Faghópur um gervigreind – Fundagerð aðalfundar 14 maí 2024.

Faghópur um gervigreind – Aðalfundur 14 maí 2024.

Góð mæting var á fundinum. Farið var eftir fyrirliggjandi dagsskrá. Erindi Róberts Bjarnasonar frá Citizens Foundation vakti verulega athygli. Róbert fór yfir nýlega þróun í sviði gervigreindar, áskoranir sem fyrirtæki og samfélög standa frammi fyrir. Upptaka á erindinu verður sýnt fljótlega, en hér er erindið: 

https://docs.google.com/presentation/d/17_0LLYTIhzzPe01rOQf8SP2iWsL-h1d94sJEAtwKLyg

 Faríð var stuttlega yfir þá viðburði sem haldnir voru á seinasta starfsári. Yfirlit yfir viðburðina er hér að neðan.

Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands var tekin í stjórn faghópsins ásamt Róberti Bjarnasyni, sem var síðan tilnefndur sem formaður stjórnar fyrir næsta starfsár. Sjá skipun stjórnar hér að neðan.

Nokkur umræða var um erindi Róberts enda yfirgripsmikið, engin sérstök önnur mál voru rædd, en nýr formaður mun boða til fundar þegar líður að hausti.

Karl Friðriksson, fráfarandi stjórnarformaður.

Dagskrá fundar

  1. Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar. Dæmi um þróunina.  Róbert Bjarnason, Cittizens
  2. Síðasta starfsár
  3. Mótun stjórnar
  4. Önnur mál

Stjórn faghópsins

Anna Sigurborg Ólafsdóttir                                      Framtíðarnefnd Alþingis.

Brynjólfur Borgar Jónsson                                        DataLab

Gyða Björg Sigurðardóttir                                        Orkan IS

Helga Ingimundardóttir                                               Háskóli Íslands

Karl Friðriksson                                                           Framtíðarsetur Íslands

Róbert Bjarnason                                                         Citizens Foundation, formaður faghópsins

Sævar Kristinsson                                                      KPMG.

Þorsteinn Siglaugsson                                               Sjónarrönd

  1. Frumsýning á myndbandi. Líttu upp, gervigreind á krossgötum.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind og framtíðarfræði.

Dagsetning:                 21.ágúst 2023.

Staðsetning:                Á netinu.

  1. Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði, góða stjórnarhætti og gervigreind.

Dagsetning:                        26.ágúst 2023.
Staðsetning:                       Á netinu.

  1. Skarpari hugsun með hjálp gervigreinar.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind, stefnumótun og árangursmat.

Dagsetning:                        26.september 2023.
Staðsetning:                       Háskólinn í Reykjavík  og á Teams.

Fyrirlesari:                           Þorsteinn Siglaugsson, Sjónarrönd.                                               

  1. Lagalegar áskoranir við að nýta tækifæri gervigreindar.
    Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                23.nóvember 2023.
Staðsetning:              Á netinu.
Fyrirlesari:                 Thelma Christel Kristjánsdóttir, BBA/Fjeldco

  1. Aðventustund með Sigríði Hagalín Björnsdóttir, „gervigreindar skáldsagan Deus“

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                        7.desember 2023.

Staðsetning:                       Teams.

Fyrirlesari:                           Sigríður Hagalín, rithöfundur.

  1. Sýn til ársins 2024 og framtíðar. Laugardagur með London Futurists.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 9.desember 2023.

Staðsetning:                Á netinu.

  1. Gervigrein og upplýsingaöryggi.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind og upplýsingaöryggi.

Dagsetning:                 14.desember 2023.

Staðsetning:                Teams. 

Fyrirlesarar:                Tryggvi Freyr Elínarson, Datera.

                                       Rachel Nunes, Microsoft.   

  1. The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 2.febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Eldborg. 

Fyrirlesarar:                José Cordeiro.  

  1. Ástríða fyrir ódauðleikanum - Getur tæknin læknað dauðann?

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 3. Febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Eldborg. 

Fyrirlesarar:                 Jose Cordeiro, framtíðarfræðingur.

                                       Kári Stefánsson, Íslensk erfðagreining.

  1. Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 3. Febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Kaldalón.  

Fyrirlesarar:                 Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, HÍ

                                                               Þóra Óskarsdóttir, Fab Lab Reykjavík.

                                                               Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands.

                                                               Rúna Magnúsdóttir, sjálfstætt starfandi

                                                               Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun.

  1. Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind - Framtíðarnefnd Alþingis

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 16.febrúar 2024.

Staðsetning:                Á netinu.

Málstofa framtíðarnefndar Alþingis um alþjóðlega stöðu stefnumótunar um gervigrein.

  1. Framtíðarþróun lýðræðis - Futures Democracies

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              21.febrúar 2024.

Staðsetning:                              Versló, Ofanleiti.

Alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga.

  1. Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 23.febrúar 2024.

Staðsetning:                Versló, Ofanleiti 1.

Framtíðarstofa í samstarfi við Ljóðsmæðrafélag Íslands og Framtíðarsetur Íslands.

  1. Alþjóðlegur dagur framtíða 2024. Taktu þátt í alþjóðlegu samtali um bæta framtíð.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              1.mars 2024.

Staðsetning:                              Á netinu. 

Millieinum Project og fimm -önnur alþjóðleg framtíðarsamtök hýsa hinn árlega dag framtíða.

  1. Áhættumat á hugsanlegum hörmungum gervigreindar

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              16.mars 2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Fyrirlesari:                  David Wood, London Futurists.

  1. Dagur framtíðarrýnis þjóða innan OECD

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              25.apríl 2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Um 58 erindi verða flutt um ólíkar framtíðaráskoranir á ólíkum sviðum.

  1. Framtíðarvika í Kanada á netinu - Fjöldi viðburða 7 til 9 maí

Sameiginlegir fundir faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              7.maí  2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Árlegur viðburður þar sem hver og einn getur tekið þátt í ólíkum viðburðum.

  1. Aðalfundur faghóps um gervigreind.

Dagsetning:                Maí 2024.

Staðsetning:              Teams.

                       Hefðbundin aðalfundarstörf.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?