Förum yfir meðhöndlun ábendingar / frábrigði / atvik / úrbóta / umbætur og þeim orð sem eru notuð.
Hvað er rétt og hvað er rangt?
Hér er slóð:
Förum yfir meðhöndlun ábendingar / frábrigði / atvik / úrbóta / umbætur og þeim orð sem eru notuð.
Hvað er rétt og hvað er rangt?
Hér er slóð:
Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópur um gæðastjórnun og ISO staðla hélt í morgun fund þar sem farið var yfir meðhöndlum ábendinga / frábrigði / atvik / úrbætur / umbætur og þau orð sem eru notuð.
Hvað er rétt og hvað er rangt? Mikill áhugi var fyrir fundinum sem var sóttur af yfir 60 manns.
María Hedman formaður faghópsins setti fundinn og bauð alla velkomna. Einn mikilvægasti þátturinn hjá gæðastjórum er að meðhöndla ábendingar rétt því ef svo er ekki er orðspor fyrirtækisins í húfi.
María kynnti stjórn faghópsins og dagskrána framundan. Í framhaldi fór Sveinn hjá Jensen ráðgjöf yfir mikilvægi hugtaka. Þeir stjórnunarstaðlar sem er búið að búa til eru samstilltir. En nokkur hugtök eru samræmd alþjóðlega á milli staðlanna. Kvörtun er gæðatengt hugtak. Atvik er atburður sem verður til vegna vinnu eða meðan á vinnu stendur og gæti valdið eða veldur áverka og vanheilsu. Aðalatriðið er að skrá þau og þau koma fram í ISO 45001 og einnig í ISO 55000 sem er eignastjórnunarstaðall. Frábrigði kemur fram í ISO 9000, 27000, 45001, 55000, ISO /IEC 17025. Skilgreiningin er sú að krafa er ekki uppfyllt. Frávik (deviation) er ekki skilgreint hugtak en notað í texta. Mikilvægt er að vanda til verka hvernig orð eru notuð. Umbætur er athöfn til að bæta frammistöðu, stöðugar umbætur eru endurtekin athöfn til að bæta frammistöðu. Úrbætur eru aðgerðir til að eyða orsök frábrigðis eða atviks og til að koma í veg fyrir endurtekningu. Orsakir frábrigða geta verið af ýmsum orsökum því er ekki til ein einföld skýring.
Sveinn sagði að um leið og fólk fari að skilgreina hugtökin þá getur það búið til ferla og verklag. Mikilvægt er að hafa sömu orð yfir sömu hugtökin.
Sveinn talaði um ábendingu (indication) sem er sér íslenskt hugtak. Hvorki skilgreint hugtak né notað í megintexta staðlanna. Samskipti við viðskiptavini: að fá endurgjöf frá viðskiptavinum varðandi vörur og þjónustu þ.m.t. kvartanir viðskiptavina. Ábending er mikilvæg en það má ekki verða of upptekinn af kvörtunum. Ábendingar eru ýmiss konar og orðið er ágætis safnorð. Ábending, kvörtun og atvik eru á svipuðum slóðum. Mikilvægt er að átta sig á hverju við viljum safna saman. María hvatti Stjórnvísifélaga til að deila reynslu sinni og segja frá hvernig þetta væri á þeirra vinnustað. Virkilega áhugaverðar umræður urðu meðal fundargesta í lok fundar. Að endingu sagði Sveinn að mikilvægt væri að hafa hlutina ekki of flókna fyrir starfsmenn.
Á fundinum munu Sólveig Ingólfsdóttir sviðsstjóri faggildingarsviðs og Guðrún Rögnvaldardóttir starfsmaður faggildingarsviðs ræða um starfsemi sviðsins og mikilvægi faggildingar fyrir vottanir á Íslandi.
Fundinum er ætlað að höfða til faggiltra aðila jafnt sem notendur þjónustu faggiltra aðila.
Áherslur:
Umræður
Aðalfundur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar verður haldinn í fjarfundi (Teams) 5. maí kl. 12.00-13:00
Hér er: Tengill á fundinn
Dagskrá aðalfundar faghóps Stjórnvísi: Gæðastjórnun og ISO staðlar:
Faghópar Stjórnvísi - Gæðastjórnun og ISO staðlar og Breytingastjórnun, kynna spennandi viðburð „Reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Hugmyndafræði breytingastjórnunar og kröfur ISO 9001 staðalsins“ .
Á þessum fjarfundi kemur fyrst fram Helga Franklínsdóttir, frá EFLU, sem segir nokkrar áhugaverðar reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Helga mun einnig fjalla um breytingar þar sem mismunandi fyrirtækjamenning og áhrif hennar á innleiðingu breytinga kemur við sögu.
Síðan mun Ágúst Kristján Steinarrsson, frá Vita ráðgjöf, tengja sögu Helgu við hugmyndafræði breytingastjórnunar og jafnframt kröfur ISO staðalsins um breytingastjórnun. Þannig er erindið ekki eingöngu að horfa kerfislægt á breytingar í gæðaumhverfi, heldur einni mannlegar - sem skipta gjarnan höfuðmáli.
Fyrirlesarar:
Helga Franklínsdóttir
Helga lauk M.Sc. prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og B.Sc. prófi í líffræði frá Auburn University Montgomery árið 2012. Hún hefur langa starfsreynslu úr framleiðsluiðnaði og innleiðingu breytinga, bæði á Íslandi og erlendis. Áður en hún starfaði hjá Marel starfaði hún í um 4 ár hjá Icelandic Group í gæðamálum, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði hjá Marel í um 7 ár í alþjóðlegu hlutverki varðandi innleiðingar og umbætur en starfar nú hjá EFLU Verkfræðistofu, þar sem hún er fyrirliði yfir teyminu gæði og umbætur. Í því hlutverki vinnur hún með innleiðingar og breytingarstjórnun.
Helga hefur mikla reynslu í verkefnastjórnun, breytingarstjórnun, innleiðingu nýrra kerfa og að búa til ferla. Sú dýrmæta reynsla nýtist henni vel í hennar núverandi starfi hjá EFLU. Helga er einnig hluti að faghópnum breytingarstjórnun hjá Stjórnvísi.
Ágúst Kristján Steinarrsson
Ágúst hefur fjölþætta reynslu af stjórnendaráðgjöf, greiningum, verkefnastjórn og fræðslu. Áður en hann hóf að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi hafði hann öðlast dýrmæta reynslu sem stjórnandi, verkefnastjóri og ráðgjafi.
Á 20 árum hefur Ágúst fengist við hvert umbótaverkefnið á fætur öðru, stórt sem smátt og þannig hefur skapast djúp þekking og skilningur á lyklum til árangurs. Með tímanum varð til hugmyndafræði sem er í dag leiðarljós í öllum hans störfum auk þess sem hann kennir hana í Opna háskólanum og víðar.
Í dag er Ágúst stjórnunarráðgjafi í breytingum þar sem hann vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að raunverulegum umbótum og lausnum sem lyfta upp vinnustöðum. Hann leggur ríka áherslu á mannlegu hliðina í allri sinni nálgun, samhliða því að beita skapandi, praktískum og skipulögðum vinnubrögðum.
Faghópur um gæðastjórnun og ISO staðla býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utanum samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.
Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall.
Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 32 þannig áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær 😊
Dagsetning: 28. nóv. kl. 9:00 - 10:15.
Staðsetning: Hamraborg 6A, Kópavogi (fundarherbergi: Tilraunastofan – 1. hæð - undir bókasafninu).
Kynning á Innri úttektum ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.
Eðvald Valgarðsson hjá Samhentir og Sveinn V. Ólafsson hjá Jenssen ráðgjöf ætla að fjalla um og deila reynslu sinni af Innri úttektum með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.
Eðvald hefur mikla reynslu af stjórnunarstöðlum og hefur unnið m.a. með ISO 9001 og ISO 22000 staðlana. Hann hefur einnig unnið með og sett upp BRC staðla
Sveinn V. Ólafsson starfar hjá Jenssen ráðgjöf og hefur mikla reynslu hinum ýmsu stöðlum m.a. ISO 19001, ISO 9001, ISO 31000, ISO 45001 og ISO 55001