Jafnlaunastjórnun

Jafnlaunastjórnun

Markmið faghópsins er að vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga sem snerta málefni jafnlaunakerfa í samræmi við ÍST85:2012 staðalinn. Taka þátt í samtali um málefnið, veita þeim vettvang sem vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri og vera leiðandi í faglegri umræðu um jafnlaunamál.

Stjórnin ætlar að setja saman dagskrá fyrir árið sem leggur áherslu á að varpa ljósi á þá reynslu og þekkingu sem er til staðar á íslenskum vinnumarkaði og fræðasamfélagi. Stjórn faghópsins samanstendur af áhugafólki um málefni er snerta launajafnrétti og koma úr ólíkum áttum, atvinnulífinu, opinbera geiranum, hagsmunasamtökum og úr hópi sérfræðinga og ráðgjafa. Mikilvægt er að veita rými fyrir sjónarmið allra sem eiga hagsmuni að gæta í þessum stóra málaflokki og því var skipun fyrstu  stjórnarinnar gerð með fjölbreytni í huga.  

Viðburðir

Árangur og vegferð jafnréttismála hjá Sjóvá

Hermann Björnsson forstjóri og Ágústa B. Bjarnadóttir, mannauðsstjóri fara yfir sögu og árangur jafnréttismála innan Sjóvá undanfarin ár.

Sjóvá var með fyrstu fyrirtækjum til að fá Jafnlaunavottun VR og hefur verið með jafnlaunavottun síðan 2014. Á fundinum verður farið yfir leiðina að vottun og reynslu Sjóvá af ferlinu en kynbundinn launamunur hefur verið minni en 2% frá innleiðingu. 

Félagið hefur náð góðum árangri í jafna kynjahlutföll á öllum stigum fyrirtækisins enda hefur verið unnið markvisst að því undanfarin ár. Jöfn kynjahlutföll eru í stjórn, framkvæmdastjórn og stjórnendahópi félagsins í dag.

Þá verður kynnt samstarfsverkefni FKA og Sjóvá sem miðar að því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íslensku atvinnulífi og jafnari hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja.

Dagskrá

  • Gyða Björg Sigurðardóttir – kynning á faghópi Stjórnvísi um jafnlaunastjórnun
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár heldur opnunarávarp
  • Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvár, segir frá leiðinni að vottun
  • Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafasviðs, kynnir Jafnvægisvogina, samstarfsverkefni Sjóvár og FKA

Opnað verður á fyrirspurnir og umræður í lok erinda.

Jafnréttisvegferð Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur síðan í byrjun síðasta árs sett mikinn kraft í jafnréttismálin og voru nýlega sett fram markmið, mælikvarðar og umbótaverkefni jafnréttismála til næstu þriggja ára.

Um er að ræða heildstæða nálgun á stöðu og úrbætur í jafnréttismálum þar sem horft er til menningar, umhverfis og fl. þátta og hefur allt starfsfólkið tekið þátt í forgangsröðun úrbóta.

Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði Landsvirkjunar ætlar að kynna fyrir Stjórnvísifélögum þeirra nálgun á jafnréttismál. 

Dagskrá

8:30 – léttur morgunverður
8:40 – 8:45 – Kynning á faghópi um jafnlaunastjórnun

8:45 – 9:15 – Jafnréttisvegferð Landsvirkjunar

9:15 – 9:30 – Spurningar og umræður

Við hvetjum alla til að mæta og fá innsýn inn í heildræna stefnumótun um jafnréttismál, einnig að skrá sig í faghóp um jafnlaunastjórnun til að fylgjast með viðburðum á næstunni.

Hlutverk leiðtoga í jafnlaunastjórnun

Því miður er fullbókað á fundinn

Fyrsti viðburður nýs faghóps um jafnlaunastjórnun verður í boði Tollstjóra sem ætlar að bjóða gestum í heimsókn miðvikudaginn 14. mars kl. 14:00.

Yfirskrift erindisins er hlutverk og viðhorf æðstu stjórnenda við Innleiðingu á Jafnlaunastaðli. Við viljum nota tækifærið og hvetja áhugasama til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér

Dagskrá:

  • Kynning á innleiðingarferli Tollstjóra - Unnur Ýr mannauðsstjóri Tollstjóraembættis
  • Jafnlaunastaðallinn sem stjórntæki - Anna Þorvaldsdóttir kynnir niðurstöður á rannsókn
  • Faghópur um jafnlaunastjórnun, kynning á stjórn og markmiðum - Gyða Björg Sigurðardóttir formaður stjórnar

Opnað verður á fyrirspurnir og umræður í lok erinda.

Nánari upplýsingar 

Tollstjóri hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf og Unnur Ýr, mannauðsstjóri Tollstjóraembættis, fjallar um mikilvægi þáttöku æðstu stjórnenda við innleiðingferlið. Tollstjóri, Snorri Olsen, tók virkan þátt í ferlinu frá upphafi og er það lykilatriði í að gera ferlið skilvirkt og árangursríkt.

NY Times fjallaði um vottunina í grein um Tollstjóra í mars síðastliðnum, sjá hér.

Anna Þórhallsdóttir lauk nýverið MS-prófi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og gerði eiginlega rannsókn á viðhorfi stjórnenda til Jafnlaunastaðals. Í sínu erindi leitast hún við að svara eftirfarandi spurningum. 

  • Sjá stjórnendur í íslensku atvinnulífi lögmæti í innleiðingu á jafnlaunastaðli? 
  • Hvaða hindranir telja stjórnendur sig standa frammi fyrir við innleiðingu á jafnlaunastaðli og hvaða áhrif telja þeir slíka innleiðingu hafa fyrir skipulagsheildina?

Endilega skráið ykkur á viðburðinn og í faghóp um jafnlaunastjórnun til að fylgjast með dagskrá og fréttum um málefni sem tengjast efninu.

Fréttir

Nýr faghópur um jafnlaunastjórnun– vertu með!

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um jafnlaunastjórnun. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella á https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/jafnlaunastjornun. Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja öfluga faghóps. 

Stjórn faghópsins skipa Gyða Björg Sigurðardóttir, Háskólanum í Reykjavík og Ráður ehf, Anna Þórhallsdóttir, Háskóli Íslands, Davíð Þór Lúðvíksson, Staðlaráð Íslands, Falasteen Abu Libdeh, Eimskip, Gná Guðjónsdóttir, Ábyrgar lausnir, Ingunn Ólafsdóttir, Efla, Jón Gunnar Borgþórsson, JGB, ráðgjöf og bókhald slf., Michele Rebora, 7.is, Randver C. Fleckenstein, Valitor, Sólveig B. Gunnarsdóttir, SA, Tinna Mjoll Karlsdottir, Medis, Unnur Ýr Kristjánsdóttir, Tollstjóri, Þórunn Auðunsdóttir, Össur.

Tillögur að fundarefni faghópsins eru meðal annars: Reynsla fyrirtækja, sjónarhorn stjórnenda, ráðgjafa og hagsmunaaðila, vottunarferlið, rannsóknir og ritgerðir í tengslum við málefnið.

 

Stjórn

Gyða Björg Sigurðardóttir
Háskólanemi - Formaður - Háskólinn í Reykjavík
Anna Þórhallsdóttir
Sérfræðingur - Stjórnandi - LÍN - Lánasjóður íslenskra námsmanna
Falasteen Abu Libdeh
Sérfræðingur - Stjórnandi - Eimskip
Ingunn Ólafsdóttir
Mannauðsstjóri - Stjórnandi - EFLA verkfræðistofa
Jón Gunnar Borgþórsson
Stjórnunarráðgjafi - Stjórnandi - JGB, ráðgjöf og bókhald slf.
Michele Rebora
Stjórnunarráðgjafi - Stjórnandi - 7.is
Randver Fleckenstein
Millistjórnandi - Stjórnandi - Valitor hf.
Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir
Sérfræðingur - Stjórnandi - Samtök atvinnulífsins
Tinna Mjöll Karlsdóttir
Verkefnastjóri - Stjórnandi - Actavis Group PTC ehf,
Unnur Ýr Kristjánsdóttir
Starfsmannastjóri - Stjórnandi - Tollstjóri
Þórunn Auðunsdóttir
Annað - Stjórnandi - Össur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?