Umbætur og ferlastjórnun

Umbætur og ferlastjórnun

Meginmarkmið faghópsins er að kynna hugmyndafræði og aðferðir umbóta- og ferlastjórnunar, einnig þekkt sem Operational Excellence, og skapa vettvang fyrir skoðanaskipti, reynslumiðlun og þekkingaraukningu.

Hópurinn fær til sín sérfræðinga til að halda fyrirlestra um umbóta- og ferlastjórnun eða aðferðir sem falla undir hana, svo sem straumlínustjórnun, Lean Six Sigma og stjórnun viðskiptaferla (BPM), og hvernig þær nýtast til umbóta og jákvæðra breytinga í starfseminni.

Lykilhugsunin er að skilgreina virðisaukandi aðgerðir, lágmarka sóun og bæta flæði í ferlum með mælingum, stöðugleika og samræmi. Með slíkum vinnubrögðum verður auðveldara að útrýma flöskuhálsum, jafna álag á starfsfólk og tryggja stöðuga þjónustu. Umbætur- og ferlastjórnun snertir öll svið og deildir í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Aðferðirnar hafa verið notaðar árum saman af leiðandi fyrirtækjum víða um heim og reynst árangursríkar í því að skapa hagkvæmni, nýsköpun og aukna þjónustugæði.

Hópurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á þessum málefnum, óháð fyrri reynslu eða þekkingu. Auk fyrirlestra stendur hann fyrir lesfundum þar sem valdar bækur eru ræddar, ásamt öðrum fræðslufundum og umræðum.

Hópurinn vill þannig styðja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í vegferð sinni að faglegri stjórnun og stöðugum umbótum, og stuðla að útbreiðslu þekkingar á þessu mikilvæga sviði.

Viðburðir á næstunni

Frá ferlum til fólks: Hönnun nýs spítala

Hvernig verður nýr spítali hannaður með bæði ferla og fólk í huga?
Á viðburðinum skoðum við hvernig samspil starfsfólks, sjúklinga og verkferla getur mótað framtíðarlausnir sem nýtast öllum.

 

Fjarfundur.

Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Fréttir

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Stjórn endurkjörin á aðalfundi

Aðalfundur var haldinn í maí. Á fundinum var samþykkt að halda sömu stjórn og síðasta ár.

Stjórn félagsins var því endurkjörin og skipa hana eftirtalin:

  • Formaður: Hrafnhildur Birgisdóttir

  • Meðstjórnendur:

    • Erla Jóna Einarsdóttir

    • Jónína Guðný Magnúsdóttir

    • Magnús Bergur Magnússon

    • Magnús Ívar Guðfinnsson

    • Súsanna Magnúsdóttir

    • Þóra Kristín Sigurðardóttir

Ný stjórn hjá Stjórnun viðskiptaferla

Aðalfundur var haldin í dag þar sem kosið var í ný stjórn var kosin: 

Formaður er Jónína Guðný Magnúsdótir

Meðstjórnendur eru: 

Magnús Ívar Guðfinnsson 

Þóra Kristín Sigurðardóttir

Helga Kristjánsdóttir

Hrafnhildur Birgisdóttir

Erla Jóna Einarsdóttir 

Stjórn

Hrafnhildur Birgisdóttir
Sérfræðingur -  Formaður - Landsbankinn
Erla Jóna Einarsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Marel Iceland ehf
Magnús Bergur Magnússon
Stjórnunarráðgjafi -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Magnús Ívar Guðfinnsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - ANSA
Súsanna Hrund Magnúsdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Nox Medical
Þóra Kristín Sigurðardóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Eimskip
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?