Jafnlaunastjórnun: Fréttir og pistlar

Nýr formaður faghóps um jafnlaunastjórnun

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun var haldin í Samrými í dag, 5. maí 2023. Formannsskipti verða fyrir næsta starfsár þar sem Gyða Björg Sigurðardóttir stígur til hliðar sem formaður og Sonja Margrét Scott tekur við keflinu. Gyða hefur verið formaður frá því að faghópurinn var stofnaður árið 2018 og hefur tekið virkan þátt í að móta starfsemi hópsins síðustu ár. 

"Ég er stolt af því starfi sem faghópurinn hefur staðið fyrir síðust ár og er ánægð að sjá fram á að það dafni áfram með nýjum formanni." Sagði Gyða í stuttri ræðu áður en hún afhenti Sonju orðið. 

Sonja Margét Scott er mannauðsstjóri CCEP Iceland og sagði í sinni stefnuræðu að mikilvægt væri að eiga samtal um hvernig móta má framtíð jafnlaunastjórnunar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til framtíðar. 

Stjórn faghóps fyrir starfsárið 2023-2024 skipa:

Sonja Margrét Scott Mannauðsstjóri - Coca-Cola European Partners Ísland
Davíð Lúðvíksson Sérfræðingur - Rannís
Maj-Britt Briem Sérfræðingur -  Samtök atvinnulífsins
Sigríður Örlygsdóttir Sérfræðingur -  Fagráðgjöf
 

Starfsemi Stjórnvísi byggist upp á þáttöku þeirra sem brenna fyrir málefni faghópana og næsta haust verður aftur auglýst eftir áhugasömum í stjórn faghóps um jafnlaunastjórnun. 

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Hér má nálgast einstaklega áhugaverðar glærur frá viðburðinum og myndir.  Faghópur um jafnlaunastjórnun hélt viðburð um nýjustu rannsóknir BHM og Samtakanna '78 um laun og kjör hinsegin fólks á Íslandi.  Nýleg greining­ sem unnin var í samstarfi Sam­tak­anna '78 og BHM sýnir fram á að launamunur virðist vera á milli einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði eftir kynhneigð þeirra. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM sagði frá rannsókninni og niðurstöðunum. Sólveig Rós frá Ráði ehf., stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í hinseginleika var jafnframt með fræðsluerindi um hinseginleika og vinnustaðamenningu.

Jafnvægi á gagnsæi og skrifræði

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Gerða Björg Hafsteinsdóttir hélt fyrirlestur um þau atriði sem komu fram í rannsókn sinni um upplifun stjórnenda af jafnlaunavottun. Grein var skrifuð um niðurstöður viðtalana og má sjá hana í heild sinni hér. 

Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur jafréttisstofu fjallaði um ný jafnréttislög og sérstaklega þær breytingar sem urðu á kafla um jafnlaunavottun. Hann fjallaði um jafnlaunastaðfestingu sem er nú í boði fyrir minni fyrirtæki.  

Þáttakendur svöruðu spurningum um hvort þau hefðu kynnt sér ný jafnréttislög og má sjá niðurstöður hér fyrir neðan. Vekur athygli að 20% svarenda hafði lesið þau öll í gegn sem er merki um metnað meðal fundargesta. Einnig var spurt almennt um viðhorf gagnvart jafnlaunavottun. Fyrirlesarar sátu því næst fyrir svörum og sköpuðumst skemmtilegar umræður út frá spurningum þáttakenda. 

Viðburðuinn var tekinn upp og er hægt að nálgast upptökur á facebook síðu Stjórnvísi  

 

 

Fyrir lok fundarins benti Gerða á rannsókn sem væri að fara af stað um aðferðir við mat á störfum og vildum við því bæta inn í fréttina hlekka á fund sem var haldinn um verðmæti starfa í apríl 2019.

Aðalfundur jafnlaunahóps

Aðalfundur stjórnar um jafnlaunastjórnun var haldinn í gegnum Teams 28. maí 2020. 

 

Á fundinum var farið yfir helstu áherslur stjórnar, ný stjórn var kjörinn og fjallað var um helstu áherslur næsta starfsárs. 

 

Stjórn Jafnlaunahóps árið 2020-2021

 
Gyða Björg Sigurðardóttir
Stjórnunarráðgjafi -  Formaður - Ráður
 
Anna Beta Gísladóttir
Stjórnunarráðgjafi -  Stjórnandi - Ráður
 
Davíð Lúðvíksson
Stjórnandi - Davíð Lúðvíksson
 
Falasteen Abu Libdeh
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Eimskip
 
Gerða Björg Hafsteinsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg - öll svið
 
Gná Guðjónsdóttir
Háskólanemi -  Stjórnandi - Háskólinn í Reykjavík
 
Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Samtök atvinnulífsins

Jafnlaunavottun Reykjavíkurborgar - innleiðing, vottun, áskoranir

Maj-Britt H. Briem vinnuréttarlögfræðingur á sviði mannauðs- og starfsumhverfis Reykjavíkurborgar tók á móti Stjórnvísifélögum í Borgartúni í morgun og fór yfir innleiðingarferli jafnlaunavottunar hjá borginni, helstu áskoranir og næstu verkefni í kjölfar vottunar. Það var faghópur um jafnlaunastjórnun sem stóð fyrir viðburðinum í samstarfi við Reykjavíkurborg, faghóp Stjórnvísi um gæðastjórnun og ISO staðla og mannauðsstjórnun.

Reykjavíkurborg hlaut jafnlaunavottun 20. desember 2019. Í tilkynningu kom meðal annars fram: "Með jafnlaunakerfinu er Reykjavíkurborg komin með öflugt verkfæri í hendurnar sem greiðir leiðina enn frekar að markmiðinu um að árið 2021 verði enginn óútskýrður kynbundinn launamunur til staðar hjá borginni."

Maj-Britt sagði Ísland hafa viljað vera í fararbroddi með innleiðingu jafnlaunavottunar og margir fylgjast með erlendis hvernig gengur.  Mikilvægt er að allir stjórnendur skilji af hverju við erum að innleiða staðalinn.  Þetta er hluti af lagalegum skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist bæði gegnum mannréttindasáttmála þar sem kveðið er á um „Equal pay for work of equal value“.  Skv.19.grein jafnréttislaga nr.10/2008 stendur: „Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf“.   

Að jafnaði eru 9800 einstaklingar starfandi hjá Reykjavíkurborg og gerir borgin kjarasamninga við 28 stéttarfélög.  Maj-Britt sagði starfsmat ekki krónur og aurar og aðskilið jafnlaunakerfi.  Allir eru því á jafn góðum/slæmum launum.  Reykjavíkurborg notaði þá leið að nota Workplace og innri vefinn til að kynna stefnuna og reyna að senda pósta.  Mikil vinna fer í fræðslu hjá þeim sem koma að launaákvörðunum.  Þetta er mikil áskorun fyrir borgina því erfitt er að ná til allra starfsmanna.  Ekki lesa allir gögn né eru við tölvur. 

Aðgerðirnar sem á að fara í eru margar m.a.  1. Stjórnendastarfsmat 2. Greina yfirvinnugreiðslur 3. Greina fyrirkomulag fastlaunasamninga, tölur um kynbundinn launamun verði í mælaborði borgarbúa, jafnréttismeta kjarasamninga með hliðsjón af hugmyndafræði kynjaðrar fjárhags-og starfsáætlunar, viðhald jafnlaunakerfis, ábyrgðarmenn verklagsreglna, rýni æðstu stjórnenda, innri og ytri úttektir, kynningar og fræðsla. 

 

 

Jafnlaunavottun Hafnarfjarðarbæjar

Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar bauð gestum í heimsókn í Hafnarhúsið við Strandgötu. Hún tók við stöðu mannauðsstjóra fyrir rúmu ári síðan og hefur síðan þá borið ábyrgð á að viðhalda og bæta jafnlaunakerfi sveitafélagsins. Hafnarfjarðarbær var fyrsta sveitafélagið sem hlaut jafnlaunavottun, sumarið 2017. 

Guðrún fjallaði um þau verkefni sem hún hefur tekist á við í sínu starfi og þær breytingar sem kerfið hefur farið í gegnum síðan hún fékk verkfnið í hendurnar. Miklar umræður sköpuðust í kringum mat á störfum og tengingu á Logib greiningu og Starfsmati sveitafélagana. 

Helstu verkefni á stefnuskrá Hafnarfjarðar um þessar mundir er að bæta og nútímavæða innviði og gera ferli straumlínulagaðri. 

Jafnlaunavottun - Lagaleg hlíting. Hvaða kröfur þarf að uppfylla og hvernig?

Fundur um lagalega hlítingu á jafnlaunavottun var haldinn í morgun fyrir fullum sal í Húsi atvinnulífsins á vegun faghóps um jafnlaunastjórnun. Fundarstjóri var Davíð Lúðvíksson. 

Fjallað var um þær lagalegu kröfur sem eiga við um starfrækslu jafnlaunakerfis. Markmið viðburðarins var að fjalla um hvernig fyrirtæki eru að sýna fram á að verið séð að hlíta lagalegum kröfum. Hvaða lagalegu kröfur ber að vakta og hvaða aðrar kröfur ber að vakta? Fjallað var um erindið frá ólíkum sjónarhornum með hagnýtum dæmum um útfærslu. 

Jón Freyr Sigurðsson gæðastjóri Mannvirkjastofnunar fjallaði um verklagið og lagalegu hlítinguna er snýr að Mannvirkjastofnun.  Í stofnuninni vinna 28 starfsmenn og þeir vinna skv. lögum um mannvirki og þurfa að vera vottuð stofnun skv. jafnlaunastofnu.  Nú stendur til að sameina stofnunina við  ÍLS.  Mannvirkjastofnun er með jafnlaunastefnu og uppfylla hana. Mannvirkjastofnun er tiltölulega nýbúin að fá vottun í ágúst 2019.  Jafnlaunakerfið er hluti af gæðakerfi stofnunarinnar.  Þau eru með ytri og innri skjöl og nota CCQ gæðakerfið.  

Jón sýndi Excel-skjal sem er rýnt og yfirfarið reglulega og settar inn dagsetningar.  Þetta skjal er síðan tekið út í úttektinni   * Sviðstjóri lögfræðisviðs ber ábyrgð á að vakta lög- og reglugerðir sem um stofnunina gilda, ásamt því að viðhalda Excelskránni Verkefni MVS, lög og reglugerðir og tryggja að stofnunin hlíti kröfum laga. En samhliða innri úttektum skal rýna lögin m.t.t breytinga.  

Hilmar Sigurðsson hjá Sagafilm sagði frá því hvað er að gerast hjá þeim og ferilinn sem þau eru að fara í gegnum.  Yfirliggjandi markmið hjá þeim er að uppfylla lög nr.10/2008 um jafna stöðu kvenna og karla með síðari tíma breytingum, þau auglýsa öll störf óháð kynjum og leggja mikla áherslu á að samræma fjölskyld og atvinnulíf, ábyrgð gagnvart fjölskyldu þar sem því verður við komið.  Ábyrgðin er skýr og eru forstjóri og mannauðsstjóri ábyrg.  Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða einelti eru aldrei liðin hjá Sagafilm.  Það er stefna Sagafilm að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum.  Meðvirkni starfsmanna með kynbundnu ofbeldi er fordæmd.  Utanaðkomandi aðilar taka við tilkynningum sem er Vinnuvernd í þeirra tilfelli.  Nýjum starfsmönnum er kynnt stefna og viðbragðsáætlun.  Menning hefur mikið um það að segja hvort eitthvað sé liðið eða ekki.  En hvaða viðmið voru notuð í jafnlaunavottuninni?  Mikilvægt var að velja viðmið sem passa starfsmönnum í fyrirtækinu.  Síðan var hvert starf reiknað út og allt er uppi á borðinu.  Mat er rætt í launaviðtölum.  Nokkuð jöfn skipting er í starfahlutföllunum.  Varðandi hlítingu þá voru þau á fullu í að verða jafnræðisfyrirtæki eins og þau kalla það.  Þegar jafnlaunavottunin datt inn þá vildu þau taka hana með.  Ráðinn var ráðgjafi sem einfaldaði allt og stytti leiðir.  Stjórn samþykkti aðgerðaráætlunina. Árið 2017 var farið í úttekt, út komu tvær athugasemdir og tvö frábrigði.  Í úttekt 2 fengu þau 3 athugasemdir og eitt tækifæri en ekkert frábrigði.   Lagahlíting gengur í báðar áttir.

Það jákvæða fyrir Sagafilm er að búið er að eyða allri tortryggni um kynbundna launasetningu, allir starfsamningar hafa verið endurnýjaðir með vísan í stefnuna auk persónuverndarstefnu félagsins, breytingar voru gerðir á verktakasamningum, jafnlaunastefna og vottun hafa vakið jákvæða athygli á fyrirtækinu.  Það neikvæða við ferilinn er að þetta er „vesen“ og kostnaður þ.e. töluvert var meira eytt í verkefnið en kostaði. 

Í lok fundar voru umræður og þar kom fram að erfitt er að staðfesta hlítingu.  Mikilvægt er að hugsa til þess að ef fyrirtækið stendur ekki í lögsókn þá má telja að verið sé að hlíta lögunum. En lögin eru allt of víðtæk og því gríðarlega erfitt að staðfesta hlítingu.  Með kerfunum erum við að gera okkar besta án þess að kostnaður verði það mikill að við sjáum ekki trén fyrir skóginum.  Markmið með staðlinum er að tryggja að verið sé að greiða sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Partur af hlítingunni er að sannreyna að svo sé.   

Fullur salur hjá Origo þegar fjallað var um ferli jafnlaunavottunar frá A-Ö.

Origo tók á móti gestum þar sem fjallað var um ferli jafnlaunavottunar frá A-Ö.

Anna Beta Gísladóttir eigandi Ráðar og stjórnarmeðlimur faghóps um jafnlaunastjórnun sérhæfir sig í ráðgjöf í tenglsum við jafnlaunastaðal. Hún fjallaði á viðburðinum um snertifleti jafnlaunastjórnunar og ISO stjónunarkerfa ásamt því að veita yfirlit
yfir helstu verkefni við innleiðingu Jafnlaunastaðals.

Kristín Björnsdóttir sérfræðingur hjá Origo veitti yfirsýn yfir reynslu Origo af innri úttektum með CCQ og hvernig beita má kerfinu við framkvæmd og skipulag úttekta.

Gná Guðjónsdóttir vottunarstjóri hjá Versa vottun fjallaði um hvernig hægt er að lágmarka óæskilega ákvarðanatöku vegna ofnotkunar á einföldunarreglum og huglægra skekkja með vottuðum stjórnunarkerfum.

Fundinum var streymt af Facebook síðu Stjórnvísi og er aðgengilegur þar. Ítarefni fundarins má finna hér.

Þökkum fundargestum fyrir komuna og fyrirlesurum fyrir áhugaverð erindi.

Ný stjórn faghóps um jafnlaunastjórnun

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun var haldin í Húsi atvinnulífisins þann 30. apríl og var ný stjórn skipuð.

Nýja stjórn skipa : Anna Beta Gísladóttir ráðgjafi Ráðar, Davíð Þór Lúðvíksson úttektaraðili Vottunar, Falasteen Abu Libdeh sérfræðingur hjá Eimskip, Gná Guðjónsdóttir úttekta- og gæðastjóri Versa Vottunar, Guðrún Helga Heiðarsdóttir sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Icelandair, Gyða Björg Sigurðardóttir ráðgjafi hjá Ráður, Michele Rebora ráðgjafi hjá 7.is, Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og Þórunn Auðunsdóttir sérfræðingur hjá Össuri.

Nánari yfirferð aðalfundar má sjá í ítarefni viðburðar.

 

Virði starfa - áhrifaþættir og aðferðir

Viðburður um virði starfa var haldinn í Opna Háskólanum í morgun og var mikill áhugi fyrir fundinum því fullt var út úr dyrum. Það voru faghópar um mannauðsstjórnun og jafnlaunastjórnun sem stóðu fyrir fundinum. Markmið viðburðarins var að kynnast aðferðum við að meta störf skipulagsheilda og auðkenna jafnverðmæt störf.  Fyrirlesarar voru Lúvísa Sigurðardóttir, verkefnastjóri jafnlaunakerfis hjá Landspítalanum, Auður Lilja og Rósa Björk ráðgjafar á verkefnastofu starfsmats og Katrín Ólafsdóttir - dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.  Lúvísa fjallaði um flækjustig vinnustaða og þær aðferðir sem Landspítalinn notar til að meta saman jafnverðmæt störf og það flækjustig sem myndast þegar jafnlaunastaðall er innleiddur á fjölbreyttan vinnustað. Auður Lilja Erlingsdóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir kynntu aðferðafræði við mat á störfum hjá sveitarfélögum á landsvísu, starfmatskerfið sjálft og ræða kosti þess og galla. Katrín fjallaði í erindi sínu um áhrif vinnumarkaðs á laun og virði starfa út frá þeim markaðsáhrifum.

 

Ferlar og gæði við launamyndun

Origo tók á móti gestum til að fjalla um snertifleti gæðastjórnunar og janflaunastjórnunar. Erindin fjölluðu um uppbyggingu gæðahandbóka og gæði í jafnréttismálum.

Gyða Björg Sigurðardóttir formaður faghóps um jafnlaunastjórnun og eigandi Ráðar, sérhæfir sig í ráðgjöf í tenglsum við jafnlaunastaðal og fjallaði á viðburðinum um hvað eru gæði í launaákvörðunum. 

Kristín Björnsdóttir viðskiptastjóri hjá Origo ræddi um uppbyggingu handbóka og hvernig á að virkja starfsmenn í gæðamálum og lagði áherslu á mikilvægi þess að skilja markhóp fyrir gæðaskjöl svo hægt sé að tryggja að upplýsingar skili sér til réttra aðila. 

Maria Hedman formaður faghóps um gæðastjórnun og vörueigandi CCQ hjá Origo sýndi hvernig hægt að er að nýta tækni til að auðvelda aðgengi að mikilvægum skjölum og nota myndræna birtingu til að koma upplýsingum til skila á skilvirkan hjátt. 

Góðar umræður sköpuðust í kjölfar erinda um áskoranir og tækifæri í tengslum við jafnlaunavottunina. 

Glærur má finna undir ítarefni viðburðarins og Origo skólinn bíður einnig upp á meiri fræðslu í tengslum við CCQ fyrir þá sem hafa áhuga. 

Árangur Sjóvá í jafnréttismálum og Jafnvægisvog FKA

Nýlega hélt faghópur um jafnlaunavottun fund í Sjóvá þar sem  Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár hélt opnunarávarp, Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvár, sagði frá leiðinni að vottun og Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafasviðs, kynnti Jafnvægisvogina, samstarfsverkefni Sjóvár og FKA

Fundinum var streymt og má sjá með því að smella hér.

Sjóvá var með fyrstu fyrirtækjum til að fá Jafnlaunavottun VR og hefur verið með jafnlaunavottun síðan 2014. Á fundinum var farið yfir leiðina að vottun og reynslu Sjóvá af ferlinu en kynbundinn launamunur hefur verið minni en 2% frá innleiðingu. 

Félagið hefur náð góðum árangri í jafna kynjahlutföll á öllum stigum fyrirtækisins enda hefur verið unnið markvisst að því undanfarin ár. Jöfn kynjahlutföll eru í stjórn, framkvæmdastjórn og stjórnendahópi félagsins í dag.

Þá var kynnt samstarfsverkefni FKA og Sjóvá sem miðar að því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íslensku atvinnulífi og jafnari hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja.

 

Jafnréttisvegferð Landsvirkjunar

Lansdvirkjun tók á móti gestum á vegum Stjórnvís til að ræða um vegferð þeirra í jafnréttismálum fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30. Góð mæting var á fundinn og boðið var upp á morgunverð í sal Landsvirkjunar í Austurveri. 

Gyða Björg kynnti stjórn faghóps um jafnlauanstjórnun, tilgang og viðburði. 

Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði hélt erindi um þá vinnu sem hefur átt sér stað í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun og þær leiðir sem þau hafa farið í stefnumótun og markmiðastetningu. 

Nokkrir þættir spiluðu saman í upphafi síðasta árs sem gerði það að verkum að jafnréttismál voru sett í forgang hjá Lansvirkjun og ákveðið var að bjóða öllum starfsmönnum í jafnréttispartý í mars 2017. Á þeim degi tók forstjóri stöðu formennsku í jafnréttisnefnd og lýsti því yfir að hann skyldi ekki stíga til hliðar fyrr en markmiði um 40% hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum yrði náð. 

Afurð af þessari vinnu urðu þau 6 meginmarkmiðum sem Landsvirkjun hefur sett fram í sinni jafnréttisáætlun. Öll markmið eru mælanleg og tilgreina leið og mælikvarða að settu markmiði. Þessi markmið eru í samræmi við Jafnréttisvísi Capacent sem gerðu úttekt á jafnréttismálum yfir sumarið 2017. 

Góð umræða skapaðist um jafnréttismál, jafnréttisáætlanir og um jafnlaunavottun í kjölfarið og svöruðu Selma og Sturla, starfsmannastjóri, fyrirspurnum gesta. 

Við í stjórn faghópsins þökkum Landsvirkjun fyrir mjög áhugavert erindi og hlökkum til að fylgjast með þróun mála hjá þeim í framtíðinni sem einu af leiðandi fyritækjum í jafnréttismálum á Íslandi. 

Meðfygljandi er mynd af Gula spjaldinu, sem inniheldur orðskýringu á hrútskýringu og menndurektningu. Sem hluti af vitundarvakningu eru þessi spjöld prentuð út og sett í öll fundarherbergi í Landsvirkjun, sem hefur vakið mikla athygli og lukku. 

Hlutverk leiðtoga í jafnlaunastjórnun

Fyrsti viðburður nýstofnaðs faghóps um jafnlaunastjórnun var haldinn hjá Tollstjóra sem bauð Stjórnvísifélögum heim miðvikudaginn 14. mars kl.14:00.  Yfirskrift fundarins var hlutverk og viðhorf æðstu stjórnenda við innleiðingu á Jafnlaunastaðli. Góð mæting var á fundinn. Fyrra erindið flutti Unnur Ýr mannauðsstjóri Tollstjóraembættisins sem jafnframt situr í stjórn faghópsins.  Unnur ræddi hve mikilvægt er að viðhorf æðstu stjórnenda sé gott þar sem hlutverk æðstu stjórnenda er stórt í innleiðingu jafnlaunastjórnunar.  Sú áskorun sem stjórnendur hafa bent á og stendur upp úr hjá Tollstjóra er að það er erfitt að búa til kerfi sem metur störf rétt.  Mikilvægt er að reglulegt endurmat sé á matskerfinu því störf eru breytileg frá einum tíma til annars.  Eitt af því sem stjórnendur bentu á er hversu flókið það er að samræma sjónarmið stéttarfélaga.  Sum leggja áherslu á mikilvægi menntunar og önnur á að allir fari á lífeyri 65 ára, ólíkir hlutir eru hjá hverju og einu félagi og þegar samið er hjá stéttarfélögum þá riðlast allt til aftur.   Tollstjóri hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf og Unnur Ýr, mannauðsstjóri Tollstjóraembættis, fjallar um mikilvægi þátttöku æðstu stjórnenda við innleiðingaferlið. Tollstjóri, Snorri Olsen, tók virkan þátt í ferlinu frá upphafi og er það lykilatriði í að gera ferlið skilvirkt og árangursríkt.

Seinna erindið flutti Anna Þórhallsdóttir sem lauk nýverið MS-prófi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og gerði eiginlega rannsókn á viðhorfi stjórnenda til Jafnlaunastaðals. Í sínu erindi leitaðist hún við að svara eftirfarandi spurningum: 1. Sjá stjórnendur í íslensku atvinnulífi lögmæti í innleiðingu á jafnlaunastaðli? 2. Hvaða hindranir telja stjórnendur sig standa frammi fyrir við innleiðingu á jafnlaunastaðli og hvaða áhrif telja þeir slíka innleiðingu hafa fyrir skipulagsheildina?

Í lok fundarins kynnti formaður nýstofnaðs faghóps um jafnlaunastjórnun Gyða Björg Sigurðardóttir stjórnina og markmið nýja faghópsins.  Síðan var boðið upp á fyrirspurnir. 

Fundinum var streymt og má sjá upptökuna á facebooksíðu Stjórnvísi.  

Nýr faghópur um jafnlaunastjórnun– vertu með!

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um jafnlaunastjórnun. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella á https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/jafnlaunastjornun. Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja öfluga faghóps. 

Stjórn faghópsins skipa Gyða Björg Sigurðardóttir, Háskólanum í Reykjavík og Ráður ehf, Anna Þórhallsdóttir, Háskóli Íslands, Davíð Þór Lúðvíksson, Staðlaráð Íslands, Falasteen Abu Libdeh, Eimskip, Gná Guðjónsdóttir, Ábyrgar lausnir, Ingunn Ólafsdóttir, Efla, Jón Gunnar Borgþórsson, JGB, ráðgjöf og bókhald slf., Michele Rebora, 7.is, Randver C. Fleckenstein, Valitor, Sólveig B. Gunnarsdóttir, SA, Tinna Mjoll Karlsdottir, Medis, Unnur Ýr Kristjánsdóttir, Tollstjóri, Þórunn Auðunsdóttir, Össur.

Tillögur að fundarefni faghópsins eru meðal annars: Reynsla fyrirtækja, sjónarhorn stjórnenda, ráðgjafa og hagsmunaaðila, vottunarferlið, rannsóknir og ritgerðir í tengslum við málefnið.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?