Ábendingar, Frábrigði, atvik - Úrbóta/Umbætur. Umræður, hvenær á að nota hvað?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópur um gæðastjórnun og ISO staðla hélt í morgun fund þar sem farið var yfir meðhöndlum ábendinga / frábrigði / atvik / úrbætur / umbætur og þau orð sem eru notuð.

Hvað er rétt og hvað er rangt? Mikill áhugi var fyrir fundinum sem var sóttur af yfir 60 manns. 
María Hedman formaður faghópsins setti fundinn og bauð alla velkomna. Einn mikilvægasti þátturinn hjá gæðastjórum er að meðhöndla ábendingar rétt því ef svo er ekki er orðspor fyrirtækisins í húfi.

María kynnti stjórn faghópsins og dagskrána framundan.  Í framhaldi fór Sveinn hjá Jensen ráðgjöf yfir mikilvægi hugtaka. Þeir stjórnunarstaðlar sem er búið að búa til eru samstilltir.  En nokkur hugtök eru samræmd alþjóðlega á milli staðlanna.   Kvörtun er gæðatengt hugtak. Atvik er atburður sem verður til vegna vinnu eða meðan á vinnu stendur og gæti valdið eða veldur áverka og vanheilsu.  Aðalatriðið er að skrá þau og þau koma fram í ISO 45001 og einnig í ISO 55000 sem er eignastjórnunarstaðall. Frábrigði kemur fram í ISO 9000, 27000, 45001, 55000, ISO /IEC 17025. Skilgreiningin er sú að krafa er ekki uppfyllt. Frávik (deviation) er ekki skilgreint hugtak en notað í texta. Mikilvægt er að vanda til verka hvernig orð eru notuð. Umbætur er athöfn til að bæta frammistöðu, stöðugar umbætur eru endurtekin athöfn til að bæta frammistöðu.  Úrbætur eru aðgerðir til að eyða orsök frábrigðis eða atviks og til að koma í veg fyrir endurtekningu. Orsakir frábrigða geta verið af ýmsum orsökum því er ekki til ein einföld skýring. 

Sveinn sagði að um leið og fólk fari að skilgreina hugtökin þá getur það búið til ferla og verklag.  Mikilvægt er að hafa sömu orð yfir sömu hugtökin. 

Sveinn talaði um ábendingu (indication) sem er sér íslenskt hugtak.  Hvorki skilgreint hugtak né notað í megintexta staðlanna.  Samskipti við viðskiptavini: að fá endurgjöf frá viðskiptavinum varðandi vörur og þjónustu þ.m.t. kvartanir viðskiptavina. Ábending er mikilvæg en það má ekki verða of upptekinn af kvörtunum.  Ábendingar eru ýmiss konar og orðið er ágætis safnorð.  Ábending, kvörtun og atvik eru á svipuðum slóðum.  Mikilvægt er að átta sig á hverju við viljum safna saman.  María hvatti Stjórnvísifélaga til að deila reynslu sinni og segja frá hvernig þetta væri á þeirra vinnustað.   Virkilega áhugaverðar umræður urðu meðal fundargesta í lok fundar. Að endingu sagði Sveinn að mikilvægt væri að hafa hlutina ekki of flókna fyrir starfsmenn. 

Um viðburðinn

Ábendingar, Frábrigði, atvik - Úrbóta/Umbætur. Umræður, hvenær á að nota hvað?

 Join Microsoft Teams Meeting

Förum yfir meðhöndlun ábendingar / frábrigði / atvik / úrbóta / umbætur og þeim orð sem eru notuð.

Hvað er rétt og hvað er rangt?  

Hér er slóð: 

Join Microsoft Teams Meeting

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?