Öryggisstjórnun: Liðnir viðburðir

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Verkefni vegagerðarinnar eru margvísleg og því skiptir miklu máli að öryggismál verktaka og starfsmanna séu í góðum farvegi. 

Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar fer yfir hvernig Vegagerðin hefur mætt öryggis áskorunum bæði gagnvart verktökum og ekki síst gagnvart starfsmönnum. Stofnun er með margar starfsstöðvar og vinna við mismunandi skilyrði. Þar starfa margir og verk eru oft ekki hættulaus. Því er mikilvægt að öryggismálum sé vel sinnt.

Sævar Helgi er með sveinspróf í bifvélavirkjun og MSc í vélaverkfræði. Sævar Helgi starfaði áður hjá Samgöngustofu en lengst af vann hann við rannsakari og rannsóknarstjóri á umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann hefur sinnt stöðu öryggisstjóra Vegagerðarinnar frá 1. apríl 2023.

Um Vegagerðina

Hjá Vegagerðinni starfa um 350 manns og rekur stofnunin 18 starfstöðvar um allt land. Störfin eru fjölbreytt, allt frá hefðbundnu skrifstofufólki til ýmissa verklegra starfa í óbyggðum, á sjó og að sjálfsögðu á vegum úti. Að auki er Vegagerðin ein stærsta framkvæmdarstofnun landsins. Sævar Helgi kynnir hvernig uppbyggingu starfsmannaöryggismála er háttað hjá Vegagerðinni. Fer yfir tækifæri og áskoranir.

 Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Hvernig er hægt að skipuleggja öryggi nýframkvæmda og eftirlit á framkvæmdatíma?

Hér er tengill á fundinn
Nýlega tók Isavia í notkun húsnæði sem þar sem er nýr töskusalur og á bak við tjöldin nýtt farangursflokkunarkerfi. 

Þau Jóhannes B. Bjarnason og Guðný Eva Birgisdóttir komu að framkvæmdinni með ólíkum hætti. Jóhannes er deildarstjóri framkvæmdardeildar og leiðir teymi verkefnastjóra Isavia sem m.a. koma að hönnun nýframkvæmda. Hann fer yfir hvernig Isavia strax í upphafi setti fram skýrar kröfur um öryggisviðmið í útboði verksins. 

Guðný Eva Birgisdóttir verkefnastjóri hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafði umsjón með eftirliti með verktökum og skipulagði fyrirkomulag öryggismála með verktökum og hvernig þau unnu með Isavia.  Guðný Eva lýsir skipulagi funda, eftirfylgni atvika og þá öryggismælikvarða sem settir voru upp til að fylgjast með framkvæmdinni.

Hér er tengill á fundinn

 

Skipulag og ábyrgð atvinnurekenda á vinnuverndarstarfi innan fyrirtækja

Click here to join the meeting

Þórdís Huld Vignisdóttir leiðtogi straums vettvangseftirlita hjá Vinnueftirlitinu fjallar um vinnuvernd innan fyrirtækja út frá ýmsum sjónarhornum;

  • Vinnuverndarstarf, vinnuaðstaða- og öryggismenning
  • Ábyrgð atvinnurekandans, helstu reglugerðir, tilkynningar á slysum ásamt öðrum skyldum
  • Skipulag vinnuverndarstarfs
  • Ábyrgð öryggistrúnaðarmanna/öryggisvarða hlutverk þeirra og skyldur
  • Hvað er skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði
  • Hvað er áhættumat út frá 5 stoðum vinnuverndar og hvernig er það gert
  • Forvarnastarf
  • Verklag um EKKO mál
  • Neyðaráætlun

Þórdís Huld hefur starfað hjá Vinnueftirlitinu frá árinu 2022 sem leiðtogi straums vettvangseftirlita. Áður starfaði hún hjá TDK Foil Iceland, lengst af í umhverfis- og öryggismálum með tengsl í gæðamál og stýrði öryggis- og umhverfisdeild fyrirtækisins frá árinu 2018.   Hér er linkur í viðburðinn 

Click here to join the meeting

Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir? Heildstæð áhættustjórnun hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Einar Bjarnason stjórnarmeðlimur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla kynnir faghópinn og fyrirlesarana og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:25  -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri Kópavogsbæjar segir frá grunnþáttum áhættustjórnunar og hvernig þeir geta nýst sem alger lykilþáttur í innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa sem byggja á ISO stjórnunarkerfisstöðlum.

09:25-09:45 - Heildstæð áhættustjórnun  m.t.t. til stjórnunarkerfa gæða-, umhverfis- og heilsu og öryggis hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.
Ingólfur Kristjánsson segir frá hvernig Efla nýtir heildstæða nálgun í framkvæmd áhættumats í tengslum við ISO stjórnunarkerfin þrjú sem fyrirtækið rekur og er vottað samkvæmt. Ingólfur rekur hvernig áhættustjórnun hefur nýst fyrirtækinu til framþróunar og lækkunar áhættu.

09:45 – 10:00  Umræður og spurningar


Um fyrirlesarana:

Sigurður Arnar Ólafsson

Lauk prófi sem Datamatkier (tölvunarfræði 2 ár) frá Tietgenskolen í Odense Danmörku 1992. Lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri 2005.

Hefur starfað í upplýsingatækni geiranum m.a. sem þjónustu- og gæðastjóri í um 20 ár, þar af 8 ár í Noregi í fyrirtækjunum Cegal og Telecomputing (nú Advania), en á Íslandi hjá m.a. hjá Þekkingu og Nýherja (nú Origo). Starfar nú sem gæðastjóri Kópavogsbæjar síðan 2020.

Hefur unnið við ISO stjórnunarkerfi í yfir 15 ár og m.a. innleitt: stjórnunarkerfi gæða ISO 9001,  stjórnunarkerfa upplýsingaöryggis ISO 27001 og stjórnunarkerfa jafnlauna ÍST 85 í nokkrum fyrirtækjum. Sigurður tók nýverið við formennsku í faghópnum Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi.

 

Ingólfur Kristjánsson

Lauk M.Sc. prófi í efnaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn 1984. Hefur langa starfsreynslu mest úr framleiðsluiðnaði, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði lengst af hjá Colgate-Palmolive í Kaupmannahöfn sem framleiðslustjóri. Starfaði einnig sem framkvæmdastjóri í áliðnaðinum á Íslandi á árunum 2005-2016, bæði hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði og hjá Rio Tinto í Straumsvík. Starfar nú sem gæðastjóri hjá Eflu Verkfræðistofu síðan 2017.

Stjórnun gæða-, umhverfis- og öryggismála sem og áhættustýring hefur verið fyrirferðarmikil í störfum Ingólfs hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Sú reynsla er dýrmæt, enda helsta viðfangsefnið í núverandi starfi Ingólfs sem gæðastjóra hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.

Ingólfur átti sæti í stjórn faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi á tímabili og hefur hefur setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá 2017.



 

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Aðalfundur faghóps um Öryggisstjórnun verður haldinn 26. Maí klukkan 08:30 til 09:30. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir eru hvattir til að bjóða fram starfskrafta sína til stjórnar.

Fundurinn verður haldinn að 1. hæð Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði en einnig er boðið upp á teams link. 

Dagskrá:

  • Uppgjör og lærdómur starfsárs faghópsins 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Click here to join the meeting

Árangursrík Áhættustjórnun

Linkur á fundinn er hér.

 

Fundurinn fer fram í sal VR á jarðhæð. Allir eru velkomnir fyrir fundinn, og eftir, að skoða starfsemin ÖRUGG sem er á 8 hæð. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti. 
ÖRUGG VERKFRÆÐISTOFA ehf boðar til kynningarfundar um árangursríka áhættustjórnun þar sem nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í öryggismálum og vinnuvernd flytja fagleg erindi byggð á reynslu sinni við spennandi og krefjandi verkefni. Þema fundarins verður í samræmi við alþjóðlega vinnuverndardaginn 28 apríl 2023 – Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi er grundvallarregla og réttur allra við vinnu. (Sjá nánar á www.ilo.org)

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar fyrir og eftir fundinn þar sem gestum gefst tækifæri á að kynna sér nánar starfsemi ÖRUGG.

Tími

Dagskrá*

8:30 – 9:00

Morgunkaffi í boði ÖRUGG.

9:00 – 9:20

Leó Sigurðsson, byggingaverkfræðingur M.Sc., stjórnarmeðlimur faghóps um öryggisstjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum.

Kynnir síðan dæmi um árangursríka öryggisstjórnun og lykiltölur öryggismála byggt á reynslu við alþjóðlegar framkvæmdir.

9:20 – 9:35

Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur M.Sc. og framkvæmdarstjóri ÖRUGG, kynnir áhættustýringu fyrir öryggi í hönnun.

9:35 – 9:50

Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi M.Sc. kynnir áhættumat fyrir hreyfi- og stoðkerfi, með reynslusögur um góðan árangur í að ná fram heilsusamlegu vinnuumhverfi.

9:50 - 10:05

Svava Jónsdóttir, sérfræðingur, kynnir áhættumat fyrir félagslegt vinnuumhverfi með áherslu á EKKO, með reynslusögur um góðan árangur í að ná fram heilsusamlegu vinnuumhverfi.

*Fyrirlesarar eru viðurkenndir þjónustuaðilar í vinnuvernd.

Hvernig getur verkkaupi haft áhrif á öryggis- heilsu og umhverfismál verktaka

Öryggismál í framkvæmdaverkum hafa síðustu ár fengið aukið vægi. Í þessu erindi mun Ásta Ósk Stefánsdóttir staðarstjóri hjá Ístak fara yfir með hvaða hætti verkkaupi getur haft áhrif á öryggismál verktakans í byggingarframkvæmdum. 

Hér er linkur á fundinn:
Click here to join the meeting

 

Hvernig vinnur maður með áhættuþættina?

Click here to join the meeting
Kem inná: áhættuvalda, áhættu, áhættugreiningu, áhættumat, rótargreiningu (RCA), stjórnunarkerfi, ISO 31000, áhættumeðferð og áhættuleif.

 

Sveinn V Ólafsson, 

Ráðgjafi hjá Jensen ráðgjöf

 

Microsoft Teams meeting

 

Join on your computer, mobile app or room device

 

Click here to join the meeting

 

Árangursrík samskipti og öryggi á vinnustað

Click here to join the meeting

Fyrirlesturinn er um mikilvægi jákvæðra samskipta við innleiðingu öryggismenningar hjá vinnustöðum og hvernig orðræða, mælingar og áherslur skipta öllu máli við árangursríka innleiðingu á öryggismenningu. Fjallað verður um hlutverk stjórnenda i ferlinu og mikilvægi þess að stuðla að menningu sem styður við öryggi en ýtir ekki undir hegðun sem ógnar öryggi starfsfólksins.

Fyrirlesari er Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og mannauðsstjóri.

Jóhanna Ella hefur unnið við mannauðsmál í meira en tíu ár bæði sem ráðgjafi hjá eigin fyrirtæki í mannauðsmálum, sem  mannauðstjóri í ferðaþjónustu, við Háskóla Íslands og nú í Stjórnarráðinu.

Jóhanna er einnig löggiltur sálfræðingur og formaður fagráðs fyrir EKKO mál við Háskólann á Akureyri auk þess að kenna  mannauðsstjórnun við HR.

Hér er linkur á fundinn: 

Click here to join the meeting

FRESTUN: Árangursrík samskipti og öryggi á vinnustað

VIÐBURÐI FRESTAÐ: VERÐUR AUGLÝSTUR FLJÓTT AFTUR.
Click here to join the meeting
Fyrirlesturinn er um mikilvægi jákvæðra samskipta við innleiðingu öryggismenningar hjá vinnustöðum og hvernig orðræða, mælingar og áherslur skipta öllu máli við árangursríka innleiðingu á öryggismenningu. Einnig fer ég inn á hlutverk stjórnenda i ferlinu og mikilvægi þess að stuðla að menningu sem styður við öryggi en ýtir ekki undir hegðun sem ógnar öryggi starfsfólksins.

Fyrirlesari er Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og mannauðsstjóri

Jóhanna Ella hefur unnið við mannauðsmál í meira en tíu ár bæði sem ráðgjafi hjá eigin fyrirtæki í mannauðsmálum, sem  mannauðstjóri í ferðaþjónustu, við Háskóla Íslands og nú í Stjórnarráðinu.

Jóhanna er einnig löggiltur sálfræðingur og formaður fagráðs fyrir EKKO mál við Háskólann á Akureyri auk þess að kenna  mannauðsstjórnun við HR.

Hér að neðan er linkur á fundinn: 

Click here to join the meeting

 

Aðalfundur faghóps um Öryggisstjórnun

Aðalfundur faghóps um Öryggisstjórnun verður haldinn 31. Maí klukkan 08:30 til 09:30.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar og auk þess má alltaf fjölga í stjórninni. 

  • Farið yfir starfsárið
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Viðburðurinn verður á Teams

Click here to join the meeting

Málstofa um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð 24. febrúar

Hlekkur á streymið er hér.  Vinnueftirlitið heldur málstofu um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð í beinu streymi fimmtudaginn 24. febrúar frá klukkan 9 – 10. Málstofan er haldin í framhaldi af 40 ára afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar sem fór fram 19. nóvember síðastliðinn. Hér er um að ræða sameiginlegt átak Öryggishóps Stjórnvísi og Vinnueftirlits ríkisins.

Tveir sérfræðingar flytja erindi á málstofunni; Anna Kristín Hjartardóttir frá EFLU verkfræðistofu  og Leó Sigurðsson frá ÖRUGG – verkfræðistofu.  Auk þess munu J. Snæfríður Einarsdóttir, sérfræðingur frá HSE Consulting, Nikulás Úlfar Másson, byggingafulltrúi í Reykjavík,  Friðrik Á. Ólafsson, frá mannvirkjasviði SI og Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, taka þátt í pallborðsumræðum eftir erindin.

Fundarstjóri verður Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins 

Á málstofunni verður sjónum beint að öryggi og vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð. Fjallað verður um hvaða kröfur eru gerðar til verkkaupa og hönnuða vegna öryggis- og vinnuverndarmála á hönnunarstigi mannvirkja og hvernig þeim er framfylgt.

Þá verður fjallað um hvaða áhættuþætti ætti að skoða við hönnun til að koma í veg fyrir að mistök verði gerð á hönnunarstigi. Sömuleiðis um ávinninginn af því að hafa vinnuverndarsjónarmið í huga við hönnun og kostnaðinn við að lagfæra og endurhanna mannvirki sem komin eru í notkun. 

Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi með því að ýta á hnappinn hér að neðan.

Hvað skapar öryggi?

Click here to join the meeting

Vörumerkið Volvo er þekkt fyrir gæði og öryggi sem oftast er það fyrsta sem fólk tengir við sænska farartækjaframleiðandann. Hjá Volvo eru gæði og öryggi ekki eingöngu tengt framleiðsluafurðinni heldur er horft til öryggi bílstjórans, farþega, vegfaranda sem og öryggi starfsmanna á vinnustað.

Volvo Trucks er í hópi stærstu vörubílaframleiðenda í heimi og er framarlega á sviðum vörubílahönnunar og framleiðslu. Volvo framleiðir breiða línu öflugra, sparneytinna og vistmildra vörubíla. Í verksmiðjum Volvo Trucks eru öryggismál forgangsatriði þar sem unnið er eftir ferlum og reglum til þess að tryggja öryggi starfsmanna. Ferlar og reglur ná samt bara ákveðnum árangri, það sem er einna mikilvægast er umhverfi sem ýtir undir öryggishugarfar og öryggismenningu.

Auður Ýr Bjarnadóttir hefur undanfarin ár unnið hjá Volvo og mun fjalla um hvernig Volvo Trucks vinnur kerfisbundið að því að skapa þetta umhverfi.  Einnig fer hún yfir hvernig hún hefur í starfi sínu tekið þátt og fengið tækifæri til að móta og framfylgja öryggisstöðlum innan fyrirtækisins.

Auður starfar sem Manager Logistics Engineering í vörubílaverksmiðju Volvo Trucks í Gautaborg í Svíþjóð. Hún hóf störf 2015 sem framleiðsluverkfræðingur í straumlínustjórnun og hefur lengst starfað sem framleiðslustjóri í samsetningu vörubílaog dreifingu aðfanga í verksmiðjunni. Hún er með mastersgráðu í Aðfangastjórnun frá Chalmers University of Technology eftir útskrift úr Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2013.

Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins 19. nóvember - faghópur um öryggisstjórnun hjá Stjórnvísi

Skráning er hér ásamt upplýsingum um dagskrá o.fl. Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar verður haldin á TEAMS föstudaginn 19. nóvember næstkomandi í tilefni þess að stofnunin fagnar 40 ára afmæli á árinu. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til 14.30.  
Stjórn faghóps um öryggisstjórnun hjá Stjórnvísi vekur athygli á að þrír af fyrirlesurum ráðstefnunnar koma úr þessari öflugu stjórn faghópsins.
Þátttaka er án endurgjalds en skráning er nauðsynleg. Frestur til skráningar er 16. nóvember næstkomandi.

 

Öryggi- og heilbrigði á vinnustað - fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í öryggismálum

Click here to join the meeting
J. Snæfríður Einarsdóttir ráðgjafi hjá HSE Consulting
mun fara yfir fyrstu skrefin við stjórnun öryggis- og heilbrigðis á vinnustöðum. Áhugaverðar upplýsingar  og ráð til allra sem vinna að þessum málum en sérstaklega þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í öryggismálum. Að erindi loknu gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráðleggingar frá Snæfríði og öryggishóp Stjórnvísi þar sem samanstendur af aðilum með fjölbreytta reynslu sem koma frá ólíkum fyrirtækjum með ólíkar áskoranir. 

Undirbúningur og framkvæmd atvikarannsókna

Click here to join the meeting
Brynjar Hallmannsson, framkvæmdastóri Öryggi- Heilsu- og Umhverfismála í Oyu Tolgoi verkefni Rio Tinto í Mongoliu, fer yfir undirbúning og framkvæmd atvikarannsókna.

Viðburðurinn verður haldinn sem fjarfundur og er búið að setja inn hlekk á fundinn.  
Fyrst mun Brynjar kynna erindið og svo gefst tími fyrir spurningar. 

 

Viðbragðsáætlanir

Click here to join the meeting
Undanfarin misseri hefur reynt á margar viðbragðsáætlanir, hvort sem það er vegna alheimsfaraldurs eða ofsaveðurs. Góð áætlun getur verið afgerandi þegar kemur að því að bregðast við þannig að vel sé og mikilvægt að vel sé staðið að verki.

 
Þau Elva Tryggvadóttir (Isavia), Bæring Árni Logason (Vodafone) og Guðmundur Stefán Björnsson (Sensa) ætla að fjalla um viðbragðsáætlanir frá nokkrum sjónarhornum. Þau munu fjalla um hvernig staðið er að uppbyggingu slíkra áætlana þannig að tilgangi þeirra séð náð, hvenær eru slíkar áætlanir virkjaðar og eftir hvaða leiðum er starfað í þeim aðstæðum. Þau munu einnig skoða hvernig hefur gengið að fara eftir áætlunum og hvernig áætlanir eru lagfærðar eftir að neyð hefur verið aflétt.
 
Einnig munu þau skoða sérstaklega samband viðbragðsáætlana og þjónustuaðila, hvernig er ábyrgð skipt og hver er sýn þjónustuaðilans í þessum málum. 
 
Um fyrirlesara:

Bæring Logason Gæða- og öryggisstjóri Vodafone mun fara yfir hvernig utanumhaldi viðbragðsáætlana er háttað hjá félaginu. Vodafone er fjarskiptafyrirtæki sem margir reiða sig á og skiptir því miklu máli að viðbragðsáætlanir félagsins séu við hæfi. Bæring er með meistaragráðu í gæðastjórnun frá Florida Tech og einnig með CBCI vottun frá Business Continuity Institute í Bretlandi ásamt því að vera ISO 27001 Lead auditor.

Elva Tryggvadóttir er verkefnastjóri í neyðarviðbúnaði hjá Isavia. Isavia sér um rekstur flugvalla á landinu auk flugleiðsögu á flugvöllum og flugstjórnarsvæðinu. Fyrirtækið telst til mikilvægra innviða landsins og þurfa viðbragðsáætlanir að vera í takt við eðli starfseminnar. Elva situr í Neyðarstjórn Isavia og mun segja okkur frá hvernig þau vinna sínar viðbragðsáætlanir og tengingu þeirra við aðra hagsmunaaðila. Elva er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Hún hefur unnið í mannauðsmálum til margra ára þar til hún færði sig yfir í neyðarviðbúnað Isavia árið 2018. Elva er einnig aðgerðastjórnandi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og hefur komið að ýmsum störfum tengt neyðarviðbúnaði undanfarna áratugi.

Guðmundur Stefán Björnsson er yfirmaður upplýsingaöryggis og innri upplýsingtækni hjá Sensa og framkvæmdastjórn Sensa. Tæknifræðingur að mennt. Hann hefur verið í þessu hlutverki frá því 2015 eða þegar UT svið Símans færðist yfir til Sensa í sameinuðu fyrirtæki Sensa, UT Símans og Basis. Starfaði í 18 ár hjá Símanum, lengstum í stjórnun sem framkvæmdastjóri og forstöðumaður í sölu, vörustýringu og verkefnastjórn og kom víða við í störfum hjá Símanum.

Aðalfundur

Hefðbundin aðalfundarstörf. 

Allir heilir heim

TEAMS hlekkur á viðburð
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, mun flytja erindi hjá Stjórnvísi fimmtudaginn 15. apríl nk., kl. 8:30. Hanna Sigríður mun fjalla um sýn Vinnueftirlitsins og áherslur á að efla vinnuvernd á innlendum vinnumarkaði. Vinnuvernd þarf að vera órjúfanlegur hluti daglegs rekstrar hjá fyrirtækjum og stofnunum og gegnir Vinnueftirlitið mikilvægu hlutverki við að veita fyrirtækjum og stofnunum styrkjandi endurgjöf í þeim efnum, hvort sem er í beinu eftirliti eða fræðslu. Vinnueftirlitið er lausnarmiðað og leitar leiða til að ná betri árangri við að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi.

TEAMS hlekkur á viðburð

Starfræn þróun í áhættustjórnun

Hér má finna TEAMS hlekk á viðburðinn

 

Veitur hafa undanfarin ár verið að þróa nýtt app fyrir starfsfólk sem m.a. er ætlað að auka virkni og notkun á þeim ráðstöfunum sem búið er að skilgreina í áhættumati og „staldra við“ á verkstað. Appið fór í loftið árið 2019 og stöðugt er unnið að endurbótum og viðbótum. Matthías Haraldsson verkefnastjóri öryggismála hjá Veitum og Björn Friðriksson verkstjóri rafmagns ætla að kynna appið fyrir okkar.

Alcoa Fjarðaál tóku árið 2019 til notkunar app frá fyrirtækinu Forwood. Appið aðstoðar við að vakta hlítni mikilvægustu varnalaganna. Stjórnendur fara út á vinnusvæði, ræða við starfsmenn um áhættuþætti og skrá að því loknu niðurstöðurnar inn í appið. Rebekka Egilsdóttir öryggisstjóri Alcoa ætlar að kynna fyrir okkur appið.

 

 

 

 

 

 

Eldvarnarhugvekja frá HMS

Hér er linkur á fundinn
Hún Eyrún Viktorsdóttir sérfræðingur á brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar verður með eldvarnarhugvekju fyrir okkur í stjórnvísi stuttu fyrir jól

Efni fundarins:

  • Eldklár – eldvarnarátak HMS
  • Brunavarnir vinnustaðarins almennt
  • Brunavarnir og C-19: vinna heima
  • Reynsla slökkviliðsmanna vegna bruna á vinnustöðum

Erindið er um  30-35 mín og svo gefst tími til spurninga/umræða.

Vinsamlega verið með slökkt á hljóðnemanum á meðan á erindi stendur og „rétta upp hönd“ ef þið viljið bera upp spurningu.

Hér er linkur á fundinn

Áhættumat og hvað svo? - Hagnýting áhættmats

TEAMSHLEKKUR Á FUNDINN
Hallgrímur Smári Þorvaldsson öryggisstjóri HS Orku og Vilborg Magnúsdóttir öryggisstjóri Isavia Innanlandsflugvalla ehf  velta upp þessum spurningum:

•Hvernig vitum við hvort áhættustig eftir stýringar sé raunveruleikinn?

•Getum við fengið meiri upplýsingar út úr áhættumati?

•Hvernig færum við stýringar / varnarlögin inn í verklag?

•Hvernig getum við hjálpað stjórnendum að vita hvað þarf að vakta?

•Hvernig hjálpum við stjórnendum að efla öryggissamtalið?

•Hvers vegna skipta góð samskipti máli fyrir öryggismálin?

TEAMSHLEKKUR Á FUNDINN

Samtal við Víði Reynisson

Fundurinn fer fram á Teams og fá allir skráðir þátttakendur sent fundarboð 30. september. 

Mörg okkar standa nú í þeim sporum að vinna að aðgerðum innan okkar fyrirtækja sem snúa að Covid 19.

Jafnframt sjáum við fram á það að lifa með veirunni í talsverðan tíma. Öll erum við á svipuðum stað með sömu áskoranir.

Hann Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ætlar að halda fyrir okkur stutta kynningu um lífið með Covid-19 hjá fyrirtækjum og opna svo á samtal og spurningar.

Skráðir þátttakendur á viðburðinn fá sent fundarboð þann 30. september.

Vinsamlega skráið ykkur fyrir þann tíma.  

Þróun vinnuvistar hjá Elkem á Íslandi

Sigurjón Svavarsson, Öryggis- Heilsu- og Umhverfisstjóri Elkem á Íslandi, fjallar um hvernig öryggismenningin hefur þróast þar á sl. 10 árum m.t.t. breytinga í umhverfi og þekkingu starfsmanna á vinnuvistfræði, helstu áskoranir og lausnir.

Viðburðurinn verður haldinn sem fjarfundur og verður hlekkur sendur til þeirra sem skrá sig daginn fyrir viðburðinn. 
Fyrst mun Sigurjón kynna erindið og svo gefst tími fyrir spurningar. 

Endilega muna að skrá sig upp á að fá sendan hlekk til að geta tekið þátt. 

Viðbrögð, áskoranir og tækifæri í öryggismálum v. Covid 19

Lilja Björg Arngrímsdóttir Sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs Vinnslustöðvarinnar og O. Lilja Birgisdóttir Öryggisstjóri Marel, verða með sitthvort erindið um reynslu sinna fyrirtækja af Covid 19 þar sem m.a. verður fjallað um: 

  • Hver voru viðbrögðin við Covid-faraldrinum
  • Áskoranir
  • Hvað gekk vel
  • Hvað gekk ekki vel
  • Hvað tökum við með okkur inn í framtíðina.

Fyrirspurnir og umræður í lokin.

Fundurinn verður haldinn á TEAMS

Athugið að fundarboð verður sent á tölvupóstfangið sem fylgir skráningu viðkomandi.

Aðalfundur faghóps um öryggismál

Dagskrá fundarins:

  • Kosning stjórnar
  • Yfirferð á dagskrá síðasta starfsárs
  • Áætlun um viðburði næsta starfsárs 

Fundurinn mun fara fram í gegnum Teams og því er áhugasömum bent á að senda tölvupóst á y.dagmar1@or.is ef áhugi er fyrir þátttöku í fundinum. 

F.h. stjórnar

Dagmar I. Birgisdóttir

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

Innleiðing ISO 45001 á Keflavíkurflugvelli

Síðastliðna mánuði hefur tækni- og eignasvið Isavia á Keflavíkurflugvelli unnið að undirbúningi og innleiðingu vinnuöryggisstaðalsins ISO 45001.

Farið verður yfir undirbúning vinnunnar, vinnuna við gerð kerfisins, innihald staðalsins sem og helstu áskoranir og lausnir sem komið hafa upp.

Erindið flytja þau Jón Kolbeinn Guðjónsson, verkefnastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar og María Kjartansdóttir, verkefnastjóri staðla- og gæðadeildar Isavia.

Byggingarúrgangur: sóun og tækifæri

Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá SORPU, fræðir okkur um stöðu og horfur varðandi byggingarúrgang.

Mannvikjargerð fylgir gríðarlegt magn marvígslegs úrgangs og ætti því að vera nægt svigrúm til að gera betur, endurnýta efni og draga úr sóun. Vonast er eftir líflegum umræðum :)

Húsið opnar kl. 8.20.

 

Kynning á starfi og skipulagi slysavarnarskóla sjómanna

Kynning á skipulagi og starfssemi Slysavarnaskóla sjómanna. Skólinn var stofnaður árið 1985 til að sinna öryggisfræðslu fyrir sjómenn.

Frá því að skólinn tók til starfa hefur slysum á sjó fækkað jafnt og þétt og í dag er óhætt að segja að sjómannastéttin er núna öðrum til fyrirmyndar hvar varðar öryggismál og starf.

Hilmar Snorrason skólastjóri fer yfir skipulag og starfsemi skólans og hvað hann telur lykilinn að þeim árangri sem náðst hefur í öryggisstarfi sjómanna.

Bent er á bílastæðin í Hörpu.

Öryggi barna og unglinga - heima og á ferðinni

Herdís Storgaard er frumköðull á sviði slysavörnum barna og hefur hlotið viðukenningu sem slík. Hún hefur verið í samstarfi við IKEA síðustu ár varðandi forvarnir á heimilum og öryggi barna. Ferill hennar í öryggismálum og þekking á slysavörnum hefur verið afar spennandi og ætlar Herdís að fara yfir feril sinn og helstu verkefni síðustu ára.

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar.Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.

Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!

Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri fjárfestingaverkefna hjá Isavia.

Staðsetning: Hlíðarsmári 15, 201 Kópavogi. 3.hæð til hægri, merkt Isavia

 

Eldvarnir fyrirtækja

Á undanförnum árum hefur bætt eignatjón tryggingarfélaganna vegna eldsvoða numið mörgum milljörðum króna. Þar er ekki meðtalinn sá kostnaður sem fæst ekki bættur þ.e. rekstrarstöðvun, töpuð 

viðskiptavild að ekki sé minnst á þegar einstaklingar verða fyrir andlegu eða líkamlegu tjóni. Öll viljum við komast hjá þessu og því hefur Securitas víkkað þjónustuframboð sitt með tilliti til þessa. 

Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit felur í sér töluverðar breytingar á skipulagi opinbers eldvarnareftirlits og lög nr. 75/2000 kveða á um ábyrgð eigenda og forráðamanna húsnæðis með eldvörnum þess.

 

Hvaða þættir eru það sem eigendur, stjórnendur og starfsfólk þurfa að vita af og tileinka sér?  Farið verður yfir helsta atriðin. 

 

  • Eldvarnir fyrirtækja

Bæði eigendur og forráðamenn bera ábyrgð á eigin eldvörnum og skulu þær skjalfestar þannig að það nái yfir tæknileg atriði og skipulagsþætti. 

  • Eldvarnarfulltrúi 

Eigandi eða forráðamaður skal skipa eldvarnarfulltrúa með mannvirki sínu samkvæmt nýrri reglugerð. 

Eldvarnarfulltrúinn skal taka þátt í tilkynntum eftirlitsskoðunum,  hafa þekkingu á brunavarnarlöggjöf og öllu eldvarnareftirlit og skipulagi , s.s. möguleikum slökkviliðs til að bregðast við eldi í mannvirkinu. 

  • Eldvarnareftirlit

Í framhaldi af áðurnefndu þarf síðan að huga reglulega að eigin eldvarnareftirliti.

 

Fyrir hverja:

Viðburðurinn er gagnlegur fyrir eigendur, stjórnendur, millistjórnendur og aðra sem koma að stjórnun og skipulagi bruna og öryggismála innan fyrirtækisins

 

Kolefnisspor fyrirtækja – hvað getum við gert?

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins hefur aukist mikið á síðastliðnum áratugum og ekki hefur tekist að draga úr losun hérlendis. Til að tryggja að markmið Parísarsamkomulagsins og markmið ríkisstjórnarinnar séu uppfyllt þurfa allir að leggja sitt á vogaskálarnar til að draga úr frekari röskun vegna loftslagsbreytinga. Á fundinum mun Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs EFLU verkfræðistofu, fjalla um þar hvernig kolefnisspor er sett fram fyrir fyrirtæki, vörur og einstaklinga og hvað það þýðir að vera kolefnishlutlaus og hvernig hægt er að ná því markmiði.

 

Eru umhverfismál markaðsmál?

Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðari sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar.

Dagskrá:
Ólafur Elínarsonar, sviðstjóri markaðsrannsókna Gallup: Umhverfiskönnun Gallup.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius; Eru umhverfismál orðin markaðsmál?

Aðalfundur faghóps um umhverfi og öryggi

Haldinn verður aðalfundur faghóps um umhverfi og öryggi þann 15. maí nk. hjá EFLU verkfræðistofu á Lynghálsi 4 (1. hæð). Fundurinn hefst kl 16:00. Allir áhugasamir um stjórnarsetu eru hvattir til að mæta.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosning stjórnar

2. Dagskrá faghópsins sl. starfsár

3. Drög að dagskrá fyrir komandi starfsár.

F.h. hópsins

Gyða M. Ingólfsdóttir

Alcoa og ný sýn þeirra á heilsu og öryggismál

Guðmundur Benedikt Þorsteinsson, sérfræðingur í vinnuvernd hjá Alcoa Fjarðaáli, mun farar yfir hvernig Alcoa Fjarðaál breytti um áherslur í heilsu og öryggismálum. Hann mun kynna hvernig fyrirtækið tileinkaði sér nýja sýn á heilsu og öryggismál og með því nýja stefnu til framtíðar.

Viðburðurinn er samstarf faghópa Stjórnvísis um umhverfi og öryggi, mannauðsstjórnun og Vinnís (Vinnuvistfræðifélags Íslands)  

Fagþróunarstarf í öryggismálum

Öryggis- og umhverfishópur Stjórnvísi auglýsir umræðufund þriðjudaginn 11.des kl. 08:30-09:30 í mötuneyti Verkís, Ofanleiti 2 Reykjavík.

Dagskrá:

  • 08:30  -  Öryggismoli og kynning flóttaleiða – Öryggisfulltrúi Verkís
  • 08:35  -  Fagþróun hjá Samorku – Öryggisstjóri Landsnets
  • 08:45  -  Umræður og hugmyndir að fagþróunarstarfi í öryggismálum

Hlökkum til að sjá ykkur.

Lean Straumlínustjórnun, hugarfar og menning í bætingu ferla er varða öryggismál á vinnustöðum.

Hvað einkennir fyrirtæki sem hafa náð framúrskarandi árangri í öryggismálum?
Að breyta hugarfari og menningu hvað varðar öryggismál á vinnustað er krefjandi áskorun.
Farið er yfir hvernig nýta má aðferðafræði Lean til að stuðla að bættu öryggi og aukinni öryggisvitund starfsmanna.

Fyrirlesarar eru Ásdís Kristinsdóttir og Margrét Edda Ragnarsdóttir hjá Gemba (www.gemba.is).

Öryggismál og stöðugar umbætur í byggingarframkvæmdum

Guðmundur Ingi Jóhannesson öryggsstjóri verktakafyrirtækisins Munck Íslandi fer yfir það hvernig öryggismálum er háttað hjá fyrirtækinu, helstu áskorunum ÖHU mála byggingariðnaðarins og hvernig fyrirtækið nýtir og miðlar mælingum í gæðakerfi til stöðugra umbóta í öryggis, umhverfis og heilsumálum fyrirtækisins.

Vistvænar byggingar og lausnir

Fundurinn fjallar um vistvænar lausnir tengdar byggingum.

Fundurinn hefst í IKEA, 2. hæð á kaffihúsinu hægra megin á veitingastaðnum. Klukkan 9.30 býðst gestum fundarins að skoða byggingu vistvæna hússins að Brekkugötu 2 í næsta nágrenni.

Dagskrá:
-Finnur Sveinsson, ráðgjafi: Gleðin að byggja umhverfisvottað hús.
Finnur er að byggja fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi og mun það verða vottað með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Finnur ætlar að ræða hvatann á bak við verkefnið sem og tækifæri og áskoranir við að byggja vistvænt íbúðarhús.

-Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisstjóri: Vistvænar vörur frá IKEA; hvað felst í því?
Guðný mun fjalla um hvernig sjálfbærni er ein grunnstoðin í hönnun IKEA á hverri einustu vöru.

-Umræður
-Í lokin fyrir áhugasama: Skoðunarferð í vistvænt hús Finns

Glímt við matarsóun

Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) endar um þriðjungur þess matar sem framleiddur er í heiminum í ruslinu. Samkvæmt nýlegri greiningu Umhverfisstofnunar bendir allt til þess að Ísland sé engin undantekning. Matarsóun er ekki bara óþarfa sóun heldur hefur hún líka neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Síðustu misseri hefur matarsóun verið töluvert í umræðunni og er almennur samhljómur um að draga þurfi úr henni. Hjá Landspítalanum og Arion banka er unnið að því að draga úr matarsóun.

Á fundi hópanna samfélagsleg ábyrgð og umhverfi og öryggi 7. desember nk. verður farið yfir nálgun Arion banka og Landspítala:

Hlédís Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptasviði Arion banka, fjallar um hvernig það kom til að Arion banki fór að mæla matarsóun í mötuneyti starfsfólks í höfuðstöðvum. Alfreð Ómar Alfreðsson, yfirmatreiðslumaður bankans, fjallar um framkvæmd verkefnisins og þann árangur sem náðst hefur.

Vigdís Stefánsdóttir deildarstjóri eldhúss og matsala Landsspítala fjallar um matarsóun, verkefni sem unnin hafa verið og þau sem eru í farvatninu.

Þess má geta að Umhverfisverðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar féllu þetta árið í skaut fyrirtækis sem hannaði app sem leiðir saman afganga veitingastaða og mötuneyta og kaupendur að ódýrum mat.

Aðalfundur faghóps Umhverfis og Öryggis

Aðalfundurinn fer fram í beinu framhaldi af fyrsta fundi faghópsins í haust sem fjallar um "Lagalegar kröfur vegna efnamála og lausnir í Ecoline efnastjórnunarkerfinu".

Farið verður yfir starf faghópsins í haust og kosið í stjórn hópsins fyrir núverandi starfsár.

Vinsamlegast sendið framboð í stjórn faghópsins til gislie@vis.is.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og bjóða sig fram.

Lagalegar kröfur vegna efnamála og lausnir í EcoOnline efnastjórnunarkerfinu

Efnastjórnun er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Það hefur sýnt sig að fyrirtækjum hefur reynst erfitt að halda utan um efnamál og mikill tími fer í að afla öryggisblaða á íslensku og halda utan um réttar útgáfur og hafa upplýsingar tiltækar fyrir starfsmenn.
Þróuð hafa verið efnastjórnunarkerfi til að búa til og halda utan um öryggisblöð og efnalista. Þau auðvelda auk þess gerð efnaáhættumats og uppfylla þannig kröfur REACH reglugerðarinnar. EcoOnline er eitt slíkt kerfi.
Á fundinum mun Eva Yngvadóttir, Efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu fara yfir þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra fyrirtækja í efnamálum og fara yfir það hvernig EcoOnline hugbúnaðurinn getur nýst við að framfylgja þeim kröfum.
Í beinu framhaldi af fundinum verður aðalfundur faghópsins um umhverfi og öryggi. Farið verður yfir starf faghópsins síðasta vetur og kosið í stjórn hópsins fyrir næsta starfsár. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Hjólreiðar og umferðaröryggi

Miðvikudaginn 27.apríl kl. 8.30 ætlar Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir verkfræðingur á samgöngusviði Eflu að fjalla um hjólreiðar og umferðaröryggi. Fjallað verður um rannsóknir á umferðaröryggi en einnig um praktískari hliðar málefnisins eins og það hvernig við aukum líkurnar á því að við komumst heil á leiðarenda á hjólinu.

Jólarusl - umhverfisáhrif hátíðanna ...

Nú fer sá tími í hönd að flestir vilja gefa gjafir og gleðja aðra. Hátíð ljóss og friðar fer í hönd, veisluhöld og skemmtanir margfalt í boði og öll viljum við njóta. En hvað er það sem allt þetta getur leitt til ef við höfum fyrirhyggju, naumhyggju og nýtni ekki með í för. Komið og kynnið ykkur hvernig draga má úr umhverfisáhrifum jólanna; að viðfangsefnið á við einstaklinga og fyrirtæki.

Erindið flytur Ragna I. Halldórsdóttir, deildarstjóri umhverfis- og fræðsludeildar

Ráðstefna: Breytingar á stöðlum - Hvað er málið?

Ráðstefna verður haldin 12. nóvember kl. 12:00-16:00 á Bæjarhálsi 1, hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Markmiðið er að kynna breytingarnar á stöðlum (ISO 9001, ISO 14001, OHSAS 18001 og ISO 27001) ásamt því að miðla þekkingu og reynslu framsögumanna og ráðstefnugesta.

Ráðstefnustjóri: Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitunnar.

Dagskrá:

12:00 Móttaka og léttur hádegisverður í boði Stjórnvísi.

12:20 Opnun: Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

12:40 Hver er staðan á þýðingu og útgáfu staðlanna? Arngrímur Blöndahl, verkefnastjóri, Staðlaráði.

12:50 Hverjar eru helstu áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á breytingum? Michele Rebora, ráðgjafi 7.is.

13:30 Kaffihlé.

13:40 Hvaða áhrif hafa breytingarnar á vottuð fyrirtæki? Árni Kristinsson, sérfræðingur BSI.

14:05 Reynslusaga af innleiðingum breytinga. Olgeir Helgason, sérfræðingur, Orkuveitu Reykjavíkur.

14:40 Fyrirkomulag umræðuhópa kynnt.

14:50 Kaffi og umræður.

15:55 Ráðstefnuslit.

Frír aðgangur og allir velkomnir

Hugmyndafræði, fræðsla og framkvæmd öryggismála hjá Landsvirkjun við byggingu Þeistareykjavirkjunnar

Á fundinum verður fjallað um fyrirkomulag öryggismála hjá Landsvirkjun og framkvæmdir á Þeistareykjum.
Kristján Kristinsson öryggisstjóri Landsvirkjunar mun kynna fyrirkomulag og hugmyndafræði öryggismála hjá fyrirtækinu sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum í öryggismálum á Íslandi. Mikil þekking og reynsla er til staðar sem nýtist við stöðuga þróun og umbætur öryggisstarfs. Unnið er eftir hugmyndafræði 0-slysastefnu og mikil áhersla er lögð á öryggismál í rekstri fyrirtækisins. Landsvirkjun er með vottað öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt BSI OHSAS 18001:2007 og rafmagnsöryggisstjórnunarkerfi samkvæmt kröfum Mannvirkjastofnunar.
Á fundinum munum við jafnframt segja frá framkvæmdum við uppbyggingu jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum. En á undanförnum árum hefur verið unnið að undirbúningsframkvæmdum á svæðinu. Má þar nefna lagningu aðkomuvegar frá Húsavík, jarðvegsframkvæmdir við stöðvarhússgrunn, lagningu vatnsveitu og uppbyggingu innviða. Árið 2015 hófst bygging stöðvarhúss og lagning gufuveitu. Fyrirhugað stöðvarhús mun samanstanda af tveimur vélasölum, þjónustubyggingu og verkstæði. Einnig er unnið að uppbyggingu skiljustöðvar, niðurrennslismannvirkja og dælustöðvar fyrir kaldavatnsveitu. Áætlanir gera ráð fyrir að raforkuvinnsla (45 MW) hefjist haustið 2017. Þá mun Björn Halldórsson, öryggis- og umhverfisfulltrúi við byggingu Þeistareykjavirkjunar fjalla um fyrirkomulag fræðslu um öryggismál vegna framkvæmdarinnar og hvernig staðið er að öryggismálum á framkvæmdasvæðinu.

Samfélagsábyrgð og samgöngusamningar

Það færist mjög í vöxt að fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum að gera sérstaka samgöngusamninga þar sem starfsmenn skuldbinda sig til að nota vistvæna samgöngumáta til og frá vinnu. Fyrir þremur árum voru þetta nokkur fyrirtæki en í dag er fjöldi fyrirtækjanna orðinn á annað hundrað. Vinnustaðir líta á þetta sem hluta af stefnu sinni í umhverfismálum og samfélagsábyrgð. Á fundinum verður fjallað um ávinninga og áskoranir samgöngusamninga. Með auknum fjölda hjólreiðaslysa vakna spurningar um ábyrgð vinnustaða að hvetja starfsmenn til hjólreiða og hvert sé hlutverk og skylda fyrirtækja varðandi bætta samgöngumenningu. Hvernig hjólandi, gangandi og akandi geta samnýtt samgöngumannvirki á sem hagkvæmastan og öruggastan máta.

Fyrirtæki og stofnanir munu deila reynslu sinni af innleiðingu á samgöngusamningum. Fulltrúi frá Hjólafærni mun fjalla um hjólreiðar og umferðaröryggi.

Fyrirlesarar:
Ægir Már Þórisson, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs, Advania
Hulda Steingrímsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samgöngumála, Landspítala
Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri, Verði
Árni Davíðsson, ráðgjafi, Hjólafærni á Íslandi

Aðalfundur faghóps um Umhverfi og öryggi

Aðalfundur faghóps Umhverfi og öryggi

Boðað er til aðalfundar faghóps um Umhverfi og öryggi miðvikudaginn 20. maí kl. 16 í húsnæði Vátryggingafélags Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík.

Dagskrá
• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2014-2015
• Kosning í stjórn fyrir starfsárið 2015-2016
• Umræður og tillögur að viðfangsefnum starfsárið 2015-2016
• Önnur mál

Í núverandi stjórn sitja:
Gísli Níls Einarsson VÍS formaður, Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir Efla, Magnús Matthíasson Efla, Steinunn Dögg Steinsen Norðurál, Hugrún Gunnarsdóttir Verkís og Matthildur B. Stefánsdóttir Vegagerðin.

Eftirfarandi bjóða sig fram í stjórn:
Heimir Þór Gíslason Verkís og Michele Rebora 7.is ehf, Gísli Níls Einarsson formaður,

Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að mæta og ef þið getið ekki mætt þá endilega að senda hugmyndir og tillögur að fundarefni fyrir næsta starfsár á netfangið: gislie@vis.is

Svæðisgarðurinn á Snæfellsnesi

Svæðisgarður er samstarfsvettvangur þar sem byggt er á sérstöðu svæðis og hún nýtt á markvissan hátt til verðmætasköpunar. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður vorið 2014 af sveitarfélögum og félagasamtökum í atvinnulífi á Snæfellsnesi. Eitt af markmiðunum með stofnun garðsins er að vera samstarfsvettvangur sem stuðlar að efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum ávinningi.
Ragnhildur Sigurðardóttur umhverfisfræðingur og framkvæmdastjóri hins nýstofnaða Svæðisgarðs mun halda erindið. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta segir nokkur orð í upphafi fundar.
Heimasíða svæðisgarðsins er http://svaedisgardur.is/
Boðið verður upp á morgunbrauð frá kl. 8:15. Inngangur Vegagerðarinnar er á milli húsanna nr. 5 og 7 í Borgartúni (beint á móti Kaffitári). Fundarsalurinn er merktur með gulu skilti.

Framtíðarsýn, skipulag og verndun ferðaþjónustusvæða

Fjallað verður um framtíðarsýn, skipulag og verndun ferðaþjónustusvæða á Íslandi og kynnt verður verkefni er vann til 1. verðlauna í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á Landmannalaugasvæðinu.

Fyrirlesarar: Kristveig Sigurðardóttir, skipulagsverkfræðingur hjá Verkís, Aðalheiður Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt hjá Landmótun og Anna S. Jóhannsdóttir, arkitekt hjá VA arkitektum.

Eigið eldvarnaeftirlit fyrirtækja - er þitt fyrirtæki eldklárt!

Miðvikudaginn 3. desember, kl.08.30-10.00 verður fundur um "Eigið eldvarnaeftirlit fyrirtækja" á vegum faghóps Stjórnvísi um umhverfis- og öryggismál haldinn hjá Mannviti, Urðarhvarfi 6 í Kópavogi.

Anna Jóna Kjartansdóttir sérfræðingur í umhverfis- og öryggismálum hjá Mannviti mun halda fyrirlesturinn.

Anna Jóna mun svara spurningunni afhverju brunavarnir fyrirtækja eru mikilvægar og hver ber ábyrgð. Einnig mun hún fara yfir hvað felst í eigin eldvarnareftirliti, uppsetningu og framkvæmd þess og hvernig fyritæki geta tekið á brunvörunum í áhættumati starfa.

Áhættustjórnun í ferðaþjónustu - Ísgöng í Langjökli

Ferðaþjónustugreinin á Íslandi vex mjög hratt. Mjög mikilvægt er að í svo hröðum breytingum nái allir aðilar sem koma að greininni að halda í við vöxtinn. Ein mesta áskorunin er að tryggja að fólk sem sækir Ísland heim búi við gott öryggi á ferðum sínum um landið. Í þessu erindi verður fjallað um mikilvægi áhættugreininga og aðgerða í ferðaþjónustu og tekið dæmi um verkefni þar sem öryggismál skipa mjög stóran sess.
Nú standa yfir framkvæmdir við gerð ísganga fyrir ferðamenn hátt uppi á Langjökli. Slíkri framkvæmd fylgja ýmsar hættur sem þarf að greina og bregðast við. Bæði geta aðstæður á jöklinum verið varasamar og einnig fylgja gangagerð hvers konar ýmsar hættur. Loks þarf að greina mögulegar hættur gagnvart gestum ganganna þegar að rekstri ferðaþjónustu þar kemur og haga útfærslu ganganna og fyrirkomulagi ferðarinnar eftir þeim.

Reynir Sævarsson verkefnisstjóri og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sérfræðingur í neyðarstjórnun hjá EFLU verkfræðistofu munu gera grein fyrir verkefninu, gerð og viðhaldi áhættumats og viðbragðsáætlana fyrir verkefnið.

Að miðla upplýsingum um frammistöðu í umhverfismálum

Miðvikudaginn 15. október, kl. 8.30 - 10.00 verður fundur faghóps Stjórnvísi um umhverfis- og öryggismál haldinn hjá Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68.
Ragnheiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri Landsvirkjunar mun kynna fyrstu rafrænu umhverfisskýrslu á Ísland sem komin er á vefinn og ræða um hvernig upplýsingamiðlunar um frammistöðu í umhverfismálum hefur þróast hjá fyrirtækinu. Landsvirkjun hefur verið eitt af leiðandi fyrirtækjum í umhverfisstjórnun á Íslandi og mikil þekking og reynsla til staðar sem nýtist við stöðuga þróun og umbætur umhverfisstarfs.
Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér skýrsluna fyrir fundinn svo líflegar umræður geti skapast um málefnið. http://umhverfisskyrsla2013.landsvirkjun.is/

Strætó - Uppbygging öryggisstjórnkerfis og áhrif þess á gæði þjónustu og fjárhagslegan ávinning

Fundurinn hefst með aðalfundi Umhverfis- og öryggishóps sem stendur frá 8:15-8:30. Áhugasamir um stjórnarsetu vinsamlegast sendið póst á asdisj@n1.is.

Í framhaldi eða frá 8:30 til 10:00 munu Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri og Bergdís Ingibjörg Eggertsdóttir, verkefnisstjóri umhverfis- og öryggismála hjá Strætó segja frá uppbyggingu öryggisstjórnunarkerfis hjá fyrirtækinu og bjóða upp á skoðunarferð um fyrirtækið.

Strætó hefur lagt mikla áherslu á öryggismál á undanförnum árum og er núna við þröskuld þess að fá formlega vottun á öryggisstjórnkerfi sitt skv. OHSAS-18001 staðli. Afleiðingar þátta sem rekja má beint til öryggismála voru að fjarvistir starfsmanna vegna starfstengdra sjúkdóma, s.s. stoðkerfissjúkdóma og vegna slysa á vinnustað, voru orðnar allmiklar. Við það bættust þættir á borð við tjón á eignum og kostnaði vegna þess. Ennfremur bætast við tjón vegna slysa á farþegum og hinum almenna borgara í umferðinni.

Það er kappsmál Strætós að draga úr tíðni og umfangi í öllum þessum þáttum með markvissum aðgerðum og hefur fyrirtækið þegar unnið að því markmiði með góðum árangri. Ávinningur þessara aðgerða fyrir fyrirtækið birtist m.a. í færri fjarvistum starfsmanna og betri nýtingu í tækjakosti sem hefur sparað fyrirtækinu allmiklar fjárhæðir á hverju ári. Auk fjárhagslegs ávinnings hafa áherslur um bætt öryggi bætt þjónustustig þar sem bæði mannskapur og tæki eru úti að þjónusta viðskiptavininn og bætt þjónusta hefur þannig bætt ímynd fyrirtækisins út á við.

Heildarfjöldi þátttakenda: 25 manns

Umhverfisstefna Landspítalans og Staða umhverfismála í heiminum í dag.

Birna Helgadóttir verkefnastjóri umhverfis- og samgöngumála hjá Landspítala mun kynna umhverfisstefnu spítalans, sýna tölur og niðurstöður úr græna bókhaldinu og segja frá dæmum af verkefnum sem skilað hafa árangri.

Sigurður Eyberg Jóhannesson MS í Umhverfis- og auðlindafræði, rannsakaði árið 2010 Vistspor Íslands samkvæmt Global Footprint Network. Sigurður mun fjalla um stöðu umhverfismála í heiminum í dag með tilliti til framtíðarinnar - hvernig hún gæti litið út og þátt Íslendinga í mótun hennar, undir yfirskriftinni; Hvaða Tinna karakter gæti bjargað heiminum í dag og hver þeirra ert þú?

Fundarsalur Landspítalans á Eiríksstöðum við Eíríksgötu 5, á hæð 4B.

Áhættugreiningar og áhættustjórnun

Gestur Pétursson greinir frá hvernig Elkem Ísland notar áhættugreiningar og áhættustjórnun við að skipuleggja starfssemi sína m.t.t. rekstraröryggis og öryggis starfsfólks. Farið verður yfir hvaða aðferðafræði er notuð, hvernig starfsfólk er þjálfað, skipulag á framkvæmd og hvernig niðurstöður eru notaðar (m.a. hvaða áhrif þær geta haft á rekstraráætlanir og fjárhagsáætlanir).
Gestur Pétursson starfar sem framkvæmdastjóri ÖHU hjá Elkem Ísland og er jafnframt staðgengill forstjóra. Gestur hefur starfað á sviði ÖHU og áhættustýringar í yfir 15 ár bæði sem stjórnandi á Íslandi og erlendis.

Sigríður Harðardóttir sérfræðingur á starfsmannasviði N1 greinir frá hvernig N1 innleiddi áhættugreiningar á starfsstöðvum N1, öryggisviku og markvissri öryggisþjálfun starfsmanna í kjölfarið.

Umhverfisstjórnun hjá Icelandair Group og Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Vaxandi áhugi er meðal ferðaþjónustufyrirtækja á því að bæta frammistöðu sína umhverfismálum og styrkja þannig ímynd sína og landsins sem ferðamannalands. Eitt slíkra fyrirtækja er Icelandair Group sem hafið hefur undirbúning að innleiðingu umhverfisstjórnunar innan samstæðunnar. Svala Rún Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, mun kynna stöðu verkefnisins og næstu skref.

Icelandair Hótel Reykjavík Natura hefur markað sér umhverfisstefnu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Katelijne A. M. Beerten, gestamóttökustjóri hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, mun kynna umhverfisstjórnun hjá hótelinu og hvernig til hefur tekist.

Kynningin fer fram hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík þann 26. febrúar kl. 8.30-10:00.

Umhverfis- og öryggismál og tengsl við samfélagsábyrgð

Guðrún Þóra Magnúsdóttir leiðtogi umhverfismála hjá ISAL mun fjalla um um hvernig umhverfis og öryggismál fyrirtækisins tengjast samfélgsábyrgð föstum böndum. Í erindinu verður komið inn hvernig samráði og samskiptum er háttað við samfélagið og hver ávinningurinn er af því samráði.
Haldið hjá ISAL.

Umhverfisvottun bygginga á Íslandi

Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU, heldur fyrirlestur sem nefnist:

Hvaða áhrif hefur BREEAM vottunarferlið haft á endurgerð Höfðabakka 9 ?

Farið verður í gegnum vottunarferlið og síðan verður húsnæðið skoðað.

Fundurinn verður haldinn hjá EFLU verkfræðistofu að Höfðabakka 9.

Öryggi á ferðamannastöðum á Íslandi - uppbygging og framtíðarsýn

Hvernig tryggjum við öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum Íslandi?

Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri hjá Ferðamálastofu mun fjalla um öryggisstefnu fyrir íslenska ferðamannastaði til ársins 2015 og framtíðarsýn þessara mála.

Ívar Finnbogason, fjallaleiðsögumaður hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum mun fjalla um hvernig staðið er að þjálfun leiðsögumanna hjá fyrirtækinu.

Gott tækifæri til að fræðast um öryggismálin og hvað við getum gert til að gera Ísland að öruggu ferðamannalandi!

Hvernig getum við verið drifkraftar í átt að umhverfisvænna samfélagi?

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, þetta á svo sannarlega við þegar litið er til þess hvað einstaklingar og fyrirtæki geta gert til að stuðla að umhverfisvænna samfélagi.

Elva Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ætlar að fræða okkur á lifandi og áhugaverðan hátt hvernig við getum sjálf verið drifkraftar breytinga í átt að umhverfisvænna samfélagi. Hverjum vantar ekki „Road-map“ í gegnum umhverfismerkjafrumskóginn? Elva leiðir okkur í gegnum hann og kynnir einnig umhverfismerkið Svaninn.

Ekki missa af þessum áhugaverða fyrirlestri.

Hver er ávinningur umhverfisvottunar í prentiðnaði -heimsókn til Odda-aðalfundur umhverfis- og örygg

Farið er er yfir forsögu þess að farið var út í það að umhverfisvotta stærstu prentsmiðju á Íslandi og verða þar með fyrsta prentsmiðjan í heiminum til að fá Svansvottun á allt framleiðslu ferli sitt að meðtalinni bylgjukassa framleiðslunni. Hver er ávinningurinn, hverju þurfti að breyta og er eitthvað sem hefði mátt gera öðruvísi?Aðeins er fjallað um pappír og þátt hans í vottunarferlinu.

Arnar Árnason, Markaðsstjóri Odda og Þóra Hirst, Gæðastjóri Odda munu halda kynninguna.

Fundarmönnum gefst kostur á að ganga um prentsmiðjuna í lok fundar.

Aðalfundur umhverfis- og öryggishóps verður haldinn í upphafi fundar.

Umhverfisstjórnun á Umhverfis-og samgöngusviði Reykjavíkurborgar í samræmi við ISO 14001 staðalinn

Dagsetning: 5.maí kl.08:15-09:30
Staðsetning: Borgartúni 12-14, 7.hæð fundarsalur Hof
Heiti fyrirlesturs: Umhverfisstjórnun á Umhverfis-og samgöngusviði Reykjavíkurborgar í samræmi við ISO 14001 staðalinn.
Fyrirlesari:  Guðmundur B. Friðriksson gæðastjóri Umhverfis-og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar
Efni:  Megin áherslan verður á umhverfisstjórnun á Umhverfis-og samgöngusivði Reykjavíkurborgar í samræmi við ISO 14001 staðalinn- innleiðing og reynsla.  Einnig verður farið yfir umhverfisstarf hjá Reykjavíkurborg - markmið í loftslags og gæðamálum, úrgangsstjórnun, vistvæn innkaup, græn skref o.fl.

Umhverfis-og öryggisstjórnun hjá HS Orku hf.

Umhverfis-og öryggishópur auglýsir:
Fundur haldinn 7.apríl nk. í Reykjanesvirkjun frá kl.08:15-09:45.  
Leiðarlýsing:  Frá Reykjavík keyrt eftir Reykjanesbraut, síðan beygt áleiðis til Grindavíkur, rétt áður en komið er til Grindavíkur er vegvísir til Reykjaness, síðan sést virkjunin vel eftir að keyrt er fram hjá Gunnuhversssvæðinu
Fyrirlesarar eru:
Þorgrímur Stefán Árnason, öryggis-heilbrigðis-og umhverfisstjóri HS Orku hf. 
Heiti á erindi:  Kynning á öryggismálum við beislun jarðhita og vettvangsferð um virkjunarsvæði Reykjanesvirkjunar
 
Víðir S. Jónsson, verkefna-og kynningarstjóri HS Orku hf. 
 

Umhverfis-og öryggishópur: Græna Orkan - visthæft eldsneyti í nútíð og framtíð

Fundurinn verður haldinn 3. mars í Orkugarði, Grensásvegi 9. kl 8:15-9:30

Fyrirlesari verður : Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar Nýorku.
Erindið heitir Græna Orkan – visthæft eldsneyti í nútíð og framtíð
Erindið mun fjalla um starfsemi Grænu Orkunnar www.graenaorkan.is og hvað framundan er. Fjallað verður um þá starfsemi sem er í landinu í visthæfu eldsneyti og hvað framundan er hjá stjórnvöldum og bílaframleiðendum. Einnig verður komið inn á hvernig fyrirtæki geta tekið fyrstu skref strax í dag án þess að fara í kostnaðarsamar aðgerðir og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér umhverfisvæna samgöngustefnu til að hvatningar á samdrætti kolefnisspors fyrirtækisins sjálfs og starfsmanna.
 

Sameiginlegur fundur Umhverfis-og Mannauðshóps: Líður þér vel í vinnunni?

Umhverfis-og öryggishópur ásamt Mannauðshóp standa saman að fundinum:
Líður þér vel í vinunni þinni?
Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur Rannsóknaþjónustunni Sýni ehf, fjallar um "Að líða vel í eigin skinni - heilsufarsmælingar.  Maturinn er málið - að hlúa að kokkinum í sér og að gleðin gagnast alltaf best.
Guðrún Jónsdóttir, fjármálastjóri hjá Héðni.  Að hlúa vel að fólkinu sínu - reynslusaga
Elín Þorbergsdóttir, yfirmaður mötuneytis Marel mun fjalla um: Mötuneytið - hjarta fyrirtækisins.
Fundurinn verður haldinn hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni ehf
Lynghálsi 3 (gengið inn að austanverðu)
fimmtudaginn 11.nóvember.

Umhverfis-og öryggishópur: Öryggismál eru samskipti!

Dagsetning fundar er 7.október 2010 kl.8.15-9:30
Fyrirlesarar: Brynjar Hallmannsson, HSE-sérfræðingur og Þóra Birna Ásgerisdóttir, HSE-sérfræðingur
Staður: ISAL, Straumsvík, mötuneyti 2.hæð, námskeiðssalur 1
Fundarefni: Öryggismál eru samskipti!
Straumhækkunarverkefni ISAL, HSE-samskipti og vikulegar eftirlitsferðir stjórnenda.
Kynning á heilsu-,öryggis-,umhverfis-og gæðamálum í Straumhækkunarverkefni ISAL.  Sérstök áhersla verður lögð á HSE-samskipti og vikuelgar eftirlitsferðir stjórnenda og ávinninginn af jákvæðum samskiptum milli starfsmanna og stjórnenda og mikilvægi þess að allir stjórnendur taki virkan þátt í öryggismálum á vinnustaðnum.

Umhverfis-og öryggishópur: Áhættumat efna

Umhverfis-og öryggishópur heldur sinn fyrsta fund í vetur þann 9.september.
Fyrirlesarar eru þeir Leifur Gústafsson, rekstrarfræðingur og Friðrik Daníelsson, efnaverkfræðingur.
Staður: Vinnueftirlitið, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Fundarefni: Áhættumat efna.
Við daglega notkun varasamra efna á vinnustöðum gera starfsmenn sér oft ekki grein fyrir í hversu mikilli hættu þeir eru.  Varúðarmerkt efni geta verð orsök ýmissa sjúkdóma sem hafa alvarlegar afleiðingar á heilsu manna eða í versta falli valdið dauða starfsmanna.  Á fundinum munu sérfræðingar Vinnueftirlitsins lýsa áhættumati almennt og aðferðum við áhættumat vegna efna.
 
 

Öryggis- og umhverfisstjórnun við enduruppbyggingu lyfjaverksmiðju Actavis hf.

Fundur á vegum umhverfis- og öryggishóps

Öryggis- og umhverfisstjórnun við enduruppbyggingu lyfjaverksmiðju Actavis hf.

Dagskrá:
8:00 – 8:15
Boðið verður upp á morgunkaffi og meðlæti.
8:15 – 8:30
Aðalfundarstörf faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun.
8:30 – 9:15
Leó Sigurðsson, sviðsstjóri öryggis-, heilsu- og umhverfissviðs Actavis flytur erindið: "Öryggis- og umhverfisstjórnun við enduruppbyggingu lyfjaverksmiðju Actavis hf".
Öryggis-, heilsu- og umhverfisstjórnunarkerfi Actavis á Íslandi

Lýsing á verkefninu - Enduruppbygging á hluta lyfjaverksmiðju Actavis – með áherslu á:

Breytingastjórnun öryggis- og umhverfismála
Innkaupaferli tækjabúnaðar vegna öryggis- og umhverfiskrafna Actavis
Öryggis-, heilsu- og umhverfisáætlun verkefnisins
Áhættumat og forvarnir
Innra eftirlit
Lærdóm sem draga má af frávikum frá forvörnum

9:15 – 10:00 Skoðun um framkvæmdarsvæðið
Boðið verður upp á skoðun um framkvæmdarsvæðið. Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig og er þeim bent á að taka með sér persónuhlífar eins og öryggisskó, öryggishjálm og öryggisgleraugu. Actavis getur útvegað þeim sem vilja öryggisgleraugu og öryggishjálm.
Fundarstaður
Mötuneyti Actavis, Reykjavíkurvegur 78 (Ath. Allir þurfa að skrá sig í móttöku Actavis hf, að Reykjavíkurvegi 76 og verður síðan vísað til mötuneytis að Reykjavíkurvegi 78).
 

Nýsköpun og sjálfbærni

Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun og Samtaka Iðnaðarins
Nýsköpun og sjálfbærni
Fundarefni
Nýsköpun og sjálfbærni
Aukin orkunotkun og loftslagsbreytingar hafa á síðustu misserum leitt til breyttra viðhorfa hjá almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum um allan heim. Aukin áhersla á sjálfbæra þróun hefur leitt til nýrra þarfa hjá neytendum, hefur áhrif á náms- og starfsval hjá ungu fólki og stýrir fjármögnun til vísinda- og tæknirannsókna. Á sama tíma hefur samstarf um nýsköpun færst í aukana, t.d. með auknu samstarfi meðal fyrirtækja, aukinni þátttöku notenda, "open source" verkefnum og svokölluðu "crowdsourcing". Í fyrirlestrinum er ætlunin að velta fyrir sér áhrifum þessara breytinga, m.a. á tækifæri og getu fyrirtækja til nýsköpunar hjá fámennri þjóð í Atlantshafinu.
Framsaga
Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, dósent og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum
Fundarstaður
Samtök Iðnaðarins, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð.
 

Innleiðing á umhverfisstjórnkerfi hjá Toyota

Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun

Fundarefni
Innleiðing á umhverfisstjórnkerfi hjá Toyota.
Fjallað verður um uppsetningu kerfisins og hvernig staðið var að innleiðingunni, hvernig tekið var á efnamálum, hvað ber helst að varast og hvernig vitund starfsmanna er viðhaldið.
Fyrirlesari
Jóhannes Egilsson
Staður: Toyota, Bílasala nýrra bíla, Nýbýlavegur 4
 

Vistvænar byggingar

Fundur á vegum Umhverfis- og öryggishóps
Fundarefni
Vistvænar byggingar
Faghópur Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) um vistvæna þróun kynnir hvað FSR er að gera í vistvænum málum.
Verksvið faghópsins er að taka þátt í innleiðingu á aðferðafræði sjálfbærrar þróunar og vistvænna bygginga á Íslandi.
Fjallað verður um ávinning þess að byggja vistvænt, áhersluatriði sem rýna þarf við hönnun og framkvæmd vistvænna bygginga og verkefni FSR.
Á vegum FSR eru núna tvær byggingar í sérstöku hönnunarferli fyrir vistvænar byggingar og ein bygging komin á framkvæmdastig eftir að hafa farið í gegnum slíkt ferli.
Allar þessar byggingar munu fá alþjóðlega vottun sem vistvænar samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM.
Kynningarrit FSR um vistvænar byggingar og vistvænar áherslur á byggingariðnaði verður dreift á fundinum.

Framsögumenn
Faghópur FSR um vistvæna þróun

Fundarstaður
Framkvæmdasýsla Ríkisins, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík
 

Efni og efnanotkun á vinnustöðum

Rétt dagsetning er föstudagurinn 30. október.

Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun
Framsögumaður
Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvikjunar
Fundarefni
Efni og efnanotkun á vinnustöðum
Notkun varúðarmerktra efna hefur aukist mjög á síðustu áratugum og eins hafa kröfur í lögum og reglugerðum um meðhöndlun varúðarmerktra efna aukist til muna. Samhliða þessari þróun hefur umræðan um efni og efnanotkun verið frekar fyrirferðalítil hér á land. Mörg fyrirtæki hafa í raun ekki áttað sig á mikilvægi þessa málaflokks og fyrirtæki sem vilja vinna samkvæmt lögum og reglugerðum um meðhöndlun varúðarmerktra efna hafa verið í vandræðum með að afla lögboðinna upplýsinga og halda utan um efnameðhöndlunina.

Á fundinum verður sýnt stutt myndband frá evrópsku orkufyrirtæki þar sem fjallað er um meðhöndlun varúðarmerktra efna og einnig fjallað um hvernig Landsvirkjun sem er vottuð skv. ISO 14001 heldur utan um efnamál í starfsemin sinni, vandmál og lausnir.

Þá vonumst við eftir fjörugum umræðum..........

Fundarstaður
Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík
 

Ert þú í Svansmerkinu?

Fundur á vegum umhverfis- og öryggishóps
 Fundarefni

Ert þú í Svansmerkinu? Kynning á norræna umhverfismerkið Svanurinn
Umræða um stöðu umhverfismerkinga á Íslandi, tilgangur merkinga og framtíðarsýn.
Ávinningur af umhverfismerkingum (Áhrif umhverfismerkinga á úrbætur og þróun í fyrirtækjum sem og í samfélaginu öllu)

Fundarstaður
Umhverfisstofnun
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík

 

Opinber vistvæn innkaupastefna í mótun

Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun

Opinber vistvæn innkaupastefna í mótun
Fyrirlesarar
Jóhanna E. Hilmarsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Ríkiskaupa
Helgi Bogason, deildarstjóri innkaupamála Reykjavíkurborgar
Fundarefni:
Undanfarin ár hefur vinnuhópur á vegum Umhverfisráðuneytis, Ríkiskaupa, Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðarbæjar unnið að mótun opinberrar stefnu fyrir vistvæn innkaup. Með hópnum starfaði Birna Helgadóttir hjá Alta.
Á fundinum verður rætt um niðurstöður vinnuhópsins varðandi vistvæn innkaup. Helgi Bogason mun segja sérstaklega frá reynslu, áformum og helstu áskorunum Reykjavíkurborgar varðandi vistvæn innkaup. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir mun koma inn á hvað er framundan hjá Ríkiskaupum varðandi vistvæn innkaup. 

Fundartími
Frá kl. 8.30 til 09.45 

Fundarstaður
Ríkiskaup, Borgartúni 7c, 105 Rvk.
Athyglivert framundan
Við vekjum athygli á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um vistvæn innkaup sem fer fram dagana 25.–27. mars 2009. Reykjavíkurborg og ICLEI, alþjóðleg samtök sveitarfélaga um sjálfbærni, standa fyrir ráðstefnunni. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna á http://www.iclei-europe.org/index.php?id=ecoprocura2009 og http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-39/351_read-14233
 

Umhverfisstjórnun hjá OR - hindranir og lausnir

Fundur hjá umhverfis- og öryggishópi

Umhverfisstjórnun hjá OR - hindranir og lausnir
Fyrirlesarar
Loftur Reimar Gissuarson og Olgeir Helgason; gæða-, umhverfis- og öryggismálasvið
Orkuveita Reykjavíkur hefur í mörg ár unnið markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum í starfsemi sinni og er mikil áhersla lögð á umhverfismál í fyrirtækinu. Daglegur rekstur og verk eru unnin í takt við vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001. Fyrirtækið gefur árlega út umhverfisskýrslu sem er hluti af skýrslu um ábyrga starfshætti.
Á fundinum munu Loftur og Olgeir segja frá innleiðingarferlinu og hvaða áhrif umhverfisstarfið hefur haft á fyrirtækið og árangur þess.
Fundarstaður
Hús Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Boðið verður upp á morgunkaffi frá kl 8:15

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?