Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar?

Fundurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Í morgun var haldinn fundur á vegum faghóps um samfélagsábyrgðar hjá Stjórnvísi og FKA sem bar yfirskriftina „Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar? Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn. Fundarstjóri var Halldóra Ingimarsdóttir hjá Sjóvá. Kreditinfo birti nýlega könnun sem sýndi hversu fáar konur hlutfallslega eru enn í stjórnum íslenskra fyrirtækja.
Markmið fundarins var að varpa ljósi á ástæðurnar sem gætu legið að baki og hvernig við getum saman unnið meðvitað að auknu jafnrétti þannig að konur og karlar raðist með jafnari hætti í stjórnendastöður.

Jafnrétti – er þetta ekki bara komið?
Ágústa Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá, fór yfir helstu aðgerðir í jafnréttismálum síðustu ára og hver séu næstu skref. Sjóvá er eitt þeirra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sem látið hefur jafnrétti sig varða svo um munar. Þjóðarspegill HÍ var nýlega með fund þar sem kom fram að konur kæmust síður að borðinu og þar var rætt hvaða reynsla er mikilvæg.  Eftir að hafa starfað við ráðningar í 16 ár sagði Ágústa að mikilvægt væri að hafa lokahópinn sem fjölbreyttastan.  Við eigum frábæra aðila bæði karlkyns og kvenkyns.  Tengslanet kvenna og karla er ólíkt kom fram í þessari rannsókn.  En hver er staðan hjá Sjóvá?  Lengi hefur verið yfirlýst markmið að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórn og framkvæmdastjórn og í nefndum Sjóvá eru 60% konur. Í framkvæmdastjórn Sjóvá eru nú 2 konur 1 karl og síðan forstjóri. Árið 2019 var kynntur kynjakvarði fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og þar er Sjóvá með hæstu einkunn.  En það er mikilvægt að hafa jafnréttismenningu og vísaði Ágústa í VR mælingu ársins þar sem kemur fram að upplifun starfsmanna er sú að konur og karlar fái sömu tækifæri. 

Valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi
Ólöf Júlíusdóttir, doktor í félagsfræði frá Háskóla Íslands varði doktorsritgerð sína haustið 2019 en ritgerðin fjallaði um valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Í erindinu verður fjallað um nokkrar af þeim skýringum sem settar hafa verið fram um valdaójafnvægi kvenna og karla í áhrifastöðum og þær settar í samhengi við stöðuna hér á landi. Varpað verður ljósi á hvers vegna karlar eiga auðveldara með að halda völdum í efnahagslífinu á meðan að konum er síður treyst fyrir sömu völdum. Rannsóknin byggir bæði á spurningalista sem sendur var til æðstu stjórnenda í 249 fyrirtækjum á Íslandi og 61 viðtali við stjórnendur. Á Íslandi er hátt hlutfall kvenna á vinnumarkaði. Kynjakvótar hafa verið settir á í stjórnum fyrirtækja, jafnlaunastaðall, konur eru meira menntaðar en karlar en þó eru greinar eins og verkfræði og hagfræði þar sem hlutfall útskrifaðra karla er hærra. Það eru því mótsagnir í því hvers vegna svo fáar konur eru í stjórnum fyrirtækja. 

Í viðtölunum sem Ólöf tók við æðstu stjórnendur í viðskiptalífinu mátti greina lífsseiga orðræðu þar sem konum er frekar kennt um að komast ekki til áhrifa í stað þess að benda t.d. á hvers vegna karlar séu svona þaulsetnir í sínum forstjórastólum. Það að konur: vilji síður vinna langan vinnudag, vilji ekki sleppa hendinni af heimilinu, hleypa ekki makanum í heimilisstörfin eins og undirbúning afmæla, í þvottinn og almenn heimilisverk eru ekki sannfærandi skýringar. Vafalaust þætti þeim ágætt að sleppa við þessi skylduverk. En þær hafa síður þennan stuðning sem karlar hafa heima fyrir því konur í stjórnendastöðum eiga frekar maka sem vinna lengri vinnudaga en þær sjálfar.

Mikið af kerfislægum hindrunum hafa verið unnar en varðandi vinnu á heimili er hægt að gera miklu betur. Þar þurfa karlarnir að taka sig á og vinnumarkaðurinn þarf að taka mið af því að karlar eru líka feður og eiga og vilja taka þátt í uppeldi barna sinna. Vísbendingar um þetta má sjá i tölum yfir karla sem taka fæðingarorlof. Konur eru frekar ráðnar í ábyrgðastöður þegar fyrirtæki ganga ekki vel og tók Ólöf dæmi eins og að Birna Einarsdóttir tók við Íslandsbanka eftir hrun árið 2008 og að í fyrsta sinn varð kona biskup Íslands eftir mikla ádeilu á kirkjuna. Varðandi tengslanet þá er sú umræða mjög áhugaverð því tengslanet karla og kvenna eru um margt ólík og virðast karlar hafa meira gagn af sínum netum en konur þar sem karlar ráða frekar karla, jafnvel þó það sé ómeðvitað. En Creditinfo greindi frá því á dögunum að konur eru líklegri til að taka við af konum. Karlar í stjórnendastöðum eru líklegri til að eiga maka sem vinnur færri stundir en hann sjálfur og þannig hafa þeir ákveðna forgjöf þegar kemur að sýnileika í stafi því makar karlanna taka meiri fjölskylduábyrgð og þeir fá þá meiri tíma fyrir sig. Þar sem við erum lagalega jöfn, hvers vegna er staðan þá ekki betri? Getur skýringin verið ástarkraftur kvenna. Þá að karlar græða meira á ást kvenna en öfugt. Praktískar hugsanir eru einnig ekki konum í hag ef þær snúast um það að ráða ekki konur til starfa sem eru á barnseignaaldri, gera skal ráð fyrir því að karlinn líkt og konan geti dottið út af vinnumarkaði ef hann er á barnseignaaldri. Þess vegna ætti þessi ,,praktíska hugsun“ að ráða ekki konu á barnseignaaldri að fjara út. Því hún er ekki lengur praktísk ef karlar detta líka út til jafns við konur. Konur hafa áhuga og eru vel menntaðar, hvað er þá til ráða?  Auka gagnsæi í ráðningum, skoða hvernig umsækjendur eru metnir, hvað er hæfni og reynsla, skapa vinnumenningu sem hentar konum og körlum, markvissar jafnréttisstefnur svo eitthvað sé nefnt. 

Jafnrétti er ákvörðun!
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður og talsmaður Jafnvægisvogar FKA sagði frá verkefni FKA,-  Jafnvægisvoginni og fór yfir nýjustu tölur af mælaborði jafnréttismála. Hildur sagði að jafnrétti væri ákvörðun og Ísland er í 1.sæti hjá World Economic Forum. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni og beitir jákvæðri hvatningu. Markmiðið er að íslenskt viðskiptalíf verði fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Jafnvægisvogin fær fyrirtæki til að skrifa undir viljayfirlýsingu og veitir viðurkenningar til fyrirtækja sem ná markmiðunum. En eitt af fyrstu verkefnum var að taka saman yfirlit og búa til mælaborð jafnréttis.  Hjá fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur einungis ein kona verið forstjóri á Íslandi.  Kauphallarfyrirtækin uppfylla öll rétt kynjahlutfall í stjórn en ekki í framkvæmdarstjórn.  Það eru sterk jákvæð tengsl á milli frammistöðu fyrirtækja og kynjajafnvægi í framkvæmdastjórn. Að lokum sagði Hildur að Melinda Gates væri búin að setja háa upphæð til þessa verkefnis.

Í lok erinda voru áhugaverðar umræður.  Þar kom m.a. fram að mikilvægt væri fyrirtækin að hafa góðar jafnréttisstefnur með mælikvörðum sem væri fylgt eftir.

Um viðburðinn

Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar?

Click here to join the meeting
Árið 2020 náðu Íslendingar þeim árangri að konur eru jafnmargar og karlar sem forstjórar fyrirtækja í Kauphöllinni. ….var ég að lesa rétt? Nei, því miður þá var þetta nóvembergabb. Þess vegna ætlum við hjá faghópi um samfélagslega ábyrgð og FKA að velta því fyrir okkur á þessum fundi af hverju hlutfallið er ekki jafnara árið 2020. Við ætlum að varpa ljósi á ástæðurnar sem gætu legið að baki og hvernig við getum saman unnið meðvitað að auknu jafnrétti þannig að konur og karlar raðist með jafnari hætti í stjórnendastöður.

Jafnrétti – er þetta ekki bara komið?
Ágústa Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá, fer yfir helstu aðgerðir í jafnréttismálum síðustu ára og hver séu næstu skref. Sjóvá er eitt þeirra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sem látið hefur jafnrétti sig varða svo um munar. 

Valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi
Ólöf Júlíusdóttir, doktor í félagsfræði frá Háskóla Íslands varði doktorsritgerð sína haustið 2019 en ritgerðin fjallaði um valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Í erindinu verður fjallað um nokkrar af þeim skýringum sem settar hafa verið fram um valdaójafnvægi kvenna og karla í áhrifastöðum og þær settar í samhengi við stöðuna hér á landi. Varpað verður ljósi á hvers vegna karlar eiga auðveldara með að halda völdum í efnahagslífinu á meðan að konum er síður treyst fyrir sömu völdum. Rannsóknin byggir bæði á spurningalista sem sendur var til æðstu stjórnenda í 249 fyrirtækjum á Íslandi og 61 viðtali við stjórnendur.

Jafnrétti er ákvörðun!
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður og talsmaður Jafnvægisvogar FKA mun segja frá verkefni FKA,-  Jafnvægisvoginni og fara yfir nýjustu tölur af mælaborði jafnréttismála. 

Fundarstjóri verður Halldóra Ingimarsdóttir hjá Sjóvá. 

Fleiri fréttir og pistlar

Ný stjórn Stjórnvísi 2024-2025 kosin á aðalfundi í dag.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var í dag 8. maí 2024 á Nauthól var kosin stjórn félagsins. 
Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.
Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

Ársreikningurinn er aðgengilegur á vefsíðu félagsins. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2024

Aðalfundur faghóps Stjornvísi um góða stjórnarhætti var haldinn þann 3. maí, 2024.:

Í stjórn á komandi starfsári verða:

  • Jón Gunnar Borgþórsson, ráðgjafi, (formaður)
  • Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA
  • Rut Gunnarsdóttir, KPMG
  • Sigurjón G. Geirsson, Háskóli Íslands,
  • Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg

Aðrar ákvarðanir:

  • Ákveðið var að stjórnin hittist í byrjun júní til að kynnast aðeins og ræða framhaldið.
  • Nýttir verða áfram Facebook og Messenger hópar til samskipta og ákvarðanatöku
  • Ákveðið að stjórn hittist aftur í ágúst til að koma starfinu af stað næsta starfsár
  • Óskað verði eftir hugmyndum að umfjöllunarefnum hjá þátttakendum faghópsins

 Annað:

  • Farið var lauslega yfir starfsemi síðasta starfsárs.
  • Nýtt stjórnarfólk var boðið velkomið og því þakkað fyrir auðsýndan áhuga á starfi hópsins.
  • Hvatt var til þess að stjórnarfólk kynni sér vefsvæði Stjórnvísi – ekki síst mælaborðið og þær upplýsingar sem að starfi faghópsins snúa.
  • Kynnt var afhending viðurkenninga til fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum þann 23. ágúst n.k.

Intercultural Conference of Reykjavík City

The Intercultural Conference offers a unique platform for people of diverse backgrounds to come together and share their knowledge, have lively discussions, and enjoy the day together. The Conferences’ objectives are communication, democracy, and attitudes.

Reykjavík City ‘s Intercultural Conference will take place at Hitt Húsið on the 4th of May 2024. 

The Conference is an essential forum for active discussion regarding people of foreign origin and immigrants in Reykjavík. Reykjavik City is an intercultural city, and 25% of its residents are of foreign origin.

Language, literature, and inclusion will be a focal point at the Intercultural Conference. For the first time at the Conference, a seminar for youth to discuss the experiences of youth and ethnic minority backgrounds takes place.

 

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?