Eru umhverfismál markaðsmál?

Eru umhverfismál markaðsmál?  

Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðri sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar. Leitað var svara við þessum spurningum á fundi faghópa Stjórnvísi um umhverfi og öryggi, þjónustu-og markaðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og kostnarstjórnun í Háskólanum í Reykjavík í morgun.

Fyrirlesarar voru þau Ólafur Elínarsonar, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallups sem kynnti Umhverfiskönnun Gallup og Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius.  

Ólafur talaði um mikilvægi þess að skilja viðskiptavininn.  Ekki halda eitthvað, skoðaðu það með tölum.  Skv. rannasóknum í dag telja flestir að loftslagsbreytingar séu af mannanna völdum.  Mikilvægt er að kynna sér hvað fólki finnst og það er meirihluti allra á Íslandi sem hafa áhyggjur af loftslagsmálum og telja þær af manna völdum.  75% þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára  telja að hlýnun jarðar muni hafa alvarlegar afleiðingar.  Þegar við vitum hvernig fólki líður getum við í framahaldi haft áhrif. Góð greining skilar árangri. Níu af hverjum Íslendingum segjast vera að breyta hegðun sinni hvort heldur þeir trúa á loftslagsbreytingar af manna völdum eða ekki.  En hefur fólk breytt venjum sínum? Spurt var hvort þú gætir hugsað þér að kaupa rafmagnsbíl og/eða hlaðanlegan blendingsbíl? Flestir gátu hugsað sér það. Spurt var: Hefurðu gert eitthvað á síðustu 12 mánuðum til að draga úr þeim áhrifum sem þú hefur á umhverfis-og loftslagsbreytingar?  89% voru farnir að flokka sorp, 76% hafa minnkað plastnotkun, 45% hafa keypt umhverfisvænar vörur.  Fleiri skila plasti og gleri til endurvinnslu skv. forstjóra Sorpu.  En hvað fær fólk til að breyta hegðun? Konur eru stærstur meirihluti þeirra sem kaupa vörur.  En hvað vilja Íslendingar fá frá fyrirtækjum? 86% telja að fyrirtæki eigi að gera eitthvað sem hefur jákvæð áhrif.  En hvað einkennir þá hópa sem eru tilbúnir að breyta sér?  Ólafur vísaði í nýja erlenda rannsókn frá USA sem sýnir að 41% eru sammála að borga meira ef varan er lífræn, 30% ef hún tekur á samfélagsábyrgð, 38% ef hún er úr sjálfbærum efnum.  En hverjir eru hvatarnir til að kaupa?  Treysta vörumerkinu, hún þarf að hafa góð áhrif á heilsuna, fersk náttúruleg og lífræn hráefni, vörumerki sem er umhverfisvænt.  www.nielsen.com er góð síða til að veita upplýsingar um hvert heimurinn er að fara.  Þeir greiða ekki einungis US markað heldur einnig aðra markaða.

Silja Mist hjá Nóa Síríus sagði að sterk tengsl væru á milli umhverfis-og markaðsmála.  Silja Mist velti upp spurningunni: Hver ber ábyrgðina á samfélagsábyrgð?  Stjórnendur stjórna neyslu neytenda.  Mikilvægt er að vera einlægur.  Árið 2017 ætlaði Nói Síríus að sleppa öllu plasti innan í páskaeggjunum og tóku því plastumbúðir af piparmintumola sem leiddi til þess að út af uppgufun inn í egginu þá kom piparminntubragð af súkkulaðinu í eggjunum mörgum til lítillar ánægju.  Þegar útskýrt var af einlægni hver upphaflegi tilgangurinn var þá var neytandinn fljótari að fyrirgefa þessi mistök. Núna er öllu suðusúkkulaði pakkað í pappír sem var góð fjárfesting.  Að innleiða breytingar tekur tíma? Hugsaðu til þess hver þinn markhópur er og hvað gefur þínum neytendum mesta virðið.  Mont – má það?  Já segir Silja. Nói er í samstarfi við kakóbændur þar sem er verið að stuðla að hreinu vatni og aukinni menntun.  Palmkin olía hefur smátt og smátt verið tekin úr framleiðslunni. Mikilvægt er að treysta neytandanum Ikea treystir neytandanum til að taka rétta ákvörðun og auglýsir aldrei lágt verð.  Dominos fékk alla starfsmenn til að fara út og tína rusl sem var frábært framtak, en það koma alltaf einhverjir með athugasemdir.  Pressan til að breyta kemur að utan t.d. frá Whole Foods. Aldrei segja að neitt sé vonlaust, til að ná fram breytingu þarf fólk að taka ákvörðunina sjálft og hvert lítið skref skiptir máli.  

Um viðburðinn

Eru umhverfismál markaðsmál?

Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðari sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar.

Dagskrá:
Ólafur Elínarsonar, sviðstjóri markaðsrannsókna Gallup: Umhverfiskönnun Gallup.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius; Eru umhverfismál orðin markaðsmál?

Fleiri fréttir og pistlar

Changes, beliefs, practices Current research into the contemporary sociolinguistic situation in Iceland

A total of 20 presentations. There are 5 thematic sessions: Ideologies and metalinguistic discourses; Linguistic minorities; Lifespan changes, attitudes and regional pronunciation; English in Iceland; Norms and cultural bias. The conference is in English. It is open to the public, free of charge, and no registration is required.

Áhugaverðir viðburðir framundan - Fyrsti stjórnarfundur á þessari önn

Fyrsti stjórnarfundur stjórnar faghóps framtíðarfræða var haldinn síðastliðinn föstudag. Áhugaverðar hugmyndir um viðburði framundan kom fram og mun stjórnin vinna áfram með þann efnivið sem fram komu. Hlökkum til skemmtilegrar funda á næstunni, endlega hafið samband við okkur í stjórn ef þið teljið að eitthvað eigi erindi til að fjalla um. Fyrir hönd stjórnar, Karl

Sjálfbærniásinn, ný viðurkenning fyrir árangur í sjálfbærni, veitt í fyrsta sinn til íslenskra fyrirtækja

Íslensk erfðagreining mælist hæst fyrirtækja á Sjálfbærniásnum -16 fyrirtæki hlutu viðurkenningu Sjálfbærniássins 2024
Í dag fór fram fyrsta viðurkenningarathöfn Sjálfbærniássins í Opna háskólanum, þar sem 16 fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir árangur í sjálfbærni. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði sem metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni. Mælingin er svar við aukinni kröfu viðskiptavina og annarra hagaðila um að fyrirtæki leggi meiri áherslu á sjálfbærni.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 63% þjóðarinnar að áhersla fyrirtækja á sjálfbærni hafi mjög eða frekar mikil áhrif á viðhorf þeirra gagnvart fyrirtækjum. Þetta viðhorf er sérstaklega sterkt meðal yngri kynslóða, þar sem 76% svarenda á aldrinum 18 til 24 ára telja sjálfbærni fyrirtækja hafa mikil eða frekar mikil áhrif á viðhorf þeirra. Verkefnið er unnið í samstarfi Prósents, Langbrókar og Stjórnvísi, með það að markmiði að hvetja fyrirtæki til aukinnar ábyrgðar og auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni.

„Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa Sjálfbærniásinn með því að styðjast við þróun mælikvarða sem hafa verið notaðir á alþjóðlegum mörkuðum til að mæla sjálfbærni fyrirtækja. Leit okkar að besta mælikvarðanum tók um ár, og í fyrstu mælingum voru skoðaðir 14 markaðir og 47 fyrirtæki. Mælingarnar veita skýra mynd af viðhorfi fólks til þeirra fyrirtækja sem eru mæld, og við vonum að niðurstöðurnar verði hvatning til fyrirtækja að vanda enn frekar til verka í þessum málum og miðla upplýsingum um samfélagslega ábyrgð sína.“

Trausti Heiðar, framkvæmdastjóri Prósents.
„Það er ekki tilviljun að Íslensk erfðagreining mælist hæst á Sjálfbærniásnum. Sjálfbærni felst ekki aðeins í umhverfisvernd, heldur einnig í því að hafa jákvæð og varanleg áhrif á fólk og samfélagið. Með frumkvöðlastarfi sínu í upphafi COVID-19 faraldursins lagði fyrirtækið sitt af mörkum til að vernda heilsu og velferð landsmanna. Íslensk erfðagreining hefur einnig stuðlað að aukinni þekkingu, nýsköpun og alþjóðlegri samvinnu, sem eru grundvallarstoðir sjálfbærs samfélags. Þessi víðtæku áhrif endurspegla þá grunnhugmynd sjálfbærni að fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins, hvort sem er í gegnum vísindarannsóknir, störf eða aðra samfélagslega ábyrgð, eru lykilþátttakendur í að skapa betri framtíð fyrir öll.“

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
„Við hjá Stjórnvísi höfum mikla trú á að Sjálfbærniásinn ýti undir jákvæða þróun í íslensku atvinnulífi og skapi sér sess sem mikilvæg viðurkenning til þeirra vinnustaða sem leggja áherslu á sjálfbærni og virkt framlag í baráttunni gegn loftslagsvánni. Við göngum því til þátttöku í þessu frumkvöðlaverkefni okkar góðu samstarfsaðila með mikilli tilhlökkun.“

Niðurstöður
Fyrirtækin hlutu 0 til 100 stig þar sem 0-49 stig er talin slæm frammistaða, 50-59 stig meðalgóð frammistaða, 60-69 stig er góð frammistaða og 70 stig og yfir er framúrskarandi frammistaða.

Mynd 1. Viðmið Sjálfbærniássins

Sá markaður sem fékk heilt yfir flest stig var fyrirtæki á alþjóðamarkaði og sá markaður sem fékk heilt yfir fæst stig var markaðurinn sjávarútvegsfyrirtæki.




Mynd 2. Heildarmeðaltal markaða.
Stigalægsta fyrirtækið hlaut 34 stig af 100 mögulegum og stigahæsta fyrirtækið hlaut 86 stig. Það fyrirtæki sem hlaut flest stig allra mældra fyrirtækja er Íslensk erfðagreining með 86 stig. Indó mældist með næsthæstu einkunn, 85 stig og Össur með þriðju hæstu einkunnina, 84 stig.




Mynd 3. Meðaltal fyrirtækja.




Mynd 4. Meðaltal fyrirtækja eftir mörkuðum.

Markmið Sjálfbærniássins:
·        Veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum.
·        Hvetja íslensk fyrirtæki til að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærni.
·        Hjálpa fyrirtækjum að skilja mikilvægi þess að upplýsa almenning um að stefnu sína og verkefni sem snúa að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.
·        Auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni og hvernig þeir geta haft áhrif með kauphegðun sinni.
·        Vera íslenskum fyrirtækjum hvatning til að leggja enn frekari áherslu á þessi mál.

Framkvæmd og þátttakendur:
Rannsóknin er framkvæmd af rannsóknarfyrirtækinu Prósenti. Framkvæmdatími var frá janúar til ágúst 2024 og var um að ræða netkannanir sem voru sendar á handahófskennt úrtak úr könnunarhópi Prósents sem inniheldur 15.000 Íslendinga, 18 ára og eldri.

Rannsóknin:
Rannsóknarmódelið samanstendur af sex spurningum sem kanna viðhorf neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Spurningarnar snúa meðal annars að því hvort að fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins, hvort þau hugi að velferð viðskiptavina og hvort að þau leitist við að lágmarka sóun

Markaðir og viðurkenningar:
Í ár voru 47 fyrirtæki mæld á 14 mörkuðum. Viðurkenningar voru veittar á hverjum markaði fyrir sig auk þess sem fyrirtæki sem mældust með framúrskarandi einkunn hlutu sérstaka viðurkenningu. Fyrirtæki sem fá viðurkenningu munu fá tækifæri til að nota merki Sjálfbærniássins í markaðsstarfi sínu sem undirstrikar frammistöðu þeirra í sjálfbærni að mati almennings. Vinningshöfum verður þannig veittur heiður sem getur styrkt orðspor og ímynd fyrirtækisins.
Sjálfbærniásinn er i eigu Prósents, Langbrókar og Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar  
Soffía Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Langbrókar , í síma 694 9099,  netfang: soffia@langbrok.is   
Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents í síma 546 1008 / 859 9130, netfang: trausti@prosent.is.

Kick off fundur Stjórnvísi var haldinn í Akademías í dag fimmtudaginn 29.ágúst 2024.

Hér má sjá myndir frá viðburðinum. 
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í Akademías þar sem nýju starfsári var startað af krafti.  Þema starfsársins er "Snjöll framtíð".  Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, tími gafst til að sameinast um viðburði,  skerpt var á stefnu og gildum félagsins og boðið var upp á dýrindis veitingar frá Múlakaffi.  

Krafturinn í stjórnum faghópanna er mikill eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur. Einnig hlýddum  við á einstaklega áhugavert erindi frá einum reyndasta MBA kennara Norðurlandanna sem jafnframt er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða Dr. Eyþór Ívar  Jónsson  forseti Akademias "Hvernig eflir maður stjórnir og stjórnarsamstarf?"  

Hér er tengill á upptökuna: https://us06web.zoom.us/rec/share/5KwiKRPQPUE5c_-bEGRUonHrJ6DQbKLi9qTeSYXEgQ398JfnwxBLfiaw1i4Ft17W.llSeba6Ryww9uZQ4?startTime=1724947995000

Passcode: Vx7Rv#rJ

Stjórnarfundur faghóps framtíðarfræða

Stjórn faghóps framtíðarfræða mun hittast í hádeginu föstudaginn 6 september næstkomandi. Þátttakendur í hópnum eru hvattir til að koma á framfæri hugmyndum um viðburði næsta vetur á framfæri við þá aðila sem er í stjórn hópsins, en stjórnina skipa eftirfarandi:

Karl Friðriksson -  Framtíðarsetur Íslands / Formaður

Anna Sigurborg Ólafsdóttir - Skrifstofa Alþingis

Funi Magnússon - Össur

Guðjón Þór Erlendsson - Skipulagsstofnun

Gunnar Haugen - CCP hf.

Ingibjörg Smáradóttir - Náttúrufræðistofnun Íslands

Kolfinna Tómasdóttir - Rannís

Sigurður Br. Pálsson - BYKO

Sævar Kristinsson - KPMG ehf

Þór Garðar Þórarinsson - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

 

Netföng framangreinda er á vef Stjórnvís. Hlökkum til góðrar þátttöku í vetur, til að móta æskilega framtíð, kær kveðja Karl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?