Stefnumótun og árangursmat: Fréttir og pistlar

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Mikill áhugi um skilvirka áhættustjórnun á fundi KPMG og Stjórnvísi í morgun.

KPMG og Stjórnvísi buðu til fundar í morgun um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynntu leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli.  Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.  Á annað hundrað manns sóttu fundinn sem var bæði í streymi og í glæsilegum nýuppgerðum húsakynnum KPMG í Borgartúni.  Erindi fluttu Sigurjón Birgir Hákonarson og Hafþór Ægir Sigurjónsson hjá KPMG og Sigrún Ósk Sigurðardóttir ÁTVR.  Fundarstjóri var Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG. Fundurinn aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.   

Stakkaskipti á verklagi ráðuneytis með Agile

Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri fjallaði á fundi faghóps um stefnumótun og árangursmat um hvernig Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið nýtir Agile bæði við stefnumörkun og innleiðingu. 

Hún lýsti hvernig verklag í ráðuneytinu hefur tekið stakkaskiptum frá því sem almennt hefur tíðkast í stjórnsýslunni. Nýttar eru Agile-aðferðir og -verkfæri í forgangsröðun og stýringu verkefna og lögð aukin áhersla á framgöngu mikilvægra mála ásamt fjármögnun þeirra.  Hún sýndi hvernig óhefðbundið þverfaglegt skipurit styður við Agile hugmyndafræðina með árangursríkum hætti og áhersluna á skýra sýn.

Útskýrði ráðuneytisstjóri hvernig forgangsverkefni eru valin, hvernig þau veljast svo inn í vinnu spretthópa, reglulegar kynningar á framvindu spretta og aðferðir til að vinna afturvirkt frá lokaútkomu. Einnig fjallaði hún um að ráðningarferlið hafi verið gjörbreytast hjá ráðuneytinu, sem og fundastýring og að stuttar skilvirkar vinnustofur með lykilfólki séu að taka við af stýrihópum og nefndum. 

 

Áhugasamir geta skoðað lýsingu á verklagi í kveri frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu: Vinnulag HVIN snýst um árangur

Skipurit og sýn HVIN kemur fram í kverinu Árangur fyrir Ísland

 

Hvernig nota má gervigreind til að efla rökhugsun

Mánudaginn 26. júní kl. 16 verður veffundur á vegum Marris Consulting í París þar sem Philip Marris, framkvæmdastjóri og Þorsteinn Siglaugsson ráðgjafi fjalla um hvernig nýta má mállíkön á borð við ChatGPT til að bæta röklega greiningu og efla eigin rökhugsun.

Marris Consulting er í fremstu röð meðal ráðgjafarfyrirtækja sem sérhæfa sig í Theory of Constraints. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í Logical Thinking Process, sem er grunnþáttur í Theory of Constraints og þjálfar stjórnendur víðsvegar um heim í notkun aðferðafræðinnar. Hann situr í stjórn faghóps Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat og í stjórn nýstofnaðs faghóps um gervigreind.

Fundurinn er öllum opinn og hlekk á skráningarform má sjá hér.

Hvers vegna tökum við rangar ákvarðanir? - Icelandair 2018

Skyndileg afsögn forstjóra Icelandair árið 2018 kom mörgum á óvart.

Í þessari grein sem ég birti nýlega á vef FP&A Trends Group er Logical Thinking Process aðferðafræðinni beitt til að greina atburðarásina, byggt á opinberum gögnum og samtölum við stjórnendur. Einnig er fjallað í víðara samhengi um hvaða ástæður geta legið að baki þegar rangar ákvarðanir eru teknar.

Rangir mælikvarðar geta verið hættulegir

"Ef þú segir mér hvernig frammistaða þín er mæld, þá get ég sagt þér hvernig þú hegðar þér" sagði Eli Goldratt eitt sinn.

Í stjórnun og stefnumótun eru réttir mælikvarðar lykilatriði. Rangir mælikvarðar geta leitt af sér ákvarðanatöku sem veldur fyrirtækinu eða stofnuninni tjóni. Í þessari stuttu grein er fjallað um dæmi um hvernig þetta getur gerst og hvernig við getum notað röklega greiningu til að finna slíka mælikvarða.

https://thorsteinnsiglaugsson.substack.com/p/from-symptoms-to-causes

 

Samtal við H. William Dettmer

Hér birtist nýtt viðtal við H. William Dettmer, upphafsmann Logical Thinking Process aðferðafræðinnar, en Dettmer hélt fyrirlestur á vegum faghópa um stjórnun viðskiptaferla og um stefnumótun og árangursmat vorið 2021.

Viðtalið birtist á nýrri upplýsingasíðu, "The Edge of Reason", sem helguð er röklegri greiningu og gagnrýninni hugsun.

H. William Dettmer er ráðgjafi og höfundur níu bóka um röklega greiningu og stjórnun hindrana (Theory of Constraints) og náinn samstarfsmaður Eli Goldratt, höfundar "The Goal". Sem ráðgjafi hefur Dettmer starfað með fjölda alþjóðlegra stórfyrirtækja við að bæta ákvarðanatöku á grunni röklegrar greiningar. Þar á meðal má nefna Deloitte, Boeing, Siemens, Lucent Technologies og Seagate, svo fátt eitt sé nefnt.

Dettmer er nú á sjötugasta og níunda aldursári, en síður en svo sestur í helgan stein. Megináhersla hans nú er á vefnámskeið í Logical Thinking Process aðferðafræðinni. Í viðtalinu segir hann m.a. frá þróun aðferðafræðinnar og kynnum sínum af Eli Goldratt og hugmyndum hans.

Vel heppnaður fundur um ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni sl föstudag

Yfir 50 manns mættu á fyrirlestur Þórðar forstjóra Skeljungs þar sem hann fór yfir vegferð og ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni. Skeljungur hóf EOS vegferðina í janúar í fyrra og hefur Bjarki Jóhannesson hjá Bravo leitt þá í gegnum hana. Það helsta sem kom fram á fundinum :

Bjarki hóf fundinn og fór stuttlega yfir sögu EOS aðferðafræðinnar og út á hvað hún gengur útfrá EOS módelinu.

Þórður byrjaði á að segja frá Skeljungi í dag eftir uppskiptingu í lok árs 2021 þar sem einu félagi var skipt í þrjú, þ.e. Skeljung, Orkuna og Gallon. Fyrsta rekstrarár Skeljungs gekk vonum framar þrátt fyrir uppskiptingu, flutning starfseminnar og erfið markaðskilyrði. Telur hann að EOS hafi átt stóran þátt í því. Hann lýsti svo ferlinu við innleiðingu EOS og hvernig fyrsta árið þróaðist í því vinnulagi sem EOS skapar. Nú er svo komið að allt fyrirtækið er orðið virkt í aðferðafræðinni.  Hann lauk svo fyrirlestrinum með þvi að fara yfir ávinninginn og nálgaðist það útfrá helstu EOS verkfærunum. Ljóst er að ávinningur EOS er töluverður en helstu punktar eru þessir

1. Félagið hefur skýra sýn, framkvæmdastjórnin er 100%  á sömu blaðsíðu og mjög  samstíga. Allt starfsfólkið þekkir sýn félagsins.

2. Fundaskipulagið tryggir að við erum að fara í rétta átt í öllum teymum, í hverri viku , í hverjum ársfjórðungi, ár eftir ár.

3. Vikulegu skorkortin byggja upp ábyrgð því allir eru með mælingar sem þeir þurfa að standa skil á. Þau ýta einnig undir að það mikilvægasta fyrir árangur í rekstrinum er gert í hverri einustu viku.

4. Unnið er skipulega að því að ná markmiðum fyrirtækisins með ársfjórðunglegum forgangsverkefnum. Teymin taka virkan þátt í að útfæra forgangsverkefni og mun fleiri umbætur eru virkjaðar en ella. Með vikulegri eftirfylgni aukast líkur á að þeim ljúki á tilsettum tíma verulega.

5. Mál eru dregin fram allstaðar í fyrirtækinu og tækluð. Allir eru vakandi fyrir því sem betur má fara og er unnið að lausnum í öllum teymum. Með vikulegri eftirfylgni tryggjum við framkvæmd úrlausna.

6. Kjarnagildin hafa þegar haft afgerandi  áhrif á fyrirtækjamenninguna. Þau gera okkur alltaf meðvituð um hvernig viðhorf og hegðun við erum að leita eftir í okkar fólki og við ýtum undir þá hegðun.

7. Ábyrgðarritið hefur gert það að verkum að ábyrgðin er skýr og við erum meðvituð um að hlutverk okkar og hvers annars. Ábyrgðarritið hefur veitt stjórnendum góða yfirsýn og aukið ábyrgðartilfinningu starfsfólks.

8.  EOS hefur fært stjórnendum verkfæri til að verða betri stjórnendur.  Tekist hefur að dreifa ábyrgðinni betur og valdefla starfsfólkið. Við erum að sjá aukið traust í framkvæmdastjórninni og meiri samheldni, auk þess sem aðferðafræðin hefur fært okkur mikla yfirsýn og yfirvegun þar sem við vitum að fólkið er að vinna í réttum hlutunum í hverri einustu viku.

9. Hugbúnaðurinn sem heldur utan um allt það sem tengist EOS er orðið að helsta stjórntæki félagsins. Hann veitir mikla yfirsýn yfir stöðuna í öllum teymum (skorkortin, forgangsverkefnin og málin sem verið er að tækla.) Þar eru allir fundir teymana keyrðir og allar ákvarðanir skráðar og eftirfylgni tryggð. 

Að lokum fór Þórður yfir næstu skref í EOS vinnunni. Hann telur að það taki að minnsta kosti ár í viðbót þar til EOS hugsunin er komin í DNA hjá fyrirtækinu.  

Mikið var um spurningar í lokin og greinilegt að margir voru mjög ánægðir með fundinn. 

Góðir stjórnarhættir: Stefnumið og sjálfbærni - ný viðmið, fyrirmyndir og gagnsæi

Í morgun var haldinn einstaklega áhugaverður viðburður þar sem farið var yfir breytta lagaumgjörð, viðmið um bestu framkvæmd og fyrirmyndir meðal annars með erlendum fyrirlesara frá Hollandi. Fundurinn var á vegum faghóps um góða stjórnarhætti og var frábær mæting á fundinn.

Aðalfyrirlesari var Simon Theeuwes sem fjallaði um samþættingu fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga, auknar kröfur um sjálfbærni upplýsingar og um stefnumiðaða stjórnarhætti. Auk þess fjallaði Bjarni Snæbjörn Jónsson um innleiðingu stefnumiðaðra stjórnarhátta og Sigurjón Geirsson um breytta lagaumgjörð á þessu sviði og um aukna ábyrgð stjórna. 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
 
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
 
 
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl. Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

Á þriðja hundrað félaga sóttu fund í morgun á vegum faghóps um stefnumótun og árangursmat.

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu félagsins.  Fyrirtæki búa orðið við hraðar breytingar í umhverfi sínu og munu gera í vaxandi mæli eftir því sem á líður. Samspil menningar og innleiðingar mun því skipta sífellt meira máli.  Fyrirlesarar voru:  
Bjarni Snæbjörn einn þekktasti og reyndasti stefnumótunarráðgjafi landsins og einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins DecideAct sem skráð er í Nasdaq-kauphöllinni í Danmörku.  

Tinni Jó­hann­es­son partner og ráðningarstjóri Góðra samskipta. Áður starfaði hann hjá Capacent og Waterstone Human Capital í ráðningum og ráðgjöf.  Hjá Capacent þróaði Tinni ásamt öðrum ráðgjöfum aðferðafræði til að staðsetja vinnustaðamenningu fyrirtækja og stofnana.

 

Heilsuefling er sameiginlegt verkefni starfsfólks og stjórnenda

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.

Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Heimir Guðmundsson sviðsstjóri vinnuvélasviðs hjá Vinnueftirlitinu og stjórnarmaður í stjórn faghóps um stefnumótun og árangursmat bauð gesti velkomna og kynnti Evu Helgadóttur. Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers leiddi gesti fundarins í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og sagði frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

Eva hóf störf hjá Öryggismiðstöðinni 2001 og hefur tekið þátt í fjölmörgum störfum og verkefnum á þessum tíma auk þess að bæta við sig námi í viðskiptafræði og viðurkenndum bókara. Öryggismiðstöðin rekur fjölbreytta þjónustu víðsvegar og því er þjónustuver mikilvægt. Fyrirtækið var stofnað 1995 og enn starfa þar nokkrir af fyrstu starfsmönnum. Mikill vöxtur hefur verið á undanförnum árum og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja og þar starfa í dag 400 manns. Í dag hefur þeirra fólk tekið 250.000 Covis sýni. Snjallöryggi er ný kynslóð öryggis og er þeirri lausn vel tekið. T.d. sagði Eva frá snjalllás sem er í símanum og hægt að hleypa sem dæmi börnum sem gleyma lyklunum sínum inn í gegnum símann.

Í ársbyrjun 2012 var tekin ákvörðun um að veita betri þjónustu og stofna þjónustuver. Gildi voru endurskoðuð forysta – umhyggja – traust.Allir starfsmenn hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllu því sem þeir gera í sínum störfum og í samskiptum hvort við annað. Farið var í markvissa hugmyndavinnu þar sem tryggt var að þekking færi milli manna og veitt heimild til athafna.  Þannig gæti hver og einn starfsmaður klárað sín mál með umboði. Farið var í heimsóknir til annarra fyrirtækja og valið það besta frá hverjum og einum.  Farið var markvisst í að starfsmenn leiðbeindu hvorir öðrum þannig að hópurinn gæti unnið saman og breitt út þekkingu. 

Þegar þjónustuverið var stofnað var það gert mjög sýnilegt og haldið partý fyrir alla starfsmenn.  Í þjónustuverinu á þessum tíma voru 5 manns. Í dag eru starfsmenn þjónustuvers 8 manns.  Við innleiðingu á þjónustuverinu var farið í mikla vinnu og boðið upp á mörg námskeið eins og námskeið í símsvörun og samskiptum við viðskiptavini. Með rafrænni fræðslu er tryggt að allir fá sömu fræðslu.

Markmiðið með stofnun þjónustuvers var að bæta þjónustu við viðskiptavini og veita hraðari svörun erinda. Markmiðið var að hægt væri að ganga frá 80% erinda í fyrstu snertingu.  Ekki senda símtalið áfram.  Fylgst er með meðallengd símtala og fjölda. Öll svið settu sér markmið og er öllum tölvupósti svarað samdægurs.

En hvaða verkefnum eru þau að sinna?  Stjórnstöð er opin allan sólarhringinn. Símtöl eru 170-200 á dag og erindi berast frá heimasíðu og með tölvupósti.  Viðskiptavinurinn vill í dag geta lokið sínum málum sjálfur og því er stöðug þróun í gangi.  Einnig er veitt tækniaðstoð og bókaðir tímar, sendar upplýsingar varðandi endurnýjanir, hnappa, reikningagerð (13000 á mánuði) o.m.fl.  Ábyrgð og þekking er alltaf á höndum fleiri en eins starfsmanns. 

Starfsþróun hefur aukist til muna og vaxa og dafna starfsmenn.  En hvað skiptir máli í ferlinu?  1. Stuðningur frá topnnum  2. Fá aðstoð frá þeim sem þekkja vel til 3. Þátttaka starfsmanna þ.e. þeir eigi hlutdeild í verkefninu 4. Starfsmenn fái svigrúm til að sinna innleiðingu 5. Búta niður fílinn og 6. Hafa gaman og fagna litlum sigrum. 

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi – Samkaup

Viðburðurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Gunnur Líf Gunnarsdóttir stýrir mannauðssviði Samkaupa og hóf störf þar 2018.  Þegar hún hóf störf var stofnað nýtt svið mannauðssvið og var þá ákveðið að setja mikinn kraft í mannauðinn. Samskip var stofnað 1998 og eru þar 1400 starfmenn sá yngsti 14 ára og elsti 83 ára og unnu þau menntasprotann 2020.  Af 1400 starfsmönnum vinna 40 í stoðsviðum á skrifstofu. Kjarninn eru verslanirnar.  

En hvert stefnir Samkaup? Hlutverk – gildi og framtíðarsýn er skýr. Framtíðarsýn mannauðssviðs er skýr en það er að vera eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi. Leiðarljósið er að hugsa vel um starfsfólkið og Samkaup er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Helsta auðlindin er mannauðurinn og lykill þess að Samkaup nái árangri. Starfsmenn fá tækifæri til að þroskast sem manneskjur og í starfi.  Samkaup vill að starfsmenn láti gott af sér leiða, mæti á staðinn, hlusti og taki þátt. Þau vilja vera með rétta fólkið og réttu færnina.  Þau vilja heilsteypt samskipti.  Samkaup er með samskiptakort og upplýsingaflæði er tryggt. Þau nota Workplace.  Á stjórnendadögum eru sett verkefni í takt við stefnu. Í hverri einustu verslun eru sett markmið og hvað ætlar hver og einn að gera til að ná markmiðinu.  Þannig nær Samkaup að virkja hvern einasta starfsmann.  En hvernig mæla þau þetta allt saman?

Mælikvarðarnir í verslunum eru fjárhagslegir mælikvarðar, gæði og þjónusta og mannauður og menning. Stærsti mælikvarðinn er fjöldi þeirra sem mæta á árshátíð sem er næstum 1000 manns.  Í dag hefur hver einasti starfsmaður sýn á hvernig hans verslun stendur “Árangursvog verslana Samkaupa”.  Markmiðin byggja á metnaði. En hvað er framundan? Haldinn er Teams stjórnendadagurinn, vinnustofur 2021, lykilfundir mars 2021 o.m.fl.  Það sem drífur þau áfram er metnaðarfullt starfsfólk.

Nú er veður til að skapa!" - Hvernig leysum við sköpunarkraft fyrirtækja úr læðingi?

Upptöku af fundinum má nálgast hér: „Nú er veður til að skapa“ var yfirskrift fundar faghóps um stefnumótun og árangursmat í morgun.  Formaður faghópsins Þorsteinn Sigurlaugsson setti fundinn og sagði fyrirsögnina tilvísun í kvæði eftir Tómas Guðmundsson. Öflug nýsköpun er forsendan fyrir kraftmiklu efnahagslífi til framtíðar. En nýsköpun á sér ekki aðeins stað innan sprotafyrirtækja, hún þarf ekki síður að eiga sér stað innan rótgróinna fyrirtækja á hefðbundnum mörkuðum. Ein lykilforsendan fyrir öflugri nýsköpun er að virkja sköpunargleði starfsfólks. En það er hægara sagt en gert.

Á þessum fundi leituðust þau Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte, og Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við HR, við að svara tveimur spurningum sem varða miklu í þessu samhengi í tveimur stuttum fyrirlestrum.
Björgvin Ingi Ólafsson: "Hverjir eru lykilþættirnir sem þurfa að einkenna stefnu og menningu fyrirtækisins til að skapa frjóan jarðveg fyrir sköpunargleðina?”

Björgvin byrjaði á að hugleiða af hverju væri oft erfitt að koma hugmyndinni inn í kraftinn og hafa áhrif.  Eru fyrirtæki að setja kraftinn í öndvegi? Í því sambandi ákvað Björgvin að skoða gildi nokkurra fyrirtækja en þau gefa hugmynd um hvað fyrirtæki vilja. Gildin eru oft með tilvísun í rekstur og oft skammtímaávinning.  Dæmi um gildi sem tengjast sköpunarkrafti voru framsækni og sköpunarkraftur og þau fundust hjá Matís og FB.  Það eru því fá fyrirtæki sem setja sköpunargleðina á oddinn.  Áskorunin við að breyta fyrirtækjum er sú sama og að breyta sköpunarkrafti. 

Björgvin spurði hvað er fyrirtæki? Lögformleg eining, teiknuð upp til að bregðast við þeim verkefnum sem þau sinna.  Augljóst er hver gerir hvað. En þeir sem eru skapandi passa ekkert endilega inn þar sem slíkt skipulag er.  Hvernig getum við þá breytt þessu? Og hvað er sköpunarkraftur sem þrífst ekki í svona boxum og hvernig virkjum við hann.  Sköpunarkraftur felur í sér að vilja gera mistök og leyfa þau. Björgvin tók dæmi um Coca Cola sem fór í mikla vinnu til að búa til „new coke“.  Þau bjuggu til nýtt coke og niðurstaðan var sú að fólk var ekki sátt því það saknaði gömlu bragðtegundarinnar.  Þessi herferð kostaði Coke fyrirtækið mikið en til lengri tíma ekki.  Það sem Coke lærði á þessu var að þau ættu að vera trú vörumerkinu og virkja áfram sköpunarkraftinn í fólkinu sínu. Öll fyrirtæki þurfa að skapa til að breytast.  Til að breytingar verði þarftu að hafa skýra framtíðarsýn, rétta fólkið, réttu hvatana, réttu auðlindirnar og afl til að koma hlutunum í verk.  Breytingar eru erfiðar og við þurfum að vilja gera mistök og tilraunir.  Umburðarlyndi er eitthvað sem mikilvægt er að tileinka sér því með umburðarlyndi nærðu meiri árangri.  Meira að segja fyrirtæki eins og Facebook fór af stað með sýn varðandi að hreyfa sig hratt en þau þurfa í dag að leggja áherslu á öryggi. En hvernig verður veður til að skapa? Við þurfum samhent teymi sem er ólíkt, getur rætt saman út frá styrkleikum hvors annars og er sveigjanlegt.  Við verðum að umbera mistök því án mistaka verða ekki framfarir.  Það er því lykilatriði við að búa til eitthvað nýtt og skapa að umbera mistök. 

Birna Dröfn Birgisdóttir: "Hvaða aðferðir geta starfsmenn notað til að nýta og efla sköpunargleði innan fyrirtækisins?"

Birna talaði um hve mikilvægt er að hafa sýn.  Sköpunargleði er svo margt, eitthvað sem er nýtt og nytsamlegt fyrir manneskjuna sjálfa, fyrirtækið, samfélagið eða heiminn.  Hugtakið er vítt og á við svo margt. Það eru litlu atriðin sem hjálpa okkur við að vera meira skapandi eins og að gera tilraunir í eldhúsinu við mataruppskrift. Ótrúlega margt hefur áhrif á sköpunargleði okkar t.d. næsti yfirmaður, umhverfið, líðan.  Einn stærsti rannsakandi á þessu sviði rannsakaði hvað það væri innan fyrirtækja sem stuðlaði að aukningu sköpunargleði innan fyrirtækja. Niðurstaðan var litlu sigrarnir sem ýta undir sköpunargleðina og gera okkur jákvæð og láta okkur hlakka meira til að mæta í vinnuna.  Það er sem sagt eitthvað lítið sem býr til eitthvað stórt. En litlu sigrarnir þurfa að hafa tilgang fyrir viðkomandi. En það koma alltaf bakslög í lífinu og þá veistu aldrei hvort þau eru góð eða slæm.  Alltaf þegar við gerum mistök eigum við að líta á það sem tilraunir rétt eins og Thomas Edison sem gerði ekki 10 þúsund mistök heldur 10 þúsund tilraunir. Hlutverk yfirmanna er gríðarlega mikið og mælt er með að þeir fari yfir gátlista og skoði hvaða eina atriði þeir geti gert næsta dag til að auðvelda litla sigra.  Yfirmenn eiga að einbeita sér að því að stýra litlum sigrum og að sjá til þess að hverjum og einum starfsmanni sé mikilvægt að vita hverju hann áorkar daglega. 

Í lok erinda voru umræður. 
Björgvin Ingi Ólafsson stýrir stjórnenda- og stefnumótunarráðgjöf Deloitte. Hann er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management auk hagfræðiprófs frá HÍ. Hann hefur áralanga reynslu af stjórnun og stjórnendaráðgjöf hér á landi og erlendis. Björgvin hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og sinnt kennslu bæði við HÍ og HR.

Birna Dröfn Birgisdóttir hefur rannsakað sköpunargleði og þjónandi forystu í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.

Þekking á netinu - Framtíðin

Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér. 

Ábyrgir stjórnarhættir - auknar kröfur um gagnsæi

Á þessum morgunfundi fjallaði Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu fjallaði Sigurður Ólafsson út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga. Þessar upplýsingar veita innsýn, eru mikilvægar til að auka gagnsæi og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum. 

Birta lífeyrissjóður nálgast ábyrgar fjárfestingar sem hugmyndafræði sem miðar að því að bæta vænta ávöxtun og áhættu til lengri tíma með sjálfbærni sem megin markmið samkvæmt UFS flokkun. Það sem er í boði eru viðmið ESG Reporting Guide 2,0, GRI Standards og IR Integrated Reporting. (ófjárhagslegar upplýsingar).  Meðalhófið er mikilvægt.
Ólafur tók nokkur dæmi af UFS umræðu; umhverfið, samfélagið og stjórnarhættir.  Birta styrkir Virk sem er mikilvægt og þar er hægt að ræða um fjárhagslega stærð.
Það er frábært framlag sem felst í að veita umhverfisverðlaun í atvinnulífinu því það virðist minnka kostnað og bæta framlegð sem verður vegna tiltektar í rekstrinum.
Árið 2015 voru gefnar út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og SI.  Leiðbeiningarnar fela í sér tilmæli til viðbótar við lög og reglur og þeim fylgir meiri sveigjanleiki þar sem grundvöllur leiðbeininganna um stjórnarhætti fyrirtækja er “fylgið eða skýrið” reglan.  Stjórnarhættir eiga að vera virðisskapandi.
Vínbúðin og ISAVIA vinna skv. GRI.  GRI 300 er ekkert annað en fjárhagslegar upplýsingar.  Það að draga úr útblæstri dregur úr kostnaði.  Í GRI 400 eru áhugaverðar kennitölur eins og hve margir voru veikir vegna álags í vinnu.  Fari talan yfir 5% í veikindum þá er það sannarlega farið að hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins.  Sama á við um fræðslu og þróun þegar fyrirtæki fjárfesta í menntun starfsmanna sem svo hætta vegna of mikils álags.  Til að dæma um hvort þetta eru verðmyndandi upplýsingar þá þurfa upplýsingarnar að vera til staðar yfir 5 ára tímabil.
Þegar borin er saman arðsemi eigin fjár og þess að fylgja reglunum þá er fylgnin ekki mikil ca. 0,07 en alla vega, þá leiðir það ekki til lakari árangurs.  Margt bendir til að það bæti ávöxtun og minnki áhættu Birtu.

Birta breytir ekki heiminum en lýsir yfir vilja til samstarfs og tengir sig við markmið. Birta hefur fjárfest bæði í Marel og Össur og einnig í mörgum nýsköpunarfyrirtækjum.  Nýsköpun og uppbygging á innviðum tengjast markmiðum nr.9 sem er nýsköpun og uppbygging og byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu.  Niðurstaða Ólafs er sú að það þurfi viðbótarupplýsingar og nú er öskrandi tækifæri fyrir gagnaveitur. 

Sigurður sagði ófjárhagslegar upplýsingar verða fjárhagslegar til lengri tíma.  Í dag er öskrað eftir upplýsingum og kallað eftir gagnsæi og réttum upplýsingum í stjórnkerfinu, á almennum og opinberum markaði.  Skýrsla stjórnar um ófjárhagsleg mál getur uppfyllt þessa þörf.  Endurksoðendur gefa álit sitt að ársreikningi, í skýrslu stjórnar koma upplýsingar úr samfélagsskýrslunni ESG/GRI. Úr ársreikningi koma tölur sem skipta máli fyrir fjárfesta og meta fyrirtækið út frá þeim gögnum sem þar eru settar fram.  Endurskoðendur staðfesta að í skýrslu stjórnar sé verið að fjalla um ákveðin málefni.  Stjórnarmaðurinn er því ábyrgur fyrir að þær upplýsingar sem komi fram í skýrslu stjórnar séu ábyggilegar.  Félag endurkoðenda telja að óvissa ríki um hvort endurskoðun skuli ná til upplýsinga í skýrslu stjórnar eða eingöngu staðfesti að  upplýsingar séu veittar án álits á réttmæti þeirra.  Ársreikningaskrá RSK sýnir að úrbóta er þörf.  Sérstaklega verður gengið eftir því að kanna upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar hvað varðar ófjárhagslegar upplýsingar. 

Ófjárhagslegar upplýsingar eru viðbótarupplýsingar og mikilvægt fyrir stjórnarmenn að kynna sér þær vel, þær séu vandaðar og hægt að treysta því að þær séu í lagi.  Málið snýst um 65.gr. og 66.gr. í 6.kafla skýrslu stjórnar.  Í Skýrslu stjórnar 8.grein skal upplýsa um aðalstarfsemi og gefa yfirlit yfir þróun, stöðu og árangur í rekstri félagsins ásamt lýsingu á megináhættu og óvissuþáttum.  Spurningar sem vert er að velta upp eru t.d. Er stjórnarmaður viss um að fylgt sé skilgreindu verklagi og góðum stjórnarháttum? Mega bankar og lífeyrissjóðir fjárfesta í eða lána fyrirætkjum ef vandaðar ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar liggja ekki fyrir. Eru ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar frá stjórnendum fyrirtækja staðfestar af stjórn?

Það er til staðall sem dregur þetta saman, en viðmið hafa ekki verið til hér á landi.  Til eru alþjóðleg viðmið  “The integrated Reporting Framework.  Að lokum sagði Sigurður að stjórnarmenn ættu að kynna sér vel lög og reglur um framsetingu viðbótarupplýsinga, upplýsingar verða að byggja á góðum stjórnarháttum, ferlum og undirliggjandi eftirlits-/stjórnkerfum.  Þessar upplýsingar eru mikilvægar til að auka gagnsæi og veita góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækis.  Vönduð og vel unnin skýrsla stjórnar er ein mikilvægasta undirstaða heilbrigðs verðs-og lánshæfismats.  Þetta er ekki sprettur heldur langhlaup.

Hér er hlekkur á áhugavert myndband um "Integrated Reporting Framework": https://videopress.com/v/nboxyfAp
H
ér er hlekkur á vefsvæði Kontra Nordic en þar er að finna ýmsar upplýsingar á þessu sviði: https://kontranordic.com/links/

Fundinum var streymt á Facebook - hér er hlekkur á myndskrána:
https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400/

 

Lærdómur af mótun útflutningsstefnu Íslands

Faghópur um stefnumótun hélt í dag fund hjá Íslandsstofu.  Íslandsstofa vann nýja stefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Stefnumótunin var unnin fyrir hönd utanríkisráðuneytisins í nánu samráði við íslenskar atvinnugreinar. Alls komu um 400 manns að vinnunni með beinum hætti. Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu, leiddi stefnumótunarvinnuna. Hún leyfði okkur að skyggnast á bakvið tjöldin, fara yfir vegferðina, þær aðferðir sem voru notaðar í vinnunni við mótun stefnunnar og reynsluna sem eftir situr. Lærdóminn, hvað gekk vel og hvað ekki. Loks hvað tekur við í innleiðingarferli og þær aðferðir sem nýttar eru í innleiðingu, hvort farnar séu nýjar leiðir í bland við hefðbundnari leiðir.

Bergþóra sagði frá því að Útflutningsráð Íslands var stofnað 1971.  Þá samþykkti Alþingi frumvarp um stofnun Útlflutningsmiðstöðvar iðnaðarins síðar Útflutningsráðs Íslands.  Íslandsstofa er síðan stofnuð 2010.  Útflutningsaðstoð hérlendis á sér hálfrar aldar sögu í dag.  Ný lög voru samþykkt 2018 um Íslandsstofu.  Í lögunum kemur fram hvernig á að vinna stefnuna og hvað skuli vera inn í henni til að tryggja að það yrði lögbundið.  “ Skal stefnan m.a. að fela í sér markmið og áherslur á einstökum markaðssvæðum og varðandi einstakar atvinnugreinar.  Hún skal fela í sér mælanleg árangursmarkmið. 

  1. Söðumat. Byrjað var að fara yfir vinnuna með starfsfólki og gert stöðumat.  Þetta var útbótavinnustofa með starfsfólki.  Í framhaldi var stöðutakan kynnt og óskað eftir að fara í bottom upp stefnumótun. 
  2. Viðtækt samráð. Haldnar voru vinnustofur um allt land 13 landshluta-og atvinnugreinavinnustofur með yfir 350 hagaðilum.  Landshlutarnir voru Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland, Suðurland og Reykjanes.  Atvinnugreinarnar voru ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og önnur matvæli, listir og skapandi greinar, hugvit, iðnaður og tækni, nýfjárfestingar, viðskiptaþjónusta og vörumerki Íslands.
  3. Úrvinnsla. Vinnustofa með Útflutnings og markaðsráði 28. júní þar sem úrvinnsla og greining var aðalatriðið. 
  4. Samþykki og kynning

Áskoranirnar voru tímaramminn, margir hagsmunaaðilar og almenn sátt.  Vinnan var mest unnin á borðum.  Verið var að reyna að fá fram hvar áskoranirnar væru.  Stundum var miðavinna; hvar sjá þau tækifærin t.d. í sjávarútvegi, einnig átti hvert og eitt borð að meta hversu stórt tækifærið væri og finna út hvaða hugmyndir væru bestar og hvernig ætti að forgangsraða þeim.  Fók var líka beðið um að nefna þau þrjú orð sem lýstu Íslandi best og síðan hvaða þrjú orð þau myndu vilja að lýstu Íslandi berst.  Á flestum borðum varð sameiginleg sátt um niðurstöður varðandi hvað eigi að gera. 

Í 99% tilfella fóru allir að rífast.  Það er svo mikilvægt að sjá hvernig fólk kemst að sameiginlegri niðurstöðu varðandi borðin.  Hjá Íslandsstofu vinna 30 manns og 10 voru að vinna í þessu verkefni.  Expectus vann vinnuna með Íslandsstofu og leiddi vinnustofuna.  Í kjölfarið tók Bergþóra við keflinu og svo koll af kolli.  Hver er núverandi ímynd, hvað viljum við að sé æskileg ímynd, getum við byggt á nýju ímyndinni sbr. við önnur lönd.

Ímynd Íslands er gífulega áfangastaðamiðuð.  Við vildum að atvinnuvegirnir töluðu sterkar inn eins og t.d. fólkið, frjálslyndið, gott að vera kona, gott að ala upp börn o.fl.   Mikilvægt var að horfa í allar atvinnugreinarnar.  Hvernig tölum við t.d. við ferðamenn, erlenda sérfræðinga, starfsfólk, kaupendur, söluaðila og fjárfesta.  Varðandi álfa og huldufólk, þá er náttúran endalaust að gefa okkur eitthvað og þrek til að finna nýja hluti.  Við eigum að umgangast náttúruna eins og fleiri búi þar en þú. 

Varðandi framtíðarsýn.  Ísland hefur sterka sögu að segja og hér vill fólk vera.  Hér er hátt verð og hár launakostnaður og því er mikilvæt að setja þetta í kjarnann á stefnunni.  Íslands hefur því góða sögu að segja.  Almennt taka Íslendingar það sem sjálfsögðum hlut það sem útlendingarnir tóku svo vel eftir.  Allt sem við gerum verður að geta skapað TRAUST. 

Árangursstjórnun á Íslandi. Eru íslenskir stjórnendur nóg?

Árið 2016 sögðu aðeins 36% íslenskra stjórnenda að árangursmælikvarðar væru skýrir í fyrirtækjum þeirra.  Aðeins 23% sögðu að árangursmælikvarðar væru öllum sýnilegir og aðgengilegir og tæplega helmingur stjórnenda (48%) sögðust þekkja vel markmið annarra hópa sem þeirra starfseiningar vinna náið með. 

Í ljósi þess að það eru yfir 1.000 ritrýndar vísindagreinar sem sýna fram á mikilvægi markmiðasetningar þá fannst þeim Kristni Tryggva hjá FranklinCovey og Trausta hjá Zenter ástæða til að taka stöðuna aftur núna þremur árum seinna.   Þeir spurðu 612 forstjóra, framkvæmdastjóra, fjármála- og markaðsstjóra íslenskra fyrirtækja og niðurstöðurnar voru kynntar á fundinum.

Könnunin byggir á hliðstæðum rannsóknum FranklinCovey og eru því samanburðarhæfar við niðurstöður frá öðrum löndum.  Þeir Kristinn og Trausti kynntu niðurstöður og ræddu leiðir til að gera árangurstjórnun enn markvissari.

Einungis þriðjungur stjórnenda segir að árangursmælikvarðar séu skýrir.  Mikilvægi þess að setja sér skýra árangursmælikvarða eru gríðarlega mikilvægir. Þegar niðurstöður eru kynntar þá eru þær oft véfengdar, t.d. sagt að spurningar séu illa orðaðar eða þátttakendur að misskilja eitthvað.  En af hverju erum við að þessu spurði Kristinn?  Hver er áskorunin? Hvað gerist þegar búið er að stofna fyrirtækið, skýrt hlutverk og stefna er komin, hvernig náum við þá að framkvæma og komast þangað sem við ætlum okkur.

Þó allir viðskiptaháskólar kenni hvernig á að móta stefnu skv. Porter 1980 þá er á hverju ári komið fram með hvernig við mótum stefnu og það nýjasta er „Design Thinking“ og alltaf eru þetta sömu tólin.  Þekkingin er því orðin gríðarlega mikil.  En hvernig er stefnan innleidd? Það er stóra áskorunin, ásetningurinn og árangurinn sem við náum.  Kristinn hvatti alla til að ræða saman um hverjar væru áskoranirnar.  En hver er lausnin?  Franklin Covey er búið að skoða þetta í 15 ár, þ.e. hvernig náum við innleiðingu á stefnunni. Tekin voru viðtöl við 500 þúsund starfsmenn með yfir 2,5milljón svara í gagnabankanum.  Þeir gáfu út 2012 The 4 Disciplines of Execution. Fjórir þættir þurfa að vera í lagi: 1.skýrleikinn þ.e. hvert er verið að fara 2. Veit starfsfólk hvað það þarf að gera til að markmiðin náist 3. Samvirkni 4.Samábyrgð 5. Skýrleiki.

En hver er þá staðan á Íslandi?  Trausti framkvæmdastjóri Zenter rannsókna sagði frá því að úrtakið var 1300 manns og svarhlutfall var 47% eða 612 svör.  Spurningarnar voru fullyrðingar sem stjórnendur svöruðu.  1. Fyrirtækið er með skýrt og sannfærandi hlutverk eða tilgang 57% svöruðu „mjög sammála“ 2. Fyrirtækið er með skýra stefnu 62% voru „mjög sammála“. Ég skil ástæðurnar fyrir stefnu fyrirtækisins 33% „mjög sammála“, markmið minnar deildar tengjast á skýran hátt hlutverki og stefnu fyrirtækisins 20% „mjög sammála“. Ég skil vel til hvers er ætlast af mér til að ná markmiðum fyrirtækisins 46% „mjög sammála“.

Stjórnendur voru spurðir hvort þeir skildu stefnuna en hvað segja starfsmenn?  Þar er mikið GAP á milli.  Einnig var spurt „Við skipuleggjum starf okkar út frá helstu markmiðum“ 54% voru sammála því. Við vinnum saman að því að greina og leysa vandamál þá er munur á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu.  Landsbyggðin er miklu hærri.  Spurt var hvort deildir hjálpi hvorri annarri að ná markmiðum sínum og því svara 51% játandi.  Traust milli yfir-og undirmanna er sterkt allt að 90% og traust til birgja er hátt um 88%.  Hversu skýrir eru árangursmælikvarðar, þar var svarið 36%, árangursmælingar eru nákvæmlega tengdar markmiðasetningu 21% árangursmælikvarðar eru öllum sýnilegir og aðgengilegir 28%, við ræðum reglulega hvernig gengur samkvæmt árangursmælikvörðum 64% segja ræða reglulega hvernig gengur samkvæmt árangursmælikvarða. En hvaða lærdóm getum við dregið af þessu?  Kúltúr Íslendinga er að við erum aðgerðarþjóð, fáum reynslu erlendis frá en erum samt ekki að ná að innleiða stefnuna.  Við þjöppumst saman þegar það er vertíð eða hamfarir.  En þegar kemur að daglegu skipulagi og að ná stöðugum árangri þá er þjóðarkúltúrinn ekki að hjálpa okkur þar.  Drifkraftar fyrir breytingu eru tilgangur sem við erum sammála um.  Af hverju erum við að þessu saman? 

Tækifærin liggja í að vekja athygli á að hver og einn þarf að vita til hvers er ætlast af honum.  Setja upp góða árangursmælikvarða sem allir tengja í heildarstefnu fyrirtækisins.  Einnig eru mikil tækifæri til að skerpa á áætlanagerð, samhæfingu hennar og eftirfylgni.  Mikið vantar enn uppá að árangursmælikvarðar séu skýrir, sýnilegir og tengdir umbun.   

 

 

Hvernig er hægt að nýta LinkedIn?

Í dag var haldinn viðburður á vegum nokkurra faghópa Stjórnvísi í Háskólanum í Reykjavík.  Viðburðinum var streymt á facebooksíðu Stjórnvísi og er hægt að nálgast hann þar.  Í erindi sínu fór Jón Gunnar lauslega yfir samfélagsmiðlabyltinguna sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug, hvernig LinkedIn er notað, hvernig megi stilla upp "profile" á miðlinum, hvað beri að hafa í huga, hvað varast og fleiri þætti sem tengjast notkun hans. Að erindi loknu voru umræður, Ósk Heiða forstöðumaður markaðsmála hjá Póstinum, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi tóku þátt í umræðum og greindu frá sinni reynslu í tengslum við deilingu á þekkingu, ráðningar og starfsleit.

 

Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar – Kolefnishlutleysi 2040

Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar var umræðuefni fundar á vegum stefnumótunar og árangursmats og samfélagsábyrgð fyrirtækja í morgun hjá Reykjvavíkurborg.  Hrönn Hrafnsdóttir verkefnisstjóri stefnumótunar og þróunar á umhverfis- og skipulagssviði fór yfir loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar um kolefnishlutleysi 2040, samstarf við Festu um loftslagsyfirlýsingu fyrirtækja, samráð við ýmsa hópa innan og utan Reykjavíkurborgar, erlent samstarf og hvað er fram undan. 

Reykjavíkurborg setti sér loftslags-og loftgæðastefnu árið 2009.   Árið 2011 tók borgin þátt í sáttmála evrópsrkra sveitarfélaga.  Að hafa aðgang að sérfræðiþekkingu er gríðarlega mikilvægt.  Langstærsta viðfangsefnið er bílaumferð.  Aðalskipiulag Reykjavíkur 2010-2030 er lögbundið ferli og var farið í sviðsmyndagreiningu og púslað hvaða mynd væri líklegust til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Borg hefur mikla samfélagsábyrgð varðandi hvernig borgin þróast því hún hefur áhrif á hvern einasta borgarbúa. Aðgerðaráætlunin var endurskoðuð 2016.  Inni í áætluninni er þétting byggðar, úrgangsmál o.fl.

Ein að aðgerðum sem verið er að vinna í er að setja upp hleðslustöðvar í bílahúsum.  Sett var fram áhættumat sem starfsmenn á Veðurstofunni vinna að.  Hvaða áhrif hefur hækkun sjávar t.d. á Reykjavíkurborg?  Kannski ekki mikil nema með flóðum út af aukinni úrkomu og aukinni tíðni ofsaveðurs.  Einnig eru áhyggjur af súrnun sjávar.  Áhættumatið var unnið í alþjóðlegu samstarfi.    Allir sorpbílar borgarinnar eru metanbílar.  Hrönn kynnti loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar sem gert var 2015.  Mera en 100 fyrirtækju skuldbundu sig til að draga úr losun. Í samstarfinu er mikil eftirspurn eftir samtali um loftslagsmál, ráðstefnur og fræðslufundir, þróun á loftslagsmæli, ráðstefnur o.fl.  Borgin hefur verið með opna fundi á Kjarvalsstöðum um loftslagsmál á Kjarvalsstöðum árið 2019 má þar nefna; Getur borgarskipulag haft áhrif á loftslagsmál?  Er náttúran svarið? Eru peningarnir þínir loftslagsmál?   Að lokum nefndi Hrönn að Reykjavíkurborg var fyrst til að gefa út græn skuldabréf og nýlega fékk borgin styrk til að ráða verkefnisstjóra í verkefnið Horizon 2020 SPARCS.

Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.

Strategía ásamt faghópi Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat buðu til morgunfundar 27. september þar sem Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og meðeigandi Strategiu fór yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni „Bold Strategy Summit ´19 í Hörpunni.  Ráðstefnan fjallaði um helstu áskoranir við innleiðingu á stefnu og deildu þar helstu sérfræðingar á því sviði ásamt íslenskum stjórnendum reynslu og rannsóknum.  Þetta var í fyrsta sinn sem slík ráðstefna hefur verið haldin á alþjóðavísu. 

Guðrún hvatti Stjórnvísifélaga til að kynna sér Brightline  en á þeirri síðu má finna gríðarlegan fróðleik.  Þeir gera rannsóknir út um allan heim og nýleg rannsókn sýnir að 1/5 fyrirtækja náði 80% eða meira af þeim markmiðum sem þau höfðu sett sér, 4/5 eða 80% náði ekki árangri. Ein mikilvægasta reglan við innleiðingu er sú að gera einhvern ábyrgan fyrir stefnunni, hversu mikið fjármagn hef ég og hvað vill viðskiptavinurinn.  Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.  Fókus var einnig mikilvægur og að hafa ákveðinn fókus á ákveðnum verkefnum.  Einnig er mikilvægt að hafa ekki fleiri en fimm verkefni í gangi í einu.  Í umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna þá er allur fókus á tækni en þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt um fólk og valdefla það til að taka þátt.  Vönduð ákvarðanataka þarf að liggja til grundvallar og eftirfylgni.  Heimurinn er síbreytilegur og innleiðing á stefnu er ekki sílóvinna.  Að lokum þarf að muna eftir að fagna. 

Jim Stockmal var annar fyrirlesari ráðstefnunnar, hann ræddi um hina átta mikilvægu hluti við innleiðingu stefnu.  Grímur Sæmundsen sagði frá stefnu Blue Lagoon og sýndi fram á hvernig stefnan var innleidd á hverjum tíma.  Í dag er Bláa lónið með fókus á vöruna ekki staðsetninguna, tekjustraumarnir eru frá vörunum, hótelinu og lóninu.  Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði frá því að Íslandsbanki er hreyfiafl til góðra verkefna áherslan er hagræðing og hvernig þau ætla að lifa af þennan heim.  Bankaheimurinn verður sprengdur upp með nýjum lögum og tækni.  Antoineo Nieoto Rodriguez fyrrverandi stjórnandi alþjóða verkefnastjórnunarfélagsins segir að verkefni sé það sem verði ofan á í komandi heimi.  Mikilvægt er að þekkja hlutverk sitt þ.e. til hvers ætlast er af þér.  Hann ræddi um hversu mikilvægt er að hafa ekki of mörg verkefni og vera með fókus.  Hann sagði mikilvægt að allir gerðu sér grein fyrir að helmingur þeirra verkefna sem maður ætlar að vinna tekst ekki.  Stjórnendur verða að fara að breyta því hvernig þeir vinna.  Forgangsröðun, nota scrum aðferðafræðina, taka spretti, vera með réttu verkefnin í gangi, fókus og spyrja sig hvort verkefnin séu að skapa virði fyrir viðskiptavin (innri eða ytri) og virkja fólkið.  Antoineo var með áhugavert módel, hann sýndi hversu mikilvægt væri að virðið væri stöðugt ekki einungis í lokin. Guðrún Erla Jónsdóttir vinnur hjá Orkuveitunni og er alla daga að innleiða stefnu.  „The kite model“. Guðrún skrifaði nýlega grein á visir.is https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir með Runólfi sem er áhugaverð.  Robin Speculand er að gera það sem honum finnst skemmtilegt alla daga sem er að halda erindi um stefnu.  Stjórnendur vilja ræða um stefnuna en átta sig ekki á hvað þarf til að innleiða hana.  Hann sýndi ellefu þætti varðandi hvað þarf að vera til staðar til að hægt sé að innleiða stefnu.  Robin hefur gefið út margar bækur og er frá Asíu.   Þar eru allir með síma en ekki með tölvu, allt gerist í símanum.  Asíuþjóðir þekkja ekki skrifræði og nota símann til flest allra verka.  Mikilvægt er að hafa breitt eignarhald, fletja það út, hafa skýran fókus og að fólk taki það til sín.  Menningarmunurinn er mikill milli Asíu og Evrópu, í Asíu gerirðu það sem þér er sagt.  Menning er ekki bara á milli landa, hún er einnig milli fyrirtækja.  Guðrún var sjálf ein af fyrirlesurum ráðstefnunnar og henni finnst mikilvægt að allir skilji að framtíðin er NÚNA. Heildarupplifun er það sem máli skiptir í öllu.  Unga fólkið er með miklu meiri kröfur í dag en áður var.  „Computer says no“. Mikilvægt er að spyrja sig alltaf „WHY“ af hverju er ég að gera það sem ég er að gera og hvert er virðið.  1. Hver er viðskiptavinurinn 2.Hverjar eru þarfirnar? 3. Hvert er virðið? 4. Hannaðu innviðina. 5. Er þetta fjárhagslega framkvæmanlegt? Hugsa um virðið „value“ að það sé raunverulegt.  Guðrún hvatti alla til að fara í gegnum Canvas módelið „Af hverju erum við þarna“.  Það sem er aðalatriðið núna er að hafa framtíðarsýn á hreinu – á hvað forsendu erum við að fara í þessa ferð, plan-do-chec-act (lean). Við þurfum að vera stöðugt á hreyfingu.  Alltaf þarf að gera betur og betur og læra.  Ekki gleyma sér í ferlunum, tækjum og tólum því á endanum snýst alltaf allt um fólk.  Fyrirtæki er bara fólkið sem vinnur þar.  Roger Camrass einn fyrirlesarana (70 ára) birti áhugaverða stúdiu varðandi hvernig við fáum fyrirtæki til að tileinka sér meiri nýsköpun. Jaco Tackmann Thomsen er með rosalega stóra sýn og er byrjaður að valdefla fólk í gegnum póstgíróþjónustu.  Hann er búinn að starta 30 fyrirtækjum, sum gengið vel og önnur ekki. Mike Butcher skrifar um alla nýjustu tækni og sagði frá því að nú er verið í Singpore að prófa fljúgandi bíla. Dr. Mark Greeven (Hollendingur) hefur stúderað Ali Baba.  Þeir hafa fjárfest í hlutum í vestræna heiminum, þetta er eins og efnahagskerfi frekar en fyrirtæki.  Alipay er byrjað á Íslandi.  Dr. Bíjna K.D. sem endaði ráðstefnuna í Hörpu er doktor í hagfræði.  Hún sagði að matarsóunin væri það mikil í dag að hún nægði til að metta alla þá sem glíma við hungur í heiminum.  Eitt prósent af heiminum er jafn auðugur og restin af heiminum.  Níutíu prósetn af öllu því gagnamagni sem er til í heiminum hefur orðið til á sl.3-5 árum. 

Grein eftir mig: https://www.visir.is/g/2019190829154/einungis-1-3-allra-fyrirtaekja-i-heiminum-na-ad-innleida-stefnu-sina-a-arangursrikan-hatt?fbclid=IwAR1_X0uAhfXljjwwpIWKDgIGhhnvyIM-cXmJ2gd5wxCi3ZxY7yJWKfmGzas

 

Tvær greinar eftir Antonio: https://www.visir.is/g/2019190919160/sex-mikilvaegustu-straumar-i-innleidingu-stefnu-a-arinu-2020?fbclid=IwAR1wjELXfpb0b-tMfaqkjgKS0MYekHlxD99Wl851JaSiwNQgPVsIkgClnh8 https://hbr.org/2016/12/how-to-prioritize-your-companys-projects?fbclid=IwAR0wT8eDZLYr8pXhbVhAgwxO1lS1pyQO3zv6PhscPwGmb9gBA5miIXyG7yQ

 

Tvær greinar eftir Guðrúnu Erlu: https://www.visir.is/g/2019190909535/stodug-eftirfylgni-er-grundvallaratridi?fbclid=IwAR27obXVpk-tCMqO0J3ejaXXzWpEMZMkS9QYpopObPoX9raSJoFwV-Ey7MQ https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir?fbclid=IwAR1QRsWhf0SUKmCm3u_gALfz6Xal7AxgXrLdIzCQYdI5CVzEk_YyPJBc6As

Fullur salur hjá Origo þegar fjallað var um ferli jafnlaunavottunar frá A-Ö.

Origo tók á móti gestum þar sem fjallað var um ferli jafnlaunavottunar frá A-Ö.

Anna Beta Gísladóttir eigandi Ráðar og stjórnarmeðlimur faghóps um jafnlaunastjórnun sérhæfir sig í ráðgjöf í tenglsum við jafnlaunastaðal. Hún fjallaði á viðburðinum um snertifleti jafnlaunastjórnunar og ISO stjónunarkerfa ásamt því að veita yfirlit
yfir helstu verkefni við innleiðingu Jafnlaunastaðals.

Kristín Björnsdóttir sérfræðingur hjá Origo veitti yfirsýn yfir reynslu Origo af innri úttektum með CCQ og hvernig beita má kerfinu við framkvæmd og skipulag úttekta.

Gná Guðjónsdóttir vottunarstjóri hjá Versa vottun fjallaði um hvernig hægt er að lágmarka óæskilega ákvarðanatöku vegna ofnotkunar á einföldunarreglum og huglægra skekkja með vottuðum stjórnunarkerfum.

Fundinum var streymt af Facebook síðu Stjórnvísi og er aðgengilegur þar. Ítarefni fundarins má finna hér.

Þökkum fundargestum fyrir komuna og fyrirlesurum fyrir áhugaverð erindi.

Þróun og uppbygging Keflavíkurflugvallar - Áætlun og stefnumótun til framtíðaðar.

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í dag fjölmennan fund í ISAVIA þar sem þeir Pálmi Freyr Randversson og Brynjar Vatnsdal fjölluðu um þróun og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar til framtíðar og áætlanir sem unnar eru til lengri og styttri tíma.  Einnig hvernig stefnumótun Isavia endurspeglast í þróunar- og uppbyggingaráætlunum Keflavíkurflugvallar og hvernig áætlanir flugvallarins hafa áhrif á stefnumótun félagsins.

Gildi ISAVIA eru öryggi, samvinna og þjónusta og snerti ISAVIA 10 milljónir farþega sem fara í gegnum Keflavíkurflugvöll 2018.  ISAVIA er í samkeppni við aðra flugvelli í Evrópu og er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.  Fjórtán hundruð manns starfa hjá ISAVIA þar af 280 hjá dótturfélögum.  ISAVIA er með starfsstöðvar um allt land og halda utan um alla flugvelli á Íslandi.  Ísland er með eitt stærsta flugstjórnarsvæði heims 5,4milljónir ferkílómetra.  Árið 2018 voru yfir 700 þúsund farþegar árið 2018 innanlands.  Starfsemi hefur vaxið gríðarlega á síðasta ári. Heildarfjöldi beinna starfa tengt Keflavíkurflugvelli eru 8000, fyrir hverja 10% aukningu í flugtengingum eykst þjóðarframleiðsla um 0,5%.  Um 19.700 störf eru tengd flugvöllum á Íslandi. ISAVIA gaf út þróunaráætlun, masterplan fyrir flugvöllinn 2014 sem er breytt í takt við stækkun flugvallarins. Árið 2014 var farið í hönnunarsamkeppni sem hjálpar til við að mæta auknum fjölda farþega og leggur línurnar fyrir að flugstöðin stækki á allan hátt þ.e. flugbrautir o.fl.  Einnig var unnin umhverfisáætlun til framtíðar um sjálfbæra þróun flugvallarins.  Með þróunaráætlun til 2040 er búið að leggja línurnar og allir vita í hvaða átt er verið að fara. Alltaf er verið að horfa til lengri tíma og valkosti innan þróunaráætlunarinnar.Mikil vinna hefur verið unnin í að skilgreina stefnu ISAVIA í hönnun þar sem sett er stefna um hvernig hönnun, stemming og upplifun flugstöðin á að halda. Nýjar reglugerðir kalla á stækkun flugvallarins á biðsvæðum. 

Áhugaverð alþjóðleg ráðstefna um innleiðingu stefnu

Faghópur um stefnumótun og árangursmat vekur athygli á alþjóðlegu ráðstefnunni um innleiðingu stefnu sem verður haldin 23. september næstkomandi. Þá gefst stjórnendum og leiðtogum fyrirtækja og stofnana, ásamt stjórnendaráðgjöfum, einstakt tækifæri til að kynna sér helstu strauma við innleiðingu á stefnu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil ráðstefna um innleiðingu stefnu er haldin á Íslandi. Á ráðstefnunni munu koma saman margir helstu frumkvöðlar heims í stafrænni innleiðingu stefnu og ræða hvernig brúa megi bilið á milli stefnumótunar og innleiðingar með tæknibyltinguna að leiðarljósi. Ráðstefnan er á vegum ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Decideact sem sérhæfir sig í stafrænni innleiðingu á stefnu og í samstarfi við Strategíu. Hér má nálgast dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar um fyrirlesara. Vakin er sérstök athygli á því að 20% afsláttur er að miðaverði út ágústmánuð.“

Snerpa mannauðsins - Samkeppnisforskot á tímum sjálfvirkni og gervigreindar

 

Dale Carnegie í samvinnu við faghópa Stjórnvísi um mannauðsstjórnun og stefnumótun kynnti í morgun í Innovation House niðurstöður nýrrar rannsóknar sem mældi viðhorf stjórnenda og starfsmanna til sjálfvirkni og gervigreindar á Íslandi og í 11 samanburðarlöndum.

Til þess að vera snörp og skörp þá þurfa starfsmenn að vita tilgang fyrirtækisins síns.  Unnur framkvæmdastjóri Dale Carnegie talaði um hve mikilvægt væri fyrir alla að vita DNA fyrirtækisins sín.  Steve Jobs vildi sem dæmi búa til „fallega“ tækni sem fólk elskar að nota.  Starbucks hefur þann tilgang að auðga mannshugann með einum bolla af kaffi.  Oft er gott að spyrja sig hver er rauntilgangur okkar, af hverju erum við til?.  Hjá Lego er t.d. óskað eftir hugmyndum frá fólki og ef hún fær 10 þúsund atkvæðum þá fer hún í framleiðslu.  DHL er búið að halda 6000 vinnustofur um allan heim til að bæta aðstöðuna sína. Mikilvægt er í dag að fá upplýsingar frá viðskiptavinum og takast á við mannskapinn á tímum við breytilegar aðstæður. Átta atriði einkenna frábæra stjórnendur skv. reglum Google og fóru þeir í framhaldi markvisst að sinna þessum mikilvægustu þáttum.  Núna eru þættirnir orðnir 10 í stað 8 í síðustu mælingu.  Skapa þarf umhverfi þar sem í lagi er t.d. að spyrja spurninga þ.e. að samskipti séu opin og eðlileg.  Í slíku andrúmslofti eykst sköpunargleði og fólki líður vel. En hvernig vitum við hvort fólki líður vel í vinnunni?  Er það bros starfsmannsins? Góður stjórnandi spyr og spyr.  Hvernig getum við hjálpað fólki að vera jákvætt áfram?  76% allra sem svöruðu í rannsókninni sögðu mikilvægt að ef þeir vita hvað er að fara að gerast þá verði þeir jákvæðir.  Traust er einn af þremur helstu þáttum sem þarf til að starfsmenn treysti stjórnendum.  Skv. skýrslu Stjórnarráðs Íslands telst mjög líklegt að 50 þúsund störf verði sjálfvirknivædd næstu 10-15 árin.  Þeir sem treysta sínum stjórnum eru 3svar sinnum líklegri til að vera talsmenn gervigreindar og breytinga.  En hver er þá færnin sem þarf til að láta þetta gerast of hvað geta stjórnendur gert í dag?  1. Greina stöðuna í fyrirtækinu 2. Meta í framhaldi hversu tilbúin við erum í gervigreindina, hlusta á fólkið 3. Kynna fyrir öllum tilgang fyrirtækisins. Allir geta farið á www.dale.is/stjornun og sótt rannsóknina og séð niðurstöðurnar. 

Erla Ósk Pétursdóttir mannauðsstjóri Vísis hf. í Grindavík sagði frá reynslu þeirra af innleiðingu aukinnar sjálfvirkni en undanfarin ár hefur framleiðsla á hvern starfsmann margfaldast. Við innleiðingu sjálfvirkni vakna eðlilegar margar spurningar hjá starfsfólki og nýjar áskoranir verða til. Vísir gerði sér ljóst árið 2014 að sjálfvirkar skurðarvélar voru að koma.  Með þessari nýju tækni er hægt að vinna fyrir marga viðskiptavini í einu og til þess að slíkt væri hægt þá var í samstarfi við Marel hönnuð vél sem sett var upp í Grindavík.  Haustið 2014 þegar hún er tekin í notkun fór framleiðslan á dag úr 40 tonnum með 60 starfsmenn í 60 tonn með sama mannskap.  Í dag eru unnin 70 tonn með 85 starfsmönnum.  Í dag er erfitt að manna fiskvinnsluna og af 85 manns eru 2 Íslendingar. Erla segir lykil að þeim árangri sem Vísir hefur náð sé 1.skýr stefna 2. gott upplýsingaflæði og 3.góð samskipti.

Fundinum verður streymt af facebook síðu Stjórnvísi.

 

Áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft.

Fullbókað var á fund á vegum faghópa um stefnumótun og árangursmat og framtíðarfræði um áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft. 

Hér má nálgast glærur af fundinum

Það var framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi Heimir Fannar Gunnlaugsson sem fór yfir áhrif gervigreindar á stjórnun og tækifæri íslenskra fyrirtækja, og hins vegar yfir þróun og fyrirætlanir Microsoft sem fyrirtækis í því samhengi.

Allt sem fólk upplifir í umhverfinu og fólk á samskipti við kallar Microsoft „Edge“.  Stefna Microsoft er að ná utan um þessi samskipti í gegnum „ský“.  Næsta skref í upplýsingatækni er óumflýjanlega „Skýið“.  Sími allra er t.d. alltaf tengdur við skýið.  Í dag standa allir með ákveðið tækifæri í höndunum og allir ættu að spyrja sig: „Hvernig get ég haft áhrif sem einstaklingur á mitt samfélag“.  Í þeim aukna hraða sem er í dag þarf að taka fleiri ákvarðanir.  Við þetta ræður maðurinn ekki og þannig kemur gervigreindin til sögunnar sem stuðningur við það sem við erum að gera. 

En hvað er gervigreind?  Það eru ákveðnir hlutir sem við vitum að við vitum og annað sem við vitum að við vitum ekki en það er það sem við vitum ekki að við vitum ekki sem sem veldur áhyggjum og þar kemur gervigreindin inn.  Gervigreind bætir miklu við hvernig við tökum ákvarðanir.  Myndbandið „Alfa“ á netinu sýnir hvernig gervigreindin kom með hugmyndir hvernig á að spila ákveðinn leik. 

Heimir tók dæmi um bíla, þegar fyrstu bílarnir komu á markaðinn þá var manneskja látin ganga á undan honum til að ýta öðru fólki frá og passa upp á að enginn yrði fyrir slysi.  Nú eru komnir bílar sem taka ákvarðanir sjálfir og hraðasektir munu úreldast.  Ætti borgarlínan ekki að vera keyrð áfram af rafrænum 10 manna bílum sem eru sjálfkeyrandi?  En gervigreind fylgja einnig ákveðnar áhættur. Gervigreindin hjálpar okkur að taka ákvarðanir út frá gögnum sem við gátum undir engum kringumstæðum haft aðgang að áður.  Heimir tók dæmi um nokkur verkefni sem liggur fyrir að leysa: 1. Hvernig getum við hreinsað saltvatn og gert það drykkjarhæft 2. Hvernig er hægt að hjálpa fólki að verða ekki fyrir ótímabærum veikindum? Amazon spáir t.d. fyrir með gervigreind hvaða vörur hver þjóð ætlar að kaupa fyrir næstu jól – þeir sjá í dag fyrir hvað hver og einn ætlar að kaupa út frá ákveðnum auglýsingum. 

En hver er raunveruleg staða í dag?  Hvaða gögn er ég með og hvernig get ég gert eitthvað úr þeim?  Að lokum kemstu á það þroskastig að þú færð niðurstöðu.  80% fyrirtækjastjórnenda telja að gervigreind muni hafa áhrif á þeirra rekstur.  4% þeirra eru núna að nota gervigreind til að einfalda sér lífið.  Gríðarlega margt mun gerast á næstu árum.  20% stjórnenda fyrirtækja telja að fyrirtækin þeirra muni ekki verða fyrir áhrifum gervigreindar sem er ótrúlegt að mati Heimis.  Gervigreindin mun stytta tíma allrar vinnslu og þar með lækka kostnað á allri þjónustu til viðskiptavinarins.  Teningar eru í dag forneskja því þeir lýsa ástandi sem er ákúrat núna en gervigreindin hjálpar okkur að sjá hvað koma skal. 

 

 

 

     

Beyond Budgeting: Forsendur fyrir árangursríkri innleiðingu.

Hvað er eiginlega Beyond Budgeting var yfirskrift fundar á vegum stefnumótunar og árangursmats hjá Össur í morgun.

Fyrirlesari var Axel Guðni Úlfarsson, sérfræðingur á fjármálasviði Össurar hf.  Axel Guðni lauk nýverið meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og fjallaði lokaritgerð hans um lykilforsendur árangurs við innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar. Í erindi sínu sagði Axel frá rannsókninni og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. Rannsóknina má nálgast á Skemmu.

Axel hefur verið í framvarðarsveit Beyond Budgeting hreyfingarinnar hérlendis í mörg ár, virkur þátttakandi í stefnumótunarstarfi Beyond Budgeting Roundtable og síðast en ekki síst leiðandi í innleiðingu Beyond Budgeting hjá Össuri. Axel hefur jafnframt veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf á þessu sviði auk þess að kenna námskeið í Beyond Budgeting. 

Axel nefndi að gott dæmi um fyrirtæki sem hefur fundið taktinn sinn væri Ölgerðin sem gerir upp 3svar á ári þ.e. eftir árstíðunum sínum.  Axel kynnti módelið sem byggist á 12 grunngildum 1.tilgangur 2.gildi 3.gegnsæi, 4.skipulagning 5.sjálfsæði 6.viðskiptavinurinn 7.taktur 8.markmið 9.áætlanir og spár 10.auðlindir 11.frammistöðumat og 12.umbun.

Í rannsókn sinni leitaðist Axel við að svara spurningunni: Hver eru einkenni skipulagsheilda sem hafa innleitt Beoynd budgeting að fullu? Beyond budgeting er meira en stjórnunarlíkan, heldur frekar hugtak.  Aðferðafræðin er stjórnunarlíkan sem byggir á aðlögunarfærum rekstrarferlum sem eru í samræmi við valddreifð leiðtogagrunngildi.  Í Beyond Budgeting er allt mjög sýnilegt.  Þau fyrirtæki sem vinna með allt módelið eru að standa sig mjög vel.  Valddreifing er megin forsendan. Módelið hjálpar stjórnendum að taka betri ákvarðanir og það er hugarfar stjórnandans sem oftast hindrar góða innleiðingu.  Hugarfarið á toppnum verður að vera rétt. Goritex er dæmi um fyrirtæki þar sem starfsmenn kjósa sér forstjóra og engin eining má verða stærri en 300 starfsmenn. Þar sem fyrirtæki eru mjög ólík þarf að hanna ferlin í samræmi við fyrirtækin sjálf ekki einungis fara eftir grunngildunum.  BB telst innleitt þegar skipulagsheild hefur hafið vegferð að ákveðnu hugarfari og samræmi er á milli þess hugarfars og þeirra rekstrarferla sem skipulagsheildin notar.  Niðurstöður Axels varðandi innleiðingu var sú að í fyrsta lagi átti leiðtogar sem hafa áttað sig á að þau vandamál við stjórnun skipulagsheildar sem þeir eru að reyna að leysa eru í raun einkenni stærra vandamáls, skoða þarf alltaf orsakir vandamála fyrst.  Í öðru lagi að æðstu stjórnendur séu þátttakendur.  Til að breyta hegðun fólks eru þrjár aðferðir þekktar: 1. Beita valdi 2. Sannfæra 3. Hjálpa fólki að upplifa breytingar og með því mælir aðferðafræðin.   Annað sem kom í ljós var að stjórnkerfið sem sett er upp hefur áhrif á menninguna.  Persónuleg hugarfarsbreyting stjórnenda er risastórt atriði við BB innleiðingar en lítið sem ekkert minnst á það í fræðunum. Innleiðing á BB er ekki áfangastaður heldur vegferð og aðferðir/ferlar sem eru sífellt að breytast á meðan aðferðafræðin sjálf helst óbreytt. 

Stefnumót við framtíðina í Listaháskóla Íslands

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Listaháskóla Íslands þar sem þau Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri og verkefnastjóri stefnumótunarinnar og Jóhannes Dagsson, lektor og fagstjóri í myndlist, sögðu frá nýlega afstöðnu stefnumótunarferli Listaháskólans. Vinnan við stefnumótunarferlið var tímafrek en gríðarlega árangursrík. Þau fjölluðu um val á aðferðum, þær leiðir sem farnar voru til að auka á samráð og þátttöku í ferlinu, og um þær áskoranir og þau tækifæri sem fólust í þátttöku alls starfsfólks. 

Sóley Björt sagði frá því að strax í upphafi var ákveðið að starfsfólk og nemendur yrðu þátttakendur í stefnumótuninni til að mynda tryggð, ekki síst þegar kæmi að innleiðingu.  Byrjað var á að mynda 8 manna stýrihóp sem í sátu fulltrúar alls staðar að úr skólanum.  Hlutverk stýrihópsins var að greina efnið sem fram kom í ferlinu með heildina íhuga.  56% starfsmanna eru akademískir og 46% starfa við annað vítt og breytt um skólann.  85% allra starfsmanna sem starfa við annað hafa menntað sig á fræðasviði lista.   Því næst voru myndaðir hópar og var fulltrúum hvers hóps boðið að funda með stýrihópnum reglulega þar sem farið var yfir markmið og aðgerðir.  Þá voru aðalmarkmiðin kynnt á  starfsmannafundi skólans og settar upp örkynningar þar sem allir hópar fengu 2-3 mínútur til að kynna sín lykilatriði.  Þar kom skýrt fram  þvert á skólann hver voru meginmarkmiðin til að setja á dagskrá næstu 5 árin fyrir Listaháskólann. Einnig var haldinn risastór fundur þar sem boðið var stjórn LHÍ,  starfsfólki og forsvarsmönnum menningarstofnana, nemendum og hollnemendum (fyrrverandi nemendur) og fleiri fagfélögum sem eru bakhjarlar LHÍ.  Ritarar voru á öllum borðum og varð til gríðarlega mikið af gögnum.  Eins og áður sagði stóð vinnan yfir í langan tíma og til þess að rifja upp  fyrir starfsfólki, halda virka samtalinu áfram og ljúka endanlegri gagnasöfnun var send út könnun þar sem kosið var um mikilvægustu þættina og allir hvattir til að setja inn athugasemdir.       

Jóhannes fjallaði um að í ferlinu var grafið upp mikið magn af upplýsingum og þó kominn væri rammi voru gögnin mismunandi.  Sumt voru beinar aðgerðir og annað voru yfirlýsingar um að taka t.d. þátt í fjórðu iðnbyltingunni.  Frekar snemma í ferlinu dutttu þau niður á mandölu sem byrjaði sem hugmynd um hvernig maður berst við efni.  Þar koma inn þrír meginþættir skólans: nám og kennsla, rannsóknir og stjórnsýsla. Þannig sást ekki bara hvað LHÍ gerir heldur líka hvernig.  Notuð var myndræn framsetning þar sem allir þættir skólans sameinast í samfélagi/menningu.  Fundið var út hvað var mest áberandi og reynt að finna skema til að endurspegla það sem þau voru með.  Stundum voru engin kaflaheiti og útkoman varð málamiðlun.  Stefnunni var skipt í yfirkafla t.d. er markmið Listaháskóllans er að vera í forystu um þróun háskólanáms í listum og bjóða framúrskarandi, nemendamiðað nám.  Síðan er því lýst hvernig þessu markmiði skuli náð. 
Þegar komin voru góð fyrstu drög var farið með þau inn í stýrihópinn og  síðan hófst samþykktarferli sem fólst í að bera drögin undir alla fulltrúa þ.e. stýrihóp, framkvæmdaráð, fagráð, rannsóknarnefnd og forstöðumenn á stoðsviðum.  Allir fengu tækifæri til að lesa skjalið vel yfir, skilja og taka þátt. Stefumótunin var síðan gefin út formlega fyrir árið 2019-2023 vegna þess að LHÍ á 20 ára afmæli árið 2019.  Ákveðið var að ritið yrði bæði á íslensku og ensku.     

Ólík menning starfsfólks – ólíkir gestir – ólík þjónusta?

Einstaklega áhugaverður fundur var haldinn í morgun í Ferðaklasanum í Fiskislóð.  Fundurinn var á vegum faghópa um mannauðsstjórnun, stefnumótun, markþjálfun, þjónustu og markaðsstjórnun. Margrét Reynisdóttir, eigandi Gerum betur ehf tók nokkur góð dæmi um á hvern hátt ólík menning erlendra gesta getur haft áhrif á upplifun þeirra á þjónustu hérlendis. Sumar þjóðir vilja hafa allt í röð og reglu og stundvísi skiptir öllu máli á meðan aðrar þjóðir þola meira óskipulag.  Margrét studdist við efni úr nýútgefinni bók sinni „Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists“. Bókin er þegar komin í kennslu erlendis. 

Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Flyover Ísland, sem er glænýtt fyrirtæki, sagði  frá hugmyndafræði fyrirtækisins og tengdi við hvernig President of People and Culture  hjá móðurfyrirtækinu í USA ætlar að nota bókina frá Margréti sem þjálfunarefni. Hér má sjá videó um bókina HÉR

 

 

Dr. Pauline Muchina frá Kenía ræddi stjórnunarhlutverkið.

Nokkrir faghópar Stjórnvísi í samstarfi við MPM námið buðu upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna. Fundinum var streymt af facebooksíðu Stjórnvísi og má nálgast fyrirlesturinn þar.

Áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum

Fjallað var um áhrif menningar á fundi fjögurra faghópa í Össur í morgun.  Það var orðið jólalegt um að litast í Össur, fallega skreytt jólatré og boðið var upp á yndælis veitingar.  Hjá Össur starfa í dag 3000 starfsmenn í 25 löndum. Ragnheiður Ásgrímsdóttir starfar sem Global process owner fjármálaferla hjá Össur og skrifaði nýlega um áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum í lokaverkefni sínu í MPM námi við HR. Rannsóknarspurningarnar voru: Hefur menning áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna? Hver eru áhrif íslenskrar menningar – jákvæð og neikvæð- í alþjóðlegum verkefnum? Í verkefni sínu þurfti Ragnheiður að skilgreina menningu.  Fyrirtækjamenning er miklu sterkari en menning þjóðar og einstaklings.  Menning fyrirtækja er valdið, skipurit og pólitík.  Gífurleg pólitík er í öllum fyrirtækjum.  En hvaða áskoranir er Össur að fast við í alþjóðlegum verkefnum?  Mismunandi starfsemi er á hverjum stað.  Mismunandi kúltúr, tungumál, tímabelti er á hverjum stað.  En hvaða eiginleika þarf verkefnastjóri að hafa?  Hann þarf að geta skapað sýn sem er sameiginleg, taka ábyrgð og leiða teymið.  Rannsóknin var eigindleg. Varðandi niðurstöður þá voru einstaklingar spurðir hvað er menning í þínum huga? Svörin voru gildi einstaklingsins, gildi fyrirtækisins, tungumál, mannleg samskipti, mannleg hegðun, hefðir, siðir, karllæg/kvenlæg samfélög, skipurit og vald.  Varðandi menningu Íslendinga; alin upp á eyju, hreinskilnir, sveigjanlegir, opnir fyrir nýjungum, seigla, lausnamiðaðir, aðlögunarhæfni, sjálfsöryggir, óþolinmæði, lítil virðing fyrir skipuriti, skammtímahugsun og óskipulagðir.  Teljið þið að verið sé hægt að stjórna menningu? Svarið var að henni er ekki hægt að stjórna en henni má stýra.  Hefur áhrif að verkefnið sé leitt af Íslendingum? Það hafði áhrif hvar höfuðstöðvar voru, höfuðstöðvar geta verið hlutlausar ef þær eru ekki með sölu.  Annað sem hafði áhrif var að höfuðstöðvarnar tóku yfir.  Eitt af því sem er hvað allra erfiðast er að sameina ferla.  Lærdómurinn var: að nýta ekki endilega reynslumesta fólkið í að stýra heldur þá sem best tekst upp að eiga við folk.  Niðurstaðan er sú að mikilvægt er að gera sér grein fyrir þroskastigi hvers fyrirtækis fyrir sig. 

Stjórnarhættir og stefnumótun

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og stefnumótun héldu fund í ISAVIA í morgun þar sem þrír frábærir fyrirlesarar fluttu erindi. Vegna mikillar eftirspurnar og færri komust að en vildu var fundinum streymt á síðu Stjórnvísi.  

 

Veldu réttu mælikvarðana.

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun fund í Innovation House þar sem kynnt var Social Progress Imperative aðferðafræðin.  Tækifæri leynast í SPI aðferðafræðinni þegar horft er til stefnumótunar sveitarfélaga og atvinnugreina út frá öðrum viðmiðum en fjárhagslegum. SPI eða Social Progress index - sem útleggst á íslensku sem vísitala félagslegra mælikvarða - er leið þar sem hægt er að skoða félagslega og umhverfislega þætti þegar kemur að innviðum samfélaga.  Vísitalan segir til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og veita einstaklingnum tækifæri til betra lífs.  Farið var yfir einkenni verkfærisins og hvernig það nýtist í stefnumótun sem og hvernig hægt er að nýta það til að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.Fyrirlesarar voru þau Rósbjörg Jónsdóttir og Gunnar Haraldsson sem koma frá SPI á Íslandi (www.socialprogress.is /.org).

Við erum vön að mæla útgjöld í stað eiginlegrar útkomu.  T.d. hversu miklu er varið til menntamála en ekki útkomuna. Maður mælir ekki til að mæla heldur mæla til að gera eitthvað.  Hvernig er mælingin notuð? 

Grunnþarfir:  Hafa íbúar landsins nægilega fæðu og greitt aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu?

Grunnstoðir velferðar: Hafa allir aðgengi að menntastofnunum?

Tækifæri: Borgaraleg réttindi. 

Mikil fylgni er milli efnahagslegrar velferðar og félagslegra framfara, sum lönd gera samt betur en önnur.  Eftir því sem lönd eru ríkari eru félagslegar framfarir yfirleitt betri undantekning er þó Arabía.  Costa Rica er einnig undantekning í hina áttina.  Norðurlönd koma vel út.  Árlega er þessi vísitala reiknuð út og mælikvarðainn frábær til að sjá stöðu á viðkomandi svæði.  Þetta vekur hugmyndir að úrbótaverkefnum og mælikvarðinn styður við heimsmarkmið SÞ.  Ríki hafa verið tekin út í USA og Indland.  Gögnin eru sótt í sameiginlega pott og alltaf sami samanburðargrunnur.  Fyrirtæki hafa nýtt mælitækið og Deloitte nýtir það til að fá mat á samfélögum.

Þegar farið er af stað í stefnumótun er mikilvægt að vita hver staðan er og forgangsraðað.  Með heimsmarkmiðum SÞ er búið að forgangsraða. 

 

Búum til betri heim fyrir alla

Faghópar um stefnumótun og árangursmat og samfélagsábyrgð fyrirtækja buðu Stjórnvísifélögum í Innovation House í morgun þar sem umræðuefnið var „Stefnumótun út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna“.  Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið 65 undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart öllum 17 yfirmarkmiðunum. Tilgangur fundarins var að gefa félögum tækifæri til þess að kynnast stefnumótun og aðferðafræði stjórnvalda þegar kom að því að velja forgangsmarkmið og hvernig sú vinna getur gagnast fyrirtækjum og stofnunum til að innleiða Heimsmarkmiðin. Nánari bakgrunnsupplýsingar um Heimsmarkmiðin er að finna á: heimsmarkmidin.is. Fyrirlesarar voru Fanney Karlsdóttir frá forsætisráðuneytinu og Herdís Helga Schopka frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Fanney sagði markmiðin snúa m.a. að menntun fyrir alla, góðan hagvöxt o.fl.  Markmiðin hafa samverkandi áhrif og einnig mótverkandi. Búið er stofna verkefnastjórn um heimsmarkmiðin en hana skipa aðilar frá öllum ráðuneytum, Hagstofunni, SÍS og einnig er ungmennaráð.   Nýja menntastefna Íslands er tengd Heimsmarkmiðunum sem og umhverfisstefnan.  Kópavogsbær skilgreinir sig algjörlega í samræmi við Heimsmarkmiðin sem og Snæfellsnes.  Skátarnir setja fram allt sitt efni í samræmi við Heimsmarkmiðin.  Isavia og Mannvit eru dæmi um fyrirtæki sem máta Heimsmarkmiðin við núverandi markmið og mælikvarða.  Ábyrg ferðaþjónusta er einnig að tengja sig við Heimsmarkmiðin.  Fanney sagði að allir ættu að geta innleitt Heimsmarkmiðin. 

Herdís Helga Schopka ræddi hversu mikilvægt er að byrja á verkefnum sem snúa að rótinni t.d. fátækt og jafnrétti.  Umhverfis-og auðlindaráðuneytið var ráðlagt að skoða hvert og eitt markmið fyrir sig og máta það við ráðuneytið.  Áður en byrjað er að taka ákvarðanir þá voru skilgreind viðmið.  Þau eru ekki að forgangsraða yfirmarkmiðunum 17 heldur undirmarkmiðum.  Hægt er mæla undirmarkmið í átt að aðalmarkmiðum og þannig sjá hvernig gengur.  Ef ekki er hægt að mæla er ómögulegt að sjá hvernig gengur. Notuð var SMART aðferðin. Mikið var um fyrirspurnir bæði á meðan fundi stóð og eins í lokin. Fundurinn var einstaklega upplýsandi og áhugaverður. 

 

Passar sama stærðin fyrir alla?

Orkuveitan tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun. Viðburðurinn hafði fyrirsögnina „Passar sama stærðin fyrir alla?“ og var á vegum faghóps um markþjálfun í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun. Fyrirlesarinn Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc.  Og hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum. Margrét sagði að við værum öll fædd með mismunandi hæfileika sem koma fram í vinnustíl og tengis persónugerð hvers og eins. Margrét hvatti fundargesti til að lesa frábæra bók „A factory of one“ skrifuð af Daniel Markovitz sem inniheldur fullt af fínum aðferðum sem hafa nýst Margréti mjög vel til að skipuleggja sig í vinnunni.  Work Simply er önnur bók skrifuð af Carson Tate sem gengur út frá að fólk noti sína styrkleika í vinnu.  

Skv. tölum frá Virk er 60% aukning í kulnun frá árinu 2010.  Hjón sem vinna úti tala saman í 12 mínútur að meðaltali á dag.  Síðustu 20 ár hefur vinnutími aukist um 15% og frítími minnkað um 33%. Dagar af skilvirkri vinnu eru tapaðir hver ár vegna svefnleysis.  Atul Gawande „“Want to get great at something? Get a coach“ er frábær fyrirlestur sem Margrét hvatti alla til að hlusta á. Markþjálfun er vaxandi starfsgrein og það sem gerist við þjálfun er að frammistaða eykst, það verður aukin þróun og umbreyting á einhverjum sviðum.  Af hverju þurfa starfsmenn stöðugt að fylgjast með tölvupósti?  Leikskólar byggja allt sitt á styrkleikum barna.  Það sama ætti að eiga sér stað inn á vinnustöðum þ.e. að byggja upp hvern starfsmann sérsniðin eftir styrkleikum hans.  Margrét ræddi um vinnustílana fjóra.  Forgangsraðari verkefnamiðaður, greinandi, byggir á staðreyndum, gagnrýnin og rökrétt hugsun.  Styrkleikar: eru forgangsröðun, ýtarlegar greiningar og rökrétt laus á vandamálum, markmiðasækinn, samkvæmur sjálfum sér og tekur ákvarðandi byggðar á staðreyndum, árangurs ríkur og nýtir tímann vel. Skipuleggjarinn. Skipulagður, vinnur í tímalínum, nákvæm skipulagning og hefur auga fyrir smáatriðum. Styrkleikar: vinnur skipulega og samviskusamlega, finnur galla i áætlunum og ferlum, á auðvelt með áætlunargerð niður í smæstu atriði og hugsar í ferlum.  Hagræðingur: styðjandi, notar innsæi, opinn og með tilfinningalega hugsun.  Styrkleikar: samskipti skilur fólk, finnur hvað er undirliggjandi notar innsæi við ákvarðandi, á auðvelt að fá aðra á sitt band er staðfastur með hugmyndir kennari, límið í fyrirtækinu.  Hugmyndasmiðurinn: hefur heildræna hugsun, hugmyndaríkur, hefur framtíðarsýn, hugsar í myndum.  Styrkleikar: er opinn fyrir nýjum hugmyndum, hefur hæfileika til að sjá stóru myndina og koma auga á ný tækifæri, framkvæmir hugmyndir.  Skv. þessu er líklegt að One size fits all henti alls ekki.  Þegar þjálfaðir eru vinnustílar er farið yfir prófið. Tíminn er okkar mesta verðmæti, hægt er að safna verðmætum en ekki tíma.  Mikilvægt er að tímamæla forgangsraðara, búa til rútínu þannig að hann þurfi ekki að hugsa, nota flýtilykla á lyklaborði.  Skipuleggjarinn vill búa til litla ferla, vinnur línulega, taka pásur því hann getur gleymt sér í vinnunni, brytja niður stór verkefni.  Hagræðingurinn: raðar verkefnum eftir orkuflæði þ.e. hvenær hann er sterkastur, skipuleggja tíma af deginum til að hitta fólk, settu þig í fríham.  Hugmyndasmiðurinn er eins og spretthlaupari, ekki eins og maraþonhlaupari, setja sig í fríham. Margrét fjallaði um árekstra vinnustílanna.  Hugmyndasmiðurinn skilar alltaf á síðustu stundu.  Að lokum fjallaði Margrét um muninn á stjórnun og þjálfun.  

Lykillinn að árangri: Veljum fá en mikilvæg markmið

Faghópur um stefnumótun og árangursmat stóð fyrir einstaklega áhugaverðum fundi þar sem þrír sérfræðingar Capacent upplýstu Stjórnvísifélaga um hvað væri á seyði í stefnumótun á Íslandi.  Fullbókað var á fundinn.  Í upphafi fundar var hugtakið „stefna“ útskýrt.  Stefna (strategy) stratos- þýðir her og  agos- þýðir hreyfing, að færa eitthvað. Í stefnumótun verðum við að átta okkur á hvaðan við erum að koma og hvert við erum að fara.  Á þetta gamla hugtak við í dag eins og hjá Grikkjum til forna?  En hvað þýðir strategia?  Strategia er að móta sér sýn um það hvar við ætlum að vera stödd að einhverjum tíma liðnum og hvernig við aðgreinum okkur frá öðrum.  Hún snýst um forgangsröðun, virðisloforð.  Stefnan eru stóra leiðarljósið, hvert erum við að fara og hver eru okkar gildi.  Þau eru ekki skilvirkni, hagkvæmni, vinnubrögð eða viðhorf.  En hvernig aðgreinum við okkur?  Hvað eigum við sameiginlegt og hvað aðgreinir okkur.  Tekið var dæmi um Samsung og iPhone síma.  Mismunurinn gerir það að verkum að helmingur allra velur sér annan hvorn.  Einnig var tekið dæmi um hvar fólk vill búa t.d. í Reykjavík eða Kópavogi.  Aðgreiningin veltur á því hvað bæjarfélögin bjóða.  En hvar ætlarðu að keppa?   „Red Ocean“  þá keppum á núverandi stað, markmiðið að sigra samkeppnina og nýtum núverandi eftirspurn eða „Blue Ocean“ þar sem við sköpum okkur sillu sem enginn annar er á, hendum samkeppninni fyrir róðra.  Annað sem hefur áhrif er umhverfið „Porter – five forces“.  Ný samkeppni, viðskiptavinir, staðkvæmdar vörur, birgjar og keppinautar á markaði.  Í dag eru stafræn umskipti eru að magna upp alla þessa krafta og raska öllu okkar umhverfi, keppnautar eru allir að vinna að því að finna leiðir til aðgreiningar með stafrænum umskiptum, samningsstaða viðskiptavina er að styrkjast og óskastaðan í huga viðskiptavina að breytast, þú vilt fá þjónustu þegar þér hentar, þar sem þér hentar og þú vilt afgreiða þig sjálfur, staðkvæmdar vörur eru stöðugt skeinuhættari og óvandaðri, tæknin og stafræn umskipti eru hér drifkraftar breytinga sem stefna verður að taka mið af. 

Dæmi um aðferðafræði-verkfæri, áttavitinn, töflur, story board, ljúka hefja stöðu og PESTLE.  S=social cultural breytingar viðskiptavina, aðrar kröfur t.d. vegan eða krafa um samfélagsábyrgð T=tæknin er í lykilhlutverki sama í hvaða starfsemi við erum E=Umhverfismál eru þannig að allir verða að taka tillit til þess.  Megatrends eru meginstraumar sem hafa áhrif á það hvernig fólk hagar sér. Sýnd voru dæmi um megatrend.  Í dag eru bættar leiðir til að þekkja viðskiptavininn Customer Analytics.  Ef vandamálið hefur eitthvað með fólk að gera, við teljum okkur vera að veita góða þjónustu en vitum ekki hvað er í gangi þá er mikilvægt að nota „design thinking“.  Varðandi verklag við stefnumótun.  Ef stefnan er drasl verður innleiðingin dreifing á drasli.  Við getum ekki stytt okkur leið.  Við verðum að leita svara og greina hvar við stöndum áður en við áttum okkur á því hvert við þurfum og viljum fara.  Stefnumótun er ekki uppákoma þar sem við söfnum stjórnendum saman eina dagsstund, veltum fyrir okkur hvernig við getum selt meira á næsta ári og dettum svo í það.  Umhverfið er kvikar og breytingarnar gerast hraðar en áður og það verður stöðugt erfiðara að ná skýrri sýn á hvar við ætlum að vera eftir fimm ár ef við vitum ekki hvar við verðum eftir fimm mánuði.  Samkeppniskraftarnir toga í okkur af stöðugt meiri krafti. Tækniþróunin er hröð.  Viðskiptavinurinn er kominn fram úr okkur. Staðkvæmdavörur skjóta upp kollinum án fyrirvara. Samfélagið gerir aðrar og nýjar kröfur.  „Plus ca change“ umhverfð er á breytingu en við erum enn að nota nálgun Sóktratesar og Platon og strategiska hugsun og eigin línur taka ekki breytingum.  Hugtaka notkunin er önnur. 

Í stefnumótun erum við alltaf að hugleiða stöðu og bestu leið þangað sem við viljum fara.  Fjallað var um fimm mítur varðandi innleiðingu breytinga en þar var vísað til greinar í Harvard Business Review.  1. Innleiðing er háð skipuriti, stjórnendur einblína um of á formlegt skipulag og boðleiðir.  Lausnin er að í stað þess að horfa á skipuritið á að horfa á hverjir það eru sem koma að lausn verkefna. 2. Ávallt þarf að standa við gerðar áætlanir.  Vandamálið er að í áætlunum er ekki hægt að gera ráð fyrir öllu.  Lausnin er að vera stöðugt að bregðast við breytingum. 3. Miðlun stefnu fær starfsfólk til að vinna eftir henni.  Allir þurfa að skilja hvert stefnt er.  Vandamálið er að starfsmenn hafa ekki skilning á stefnunni. Lausnin= höfum öll skilaboð skýr.  4. Innleiðingu er stýrt að ofan.  Vandamalið er að millistjórnendur og verkefnisstjórar taka ekki ákvarðanir.  Lausnin felst í að gefa umboð.  Stefnumótun snýst um að velja fá en mikilvæg markmið.  Ekki hafa endalausan óskalista.  Franklin Covey gerði rannsókn sem vísað var í, ef sett eru 2-3 markmið þá er líklegt að þau náist ef þú setur 4-6 nærðu 1-2 og ef markmiðin eru 11-20- þá nærðu engu þeirra. 

Agile er aðferðafræði sem á uppruna sinn í verkefnum sem koma inn á hugbúnaðarþróun.  Er þó í sífellu að ryðja sér til rúms hjá fyrirtækjum og stofnunum í alls kyns breytingaverkefnum m.a. í innleiðingu stefnu. Hugmyndafræðin gengur út á að brjóta verkefni upp í afmarkaðar vinnulotur.  Horfa á einstaklinga og samskipti fram yfir ferla og tól, samvinna við viðskiptavini fram yfir samningaviðræður, að brugðist sé við breytingum tekið fram yfir að fylgja áætlun.  Tekið var dæmi um teymi í Agile nálgun.  Þar er eigandi, teymisstjóri, 5-6 sérfræðingar og teymisþjálfari.   Teymisþjálfarinn er alltaf að hjálpa hópnum að ná árangri.  Innleiðing stefnu og hefðbundin mannauðsráðgjöf hafa tvinnast saman þ.e. unnið er þvert á og valin fá markmið.  En hvernig er stefnu miðlað?  Mikilvægt er að nota sögur.  Hvernig er t.d. móttaka nýrra íbúa í bæjarfélag, er hún til fyrirmyndar?  Netspjall skilar sér í aukinni ánægju hjá fyrirtækjum. Mikilvægt er að búa til sögur í samvinnu við starfsmenn og fá þannig aukið eignarhald.  

Þegar teymi fær verkefni í hendur þarf að vera sameiginlegur skilningur á hvert verkefnið er.  Tryggja þarf rétta hæfni, er þetta rétti hópurinn til að inneiða verkefnið.  Sammælast þarf um hvernig við ætlum að haga okkur. Ætlum við að hittast vikulega? Ætlum að segja hvað okkur finnst?  Hvernig á hegðunin að vera innan teymisins.  Mikilvægt er að gera samning í upphafi um hegðun.  Hvert er raunverulegt verkefni og hver á niðurstaðan að vera? Hverjar eru vörðurnar? Verkefnin þurfa að vera skýr.  Hvernig eru þau brotin niður og tímalína mörkuð.  Við getum ekki gert allt í einu og því þarf að vera á hreinu hver á að gera hvað og hver er ábyrgur fyrir hverju.  Mikilvægt er líka að hafa gaman.  Þegar farið er af stað með innleiðingu verkefna þá er horft á tilgang, hæfni hegðun og árangur.

Lykilatriði Capacent til árangurs við mótun stefnu og innleiðingu hennar er 1. Að þetta er viðvarandi viðfangsefni en ekki stormur einn dag út í sveit 2. Þú þarft að þekkja fortíð og skilja stöðuna til að stefna að áhugaverðri framtíð.  3. Sem aldrei fyrr er mikilvægt að átta sig á straumum og stefnum í umhverfinu og mögulegum áhrifum á stöðu og framtíð 4. Horfa verður utanfrá og inn. 5. Nýta verður viðeigandi verkfæri til að svara lykilspurningum.  6. Eitt er að auka skilvirkni annað að skapa aðgreiningu og forskot.  7. Skipulag verður að taka mið af framtíðarsýn.  8. Fókus, formfesta og agi skiptir sköpum í því hvaða árangri við náum. 9. Árangursrík innleiðing snýr að forgangsröð 10. Lykilforsenda farsællar innleiðingar snýr að öflugri teymisvinnu með samstilltum hópi starfsmanna.

Áralangt svelti í uppbyggingu innviða hjá fyrirtækjum í örum vexti.

Viðskiptalífið hefur verið í blóma síðustu misseri og einna helst ferðabransinn. Mörg fyrirtæki í ferðabransanum hafa vaxið ört og hafa farið í gegnum stefnumótun með misjöfnum árangri. Stór þáttur í að geta aðlagast breyttu umhverfi er hæfni fyrirtækja til að tileinka sér nýja tækni með þeim hætti að hún styðji við hraðann vöxt. Sigurjón Hákonarson framkvæmdastjóri OZIO ehf  fjallaði í morgun á fundi á vegum faghóps um stefnumótun og árangursmat í Orange Project stuttlega um hvaða áskoranir fyrirtæki í ferðabransanum eru að glíma við þegar kemur að stefnumörkun í upplýsingatækni samhliða því að vaxa hratt. Áskoranirnar sem Sigurjón fjallað um einskorðast ekki við fyrirtæki í ferðabransanum þó dæmin sem tekin voru tengjast honum.  En hvað er líkt og ólíkt með ört vaxandi fyrirtækjum og rótgrónum fyrirtækjum þegar kemur að stefnumótun í upplýsingatækni, er raunverulega einhver munur?

Upplýsingatækni hefur þróast mjög ört frá 1995. Ör vöxtur fyrirtækja er búinn að vera á stuttum tíma og áralangt svelti í uppbyggingu innviða.  Í dag er nánast hægt að gera allt í símanum og huga þarf að nýrri persónuverndarlöggjöf en henni fylgja krefjandi verkefni.  Sigurjón kynnti fyrirtækið Ozio þar sem starfa 7 manns sem allir unnu áður í Expectus.  Ozio smíðar hugbúnaðarlausnir fyrir sharepoint og er í ráðgjöf varðandi skjalahögun og upplýsingahögun.  Lausnirnar sem þau eru með er stjórnargátt og fleiri minni kerfi.  Fyrirtæki byrja oft að halda utan um verkefni með Excel skjölum. Sigurjón nefndi dæmi um fyrirtæki sem var með 128 kerfi og 250 excelskjöl sem voru öll kerfi hvert og eitt út af fyrir sig. 

Þegar Sigurjón kom inn í ferðageirann sá hann að allar bókanir þ.e. á rútum, ferðamönnum o.fl. var í Excel-skjölum.  Allir þurftu að fara inn í Excelskjalið en einungis einn gat opnað skjalið í einu.  Sóunin var því gríðarleg og mikilvægt að smíða kerfi þar sem hver og einn gat skráð sig inn í kerfið á sama tíma.   Skipulagið kemur með kerfinu.  Samskipti við viðskiptavini eru gjarnan í formi tölvupósta sem liggja í einkapósthólfum starfsmanna og/eða sameiginlegum pósthólfum. Viðskiptamannaskráin er í fjárhagskerfinu en er jafnframt í Excel skjali sem söludeildin notar en tengist annars ekki öðrum kerfum.  Tengiliðir eru hvergi vistaðir miðlægt þeir eru í tengiliðalistum starfsmanna. Annað skipulag er í mörgum excel og wordskjölum sem sum tengjast en önnur ekki.  Ef nafni á einu skjali er breytt þá rofna allar tengingar og enginn finnur skjalið.  Þegar verið er að skipuleggja hvaða kerfi á að nota þá þarf kerfið að geta aðlagast breytingum.  Því má ekki smíða kerfi sem gerir ekki ráð fyrir annars konar viðskiptavinum. 

Almennar áskoranir í tengslum við stefnumótun eru skortur á skilningi og möguleikum tækninnar. Upplýsingatæknistefna er ekki tekin inn sem hluti af stefnumótun fyrirtækisins/félagsins.  Mörgum finnst erfitt að fjárfesta í upplýsingatækni.  Fulltrúi upplýsingatækni er ekki í framkvæmdastjórn vegna skorts á skilningi og möguleikum tækninnar.  Einstaklingar eiga oft erfitt með að breyta og hætta að vinna í því kerfi sem þeir eru vanir að vinna í.  Ein stærsta áskorunin er mannlegi þátturinn.  Í fyrirtækjum eru margar deildir t.d. söludeildin, fjármáladeild, þjónustudeild o.fl. og rígur oft á milli deilda sem lagast ef það eru búin til teymi frá öllum deildum.   Árangurinn er þá mældur í því hvernig teyminu gengur að þjóna viðskiptavininn en ekki deildin.  Bankar, tryggingafélög, Eimskip og Össur eru með skilgreinda upplýsingatæknistefnu en hún sést ekki hjá mörgum fyrirtækjum.  Stafræn framtíð/umbreyting skapar það að allir geta gert hlutina sjálfir.  Fyrirtæki þurfa að huga að stafrænni umbreytingu .  Stafræn umbreyting felst í að framkvæma hlutina í eins fáum skrefum og hægt er, nýta tæknina til að einfalda vinnuna, gera hlutina hraðar, nýta tæknina til að auðvelda samskipti og skilja stöðugt hvernig hægt er að gera hlutina betur.

Sigurjón hvatti fyrirtæki til að fara í stefnumótun í upplýsingatækni.  Greina hver eru lykilkerfi og hver ekki? Hvernig er fjármálum útdeilt, skilgreina upplýsingastefnu og setja upp stjórnskipulag (IT Governance)

  

Spennandi ný tækifæri - L.E.T. ( Leader Effectiveness Training )

Í morgun héldu faghópar um mannauðsstjórnun, markþjálfun, stefnumótun og árangursmat fjölmennan fund í HR.  Þrír fyrirlesarar þau Gróa, Ingólfur og Þyri Ásta kynntu áhugaverða nálgun til að nýta við stjórnun, samvinnu og samskipti. LET ( Leader Effectiveness Training ) -  hugmyndafræðin kemur frá Gordon Training International sem stofnað var af Dr. Thomas Gordon og á erindi til stjórnenda sem og almennra starfsmanna. LET hugmyndafræðin byggir á samskiptafærni og á að baki sér 50 ára þróun. Hún er grunnurinn að öðrum leiðum Gordons eins og P.E.T. (Parent Effectivenss Training), T.E.T. (Teachers Effectiveness Training) o.fl. Hugmyndafræðin byggir á því að nota ákveðin samskiptaleg verkfæri út frá svokölluðum hegðunarramma. Farið var yfir L.E.T. hugmyndafræðina, áhrifaþætti og niðurstöður rannsókna sem tengjast henni.

LET byggir á þarfagreiningu, 360 gráðu mati, LET námskeiði og kerfisbundinni eftirfylgni.  Í LET fræðsluumhverfinu er hægt að halda utan um starfsmannafræðslu á einum stað í samræmi við heildina.  Í LET eru hagnýt verkfæri eins og virk hlustun, ég skilaboð, leið til að forðast átök, aðferð til að leysa átök þannig að allir séu sáttir, leið til að greina á milli viðhorfa og gilda.  Stærsti þátturinn í LET árangurskerfinu er vinnustofa í bættum samskiptum.  Á LET vinnustofu er lögð áhersla á heildarumhverfi þegar kemur að bættum samskiptum.  Í LET er eftirfylgni, endurmenntun, reglulegt mat, stöðumat, markþjálfun og önnur ráðgjöf.  LET vinnur með hegðunarramma 1. Annar á vandamálið 2. Ekkert vandamál 3. Ég á vandamálið 4. Við eigum vandamálið.  Vissulega reyna allir að eiga ekkert vandamál. 

Í LET er virk hlustun með öllum skynfærum, sýnu áhuga, sýnum skilning, viljum hjálpa, gefa sér tíma og tölum sama tungumálið.  Þegar við erum í samræðum er alltaf spurning um vandamál þ.e. hver á þau.  Rætt var um tólf hindranir: skipun, aðvörun, predikun, ráðfæra, rökræða, gagnrýna, hrósa, flokka, greina, hughreysta, spyrja og forðast.  Hvernig á að lágmarka að skaða samband.  Tala um hegðun hjá hinum aðilum þ.e. hvernig hún hefur áhrif á mig.  Oftast eru allt aðrar tilfinningar en reiðin sem bjátar á.  Algengasti skilningurinn er misskilningur hjá fólki. 

Þegar verið er að ræða við börn þá er mikilvægt að sitja bara og hlusta. Aldrei rökræða við börn í æstu skapi.  Því meira sem rætt er það sem gerist því meira gera bæði börn og almennt allir sér grein fyrir samhengi hlutanna.  Í góðri hlustun erum við einungis að samþykkja að við heyrum það sem verið er að segja frá, ekki byrja að túlka eða gefa mat.

Varðandi ágreining á vinnustað er mikilvægt að skilja hvert eðli hans er. Þá er mikilvægt að nýta hegðunarrammann þ.e. hver á vandamálið. Kannski eru það báðir aðilar.  Muna eftir að fara alltaf inn í hegðun en ekki persónu.  Kynnt var 6 þrepa kerfið 1. Greina þarfir 2. Safna lausnum 3. Meta lausnir 4. Velja lausnir 5. Innleiða lausnir 6. Fara yfir niðurstöðu.  Starfsmannavelta á Íslandi er frekar há samanborið við löndin nálægt okkur.  Það að þú fáir að taka þátt í starfinu skiptir öllu máli.  Inn á www.gordon.is eru fjöldi rannsókna sem áhugavert er að skoða. 

Gróa Másdóttir er með BA gráðu og MA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá HÍ. Lauk MBA gráðu frá HR árið 2010 og Markþjálfun árið 2014. Þá hefur Gróa einnig lokið námi í leiðsögn frá MK.

Ingólfur Þór Tómasson er vottaður ACC markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 15 ár. Hann hefur áratuga reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og hefur verið nátengdur rekstri ferðaþjónustu á Íslandi, í Noregi og víðar.

Þyri Ásta Hafsteinsdóttir er með BSc í sálfræði. Hún er menntaður stjórnenda markþjálfi og NLP markþjálfi. Þyri hefur komið að mörgu í gegnum árin s.s. mannauðsmálum, stjórnun, kennslu, ráðgjöf og fl.

 

Hvernig styðja fyrirtæki Heimsmarkmið SÞ?

Í morgun var haldinn í ÁTVR fundur á vegum faghópa um stefnumótun og árangursmat og samfélagsábyrgð fyrirtækja.  Fundurinn hófst með ótrúlega skemmtilegum gjörningi en það var aðstoðarforstjóri ÁTVR Sigrún Ósk Sigurðardóttir sem setti fundinn og sýndi jógamyndband þar sem allir léku eftir það sem þar fór fram.  Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram 17 Heimsmarkmiðin um betri heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin skuldbinda ríkisstjórnir til að vinna að þeim en sveitafélög og fyrirtæki eru einnig hvött til að tengja starf sitt við markmiðin. Markmiðið með fundinum var að ræða hvernig fyrirtæki geta stutt við og tekið upp Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sínu starfi. Fundarstóri varKetill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu og var fundinum streymt á facebooksíðu Stjórnvísi. 

Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu var fyrsti fyrirlesari dagsins, erindið hennar nefndist „Heimsmarkmiðin eru líka fyrir fyrirtæki. Eins og staðan er í dag eru markmiðin 169 og 233 mælikvarðar sem fylgja verkefninu.  Ráðuneytið ætlar að skila skýrslu um forgangsröðun markmiðanna til að skerpa línur og hafa leiðarljós.  Einnig er að fara í loftið kynningarherferð þar sem heimsmarkmiðin verða kynnt fyrir almenningi þ.e. að þau séu til þessi heimsmarkmið, út á hvað þau ganga og hvað almenningur geti gert.  Hin eiginlega eftirfylgni er hjá SÞ í NY þar sem þjóðum gefst tækifæri til 2030 að kynna reglulega verkefni sín.  En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði?  Við stöndum ofarlega en getum samt gert svo miklu betur því einkunnarorð markmiðanna er „Leave no one behing“ því má aldrei gleyma.  En árangur næst ekki án samvinnu milli alþjóðasamfélagsins, stjórnvalda, sveitarfélaga, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga.  Verið er að setja fram ungmennaráð 13-18 ára, sem koma með nýja sýn. Þessir krakkar munu árlega hitta ríkisstjórnina og búa til efni til að setja á samfélagsmiðla.  Einnig er mikilvægt að vera í samvinnu við Festu SA o.fl.  En hvað geta fyrirtækin gert?  Heimsmarkmiðin skapa mikil tækifæri fyrir fyrirtæki t.d. í orkugeiranum og milljónir starfa í þróunarlöndunum.  Fyrirtækin þurfa því að meta virðiskeðjuna sýna. En hvað eru önnur lönd að gera?  Svíar eru að minnka sótspor sýna, berjast gegn spillingu, jafnrétti á vinnustöðum o.fl. Danir segja í sinni skýrslu að markmiðin séu leiðarljós fyrir fyrirtæki.  Með því að vinna með heimsmarkmiðin segja þeir að þau séu alþjóðlegt tungumál í samfélagsábyrgð eða matseðill fyrir það sem þau eru að gera.  En meginmarkmiðið er að fyrirtækin líti inn á við.  Mikil sóknarfæri eru fyrir öll fyrirtæki.  Þess vegna er sköpunargáfa og nýsköpun mikilvæg fyrir innleiðingu markmiðanna.  Niðurstaðan er að fyrirtæki þurfa að fara í naflaskoðun og máta sig við þessi markmið og skoða hvar þau geta lagt sitt af mörkum.  Öll fyrirtæki geta tengt sig við einhver markmið. 

Næsta erindi var frá Vínbúðinni þar sem þau Sigrún Ósk og Sigurpáll kynntu hvað Vínbúðin er að gera og hver eru helstu markmið.  6, 12, 13, 14, 15 og 17 eru markmiðin sem þau völdu að byrja með.   Markmið númer 13 er þeirra aðalmarkmið en það er „Verndun jarðarinnar“s.  Endalausnin er stefnumótunaráætlun í umhverfismálum.  Helsta markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif með stöðugum framförum. Gildin eru: gegnsæ, Ábyrg, Þrautseig.  Verkefnið er gríðarlega stórt og markmiðið er að minnka sótsporið og búa til betri heim.  Gler hefur mikið sótspor og því er núna sett vín í léttgler sem eru einungis á milli 200-300gr.  Þarna er verið að horfa á massann, vín í lægri verðflokk með mikla sölu fari í létt gler.  ÁTVR birtir þyngd á gleri á heimasíðunni sinni.  Þetta hjálpar neytendum að velja vöru sem hefur minna sótspör.  Skýrsla ÁTVR er á heimasíðunni bæði í stuttri útgáfu og í fullri lengd.


Þriðja erindið flutti Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun sagði hún í erindi sýnu að markmið Landsvirkjunar væru birt á vef fyrirtækisins.  Bæði er sagt frá því sem vel gengur og einnig því sem ekki er að ganga eins vel.  Árlega skilar Landsvirkjun inn skýrslu til Global Compact.  Heimsmarkmiðin voru samþykkt 2015.  Ísland hefur opinberlega sagt frá að við styrkjum heimsmarkmiðin og styðjum nr. 5 Jafnfrétti kynjanna, 7 Sjálfær Orka og 13 Verndun jarðarinnar.  Landsvirkjun hefur haldið opinn fund til að kynna hvað þau eru að gera.  Í nýútkominni ársskýrslu kemur fram hvernig Landsvirkjun vinnur að samfélagsábyrgð og þar með heimsmarkmiðunum.  Loftslagsmál eru í raun orkumál.  Landsvirkjun ætlar að verða kolefnislaust fyrirtæki árið 2030.  Jafnréttisskóli SÞ er á Íslandi og hýstur hjá EDDU hugverkasetri í Háskóla Íslands.  Hann er starfræktur í samstarfi við Utanríkisráðuneytið og SÞ. Jafnrétti kynjanna sem er heimsmarkmið nr.5 er eitt þeirra markmiða sem Landsvirkjun valdi.  Einn mælikvarðanna var laun, annar stjórnunarstöður. Valið var að fara í samstarf við Capacent og vinna heildstæða úttekt á stöðu jafnréttismála ekki aðeins á mælanlegum þáttum eins og kynjahlutfalli go launum heldur einnig á menningu, samskiptum og vinnuumhverfi.  Gert var 1.stöðumat 2.Hvað á að gera? 3. Eftirfylgni.  Nú er komin aðgerðaáætlun jafnréttismála. Ávinningurinn af heimsmarkmiðunum er 1. Tengir samfélagsábyrgð Landsvirkjunar nánar alþjóðlegu uhverfi 2. Styrkir núverandi áherslur og árangur í lofslagsmálum, breiðari þátttaka með sjálfbæra orku fyrir alla og aukið umfang á vinnu að kynjajafnrétti 3. Getur styrkt samskipt við hluteigendur, innanlands sem erlendis, varðandi málaflokkana 4. Landsvirkjun á meðal fyrstu íslenskra fyrirtækja til að tileinka sér Heimsmarkmiðin.

FJÓRÐA TÆKNIBYLTINGIN ER HAFIN: Hvaða stefnu og markmið eiga fyrirtæki að setja sér á þessum tímamótum tækninýjunga.

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun fund í höfuðstöðvum Microsoft á Íslandi í Borgartúni.  Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Microsoft fjallaði á hressilegan hátt um hvernig  tæknin mun gjörbylta viðskiptalífinu á næstu 5-10 árum og að hverju fyrirtæki þurfa að huga ef þau ætla ekki að verða undir í samkeppninni.

Ragnhildur hóf fyrirlestur sinn á því hvað allir væru uppteknir í að klára verkefni dag frá degi og síðan bíður heimilið og annað og því gleymum við stundum að líta á mikilvæga hluti sem eru að breytast.   Sama hversu öflug og gáfuð við erum þá megum við ekki gleyma að aðlagast. Tæknibyltingin er óumflýjanleg, ætlarðu að vera með eða ekki?.  Ef horft er á mannkynssöguna þá höfum við þróast hægt en stöndum nú á brún þar sem ógnvænleg breyting mun eiga sér stað. Margir vilja ekki horfast í augu við þetta en meira og minna allir eru með öpp og eru að fá upplýsingar um t.d. hve mörg skref við höfum gengið, hvar hundurinn okkar er og búið er að framleiða ísskapa sem vita hvað er til í þeim og geta pantað það sem vantar í þá.  Ragnhildur sýndi stutt myndband:  „What is digital transformation?“.  Könnun PWC frá 2 árum síðan sýnir að það sem er mest aðkallandi í þeirra fyrirtækjum að huga að er að vera í takt við tímann og fylgja stafrænni byltingu.  Tæknin er það sem flestir segja að skipti öllu máli, óháð atvinnugeira.  Allar atvinnugreinar eru að fjárfesta verulega í stafrænni byltingu.  Í dag sætta viðskiptavinir sig ekki við langan biðtíma, ekkert lengra en 2 vikur.  Skýið er jafn óumflýjanlegt og að þessi tæknibylting sé að eiga sér stað.  Með tilkomu skýjalausna mun verða 30% lækkun kostnaðar vegna bættra ferla.  Þúsaldarkynslóðin er alin upp við að vera alltaf tengd tækninni en þetta eru þeir sem eru 35 ára og yngri.  Þau eru alltaf tengd tækninni og tæknideild ekki alltaf búin að samþykkja þá tækni sem þau eru að nota.  Þessir starfsmenn tilheyra 2x fleiri vinnuteymum nú en þeir gerðu fyrir fimm árum.   41% starfsmanna segjast nota smáforrit í símanum sínum til að vinna vinnuna sína.  En hverju þurfa fyrirtæki að huga að?  Hjálpa samvinnu innan fyrirtækja og auðvelda aðgengi gagna.  Gervigreind er að koma inn að fullu.  En hvernig er Microsoft að huga að framtíðinni? Microsoft er búið að undirgangast gríðarlegar breytingar á undanförnum 4 árum.  Forstjóri Microsoft er búinn að leiða þá breytingu sem búin er að eiga sér stað.  Hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki þá er markmiðið að efla alla.  Hann á son sem er fatlaður og hann vill að allir geti nýtt sér tæknina.  Microsoft er með þá stefnu að ráða a.m.k. 1% allra starfsmanna sem eru fatlaðir.  Til að geta þjónað viðskiptavininum vel þá þurfa starfsmenn að endurspegla viðskiptavininn.  Öll fyrirtæki og stofnanir viða að sér gríðarlegu magni upplýsinga.  Einungis 1% er verið að greina af öllum þessum upplýsingum.  Allar þessar upplýsingar t.d. upplýsingatæknirekstur, viðskiptamenn, starfsmenn, einungis 1% er greint.  Enginn hefur tíma til að greina upplýsingarnar.  Það sem mun skera úr um hverjir muni skora fram úr í framtíðinni eru þeir sem greina gögnin sín.

Microsoft er búið að undirgangast gríðarlegar breytingar.  Búið er að skipta niður öllu sem þarf að gera til að ná raunverulegum árangri í stafrænni byltingu.  Það þarf að efla starfsfólk og vera í góðu sambandi við viðskiptavini til að nýta þær upplýsingar til hagsbóta. Það þarf að hagræða í rekstri og það er engin ein leið til að byrja.  Hvað getum við gert fyrir okkar starfsfólk til að þeim gangi betur.  Office 365 er gríðarlega vannýtt.   Flestir eru einungis að nota ritvinnsluna og skjalavinnsluna.  Fæstir að nota skjalavistun og utanumhald, samskipti, netspjall, fundi og greiningu gagna. 

Microsoft setur öryggi og friðhelgi einkalífsins sem forsendu í öllu sem þeir gera.  Microsoft er með gríðarlegan fjölda notenda í skýjalausnum.  Hvað þýðir það?  Að hægt er að greina ákveðin mynstur.   Að lokum tók Ragnhildur dæmi um nokkur fyrirtæki sem hafa nýtt sér þjónustu Microsoft t.d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Íslandsstofu, Meniga, SS og Bláa Lónið.  SS er með frumkvæði í að koma ákveðnum vörum til viðskiptavinarins jafnvel áður en hann biður um það.  Þannig er hagrætt í rekstri og viðskiptavinurinn verður ánægðari.   

Til þess að ná árangri í stafrænni byltingu þá verður starfsfólkið að vera með. Það þarf að fá starfsfólkið til að skilja að þetta er til að auðvelda þeim vinnuna og allir stjórnendur verða að vera með. Ef Office 5 er innleitt þá þarf að skoða hvort verið er að nýta alla lausnina með mælingu.  Fjárfestingar í nýsköpun skila aukinni framleiðni fólks, ef það er fjárfest í þjálfun starfsfólks þá gengur þetta upp.  Það þarf að hjálpa starfsfólki að byrja að nota lausnina.  

Reykjavíkurborg, fyrirmynd í upplýsingamálum?

Í dag var haldinn áhugaverður fyrirlestur í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni " Reykjavíkurborg, fyrirmynd í upplýsingamálum?

Hörður Hilmarsson hefur um nokkurt skeið staðið að innleiðingu Clik Sense hjá Reykjavíkurborg og leiddi áhorfendur í allan sannleika um árangur og ágæti þess.

"Clik Sense er stjórnendahugbúnaður sem gerir okkur kleift að setja upplýsingar saman og á myndrænan hátt. Ávinningurinn, sem er fyrst og fremst fyrir sérfræðinga og stjórnendur Reykjavíkurborgar er að þeir geta með einföldum hætti samþætt gögn úr ólíkum gagnalindum. Þá er jafnframt hægt að veita íbúum Reykjavíkurborgar aðgengi að upplýsingum sem koma úr ólíkum áttum, en það hefur verið svo til ómögulegt hingað til", segir Hörður. 

Ríflega 20 manns mættu á fyrirlesturinn og voru allir sammála um að vel hefði tekist til hjá Reykjavíkurborg hvað þetta snertir, svo ekki sé talað um veitingarnar sem ekki voru að verri endanum. Takk fyrir áhugaverðan og vel heppnaðann fyrirlestur!

Persónuleg stefnumótun og leiðtogafærni á heimsmælikvarða

Nú þegar nýtt ár, Meistaramánuður og Lífshlaupið eru gengin í garð, heyrast orð eins og markmiðasetning, persónulegur árangur og sjálfsrækt á öllum kaffistofum landsins. Margir setja sér markmið af ýmsum toga, einkum og sér í lagi tengdum andlegri og líkamlegri heilsu, fjármálum, fjölskyldu, vinnu og starfsframa með misgóðum árangri. En hver er galdurinn við að móta sér stefnu, setja sér markmið og fylgja þeim eftir?
Brynjar Karl eigandi Key Habits og ráðgjafi til margra ára kynnti fyrir Stjórnvísifélögum tækni í hugarþjálfun sem snýst að mestu um að auka skuldbindingu gagnvart markmiðunum sem við setjum okkur. Fundurinn var á vegum faghóps um stefnumótun og árangursmat og var haldinn í húsakynnum Key Habits í Skeifunni 19.
Brynjar Karl er ráðgjafi fjölda stjórnenda, íþróttamanna, þjálfara og einstaklinga. Reynsla Brynjars er að mörgu leiti upprunnin frá vinnu hans með mörgum af stærstu íþróttaliðum heims í deildum eins og NBA, NFL og Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Brynjar kemur úr íþróttaheiminum og byrjaði sjálfur að þjálfa lið 15 ára gamall. Þegar hann var 24 ára stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki. Hann hefur m.a. hannað hugbúnað sem hjálpar einstaklingum og þjálfurum að ná árangri. Brynjar varpaði fram þeirri spurningu hvernig ætti að mæla löngun. Svarið við henni er að löngun er hægt að mæla með því að meta hversu mikil viðbrögðin eru við því að missa af því sem löngunin nær til. Eitt það mikilvægasta sem við eigum í lífinu er færni. Það þarf ákveðna færni að mæta á réttum tíma til vinnu og þessa færni hafa ekki allir tileinkað sér. Besta leiðin til að efla færni er skuldbinding.
Brynjar kynnti hið mennska tré sem samanstendur af þremur þáttum 1.selja 2.þjónusta 3. Lausnir. Þegar verið er að vinna með stefnumótun mannauðsins verður að fara í rætur trésins. Ræturnar einkennast af starfskunnáttu og stjórnun. Fyrsti punkturinn er að vinna með gildi og markmið einstaklingsins. Hvernig getum við eflt fólk? Við getum ekki gefið það sem við ekki eigum? Hvernig fáum við hóp til að hugsa um tímann milli vinnu þar sem viðkomandi er enn skuldbundinn vinnunni? Tveir aðilar tapa þegar við erum í lægð, það er vinnuveitandinn og fjölskyldan. Hver er minnsta einingin í velgengni fyrirtækis? Hegðun. Hver er myndbirtingin hjá einstaklingnum á gildunum? Færni er ástæðan fyrir að hópur skuldbindur sig. Það að vinna í sínum skuldbindingum er mikilvægast. Þeim mun lengra sem þú ferð frá því að vera byrjandi þeim mun erfiðara er að setja sig í spor þeirra sem maður er að þjálfa.
Brynjar fór yfir mikilvægi hugarþjálfunar. Sem hefur allt með viðmið, gildismat og lífsþætti að gera. Fyrst er að gera aðgerðaráætlun þar sem við spyrjum okkur um hvort til staðar sé vellíðan, tilgangur og hamingja. Ef virkni framheilans er lág þá höfum við enga orku. Það sem eykur virkni í framheila er góður svefn og réttur blóðsykur. En hvaða spurningum þurfum við að svara? Það besta við að skerpa fókus er að spyrja spurninga og fá endurgjöf. Það besta við mistök er að við lærum stöðugt af þeim og á endanum gleymum við þeim því við erum hætt að gera mistök og kominn inn góður vani
Að lokum var fólk hvatt til að skrifa niður „bjarta framtíð“ og gera stöðumat því þá veistu hvert þú vilt fara. En hvað getur stoppað þig? Mikilvægt er að hafa aðgerðaráætlun. Síðan þarf að henda inn verkefnum og venjum. Erfiðasta sem fólk gerir er að koma fram með styrkleika sína. Það er svo mikið unnið með því að taka ábyrgð á sjálfum sér. Við þurfum að læra að vera léleg, þannig tökum við á vandamálunum.

Hver ertu? Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur.

Faghópar um breytingastjórnun, stefnumótun og árangursmat, þjónustu og markaðsstjórnun héldu sameiginlegan fund í morgun í OR sem bar yfirskriftina „Hver ertu?“Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur
Sigrún Viktorsdóttir, forstöðumaður þjónustustýringar hjá OR sagði frá endurmörkun (rebranding) Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna ohf. sem frá janúar 2014 þegar Veitur ohf. urðu til, birtust undir sama merki þar til í desember 2015. Sigrún fjallaði um undanfarann, vinnuferlið og þær áskoranir sem fyrirtækin fóru í gegnum á undirbúnings- og yfirfærslutímabilinu.
Endurmörkun er í sjálfu sér áhættusöm, kostnaðarsöm, erfið ákvörðun, engin ein töfraformúla er til að gera þetta, mikil vinna og úthald. Þannig að það er mikilvægt að það sé full ástæða til. Vinnan hófst í raun 2013 og af krafti 2014. Fyrst var gerð greining á stöðu OR og því merki sem notað hafði verið í 15 ár. Könnun var gerð meðal auglýsingastofa og samstarfsaðili valinn Hvíta húsið. Stýrihópur verkefnisins var stofnaður, breyting á gamla OR merki skoðuð. Síðan hófst greiningarvinna og hönnun. Verkefnishópur var stofnaður í ágúst 2015 og síðan voru hugmyndir kynntar fyrir stjórn OR. Verkefnið var samþykkt á stjórnarfundi í maí 2015 og kynnt starfsmönnum í nóvember sama ár. Opinber kynning var í desember 2015.
OR vill standa fyrir gildin sín; framsýni, hagsýni og heiðarleika. Í málaefnagreiningunni var farið yfir hluti eins og hver er ímynd OR, fyrir hvað vill OR standa, hvaða hlutverk hefur OR í kynningar-og markaðsmálum samstæðunnar, á að skipta um merki, hvaða nafn á að nota, hver er kjarninn í vörumerkinu og lykilloforð? „Í góðri sátt - til framtíðar“. OR er ekki í beinum samskiptum við viðskiptavininn.
Dótturfélag OR er Veitur. Á hvaða grunni byggja Veitur, eru Veitur með sama merki og OR, fyrir hvað vilja Veitur standa, hvaða nafn á að nota, í hvaða tón talar vörumerkið, hver er kjarninn í vörumerkinu, hvert eru lykilloforðin? Þetta var ótrúlega áhugaverð og skemmtileg vinna sagði Sigrún. Stærstu hagsmunafélögin eru sveitarfélögin. Mikil ábyrgð fylgir því að vera í geira sem er í sérleyfisstarfssemi. Veitur sjá um allan sérleyfisrekstur rafveita, hitaveita, vatnsveita og fráveita. Kjarninn í vörumerkinu Veitur: „Í góðu sambandi - til framtíðar“. Lykilloforð: Í sambandi - alla daga. Litir gegna hlutverki í vörumerki fyrir Veitur, hitaveita=rauð, rafveita=græn, vatnsveita=blá og fráveita=svört. Við þetta tengdu starfsmenn vel. Áhugavert myndband er á heimasíðu Veitur. www.veitur.is Dæmi um markaðsefni sem varð til er spjaldið „Dagur vatnsins“ sem segir hvernig þú ferð með vöruna.
Þegar öll undirbúningsvinna er búin þá hefst hönnun og framleiðsla. Undirverkefni í hönnun og framleiðslu voru mörg; stjórn endurmörkunarverkefnis (halda fundargerðir), hönnun og skráning merkja, samskipta og kynningarmál, kynningarefni, merkingar fasteigna, bifreiða og vinnufatnaðar, vefmál og birting í öllum upplýsingakerfum og skjölum. Búa þurfti til tvo vefi or.is og veitur.is Birting í öllum upplýsingakerfum og skjölum.
Gróft verkefnayfirlit var gert. Það var alveg á hreinu að innleiðingin yrði gerð án flugeldasýningar. Rýnihópar í upphafi greiningarvinnu, upplýst að verið væri að endurskoða merkið. Kynningarfundir voru með stjórnendum samstæðunnar í ágúst 2014, starfsmannafundir hjá Veitum og OR. Í lokin var haldin blaðamannafundur og sendar út fréttatilkynningar. Búin var til samskiptaáætlun þar sem útfyllt var skjal sem sýndi hvað ætti að gera og hvenær.
Í ágúst var gerð vitundarkönnun, send út netkönnun í spurningavagni. Handahófskennt úrtak Íslendinga 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR, niðurstöður leiddu í ljós að kynna þarf þjónustu OR og Veitna mun betur.

Að halda stefnunni - sýnileiki aðgerða og árangursmælikvarða hjá ÁTVR.

Fimmtudaginn 14. apríl hélt faghópur um stefnumótun og árangursmat fund í ÁTVR sem bar yfirskriftina „Að halda stefnunni - sýnileiki aðgerða og árangursmælikvarðar hjá ÁTVR. Það var Sveinn Víkingur Árnason framkvæmdastjóri vörudreifingar, heildsölu tóbaks og rekstrarsviðs hjá ÁTVR sem fjallaði um með hvaða hætti ÁTVR notar árangursmælingar til að fylgja eftir aðgerðum sem styðja við stefnu fyrirtækisins. Tæpt var á atriðum allt frá hugmyndafræðinni til þeirra kerfa sem notuð eru við að koma árangursmælingum á framfæri og kynna þær fyrir starfsfólki fyrirtækisins.
ÁTVR skerpir fókusinn með því að hafa sýnilega mælikvarða. ÁTVR er rekið eins og hvert annað fyrirtæki á markaði nema að hjá þeim er stífari lagarammi, þau eru með einkaleyfi á sínu sviði og úrræði til að bææta afkomu eru eingöngu í lækkun kostnaðar (engar söluhvetjandi aðgerðir). Leiðarljósið er að stuðla að bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð með því að framfylgja stefnu stjórnvalda á sínu sviði. Stefnan er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.
Öllu máli skiptir að hafa sameiginlegan skilning allra starfsmanna þegar lagt er af stað, hver er ávinningurinn og hver er útkoman. Til að allir fái sameiginlegan skilning hvert er verið að fara skiptir máli að allir hafi sama skilning á hugtökunum sem eru notuð. Hvernig er t.d. tryggt að allir skilji hugtakið þjónusta eins? ÁTVR er með þjónustustefnu sem er kynnt í nýliðafræðslu, gildin: „lipurð, þekking, ábyrgð“ eru byggð inn í alla vinnu og ferla. Framkoma er skilgreind og innleiðing gildanna er á léttu nótunum. Varðandi samfélagsábyrgð þá gerði fyrirtækið könnun meðal starfsfólks hvað orðið samfélagsábyrgð þýðir. Einnig var kannað viðhorf viðskiptavina ÁTVR hvernig þeir upplifa að fyrirtækið sé að sinna samfélagsábyrgð.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að allir skilji vel verkefni og að allir hafi í huga „Í upphafi skal endinn skoða“, þ.e. að vita hver útkoman á að vera. Gríðarlegu máli skiptir réttur skilningur á hugtökum.
Til að forma aðgerðir þá nýtir ÁTVR sér stefnumiðaða stjórnun og gerir árlegt endurmat á stöðunni. EFQM, sviðsmyndavinna, og eigin rýni gefur grunn að aðgerðaplani. Gefið er út fréttablað á pappír sem er sent heim til allra „Flöskuskeytið“. Þar með er tryggt að allir starfsmenn fái upplýsingar um hvað er að gerast innan fyrirtækisins. Dæmi úr aðgerðarplagginu er: „Ábyrgir starfshættir“. Við förum vel með verðmæti og notum auðlindir af ábyrgð. Skorkort verður áfram mikilvægt stjórntæki til að stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni. Utanumhald og umsýsla mælikvarða verður einfölduð og þeir gerðir sýnilegri. Aðgerðir: Nýtt kerfi sem heldur utan um árangursmælikvarða, þróa og einfalda mælikvarða, þróa mælikvarða. Mæld eru afköst í öllum vínbúðum, með hvaða hætti tekst verslunarstjórnum upp.
Mikil festa og eftirfylgni er í mælingunum sem er mánaðarleg. Mældir eru seldir lítrar pr. unnar klukkustundir. Annar mælikvarði er óskýrð rýrnun. Árið 2015 var niðurstaðan einungis 0,03%. Mikið eftirlit er með rýrnun að hálfu búðanna sjálfra, farið er yfir öll frávik, starfsfólki kennt að spotta líklega hegðun þjófa og líklegustu vörurnar eru taldar oftast. Rýrnun er ekki liðin og strax skoðað í öryggisvélum til að sjá hvað olli rýrnun viðkomandi vörutegundar.
Varðandi mælikvarða, hvað skiptir máli? Tilgangur og skilgreining mælikvarðans þarf að vera skýr, framsetning þarf að miðast við notendur, Til að höndla mælingar er notað Sharepoint 2013 með BI viðbótum, gögnin koma frá Navision, AGR, CRM, ýmsum könnunum og þjónustuaðilum. Mikill meirihluti uppfærist sjálfkrafa en t.d. niðurstöður kannana eru slegnar inn. Mælikvarðar eru meira og minna sýnilegir gagnvart öllum starfsmönnum í fyrirtækinu. Umbunakerfi er tengt mælikvörðunum, valin er vínbúð ársins í tveimur flokkum (stærri og minni vínbúðir), umbunin er gjafabréf/peningabréf til allra ásamt sameiginlegri skemmtun. Einnig er umbunað fyrir hulduheimsóknir, hún er í formi að kaupa eitthvað skemmtilegt með kaffinu.

Betri samkeppnisstaða með stefnumótun

Fjölmennur fundur var haldinn í Háskólanum í Reykjavík í morgun á vegum faghóps um stefnumótun og árangursmat Hvernig nær fyrirtæki betri samkeppnisstöðu með stefnumótun? Magnús Ívar Guðfinnsson viðskiptafræðingur tókst á við þessa spurningu í fyrirlestri sínum. Hann sýndi fram á mikilvægi stefnumótunar til að viðhalda samkeppnishæfni fyrirtækja og kynnti fimm þrep sem nauðsynleg eru við að setja fyrirtækjum stefnu. Magnús deildi með okkur reynslu sinni og kom með dæmi af fyrirtækjum sem hafa beitt þessari aðferð.
Árangur fyrirtækja byggir á hæfni stjórnenda í að horfa til framtíðar og hvetja starfsmenn til að ná árangri. Fyrirtæki þurfa sífellt að taka breytingum annars er hætt við að þau verði undir í samkeppninni. Þau fyrirtæki sem skynja mikilvægi stefnumótunar og starfa eftir metnaðarfullri framtíðarsýn eru líklegri en önnur til að byggja upp öfluga liðsheild og fara með sigur af hólmi í samkeppni.
Magnús Ívar er höfundur bókarinnar „Horft til framtíðar - stefnumótun í lifandi fyrirtæki“ sem kom út fyrir rúmum áratug, en þar fjallaði hann um þá strauma og stefnur í stefnumótun fyrirtækja. Frá því bókin kom út hefur bæst í reynslubankann hjá Magnúsi og hann deildi með okkur nýrri reynslu og nýjum dæmum. Hvað hefur breyst og hvað virkar enn? Hvað greinir fyrirtæki sem ná árangri frá þeim fyrirtækjum sem sitja eftir?
Stefnumótun snýst um að skapa virði fyrir fyrirtækið og hagsmunaaðila þess. Stefna er þróun á lykilhugmynd í gegnum sífellt breytilegar aðstæður. Þú ferð með ákveðið upplegg af stað en veist ekki hverju þú mætir. Menn þurfa að vera fljótari í dag því margar þjóðir eru að færast úr framleiðsluhagkerfi yfir í þekkingar-og þjónustuhagkerfi. Heimurinn er því að breytast gríðarlega hratt og því mikilvægt að forgangsraða. Um 75% af markaðsvirði fyrirtækis tengist duldum eignum s.s. vörumerki, orðspor, sambönd, samningar og hæfninni í að stjórna breytingum. Mikilvægt er að horfa á heildarsýn frekar en lítil markmið. Afmörkun er nauðsynleg, hvað gerir þig öðruvísi, hverjir eru styrkleikar fyrirtækisins. Huga að kjarnastarfsemi, því sem fyrirtækið veit og gerir betur en aðrir.
Oft gleymist stefnan í fyrirtækjum þ.e. hún er ekki aðgerðarbundin. Tilgangurinn skiptir öllu máli. Það sem er nauðsynlegt við mótun stefnu er 1. Stefnumótun er ferli en ekki viðburður 2. Æðstu stjórnendur helst hvatamenn 3. Aðgreinir vinnustaðurinn sig frá keppninautum 4. Virkja starfsfólkið við mörkun stefnu 5. Tengja stefnu við störf starfsmanna. Málið með stefnu er að vinna eftir stefnunni, yfir 90% fyrirtækja ná henni aldrei þ.e. markmiðið er ekki endilega að ná lokamarkmiði heldur vinna eftir stefnunni. Stefnan þarf að höfða til starfsmanna. Fimm atriði sem ætti að forðast: 1. Setja talnagildi í framtíðarsýn (ekki setja upphæðir) 2. Ósamræmi í framtíðarsýn og markmiðum 3. Setja saman stefnu og áætlanagerð 4. Hlutverk fyrirtækisins skilgreint of þröngt 5. Skorti metnað í stefnu, getur hindrað framþróun.
Hlutverk er eins og áttviti, vísar leiðina. Stefnan líkt og landakort, hvernig á að komast á áfangastað, segir hvernig landið (markaðurinn) liggur og hvað þarf til að ferðast á milli staða. Þú átt að ráða inn viðhorf, hæfileika er hægt að þjálfa upp. „Hire attitude, train skills“ skv. Jack Welch“.
En það þarf að mæla árangur og meta framfarir. Magnús tók dæmi um líkamsræktarátak. Hvers konar lífstíll tryggir varanlegan árangur? 1. Staðan í dag (of þungur)2. Hvernig við viljum líta út (stæltur)3. Markmiðið til að komast nær draumnum, 4. Nýr lífstíll 5. Mælingar og árangur.
Staða fyrirtækis: Leiðtoginn skiptir máli máli; dæmi: þegar Lars tók við 2010. Hann fór með Nígeríu á HM 2010, hann fór með sænska landsliðið á lokakeppni fimm stórmót í röð. Hann leggur megináherslu á að allir vinni sem eitt lið. Með góðum aðila í stjórnun er hægt að ná ótrúlegum árangri. Lars er winner. Hann hefur viljann til breytinga þ.e. að ná árangri. Horfið á hvað heldur aftur af starfsmönnum, ræðið flöskuhálsana og leysið þá. Það koma stöðugt nýir flöskuhálsar. Það verður að hafa leikjaplan. Einstaklingar hafa skrifleg markmið. Togstreita er óumflýjanleg, hægt að lágmarka hana. Fyrirtæki í formi býr yfir orku ó fókus.
En hvað virkar? Skv. grein í Harvard Business Review: „What really Works“. 1. Skýr stefna með fókus, skipulag sem er sveigjanlegt, sýni viðbragðsflýti o.fl.
Ríkisskattstjóri var fyrirtæki ársins 2015, hvað eru þeir að gera? Kyrrstaðan er hættulegust, skýr stefna grundvallaratriði og lykillinn að ánægju starfsmanna, Vellíðan starfsmanna, þegar þeim líður vel gera þeir betur og ná árangri. Forsenda góðra afkasta og vandaðra starfshátta er að samstarfsmenn séu áhugasamir um störf sín.

Framtíðarhorfur ferðaþjónustunnar - Verkefni morgundagsins

Í morgun 19.nóvember sagði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri Stjórnvísifélögum frá stefnu og stefnumótun í íslenskri ferðaþjónustu á fundi faghóps um stefnumótun og árangursmat.
Í dag eru um 21600 störf í ferðaþjónustunni. Þetta eru mikilvæg störf sem mörg hver veita mikil tækifæri. Ferðamálaáætlun var gerð 2010 sem gilti frá 2011-2020. Markmiðið var að auka arðsemi atvinnugreinarinnar, að standa að markvissri uppbyggingu áfangastaða, öflugri vöruþróun og kynningarstarfi til að skapa tækifæri til að lengja ferðamannatímabilið um land allt, minnka árstíðarsveiflu og stuðla að betri dreifingu ferðamanna um landið. Að auka gæði, fagmennsku, öryggi og umhverfisvitund ferðaþjónustunnar Að skilgreina og viðhalda sérstöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, m.a. með öflugu greiningar-og rannsóknarstarfi. Þar sem þróunin var orðin svo mikil var gerð ný áætlun 2014. Fjölgun ferðamanna frá 2011 til 2014 er 76,4% og fjölgun starfa 25,6%. Ferðaþjónustan er ung atvinnugrein. Nú er landið kynnt í heild sinni af Íslandsstofu sem heyrir undir utanríkisráðuneytið. Ferðamálastofa og nýsköpunarmiðstöð heyra undir atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið Einnig eru markaðsstofur landshluta. Ferðaþjónustan á í miklum tengslum við fólkið í landinu sem erum gestgjafar. Ferðaþjónustan heldur uppi óbeinni þjónustu út um allt land. Fleiri matvöruverslanir, dekkjaverkstæði o.fl. hafa verið stofnuð.
Iðnaðar-og viðskiptaráðherra fer með yfirstjórn ferðamála. Ferðamálastofa fer með framkvæmd ferðamála. Í nýrri stefnumótun sem gerð var 2014 er lögð áherslu á 1. Samhæfingu 2 Dreifingu ferðamanna (ferðaþjónustan sé í sátt við íbúana í hverjum landshluta) 3. Áreiðanleg gögn (sett verði mælanleg markmið út frá áreiðanlegum gögnum og þeim fylgt eftir til að ná sem bestum árangri, rannsóknir verði efldar og aukin áhersla á nýsköpun 4)Náttúruvernd (skilgreina fyrirmyndarstaði og hefjast handa við þá. 5)Hæfni og gæði (greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur 6)Aukin arðsemi (vinna að mörkun Íslands sem áfangastaðar, skilgreina markhópa og markaðssetja í samræmi við það. 7. Jákvæð upplifun ferðamanna. (tryggja að allir upplifi væntingar sínar).
Ferðamálastofa hefur skilgreint sig á 5 meginsviðum. 1. Ein gátt, þjónustugátt. Leyfisveitingar (ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur 2. Vakinn gæða-og umhverfiskerfi fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. 3. Umhverfi, uppbygging og skipulag 4)Tölfræði 5)Svæðisbundin þróun.

Megatrends - nýtt tól sem virkar í stefnumótun. Stefnumótun og árangur, hvað þarf til og hvað virkar?

"Stefnumótun og árangur, hvað þarf til og hvað virkar" var yfirskrift fundar hjá Capacent í morgun, fundurinn var á vegum faghóps um stefnumótun og árangursmat.
Stefna og árangur hvað þarf til og hvað virkar.
Símon Þorleifsson, ráðgjafi hjá Capacent er í hóp innan fyrirtækisins sem vinnur í viðskiptagreind. Gartner gefur út skýrslur þar sem fram koma nýjungar sem bætt er í. Þeir vinna með öflugustu nýjungar á hverjum tíma. Fullt er til af verkfærum t.d. Megatrends. Megatrends eru straumar og stefnur í þjóðfélögum, hvert við erum að fara. Hvernig tengjum við upplýsingatæknina betur við þróunina. Hvernig væri að stofna videoleigu í dag? Gengur ekki. Megatrend sem eru þekkt erlendis frá koma hingað hvort sem við viljum eða ekki. Við setjum okkur markmið og skoðum hvort við erum að ná árangri. Í framhaldi eru settar aðgerðir. Fyrst er draumsýnin og svo kemur raunveruleikinn. Í opinberri stjórnsýslu er sett markmið og í framhaldi settar aðgerðir t.d. byggja leikskóla; markmiðið gæti verið að allir hafi aðgengi að vinnumarkaði. Síðan er leikskólinn byggður. Hugmyndafræðin í Balance Scorecard er að þar er allt undir en veikleikinn eru markmiðin. Snýst um fjármálin, viðskiptavinirnir, ferlið, lærdómurinn. Símon hvetur alla til að fókusa beint á viðskiptavinina og í framhaldi á hin atriðin.
En stundum fer stefnan beint upp í hillu, einstakar aðgerðir framkvæmdar, stefnudrifnir mælikvarðar, BSC innleiðing, BSC og Beyond Budgeting, Proactive Blue Sky Thinking. Fyrirtæki Kaplan og Norton eru enn að og í góðum gír.
Mikilvægt er að hafa góðan verkefnisstjóra og fylgja 10-80-10 reglunni. Fókusa á aðalatriðið. Við þurfum líka að geta breytt áætluninni reglulega. Kaplan og Norton vísa til Bjarte Bogsnens Beyond Budgeting. Staðreynd er sú að: „93% of finance managers are swimming in excel-sheets“.
En hvaða hugbúnað er gott að vinna með? QlikView er dæmi um fyrirtæki sem eru að ná góðum árangri í því hvernig við skoðum upplýsingar. Leiðin þeirra er nýtt trend. Þeir eru með 33þúsund fyrirtæki um allan heim. Þeir hanna fyrir nýja kynslóð. Mikill hraði er á öllu, gagnamagnið að aukast, frábært starfsfólk gerir kröfur. Qlik Sense er fyrir nýja kynslóð. Til þess að byrja að nota forritið þarf einfaldlega að fara á Qlick.com/download, velja „Create a new app“ þá spyr forritið um gögn og þá drögum við skjölin inn í minnið og hvað gerist svo. Henda t.d. inn „bar chart“, velja „courntry og eitthvað fl. Allt er interactíft og þá fást alls kyns upplýsingar.
Öll stjórnun verður mun aðgerðardrifnari vegna þess að hægt er að tengja saman einstaklinga og aðgerðir. Það skiptir svo miklu máli að vera forvitinn og fá fólk til að læra af þeim bestu. k
Proactive planning - er gríðarlega árangursrík aðferð. Því hefur verið beitt t.d. hjá Alcoa. Það fyrsta sem er gert að finna eiganda verkefnisins. Jákvæður húmor, geta unnið mikið 60 stundir á viku og hafa gott hæfi eru eiginleikar sem HRV notaði til að velja mannskap í Alcoa verkefnið sem var algjört succses. The 4 C´s. Kynna sér það. Byrja á að skoða bækurnar eftir Kaplan og Northon. Það sem truflar okkur oft í að ná árangri eru innri átök í fyrirtækinu sem sést vel í stjórnendamati.
Að lokum urðu hressilegar umræður.

Áhugavert námskeið: Ákvarðanataka til árangurs

Stjórn faghóps um stefnumótun og árangursmat vekur athygli á þessu námskeiði:
Ákvarðanataka til árangurs
Strategic Decision Making Workshop
Hlutverk gilda í fyrirtækjum eftir hrun: Hvatning eða orðin tóm?
The role of values in post-crisis organizations:
Empty words or can values help drive performance in organizations?
Vinnustofa með dr. Eric Weber

  1. nóvember kl. 8:30-12:00 í Opna háskólanum í HR
    Verð: 49.000 kr.
    Skráning: ru.is/opnihaskolinn/akvardanataka-til-arangurs

Stjórn Stefnumótunarfaghóps vekur athygli á Strategideginum 21.maí nk.

Þann 21. maí n.k. verður Strategíudagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn með hálfsdagsráðstefnu á Hótel Natura. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Robin Speculand, ráðgjafi og metsöluhöfundur en hann sérhæfir sig í árangursríkri innleiðingu stefnu. Rannsóknir Robins Speculand og fleiri sérfræðinga, sýna að 90% fyrirtækja ná ekki þeim árangri sem þau ætla sér við innleiðingu á nýrri stefnu.

5 Robin Speculand High res pictureRobin Speculand hefur þróað einfalt en skilvirkt verkfæri sem hann kallar The Implementation Compass™ eða Stefnuvitann. Á Strategíudeginum mun hann kynna Stefnuvitann og fjalla um hvernig hægt er að vinna að árangursríkri innleiðingu stefnu eða eins og hann kallar það „Excellence in Execution“.

Robin Speculand vinnur með stjórnendahópum um allan heim og hefur m.a. verið fjallað um hans störf í BBC UK & Global, CNBC, Financial Times, The Sunday Telegraph, The Australian, The Singapore Straits Times og Management Today. Hann hefur skrifað nokkrar bækur og haldið fyrirlestra um allan heim og vorið 2007 kom Robin Speculand til Íslands og hélt námsstefnu fyrir MBA nema í HÍ í tilefni að 5 ára afmæli námsins.

Á ráðstefnunni munu ráðgjafar Strategíu fjalla um ýmsar skilvirkar aðferðir sem gera fyrirtækjum kleift að ná árangri í sínu starfi.

Dagskrá ráðstefnunnar:

8:30 - 08:50 Setning - Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar

8:50 - 10:20 “Excellence in Execution” - Robin Speculand, ráðgjafi

10:20 - 10:40 Kaffispjall

10:40 - 11:50 Ýmsar skilvirkar aðferðir sem gera fyrirtækjum kleift að ná árangri í sínu starfi - Ráðgjafar Strategíu

11:40 - 12:00 Lokaorð - Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP

Ráðstefnustjóri: Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu

Verð: 14.900 kr. og er innifalin nýjasta bók Robins Speculand, Beyond Strategy.

Vakin er athygli á því að ef fleiri en þrír eru skráðir á ráðstefnuna frá sama fyrirtæki, er veittur 20% afsláttur.

Bókanir og nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru hér: http://strategia.is/er-fyrirtaekid-thitt-1-af-10-sem-naer-arangri/

Stjórn faghóps um stefnumótun og BSC vekur athygli áhugaverðu námskeiði:

Tengslanet fyrirtækja - vannýtt auðlind
Á bak við formleg skipurit fyrirtækja leynist óformlegt skipulag þeirra - það tengslanet sem starfsmenn reiða sig á í störfum sínum. Mikilvægt er fyrir stjórnendur að skilja þetta tengslanet og hvernig það fellur að skipulagi og markmiðum fyrirtækisins. Á námskeiðinu er stjórnendum kenndar aðferðir til að efla tengslanet fyrirtækja og virkja það betur. Ennfremur er fjallað um hvernig best er að greina, virkja og byggja upp innri og ytri tengslanet fyrirtækja og starfsmanna þeirra.

Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir til að byggja upp skilvirkt tengslanet fyrir fyrirtækið í heild en einnig verður fjallað um hvernig einstaklingar geta nýtt tengslanet sitt til að auka afköst sín og hvernig þeir geta þróað tengslanet sem fellur að þörfum þeirra.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Aðferðafræði við mælingu tengslaneta í fyrirtækjum.
• Virkjun tengslaneta til að bæta þjónustu fyrirtækisins.
• Greining á lykilhnútpunktum og veikum hlekkjum.
• Þróun á tengslanetum yfir tíma.
• Samanburður á „upplýsingatengslanetum“ og „áhrifatengslanetum“.
• Tengslanet og breytingastjórnun.
• Tengslanet og nýsköpun.
• Tengslanet á Íslandi í alþjóðlegum samanburði.

Ávinningur þinn:
• Aukinn skilningur á tengslaneti fyrirtækis þíns.
• Meðvitund um mismunandi gerðir tengslaneta.
• Aðferðir við að nýta tengslanet við ýmsar aðstæður.
• Aukinn skilningur á tengslanetum einstaklinga innan fyrirtækisins.
• Persónuleg skýrsla með leiðbeiningum um næstu skref í þróun þíns eigin tengslanets.

Fyrir hverja: Stjórnendur í fyrirtækjum, stofnunum og félögum, millistjórnendur og mannauðsstjóra, auk annarra sem takast á við starfsmannastjórnun eða uppbyggingu fyrirtækja.

Kennarar: Magnús Þór Torfason er lektor við Harvard Business School (HBS) í Boston. Hann stundar kennslu og rannsóknir á sviði tengslaneta og frumkvöðlastarfsemi. Magnús hefur starfað við HBS síðan hann lauk doktorsgráðu í stjórnun við Columbia Business School í New York árið 2010. Magnús var stofnandi og þróunarstjóri Handpoint og útskrifaðist úr grunnámi (BS/CS) í bæði rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði við HÍ.
Tími: Fim. 16. maí kl. 9:00-17:00
Verð: 95.000 kr.
Staður: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
Nánari lýsing og skráning hér
Fleiri áhugaverð námskeið á sviði stjórnunar og forystu

Magnús Þór Torfason, lektor við
Harvard Business School (HBS) í Boston

Frétt vegna viðburðar Stjórnvísis hjá ÁTVR þann 14. febrúar 2013

Viðburðarefni: Að bæta árangur - Frá gögnum til gagns
Sveinn Víkingur Árnason framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs ÁTVR hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur í húsakynnum ÁTVR að Stuðlahálsi 2, fyrir um það bil 40 meðlimi Stjórnvísis að morgni hins 14. febrúar.
Hugmyndin var sú að hjálpa fólki við að koma einhverri reglu á allt gagnamagnið sem á það til að safnast upp í tölvum starfsmanna og kynna þeim árangursríkar leiðir til að breyta gagnahaugum í verkfæri til ákvarðanatöku.
Fundurinn hófst á því að undirritaður kynnti það sem hópurinn „Stefnumótun og Balanced Scorcard“ hjá Stjórnvísi stendur fyrir og síðan fyrirlesarann SVÁ.
Sveinn tók síðan við og byrjaði með smá kynningu á sögu ÁTVR, sagði frá þróun upplýsingamála hjá fyrirtækinu, helstu gagnastraumum og gagnavæðingu. Hvers konar umhverfi gögnunum er búið, birtingarform þeirra og upplýsingaveitur.
Hvað þarf starfsmaður að vita til að geta nýtt sér gögn í gagnlegar skýrslur og kort? Hann endaði síðan fyrirlesturinn með áhugaverðum dæmum úr rekstri ÁTVR ásamt hvatningarorðum til fundargesta um nauðsyn þess að þekkja samhengi hlutanna að öðrum kosti væri erfitt að nýtt sér tækin og tólin.
„Verum upplýstir kaupendur, það er lykilatriðið: A Fool with a tool is still a fool“.

Gert þann 3. mars 2013
Kristján F. Guðjónsson

Hver þekkir ekki gagnahauginn, samansafn mikilvægra gagna úr gagnasöfnunum fyrirtækisins sem ekki hefur unnist tími til að koma skipulagi á. Við hjá ÁTVR ætlum að taka fyrir raundæmi sem hafa nýst okkur við að bæta árangur og sýna þér okkar aðferð við að breyta þessum gögnum í verkfæri til ákvarðanatöku.
Erum við ekki öll að drukkna í gögnum sem bíða í ofvæni eftir því að fá að gera gagn?

Stefna og forstkot í HT-101

Stjórn faghóps um Stefnumótun og Balanced Scorecard vill vekja athygli faghópsins á því að þriðjudaginn 16. október kl. 12-13 heldur Runólfur Smári Steinþórsson erindi á málstofu Viðskiptafræðideildar undir yfirskriftinni Stefna og forskot í HT-101
http://www.hi.is/vidburdir/stefna_og_forskot
Áhugaverður viburður sem vert er að benda á.
Stjórnin

Ráðstefnan ábyrgð og skyldur stjórnarmanna

Á annað hundrað manns eru búnir að bóka sig á þessa áhugaverðu ráðstefnu í Natura 22.mars kl.15:00-17:00. Allir velkomnir.
Stjórn faghóps um Stefnumótun og Balanced Scorecard

Velferðaráðuneytið er með 43,6% af útgjöldum ríkisins

Fjóla María Ágústsdóttir formaður faghóps um Stefnumótun og Balanced Scorecard kynnti stefnumótunarvinnu sem velferðaráðuneytið hefur verið að vinna í ásamt því að fara yfir starfshætti og verklag ráðuneytisins. Áhugavert var að heyra að velferðaráðuneytið er með 43,6% af heildarútgjöldum ríkisins og að 13% af heildarútgjöldum ríkisins eru vextir. Efni frá fundinum verður birt á innrivef og er það einkar áhugavert.
Hér má sjá myndir af fundinum

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?