Ábyrgar fjárfestingar

Faghópur um samfélagsábyrgð í samvinnu við Festi, miðstöð um samfélagsábyrgð, heldur viðburð í nóvember um ábyrgar fjárfestingar.

Takið frá morguninn og fylgist með nánari upplýsingum þegar nær dregur.

Skrá mætingu án innskráningar Innskráning  

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Aðalfundur faghóps

Hringrásarhagkerfið (e. Circular Economy)

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, UN Global Compact, ávinningur, innleiðing og reynsla

Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð byrjar starfsárið á viðburði með kynningu á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, UN Global Compact, ávinningur, innleiðing og reynsla.

Fjallað verður um ávinning þess að skrifa undir Global Compact, innleiðingu 10 viðmiða sáttmálans og reynslu fyrirtækis af því að skrifa undir.

Hörður Vilberg, forstöðumaður samskipta hjá Samtökum atvinnulífsins, greinir frá ávinningi aðildar að sáttmálanum. SA eru tengiliður Íslands við Global Compact.

Harpa Júlíusdóttir, viðskiptafræðingur, fjallar um niðurstöður rannsóknar hennar til meistaranáms á þróun aðildar að UN Global Compact hjá íslenskum fyrirtækjum og hvernig hefur gengið að innleiða samfélagsábyrgð.

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts lýsir reynslu Póstsins af aðild UN Global Compact. Pósturinn hefur verið aðili að GC frá árinu 2009.

Fundarstjóri er Ásdís Gíslason, kynningarstjóri HS Orku.

Fundurinn er opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

 

 

 

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð verður haldinn í beinu framhaldi af síðasta morgunfundi faghópsins í vetur. Á fundinum verður farið yfir starf faghópsins í vetur og kosið í nýja stjórn. Áhugasamir um að taka sæti í stjórn faghópsins eru hvattir til að mæta og gefa kost á sér. Fyrirspurnir eða ábendingar um störf hópsins er hægt að senda á fanneyk@novomaticls.com

Samfélagsskýrslur fyrirtækja

Morgunfundur Festu og Stjórnvísihóps um samfélagsábyrgð

Markmið þessa fundar er að kynna samfélagsskýrslur fyrirtækja og ræða hvernig mæla megi árangur í umhverfis- og samfélagsmálum.

Tími:               8. júní kl. 8.30–10.00
Staður:           Icelandair Hótel Natura
Fyrir hverja:   Áhugasama um samfélagsábyrgð
 
Dagskrá 8.30-10.00
 
Um samfélagsskýrslur
Þorsteinn Kári Jónsson, Marel, varaformaður Festu 
 

Ársskýrsla ÁTVR 2016
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Samfélagsskýrsla Alcoa Fjarðaáls 2016
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Alcoa Fjarðaáls

Árs- og samfélagsskýrsla Isavia 2016
Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður Verkefnastofu Isavia

 
Fundarstjóri: Soffía Sigurgeirsdóttir, KOM og í stjórnvísihópi um samfélagsábyrgð

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?