Ábyrgar fjárfestingar

Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar var haldinn í morgun í KPMG.   Það voru faghópar um fjármál fyrirtækja, gæðastjórnun og ISO staðla, góða stjórnarhætti og samfélagsábyrgð sem stóðu að fundinum.  Fundarstjóri var Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf. Yfirskrift fundarins var: „ Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fjallaði um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. Festa er að fjalla um fjárfesta sem hluta af stóru myndinni. Samfélagsábyrgð er heildarábyrgð á fyrirtækjarekstur og fjárfestar eru einn af hagsmunaaðilunum.  En hvað eru ábyrgar fjárfestingar? „Ábyrgar fjárfestingar felast í að taka mið af umhverfis-og samfélagsþáttum, auk stjórnarhátta og siðferðis þegar fjárfestingaákvarðanir eru teknar. Það eru langtímasjónarmið, hlusta á hagaðila og að fyrirtæki líta svo á að þau hafi það markmið að búa til betra samfélag fyrir alla aðila.  Þetta tengist sjálfbærni og sjálfbærri þróun.  Sumar tegundir fjárfestinga eru kallaðar kynslóðafjárfestingar þ.e. þær munu koma næstu kynslóðum vel.  Samfélagábyrgð felst í að fyrirtæki axli ábyrgð á áhrifum sem ákvarðanir og athafnir þess hafa á samfélagið og umhverfið.  Það er gert með gagnsæi og siðrænni hegðun, með gagnkvæmum ávinningi, stuðli að sjálfbærni, hlusti á væntingar hagsmunaaðila og fari að lögum.  Samfélagsábyrgð er með auknum mæli að færast inn í lög.  T.d. skylda lög ESB stór fyrirtæki í Evrópu til að gefa árlega út skýrslu um samfélagsábyrgð sína. Ketill kom inn á að samfélagsábyrgð borgar sig.  Því til stuðnings nefndi hann að Deutsche Bank komst að því að fyrirtæki sem skora hátt á samfélags-,umhverfis-og stjórnarháttum bera lægri vaxtarkostnað og vegna betur til miðlungs-og langs tíma.   Einnig gerðu þrír hagfræðingar frá Harvard og LBS saman tvo hópa með 90 fyrirtækjum frá 1993-2001.  Í öðrum hópnum voru öll með stefnu um SÁ. Sá hópur skilaði mun betri rekstri.  Ketill sýndi líka módel (Sheila Bonini and Stephan Börner 2011) hvernig hægt er að aðstoða fjármálastjóra við að sjá ávinning. En hvað ýtir á samfélagsábyrgð fyrirtækis?  Áhætta, rekstur, siðferði og samfélag.

Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna fjallaði um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Tómas velti upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance). Lífeyrissjóðir eru langstærsti fjárfestirinn á Íslandi í dag. Starfsemi lífeyrissjóðs takmarkast við móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyrir.  Í dag þurfa lífeyrissjóðir að horfa til fimm viðmiða/vegvísa.  Í frjálsara umhverfi þurfa lífeyrissjóðir að taka meðvitaða ákvörðun um það hversu stórum hluta fjárfestinga sinna þeir verja í innlend verkefni.  Sú ákvörðun ætti bæði að byggjast á viðleitni til að takmark áhættu með eignadreifingu og tryggja að hérlendis ríki til lengri tíma litið fjölbreytt og góð atvinnuskilyrði sem stuðla að búsetu og lífsgæðum í landinu.  En hvað hefur Lífeyrissjóður VR gert?  Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur sett sér gildi og viðmið. Fjárfesting í nýsköpun getu falið í sér áhugaverð fjárfestingartækifæri.  Mikilvægt að forsvarsmenn nýsköpunarverkefna skilji þarfir og skyldu lífeyrissjóða sem fjárfesta. Mikilvægt að fara vel með það fé sem fengið er frá fjárfestum til nýsköpunarverkefna varðandi orðspor og framhaldið.

Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands fjallaði um innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna fór yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig fjallaði hún um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar. Stóru sporin eru í fjárfestingum og lánveitingum.  Árið 2013 setti Landsbankinn niður stefnu. Flottir sérfræðingar voru fengnir inn í bankann og bankaráðið þurfti að vera með ásamt framlínunni.  Þetta var ekki samkeppnismál því nú var þörf á að nýta reynslu fræðimanna sem komu erlendis frá og því bauð Landsbankinn samkeppnisaðilum á fræðslufundi þeim tengdum.  Allt hófst þetta með fræðslunni og sendur var spurningarlisti til hlutafélaga í Kauphöllinni.  Stofnuð hafa verið samtök og byggir starfsemin á faglegri virkni stjórnarmanna en stjórnina skipa: Arnór Gunnarsson, VÍS, Davíð Rúdólfsson, Gildi, Hrefna Sigfinnsdóttir Landsbanki, Jóhann Guðmundsson Live, Kristín Jóna Kristjánsdóttir Íslandssjóði og Kristján Geir Pétursson, Birta.  Ný stjórn hefur fyrst og fremst það hlutverk að forma starfsemina og setja fræðslu af stað með fræðsluviðburðum og vinnuhópum stjórnar.  

Um viðburðinn

Ábyrgar fjárfestingar

Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar

21. nóvember 2017, kl 8:30 – 10:00, KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð heldur fræðslufund um ábyrgar fjárfestingar í samvinnu við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð, undir yfirskriftinni: Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?

Fyrirlesarar

Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna: Lög og um fjárfestingarstarfsemi  lífeyrissjóða og upplýsingagjöf þeirra, m.a. í tengslum við sjálfbærniviðmið. Tómas mun fjalla um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Velt verður upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance).

Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands: Innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna mun fara yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig mun hún fjalla um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar.

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ketill mun fjalla um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. 

Fundastjóri: Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf.

Fundurinn verður hýstur í húsakynnum KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Boðið verður upp á kaffi,

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?