Hlutverk leiðtoga í jafnlaunastjórnun

Fyrsti viðburður nýstofnaðs faghóps um jafnlaunastjórnun var haldinn hjá Tollstjóra sem bauð Stjórnvísifélögum heim miðvikudaginn 14. mars kl.14:00.  Yfirskrift fundarins var hlutverk og viðhorf æðstu stjórnenda við innleiðingu á Jafnlaunastaðli. Góð mæting var á fundinn. Fyrra erindið flutti Unnur Ýr mannauðsstjóri Tollstjóraembættisins sem jafnframt situr í stjórn faghópsins.  Unnur ræddi hve mikilvægt er að viðhorf æðstu stjórnenda sé gott þar sem hlutverk æðstu stjórnenda er stórt í innleiðingu jafnlaunastjórnunar.  Sú áskorun sem stjórnendur hafa bent á og stendur upp úr hjá Tollstjóra er að það er erfitt að búa til kerfi sem metur störf rétt.  Mikilvægt er að reglulegt endurmat sé á matskerfinu því störf eru breytileg frá einum tíma til annars.  Eitt af því sem stjórnendur bentu á er hversu flókið það er að samræma sjónarmið stéttarfélaga.  Sum leggja áherslu á mikilvægi menntunar og önnur á að allir fari á lífeyri 65 ára, ólíkir hlutir eru hjá hverju og einu félagi og þegar samið er hjá stéttarfélögum þá riðlast allt til aftur.   Tollstjóri hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf og Unnur Ýr, mannauðsstjóri Tollstjóraembættis, fjallar um mikilvægi þátttöku æðstu stjórnenda við innleiðingaferlið. Tollstjóri, Snorri Olsen, tók virkan þátt í ferlinu frá upphafi og er það lykilatriði í að gera ferlið skilvirkt og árangursríkt.

Seinna erindið flutti Anna Þórhallsdóttir sem lauk nýverið MS-prófi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og gerði eiginlega rannsókn á viðhorfi stjórnenda til Jafnlaunastaðals. Í sínu erindi leitaðist hún við að svara eftirfarandi spurningum: 1. Sjá stjórnendur í íslensku atvinnulífi lögmæti í innleiðingu á jafnlaunastaðli? 2. Hvaða hindranir telja stjórnendur sig standa frammi fyrir við innleiðingu á jafnlaunastaðli og hvaða áhrif telja þeir slíka innleiðingu hafa fyrir skipulagsheildina?

Í lok fundarins kynnti formaður nýstofnaðs faghóps um jafnlaunastjórnun Gyða Björg Sigurðardóttir stjórnina og markmið nýja faghópsins.  Síðan var boðið upp á fyrirspurnir. 

Fundinum var streymt og má sjá upptökuna á facebooksíðu Stjórnvísi.  

Um viðburðinn

Hlutverk leiðtoga í jafnlaunastjórnun

Því miður er fullbókað á fundinn

Fyrsti viðburður nýs faghóps um jafnlaunastjórnun verður í boði Tollstjóra sem ætlar að bjóða gestum í heimsókn miðvikudaginn 14. mars kl. 14:00.

Yfirskrift erindisins er hlutverk og viðhorf æðstu stjórnenda við Innleiðingu á Jafnlaunastaðli. Við viljum nota tækifærið og hvetja áhugasama til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér

Dagskrá:

  • Kynning á innleiðingarferli Tollstjóra - Unnur Ýr mannauðsstjóri Tollstjóraembættis
  • Jafnlaunastaðallinn sem stjórntæki - Anna Þorvaldsdóttir kynnir niðurstöður á rannsókn
  • Faghópur um jafnlaunastjórnun, kynning á stjórn og markmiðum - Gyða Björg Sigurðardóttir formaður stjórnar

Opnað verður á fyrirspurnir og umræður í lok erinda.

Nánari upplýsingar 

Tollstjóri hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf og Unnur Ýr, mannauðsstjóri Tollstjóraembættis, fjallar um mikilvægi þáttöku æðstu stjórnenda við innleiðingferlið. Tollstjóri, Snorri Olsen, tók virkan þátt í ferlinu frá upphafi og er það lykilatriði í að gera ferlið skilvirkt og árangursríkt.

NY Times fjallaði um vottunina í grein um Tollstjóra í mars síðastliðnum, sjá hér.

Anna Þórhallsdóttir lauk nýverið MS-prófi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og gerði eiginlega rannsókn á viðhorfi stjórnenda til Jafnlaunastaðals. Í sínu erindi leitast hún við að svara eftirfarandi spurningum. 

  • Sjá stjórnendur í íslensku atvinnulífi lögmæti í innleiðingu á jafnlaunastaðli? 
  • Hvaða hindranir telja stjórnendur sig standa frammi fyrir við innleiðingu á jafnlaunastaðli og hvaða áhrif telja þeir slíka innleiðingu hafa fyrir skipulagsheildina?

Endilega skráið ykkur á viðburðinn og í faghóp um jafnlaunastjórnun til að fylgjast með dagskrá og fréttum um málefni sem tengjast efninu.

Fleiri fréttir og pistlar

Intercultural Conference of Reykjavík City

The Intercultural Conference offers a unique platform for people of diverse backgrounds to come together and share their knowledge, have lively discussions, and enjoy the day together. The Conferences’ objectives are communication, democracy, and attitudes.

Reykjavík City ‘s Intercultural Conference will take place at Hitt Húsið on the 4th of May 2024. 

The Conference is an essential forum for active discussion regarding people of foreign origin and immigrants in Reykjavík. Reykjavik City is an intercultural city, and 25% of its residents are of foreign origin.

Language, literature, and inclusion will be a focal point at the Intercultural Conference. For the first time at the Conference, a seminar for youth to discuss the experiences of youth and ethnic minority backgrounds takes place.

 

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?