara inn á til að upplifa efnistökin og taka þátt. Góða skemmtun.

Greetings fellow futurists, speakers, thinkers, researchers, colleagues and friends

 On Monday August 21st at 5pm CET, 4pm UK, 11 am EST, 8am PST, 7pm Dubai, 8.30 pm India... my new film LookUpNow will premiere on Youtube: https://youtu.be/mEr9MDyMfKc (this URL is showing the trailer right now, but will change to livestream the entire film on Monday at 5pm). We will watch the film together and answer questions via YT as well as on LinkedIn (just click to sign up). The film is 24 minutes long, and afterwards we will be switching to Zoom for a live discussion and debate - it would be great to have many of you there as well - feel free to sign up at https://www.futuristgerd.com/LuNZoom (registration is required for this Zoom event). This is an invite-only session that will also livestream on YT.

 

Thanks for your kind attention and I look forward to seeing you there!

Gerd Leonhard

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?