Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar?

Click here to join the meeting
Árið 2020 náðu Íslendingar þeim árangri að konur eru jafnmargar og karlar sem forstjórar fyrirtækja í Kauphöllinni. ….var ég að lesa rétt? Nei, því miður þá var þetta nóvembergabb. Þess vegna ætlum við hjá faghópi um samfélagslega ábyrgð og FKA að velta því fyrir okkur á þessum fundi af hverju hlutfallið er ekki jafnara árið 2020. Við ætlum að varpa ljósi á ástæðurnar sem gætu legið að baki og hvernig við getum saman unnið meðvitað að auknu jafnrétti þannig að konur og karlar raðist með jafnari hætti í stjórnendastöður.

Jafnrétti – er þetta ekki bara komið?
Ágústa Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá, fer yfir helstu aðgerðir í jafnréttismálum síðustu ára og hver séu næstu skref. Sjóvá er eitt þeirra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sem látið hefur jafnrétti sig varða svo um munar. 

Valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi
Ólöf Júlíusdóttir, doktor í félagsfræði frá Háskóla Íslands varði doktorsritgerð sína haustið 2019 en ritgerðin fjallaði um valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Í erindinu verður fjallað um nokkrar af þeim skýringum sem settar hafa verið fram um valdaójafnvægi kvenna og karla í áhrifastöðum og þær settar í samhengi við stöðuna hér á landi. Varpað verður ljósi á hvers vegna karlar eiga auðveldara með að halda völdum í efnahagslífinu á meðan að konum er síður treyst fyrir sömu völdum. Rannsóknin byggir bæði á spurningalista sem sendur var til æðstu stjórnenda í 249 fyrirtækjum á Íslandi og 61 viðtali við stjórnendur.

Jafnrétti er ákvörðun!
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður og talsmaður Jafnvægisvogar FKA mun segja frá verkefni FKA,-  Jafnvægisvoginni og fara yfir nýjustu tölur af mælaborði jafnréttismála. 

Fundarstjóri verður Halldóra Ingimarsdóttir hjá Sjóvá. 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar?

Fundurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Í morgun var haldinn fundur á vegum faghóps um samfélagsábyrgðar hjá Stjórnvísi og FKA sem bar yfirskriftina „Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar? Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn. Fundarstjóri var Halldóra Ingimarsdóttir hjá Sjóvá. Kreditinfo birti nýlega könnun sem sýndi hversu fáar konur hlutfallslega eru enn í stjórnum íslenskra fyrirtækja.
Markmið fundarins var að varpa ljósi á ástæðurnar sem gætu legið að baki og hvernig við getum saman unnið meðvitað að auknu jafnrétti þannig að konur og karlar raðist með jafnari hætti í stjórnendastöður.

Jafnrétti – er þetta ekki bara komið?
Ágústa Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá, fór yfir helstu aðgerðir í jafnréttismálum síðustu ára og hver séu næstu skref. Sjóvá er eitt þeirra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sem látið hefur jafnrétti sig varða svo um munar. Þjóðarspegill HÍ var nýlega með fund þar sem kom fram að konur kæmust síður að borðinu og þar var rætt hvaða reynsla er mikilvæg.  Eftir að hafa starfað við ráðningar í 16 ár sagði Ágústa að mikilvægt væri að hafa lokahópinn sem fjölbreyttastan.  Við eigum frábæra aðila bæði karlkyns og kvenkyns.  Tengslanet kvenna og karla er ólíkt kom fram í þessari rannsókn.  En hver er staðan hjá Sjóvá?  Lengi hefur verið yfirlýst markmið að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórn og framkvæmdastjórn og í nefndum Sjóvá eru 60% konur. Í framkvæmdastjórn Sjóvá eru nú 2 konur 1 karl og síðan forstjóri. Árið 2019 var kynntur kynjakvarði fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og þar er Sjóvá með hæstu einkunn.  En það er mikilvægt að hafa jafnréttismenningu og vísaði Ágústa í VR mælingu ársins þar sem kemur fram að upplifun starfsmanna er sú að konur og karlar fái sömu tækifæri. 

Valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi
Ólöf Júlíusdóttir, doktor í félagsfræði frá Háskóla Íslands varði doktorsritgerð sína haustið 2019 en ritgerðin fjallaði um valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Í erindinu verður fjallað um nokkrar af þeim skýringum sem settar hafa verið fram um valdaójafnvægi kvenna og karla í áhrifastöðum og þær settar í samhengi við stöðuna hér á landi. Varpað verður ljósi á hvers vegna karlar eiga auðveldara með að halda völdum í efnahagslífinu á meðan að konum er síður treyst fyrir sömu völdum. Rannsóknin byggir bæði á spurningalista sem sendur var til æðstu stjórnenda í 249 fyrirtækjum á Íslandi og 61 viðtali við stjórnendur. Á Íslandi er hátt hlutfall kvenna á vinnumarkaði. Kynjakvótar hafa verið settir á í stjórnum fyrirtækja, jafnlaunastaðall, konur eru meira menntaðar en karlar en þó eru greinar eins og verkfræði og hagfræði þar sem hlutfall útskrifaðra karla er hærra. Það eru því mótsagnir í því hvers vegna svo fáar konur eru í stjórnum fyrirtækja. 

Í viðtölunum sem Ólöf tók við æðstu stjórnendur í viðskiptalífinu mátti greina lífsseiga orðræðu þar sem konum er frekar kennt um að komast ekki til áhrifa í stað þess að benda t.d. á hvers vegna karlar séu svona þaulsetnir í sínum forstjórastólum. Það að konur: vilji síður vinna langan vinnudag, vilji ekki sleppa hendinni af heimilinu, hleypa ekki makanum í heimilisstörfin eins og undirbúning afmæla, í þvottinn og almenn heimilisverk eru ekki sannfærandi skýringar. Vafalaust þætti þeim ágætt að sleppa við þessi skylduverk. En þær hafa síður þennan stuðning sem karlar hafa heima fyrir því konur í stjórnendastöðum eiga frekar maka sem vinna lengri vinnudaga en þær sjálfar.

Mikið af kerfislægum hindrunum hafa verið unnar en varðandi vinnu á heimili er hægt að gera miklu betur. Þar þurfa karlarnir að taka sig á og vinnumarkaðurinn þarf að taka mið af því að karlar eru líka feður og eiga og vilja taka þátt í uppeldi barna sinna. Vísbendingar um þetta má sjá i tölum yfir karla sem taka fæðingarorlof. Konur eru frekar ráðnar í ábyrgðastöður þegar fyrirtæki ganga ekki vel og tók Ólöf dæmi eins og að Birna Einarsdóttir tók við Íslandsbanka eftir hrun árið 2008 og að í fyrsta sinn varð kona biskup Íslands eftir mikla ádeilu á kirkjuna. Varðandi tengslanet þá er sú umræða mjög áhugaverð því tengslanet karla og kvenna eru um margt ólík og virðast karlar hafa meira gagn af sínum netum en konur þar sem karlar ráða frekar karla, jafnvel þó það sé ómeðvitað. En Creditinfo greindi frá því á dögunum að konur eru líklegri til að taka við af konum. Karlar í stjórnendastöðum eru líklegri til að eiga maka sem vinnur færri stundir en hann sjálfur og þannig hafa þeir ákveðna forgjöf þegar kemur að sýnileika í stafi því makar karlanna taka meiri fjölskylduábyrgð og þeir fá þá meiri tíma fyrir sig. Þar sem við erum lagalega jöfn, hvers vegna er staðan þá ekki betri? Getur skýringin verið ástarkraftur kvenna. Þá að karlar græða meira á ást kvenna en öfugt. Praktískar hugsanir eru einnig ekki konum í hag ef þær snúast um það að ráða ekki konur til starfa sem eru á barnseignaaldri, gera skal ráð fyrir því að karlinn líkt og konan geti dottið út af vinnumarkaði ef hann er á barnseignaaldri. Þess vegna ætti þessi ,,praktíska hugsun“ að ráða ekki konu á barnseignaaldri að fjara út. Því hún er ekki lengur praktísk ef karlar detta líka út til jafns við konur. Konur hafa áhuga og eru vel menntaðar, hvað er þá til ráða?  Auka gagnsæi í ráðningum, skoða hvernig umsækjendur eru metnir, hvað er hæfni og reynsla, skapa vinnumenningu sem hentar konum og körlum, markvissar jafnréttisstefnur svo eitthvað sé nefnt. 

Jafnrétti er ákvörðun!
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður og talsmaður Jafnvægisvogar FKA sagði frá verkefni FKA,-  Jafnvægisvoginni og fór yfir nýjustu tölur af mælaborði jafnréttismála. Hildur sagði að jafnrétti væri ákvörðun og Ísland er í 1.sæti hjá World Economic Forum. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni og beitir jákvæðri hvatningu. Markmiðið er að íslenskt viðskiptalíf verði fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Jafnvægisvogin fær fyrirtæki til að skrifa undir viljayfirlýsingu og veitir viðurkenningar til fyrirtækja sem ná markmiðunum. En eitt af fyrstu verkefnum var að taka saman yfirlit og búa til mælaborð jafnréttis.  Hjá fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur einungis ein kona verið forstjóri á Íslandi.  Kauphallarfyrirtækin uppfylla öll rétt kynjahlutfall í stjórn en ekki í framkvæmdarstjórn.  Það eru sterk jákvæð tengsl á milli frammistöðu fyrirtækja og kynjajafnvægi í framkvæmdastjórn. Að lokum sagði Hildur að Melinda Gates væri búin að setja háa upphæð til þessa verkefnis.

Í lok erinda voru áhugaverðar umræður.  Þar kom m.a. fram að mikilvægt væri fyrirtækin að hafa góðar jafnréttisstefnur með mælikvörðum sem væri fylgt eftir.

Tengdir viðburðir

Áhættustýring og loftslagsbreytingar – Er þitt fyrirtæki berskjaldað?

Smelltu hér til að bóka þig á viðburðinn.
Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á íslenskt samfélag, hagkerfi og virðiskeðjur. Á þessum sameiginlega viðburði Festu og Stjórnvísi skoðum við hvernig slíkar breytingar geta haft áhrif á rekstur, hvernig við getum beitt ímyndunarafli í áhættustýringu og hversu vel fyrirtæki og opinberir aðilar eru undirbúin fyrir vaxandi loftslagsáhættu. Fundurinn er rafrænn og fer fram þann 16. desember kl 13:00 - 14:00.

Dagskrá:

  • Dr. Anna Hulda Ólafsdóttir, sérfræðingur í loftslagsaðlögun hjá Veðurstofu Íslands, segir okkur frá mögulegum afleiðingum loftslagsbreytinga á Íslandi.
  • Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku, fer yfir ráð gegn óhugsandi áhættu.
  • Dr. Mikael Allan Mikaelsson, sérfræðingur á sviði loftslagsstefnumótunar hjá Stockholm Environment Institute, mun fjalla um hvernig loftslagsbreytingar eru að endurmóta áhættulandslag íslenskra fyrirtækja og hagkerfisins í heild ásamt því að kynna nýtt framtak á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

 

Að loknum erindum verður opið fyrir umræður. Þátttakendur eru hvattir til að íhuga eftirfarandi spurningar fyrir fundinn:

 

  • Hefur íslenskt atvinnulíf þegar orðið fyrir áhrifum af truflunum í hnattrænum virðiskeðjum?
  • Hversu meðvituð og vel undirbúin eru íslensk fyrirtæki fyrir loftslagstengdar truflanir í virðiskeðjum?
  • Hvernig er hægt að nýta samstarf hins opinbera og einkageirans til að styrkja efnahagslegt öryggi á tímum vaxandi loftslagsáhrifa?

 

Verkefnið sem Dr. Mikael kynnir er nýtt framtak á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem norrænar rannsóknarstofnanir — þar á meðal Stockholm Environment Institute — kanna hvernig auka megi loftslagsþol efnahagskerfisins með öflugu samstarfi opinberra aðila og atvinnulífsins. Verkefnið beinir sjónum að því hvar slíkt samstarf er nauðsynlegt til að vernda mikilvægar virðiskeðjur fyrir norrænt samfélag.

 

Í framhaldi af þessu verða haldnir geirasértækir hringborðsfundir snemma árs 2026, þar sem fyrirtæki víðsvegar af Norðurlöndum verða boðuð til þátttöku. Þar koma saman leiðtogar fyrirtækja og opinberra aðila til að móta hagnýtar lausnir til að draga úr loftslagsdrifnum röskunum.

Eldri viðburðir

Sjálfbærni og þjóðaröryggi

Join the meeting now

Í vetur mun faghópur Stjórnvísi um sjálfbærni, loftslag og umhverfi gangast fyrir nokkrum fundum þar sem sjálfbærni er tengd þeirri frjóu umræðu um öryggismál sem nú blómstrar í ljósi óvissu í alþjóðamálum.

Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 18. nóvember kl. 8:30-10:00 undir yfirskriftinni Sjálfbærni og þjóðaröryggi.

Framsögumenn verða Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formaður samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem nýverið skilaði skýrslu um inntak og áherslur væntanlegrar stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum og Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku, en orku- og veitugeirinn gegnir miklu hlutverki í að efla viðnámsþrótt gegn ógnum.

Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar og formaður faghóps um sjálfbærni, verður fundarstjóri.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1. Hann er öllum opinn og verður streymt en skráning þátttöku er nauðsynleg.

Framtíðar-samfélagsrými í þágu velsældar.

Umhverfissálfræði, samsköpun og skipulag borga og bæja.

Join the meeting now

Tækniframfarir munu breyta eðli starfa framtíða og hversu miklum tíma er varið á vinnustöðum. Þessar breytingar munu hafa áhrif á samsetningu og íbúafjölda í sveitarfélögum um land allt og kalla óneitanlega á endurskoðun á vægi samfélagsrýma. Hvernig hönnum við innviði og almenningsrými í sveitarfélögum sem stuðla að velsæld og efla tengsl milli íbúa til framtíðar?

Dögg Sigmarsdóttir og Páll Jakob Líndal kynna á fjarfundi ólíkar útfærslur á þróun samfélagsrýma framtíða sem ýta undir mannvænt og vistvænt samfélag í virku samráði við íbúa.

Dögg Sigmarsdóttir, sérfræðingur í sköpun samfélagsrýma, kynnir hugmyndir borgarbúa frá Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins um mögulega nýtingu almenningsrýma eins og bókasafna eftir 100 ár og hvernig slík samfélagsrými gætu komið í veg fyrir að tengslarof, ójöfnuður og vistkreppa samtímans fylgi okkur inn í framtíðina.

Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur, kynnir nýja nálgun í skipulagi fyrir þéttbýlið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem gagnvirkt þrívíddarlíkan af þéttbýlinu er þróað í tölvuleikjaumhverfi sem m.a. býður upp á kraftmikla upplifun í sýndarveruleika, og gerir hagaðilum kleift að skoða og meta skipulagið á aðgengilegan og sannfærandi hátt. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi núverandi þéttbýliskjarna sem telur um nú 60 manns ríflega tífaldist á næstu árum og áratugum. Frá upphafi hefur sveitarstjórn lagt áherslu á að skipulagið byggi á umhverfissálfræðilegum áherslum, með það að markmiði að skapa mannvænt umhverfi og samheldið samfélag. Verkefnið markar nýja nálgun í skipulagsvinnu þar sem samþætt er vísindaleg þekking úr umhverfissálfræði, hönnun og skipulagsgerð, auk virks samráðs við íbúa. Með þessu er lagður grunnur að sjálfbærum þéttbýliskjarna í íslensku dreifbýli.

Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney og rekur ráðgjafar-og rannsóknarfyrirtækið ENVALYS þar sem umhverfissálfræði, skipulagi og hönnun er tvinnað saman með hjálp þrívíddar- og sýndarveruleikatækni. Þá er Páll forstöðumaður viðbótarnáms á meistarastigi í umhverfissálfræði við Háskólann í Reykjavík auk þess að vera fyrirlesari og markþjálfi.

Dögg Sigmarsdóttir er verkefnastjóri sem lokið hefur APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er með meistaragráðu í Political and Economic Philosophy frá Universität Bern (Sviss) og hefur einnig lokið diplómanámi í alþjóða- og evrópurétti frá sama háskóla. Hún hefur stýrt fjölmörgum verkefnum sem snúa að mótun samfélagsrýma og eflingu borgaralegrar þátttöku í þágu inngildingar, velsældar og félagslegrar sjálfbærni.

Straumar sjálfbærni - Janúarráðstefna Festu 2025

Smelltu hér til að bóka þig.  Stjórn faghóps um sjálfbærni vekur athygli félagsfólks á þessari áhugaverðu ráðstefnu. 

Fundarstjóri verður Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu 

Virðiskeðjan 

  • Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur 
  • Hvað er virðiskeðjan? 
  • Tómas N. Möller, formaður Festu
  • Leiðarljós að tækifærum í virðiskeðjum
  • Adam Roy Gordon, stofnandi og forstjóri GlacialEdge Advisory, lektor við Columbia University Climate School og fyrrverandi framkvæmdastjóri UN Global Compact í Bandaríkjunum 
  • Getur íslenskt atvinnulíf orðið leiðandi í sjálfbærni?
  • Trúnó #1
  • Vigdís Hafliðadóttir, söngkona, leikkona og uppistandari og Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri fræðslu og kynninga hjá Sorpu
       

Stóra myndin 

  • Mikael Allan Mikaelsson, sérfræðingur á sviði loftslagsstefnumótunar hjá Stockholm Environment Institute (SEI) 
  • Samspil sjálfbærni og seiglu í aðfangakeðjum
  • Olivia Lazard, alþjóðlegur friðarráðgjafi og rannsakandi um samspil stjórnmála, landafræði og loftslagsbreytinga hjá Carnegie Europe 
  • Loftslagsmál og óstöðugleiki á alþjóðavettvangi
     

Vistkerfi, hringrás og mannréttindi

  • Þóra Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Advania 
  • Virðiskeðja tæknigeirans
  • Stefanía María Kristinsdóttir, verkerfnastjóri í framleiðslu hjá Nóa Siríus
  • Virðiskeðja sælgætisframleiðanda
  • Trúnó #2
  • Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Jóhannes Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra

 

Drifkraftur fjármagns 

  • Kamil Zabielski, forstöðumaður sjálfbærra fjárfestinga hjá Storebrand 
  • Sjálfbærar fjárfestingar
  • Trúnó #3 
  • Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka

 Fólkið í forgrunni

  • Krishna Shah,  framkvæmdastjóri UN Global Compact í Nepal og Sumitra Basnet, aktívisti gegn barnaþrælkun 
  • Baráttan gegn barnaþrælkun
  • Erindi frá IKEA 
  • Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun og Arnar Sveinn Harðarson, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Arion banka 
  • Nýr vegvísir um félagslega sjálfbærni kynntur
  • Trúnó #4 
  • Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og formaður Rauða krossins og Stefán Jón Hafstein, rithöfundur

 

Horft fram á veginn 

  • Safa Jemai, hugbúnaðarverkfræðingur, frumkvöðull og forstjóri Víkonnekt 
  • Gervigreind: orkufrekt vandamál eða lykillinn að sjálfbærri virðiskeðju?
  • Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, Ísabella Ósk Másdóttir, samskiptastjóri Festu og Guðni Þór Þórsson, sérfræðingur hjá Deloitte
  • Ungt fólk og sjálfbærni - könnun Deloitte, Festu og SHÍ 
  • Trúnó #5 
  • Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir og Finnur Ricart Andrason, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum íslenskra sveitafélaga

 

*Trúnó er liður ráðstefnunnar þar sem tveir áhugaverðir aðilar úr ólíkum áttum ræða stuttlega saman um áskoranir sem tengjast hverju og einu þema. 

 

Framtíðir – Hringrásarhagkerfið – Árangur eða árangursleysi

Join the meeting now

Fyrirlesari Björgvin Sævarsson, Yorth Group í Bandaríkjunum. www.yorthgroup.com

 Hvernig vitum við fyrir víst hvort aðgerðir og fjárfestingar skili okkur í átt að markmiðunum? Hefur stjórnsýslan (yfirvöld og fyrirtæki/iðnaður) yfirlit yfir aðgerðir og í réttu samhengi? Þetta er ekki raunin skv. okkar reynslu.  Aðgerðir skila sér í einangruðum árangri, t.d. carbon footprint og missa þ.a.l. af möguleikanum til að ná umfangsmeiri árangri sem nær inn á önnur svið. Þrátt fyrir vel meint og stór verkefni og fjárfestingar erum við að sjá að efnahagskerfi verða þyngri og erfiðari með tímanum.

Ástæða þess að við náum ekki settum markmiðum byrjar yfirleitt með því að við skilgreinum árangur ekki rétt. Næst kemur í ljós að aðgerðir og lausnir eru ekki að passa við vandann sem við erum að reyna að leysa. Á endanum er útkoman ekki að skila sér í átt að markmiðunum.

Viðburðurinn verður á þessari vefslóð:

Join the meeting now

Auk þess verður fjallað um eftirfarandi:

•             Höfum við skilgreint rétt til að ná markmiðunum og hlutverk annarra í okkar markmiðum?  T.d. carbon neutrality sem er bara lítill partur af orkufótsporinu og ef við tökum ekki á öllu fótsporinu munum við ekki ná carbon neutrality.

•             Vitum við af hverju við erum ekki að ná markmiðunum? (þetta er stærri spurning en hún lítur út fyrir að vera)

•             Kunnum við að segja frá því af hverju við erum ekki net-zero og á sama tíma segja frá hvernig við munum ná markmiðunum?

•             Hvaða áhrif hafa samskipti og skilaboð á samkeppnishæfni fyrirtækja og lífsgæði?

 

Frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands í Innovation House á fimmtudag kl.17:00 á The Echo Conference. Social-Economic Empowerment for Sustainability in Iceland. Fostering Innovation through Inclusion, Diversity, and National Identity. A keynote speech by t

Join the meeting here. **Íslenska fyrir neðan **
The Echo Conference is a groundbreaking event under our social initiatives focused on fostering inclusion and diversity in entrepreneurship and innovation across Iceland.
At Gracelandic, we believe fashion transcends clothing—it's about the impact we create. Through our social projects, we're committed to making fashion a force for positive change.
This year’s flagship Echo Conference will explore the theme: Social-Economic Empowerment for Sustainability in Iceland: Fostering Innovation through Inclusion, Diversity, and National Identity.
Join us as we bring together visionary business leaders, policymakers, entrepreneurs, and the public to dive into the vital connections between innovation, socio-economic empowerment, and sustainability.

 

Keynote speakers:

  • The President of Iceland Mrs. Halla Tómasdóttir
  • The Minister of Social Affairs and the Labour Market Mr. Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Panel speakers:

  • Prof. Lára Jóhannsdóttir - Professor University of Iceland
  • Kathryn Gunnarsson - Founder and CEO of Geko
  • Heiðrún Sigfúsdóttir – CEO and Co-Founder of Catecut
  • Jeffrey Guarino - Photographer, Creative Director and Producer
  • Freyr Guðmundsson - Executive Director of Digital Product Development at Íslandsbanki

Feature:

  • GRACELANDIC RUNWAY SHOW
  • MUSICAL PERFORMANCES

Echo-ráðstefnan er nýr viðburður úr smiðju félagsáhrifaframtaka okkar. Með henni viljum við stuðla við nýsköpun með sjálfbærni, fjölbreytileika og þátttöku í frumkvöðlastarfi og á vinnumarkaði um allt Ísland.
Við hjá Gracelandic trúum því að tíska snúist ekki bara um fötin sem við göngum í heldur áhrifin sem við sköpum. Vörumerki okkar stendur fyrir meira en bara föt. Það táknar valdeflingu, sjálfbærni og framtíðarsýn til jákvæðra breytinga.

Af hverju „Echo“? Orðið „echo“, eða „bergmál“ á íslensku, stendur fyrir gildi vörumerkis okkar.

Að þessu sinni er markmið Echo ráðstefnunnar að athuga gaumgæfilega þetta þema: Félagsleg og Efnahagsleg Valdefling fyrir Sjálfbærni á Íslandi: að hlúa að nýsköpun með þátttöku, fjölbreytileika og þjóðerniskennd.

Verið með í hópnum þar sem að framúrskarandi leiðtogar fyrirtækja, stefnumótendur, frumkvöðlar og almenningur sameinast til að ræða mikilvæg tengsl nýsköpunar, félags- og efnahagslegrar valdeflingar og sjálfbærni.

Viðburðurinn er ÓKEYPIS! Húsið opnar kl. 16:30

Will also be streamed Live

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?