Gervigreind: Fréttir og pistlar
Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, hefur birt helstu atriði sem fram kom á ráðstefnunni AI Safty Summit sem haldin var í Bretlandi að frumkvæmði breska forsætisráðherrans, Rishi Sunak. Sjá meðfylgjandi vefslóð:
To make the most of AI, we need multistakeholder governance | World Economic Forum (weforum.org)
Á öðrum fundi framtíðarnefnda þjóðþinga í Úrúgvæ, sem nýlega er afstaðinn, var fjallað um gervigreind og áhrif hennar á samfélög og þróun lýðræðis. Mikið hefur verið rætt um setningu laga og reglna til að takast á við áhrif gervigreindar. Með hliðsjón af því er ályktun fundarins birt hér, en það eru jú þjóðþingin sem þurfa að taka afstöðu til, hvort og hvernig, eigi að halda utan um þessa þróun. Sjá hér: Parlamento UY | Versión Inglés
Fundinn sóttu um 300 þingmenn, sérfræðingar frá um 70 þjóðþingum.
Í þessu sambandi verður haldinn alþjóðleg ráðstefna hér á landi, í febrúar á næsta ári, um þróun lýðræðis, með áherslu á þróunina á Norðurlöndunum. Framtíðarsetur Íslands í samvinnu við World Future studies Federation, WFSF, standa að ráðstefnunni, sjá hér: https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2023/
Gervigreind – Áhugaverð umræða
Hlutverk vettvangsins Munk debates, https://munkdebates.com/ , er að kalla saman fremstu hugsið til að fjalla um stærstu mál samtímans. Hér er fjallað um þróun gervigreindar og hugsanlega áhrif hennar, https://www.youtube.com/watch?v=144uOfr4SYA