Jafnlaunastjórnun

Jafnlaunastjórnun

Markmið faghópsins er að vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga sem snerta málefni jafnlaunakerfa í samræmi við ÍST85:2012 staðalinn. Taka þátt í samtali um málefnið, veita þeim vettvang sem vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri og vera leiðandi í faglegri umræðu um jafnlaunamál.

Stjórnin ætlar að setja saman dagskrá fyrir árið sem leggur áherslu á að varpa ljósi á þá reynslu og þekkingu sem er til staðar á íslenskum vinnumarkaði og fræðasamfélagi. Stjórn faghópsins samanstendur af áhugafólki um málefni er snerta launajafnrétti og koma úr ólíkum áttum, atvinnulífinu, opinbera geiranum, hagsmunasamtökum og úr hópi sérfræðinga og ráðgjafa. Mikilvægt er að veita rými fyrir sjónarmið allra sem eiga hagsmuni að gæta í þessum stóra málaflokki og því var skipun fyrstu  stjórnarinnar gerð með fjölbreytni í huga.  

Viðburðir

Jafnlaunakerfið og gæðastjórnun

Gyða Björg Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá Ráður, sérfræðingur í Jafnlaunastaðli fjallar um tæknileg atriði sem snúa að staðlinum. 

Kristín Björnsdóttir, viðskiptastjóri og CCQ ráðgjafi hjá Origo

Fjallar um uppbyggingu á virku stjórnkerfi eins og Jafnlaunakerfi og árangursríkar leiðir til að skipuleggja handbækur til hlítingar á ytri og innri kröfum.   

Maria Hedman, vörueigandi CCQ hjá Origo

Fjallar um stefnur, verklagsreglur, vinnulýsingar o.fl. og sýnir nokkur dæmi um myndræna framsetningu á gæðaskjölum er tengjast Jafnlaunakerfinu. 

Viðburðurinn er í haldinn í samvinnu við faghópa um Jafnlaunastjórnun og Gæðastjórnun og ISO staðla.

Árangur og vegferð jafnréttismála hjá Sjóvá

Hermann Björnsson forstjóri og Ágústa B. Bjarnadóttir, mannauðsstjóri fara yfir sögu og árangur jafnréttismála innan Sjóvá undanfarin ár.

Sjóvá var með fyrstu fyrirtækjum til að fá Jafnlaunavottun VR og hefur verið með jafnlaunavottun síðan 2014. Á fundinum verður farið yfir leiðina að vottun og reynslu Sjóvá af ferlinu en kynbundinn launamunur hefur verið minni en 2% frá innleiðingu. 

Félagið hefur náð góðum árangri í jafna kynjahlutföll á öllum stigum fyrirtækisins enda hefur verið unnið markvisst að því undanfarin ár. Jöfn kynjahlutföll eru í stjórn, framkvæmdastjórn og stjórnendahópi félagsins í dag.

Þá verður kynnt samstarfsverkefni FKA og Sjóvá sem miðar að því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íslensku atvinnulífi og jafnari hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja.

Dagskrá

  • Gyða Björg Sigurðardóttir – kynning á faghópi Stjórnvísi um jafnlaunastjórnun
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár heldur opnunarávarp
  • Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvár, segir frá leiðinni að vottun
  • Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafasviðs, kynnir Jafnvægisvogina, samstarfsverkefni Sjóvár og FKA

Opnað verður á fyrirspurnir og umræður í lok erinda.

Jafnréttisvegferð Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur síðan í byrjun síðasta árs sett mikinn kraft í jafnréttismálin og voru nýlega sett fram markmið, mælikvarðar og umbótaverkefni jafnréttismála til næstu þriggja ára.

Um er að ræða heildstæða nálgun á stöðu og úrbætur í jafnréttismálum þar sem horft er til menningar, umhverfis og fl. þátta og hefur allt starfsfólkið tekið þátt í forgangsröðun úrbóta.

Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði Landsvirkjunar ætlar að kynna fyrir Stjórnvísifélögum þeirra nálgun á jafnréttismál. 

Dagskrá

8:30 – léttur morgunverður
8:40 – 8:45 – Kynning á faghópi um jafnlaunastjórnun

8:45 – 9:15 – Jafnréttisvegferð Landsvirkjunar

9:15 – 9:30 – Spurningar og umræður

Við hvetjum alla til að mæta og fá innsýn inn í heildræna stefnumótun um jafnréttismál, einnig að skrá sig í faghóp um jafnlaunastjórnun til að fylgjast með viðburðum á næstunni.

Fréttir

Ferlar og gæði við launamyndun

Origo tók á móti gestum til að fjalla um snertifleti gæðastjórnunar og janflaunastjórnunar. Erindin fjölluðu um uppbyggingu gæðahandbóka og gæði í jafnréttismálum.

Gyða Björg Sigurðardóttir formaður faghóps um jafnlaunastjórnun og eigandi Ráðar, sérhæfir sig í ráðgjöf í tenglsum við jafnlaunastaðal og fjallaði á viðburðinum um hvað eru gæði í launaákvörðunum. 

Kristín Björnsdóttir viðskiptastjóri hjá Origo ræddi um uppbyggingu handbóka og hvernig á að virkja starfsmenn í gæðamálum og lagði áherslu á mikilvægi þess að skilja markhóp fyrir gæðaskjöl svo hægt sé að tryggja að upplýsingar skili sér til réttra aðila. 

Maria Hedman formaður faghóps um gæðastjórnun og vörueigandi CCQ hjá Origo sýndi hvernig hægt að er að nýta tækni til að auðvelda aðgengi að mikilvægum skjölum og nota myndræna birtingu til að koma upplýsingum til skila á skilvirkan hjátt. 

Góðar umræður sköpuðust í kjölfar erinda um áskoranir og tækifæri í tengslum við jafnlaunavottunina. 

Glærur má finna undir ítarefni viðburðarins og Origo skólinn bíður einnig upp á meiri fræðslu í tengslum við CCQ fyrir þá sem hafa áhuga. 

Stjórn

Gyða Björg Sigurðardóttir
Háskólanemi - Formaður - Háskólinn í Reykjavík
Anna Þórhallsdóttir
Sérfræðingur - Stjórnandi - LÍN - Lánasjóður íslenskra námsmanna
Falasteen Abu Libdeh
Sérfræðingur - Stjórnandi - Eimskip
Ingunn Ólafsdóttir
Mannauðsstjóri - Stjórnandi - EFLA verkfræðistofa
Jón Gunnar Borgþórsson
Stjórnunarráðgjafi - Stjórnandi - JGB, ráðgjöf og bókhald slf.
Michele Rebora
Stjórnunarráðgjafi - Stjórnandi - 7.is
Randver Fleckenstein
Stjórnandi - Valitor hf.
Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir
Sérfræðingur - Stjórnandi - Samtök atvinnulífsins
Unnur Ýr Kristjánsdóttir
Starfsmannastjóri - Stjórnandi - Tollstjóri
Þórunn Auðunsdóttir
Annað - Stjórnandi - Össur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?