Jafnlaunastjórnun

Jafnlaunastjórnun

Markmið faghópsins er að vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga sem snerta málefni jafnlaunakerfa í samræmi við ÍST85:2012 staðalinn. Taka þátt í samtali um málefnið, veita þeim vettvang sem vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri og vera leiðandi í faglegri umræðu um jafnlaunamál.

Stjórnin ætlar að setja saman dagskrá fyrir árið sem leggur áherslu á að varpa ljósi á þá reynslu og þekkingu sem er til staðar á íslenskum vinnumarkaði og fræðasamfélagi. Stjórn faghópsins samanstendur af áhugafólki um málefni er snerta launajafnrétti og koma úr ólíkum áttum, atvinnulífinu, opinbera geiranum, hagsmunasamtökum og úr hópi sérfræðinga og ráðgjafa. Mikilvægt er að veita rými fyrir sjónarmið allra sem eiga hagsmuni að gæta í þessum stóra málaflokki og því var skipun fyrstu  stjórnarinnar gerð með fjölbreytni í huga.  

Viðburðir

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð um nýjustu rannsóknir BHM og Samtakanna '78 um laun og kjör hinsegin fólks á Íslandi. 

Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig.

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Nýleg greining­ sem unnin var í samstarfi Sam­tak­anna '78 og BHM sýnir fram á að launamunur virðist vera á milli einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði eftir kynhneigð þeirra. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM kemur segir frá rannsókninni og niðurstöðunum. Sólveig Rós frá Ráði ehf., stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í hinseginleika verður jafnframt með fræðsluerindi um hinseginleika og vinnustaðamenningu.

Umræður að loknum erindum.

Hvetjum alla til að mæta á staðinn, fræðast og taka þátt í umræðum.

Léttar veitingar í boði Coca-Cola á Íslandi.

Fundarstaður: Coca-Cola á Íslandi, Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík.

Fundartími: 9-10:15.

Sæti eru fyrir 40 manns. 

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun verður haldinn 26. apríl klukkan 11:30 til 13:00.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, tvö sæti eru laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel og boðið verður upp á hádegismat. Takmarkaður sætafjöldi.

Þegar valið stendur á milli Jafnlaunastaðfestingar eða Jafnlaunavottunar - hjá Origo og á Teams

Faghóps ISO/Gæðastjórnun og Jafnlaunastjórnun kynna til leiks: 

TEAMS HLEKKUR

Gæðastjórnun og kostir öflugra gæðakerfa

Maria Hedman 
Vörustjóri, Origo 

Inngangur – samanburður á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu

Gyða Björg Sigurðardóttir jafnlaunaráðgjafi, Ráður

Stuttlega sagt frá fyrstu jafnlaunastaðfestingu hjá Umbóðsmanni Skuldara 

Eygló Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Umboðsmaður skuldara

10 mínútna hlé 

Snjöll og einfald leið í Jafnlaunamálum
Ferlið í Justly Pay 
Hildur B Pálsdóttir  

Límtré – Þroskað gæðakerfi og Justly Pay 
Einar Bjarnason, gæðastjóri Límtré

Ef valið stendur milli vottunar og staðfestingu – hver er ávinningur vottunar?
Gná Guðjónsdóttir Versa Vottun

Viðburðinn er til húsa hjá Origo, Borgartúni 37 og á Teams. 

Fréttir

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Hér má nálgast einstaklega áhugaverðar glærur frá viðburðinum og myndir.  Faghópur um jafnlaunastjórnun hélt viðburð um nýjustu rannsóknir BHM og Samtakanna '78 um laun og kjör hinsegin fólks á Íslandi.  Nýleg greining­ sem unnin var í samstarfi Sam­tak­anna '78 og BHM sýnir fram á að launamunur virðist vera á milli einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði eftir kynhneigð þeirra. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM sagði frá rannsókninni og niðurstöðunum. Sólveig Rós frá Ráði ehf., stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í hinseginleika var jafnframt með fræðsluerindi um hinseginleika og vinnustaðamenningu.

Jafnvægi á gagnsæi og skrifræði

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Gerða Björg Hafsteinsdóttir hélt fyrirlestur um þau atriði sem komu fram í rannsókn sinni um upplifun stjórnenda af jafnlaunavottun. Grein var skrifuð um niðurstöður viðtalana og má sjá hana í heild sinni hér. 

Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur jafréttisstofu fjallaði um ný jafnréttislög og sérstaklega þær breytingar sem urðu á kafla um jafnlaunavottun. Hann fjallaði um jafnlaunastaðfestingu sem er nú í boði fyrir minni fyrirtæki.  

Þáttakendur svöruðu spurningum um hvort þau hefðu kynnt sér ný jafnréttislög og má sjá niðurstöður hér fyrir neðan. Vekur athygli að 20% svarenda hafði lesið þau öll í gegn sem er merki um metnað meðal fundargesta. Einnig var spurt almennt um viðhorf gagnvart jafnlaunavottun. Fyrirlesarar sátu því næst fyrir svörum og sköpuðumst skemmtilegar umræður út frá spurningum þáttakenda. 

Viðburðuinn var tekinn upp og er hægt að nálgast upptökur á facebook síðu Stjórnvísi  

 

 

Fyrir lok fundarins benti Gerða á rannsókn sem væri að fara af stað um aðferðir við mat á störfum og vildum við því bæta inn í fréttina hlekka á fund sem var haldinn um verðmæti starfa í apríl 2019.

Aðalfundur jafnlaunahóps

Aðalfundur stjórnar um jafnlaunastjórnun var haldinn í gegnum Teams 28. maí 2020. 

 

Á fundinum var farið yfir helstu áherslur stjórnar, ný stjórn var kjörinn og fjallað var um helstu áherslur næsta starfsárs. 

 

Stjórn Jafnlaunahóps árið 2020-2021

 
Gyða Björg Sigurðardóttir
Stjórnunarráðgjafi -  Formaður - Ráður
 
Anna Beta Gísladóttir
Stjórnunarráðgjafi -  Stjórnandi - Ráður
 
Davíð Lúðvíksson
Stjórnandi - Davíð Lúðvíksson
 
Falasteen Abu Libdeh
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Eimskip
 
Gerða Björg Hafsteinsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg - öll svið
 
Gná Guðjónsdóttir
Háskólanemi -  Stjórnandi - Háskólinn í Reykjavík
 
Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Samtök atvinnulífsins

Stjórn

Gyða Björg Sigurðardóttir
Stjórnunarráðgjafi -  Formaður - Ráður
Ásdís Sigurgeirsdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - ÁTVR
Birna Dís Eiðsdóttir
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Versa Vottun
Davíð Lúðvíksson
-1 -  Stjórnandi - Rannís
Maj-Britt Briem
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Samtök atvinnulífsins
Sigríður Örlygsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Fagráðgjöf
Sonja Margrét Scott
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - Coca-Cola European Partners Ísland
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?