Aðventustund með Sigríði Hagalín Björnsdóttir, „gervigreindar skáldsagan Deus“

Hér er vefslóðin á fundinn;  Click here to join the meeting
Til að taka allan vafa þá er nýja bókin hennar Sigríðar Hagalín Deus, ekki skálduð af gervigreind heldur kemur gervigreind inn í skáldskap hennar á skemmtilegan hátt.

Við þekkjum Sigríði af skjánum, sem fréttamaður Rúv. En Sigríður er einnig löngu búinn að vinna sér sess í skáldsagnagerð. Hugleiðingar hennar um framtíðaviðburði hafa vakið athygli.

Hér er vefslóðin á fundinn;  Click here to join the meeting

Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningar-verðlauna DV og síðan hefur hún sent frá sér fleiri skáldsögur. Stuttu eftir að skáldsagan kom út hófust jarðhræringarnar á Reykjanesskaganum. Útgáfuréttur bóka Sigríðar hefur verið seldur til margra landa og hefur fyrsta bók hennar til að mynda verið þýdd á frönsku, þýsku, pólsku, tékknesku og ungversku.

Komum okkur í jólaskap og hlustum og spjöllum við Sigríði Hagalín, um bók hennar og annað sem okkur dettur í hug. Gleðilega aðventu.

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Alþjóðlegur dagur framtíða 2024. Taktu þátt í alþjóðlegu samtali um bæta framtíð.

Á föstudaginn fyrsta mars mun Millieinum Project og fimm önnur alþjóðleg framtíðarsamtök hýsa, í ellefta sinn, hin árlega dag framtíða. Um er að ræða einstakt 24 tíma samtal á netinu um allan heim þar sem hægt er að eiga samtal um allan heim um sameiginlega framtíð okkar.

Dagurinn hefst klukkan 12 á Nýja Sjálandi og færist vestur umhverfis jörðina klukkutíma fyrir klukkutíma og lýkur 24 tímum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að koma, hvenær sem er, til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig hægt er að búa til betri morgundag með framtíðarfræðingum og leiðtogum á sviði stjórnunar um allan heim.

 „Á þínu tímabelti geturðu dregið upp sýndarstól og tekið þátt í samtalinu á Zoom,“ sagði Jerome C. Glenn, forstjóri Millennium Project. „Fólk kemur og fer eins og það vill og deilir innsýn með alþjóðlegum leiðtogum um framtíðina og framtíðaráskoranir

Umræðan getur verið um áhrif greindgreindar. Hugleiðingar um að búa í geimnum, finna upp framtíðarstarfið, draga úr loftslagsbreytingum, veita lifandi plánetu réttindi, berjast gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi, þróa framtíðarform lýðræðis, vinna gegn upplýsingastríði og ræða siðferði við ákvarðanatöku, og að bera kennsl á og framfylgja öryggisstöðlum fyrir tilbúna líffræði. Enginn veit hvaða skapandi málefni koma upp eða sjónarmið í samtalinu.

Jerome bendir sérstaklega á að netbrautryðjanda Vint Cerf komi með innlegg í samtalið klukkan 13:00 Eastern Time USA.

 Viðburðurinn mun hefjast með minningarorðum til heiðurs Theodore J. Gordon, sem lést nýlega. Gordon var meðstofnandi Millennium Project og lagði meira af mörkum til framtíðarrannsóknaaðferða en nokkur framtíðarfræðingur í sögunni.

Farið inn á vefslóðina og takið þátt: https://zoom.us/j/5524992832?pwd=dVdubUtlUnliQUpsR1ArdE9DVkhGZz09

 Þú getur líka deilt hugmyndum þínum á samfélagsmiðlum: #worldfuturesday og #WFD.

 Samhliða þessu mun hliðarviðburður sem kallast World Futures Day - Young Voices, sem Teach the Future skipulagði sama dag í samvinnu við The Millennium Project ásamt öðrum samstarfsaðilum og vinum, tryggja að ungt fólk verði einnig með í alþjóðlegu samtal um framtíð okkar. Tengiliður: Lisa Giuliani lisa@teachthefuture.org.

 

Eldri viðburðir

Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Framtíðarstofa í samstarfi við Ljóðsmæðrafélags Íslands og Framtíðarsetur Íslands

Föstudagurinn 23 febrúar, kl 14:00 í húsakynnum Versló

Framtíðarvinnustofa um framtíð kynlífs og nándar árið 2052, skoðar heim þar sem skömm hefur verið útrýmt – sérstaklega skömm sem tengist kynlífi, nánd og samböndum.

Þessi upplifunarframtíð er hluti af námskrá Clear River High School árið 2052, á sviði Social Emotional Xcellence (S.E.X)

Vinnustofan ögrar rótgrónum en oft órannsökuðum viðhorfum og skoðunum, og á að vera ákall til okkar allra að læra og njóta ólíkra viðhorfa á þessu sviði frekar en að jaðarsetja þau og þar með skapa okkur vanlíðan. Umræðan á vinnustofunni  þjónar sem vettvangur til að auðvelda íhugun um hugsanlegar afleiðingar núverandi þróunar, og samfélagsþróunar næstu 30 ár.

Þátttaka er gjaldfrjáls – Skráning

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScd1wkHvXzuk1PXTDFtDdgsV3l9Awf3lEKlItUvgSEmI61_Yw/viewform?usp=sf_link

Vinnustofan er haldin í tengslum við alþjóðaráðstefnu Framtíðarsetur Íslands og Alþjóðasamband framtíðarfræðinga (WFSF), um framtíðarþróun lýðræðis. Hægt er að skrá sig á vinnustofuna í gegnum vef ráðstefnunnar undir Side Event. Þar er einnig lýsing á vinnustofunni á ensku.

Framtíðarþróun lýðræðis - Futures Democracies

21 til 23 febrúar verður alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis, Futures Democracies, á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), sjá nánar á vefnum https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2024/

Bætum samfélagið með virkri þátttöku við að móta æskilegasta form lýðræðis.

Eftirfarandi er grein sem birtist fyrir stutt sem kynnir viðfangsefnið að hluta.

Er lýðræðið meira berskjaldaðar nú en áður?

Bent hefur verið á að lýðræðið sé eins og hvert annað mannanna verk, þarf endurmat og sífelldrar umræðu, til að það sé skilvirkt og þjóni samfélögum, í takt við væntingar á hverjum tíma. Alþjóðleg ráðstefna Framtíðarseturs Íslands, og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), Futures of Democarcies, dagana 21. til 23. febrúar næstkomandi er ætlað að vera vettvangur slíkra umræðna.

Lýðræðið er ekki sjálfgefið

Sagan segir okkur að lýðræðið eigi oftar en ekki erfitt uppdráttar. Lýðræði getur breyst í einræði, og er þannig ekki sjálfgefið eins og við viljum stundum halda. Í dag eru blikur á lofti um að lýðræðisleg þróun sé stöðnuð og eigi erfitt með að takast á við breyttar framtíðaráskoranir.

Sem dæmi um áskoranir má nefna:

  • Breytt fjölmiðlaumhverfi og skautun í stjórnmálaumræðu
  • Samfélagslega þreytu, þegar fólk upplifir áhrifaleysi
  • Ásælni í auðlindir og misskipting auðs
  • Vanhæfni við að takast á við langtímaþróun svo sem á sviði umhverfismála og grænna umskipta
  • Stigvaxandi tækniþróun, svo sem þróun gervigreindar, erfða- og líftækni
  • Skort á að takast á við ný viðhorf er tengjast siðferði og félagslegum breytingum

Samkvæmt The Global State of Democracy 2023, virðist lýðræði á fallanda fæti í næstum helmingi ríkja heims þó svo mörg landanna eigi langa lýðræðishefð. Í þessu sambandi hefur verið bent þróun stjórnmála í Bandaríkjunum, breyttar áherslur í mörgum Evrópuríkjum þegar kemur að réttingum fjölmiðla og dómstóla og síðan ekki síst nýlega þróun í mörgum Afríkuríkjum.

Lýðræðið er margskonar

Á alfræðivef er lýðræðið skilgreint sem vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Grunnútgangspunkturinn er að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá þegnum þess. Lýðræðisleg þátttaka er lagskipt. Rætt er um lýðræði á sveitarstjórnarstigi, og svo lýðræði við kosningar á þjóðþing þjóða. Rætt er um fulltrúalýðræði og svo beint lýðræði. Einnig má nefna ólíka kjördæmaskipun og kosningarfyrirkomulag ásamt lýðréttindi í stjórnaskrám og framkvæmd þeirra, svo dæmi séu tekin.

Þannig eru hugmyndir samfélaga ólíkar, um hvað er átt við þegar rætt er um lýðræði og hlutverk þess. Í mörgum tilvikum er lýðræði sambærilegt í mörgum Evrópuríkjum en ólíkt þegar þau eru borin saman við framkvæmd lýðræðis í Bandaríkjunum. Kína og Rússland, telja sig til lýðræðisríkja, þó svo lýðræðið þar sé ekki eins og mörg okkar myndu sætta sig við.

Hefðir og hagsmunir hindra

Á vettvangi framtíðarfræða hefur umræðan um lýðræðislega þróun orðið umfangsmeiri síðustu misseri. Sama má segja um umræðuna meðal fræðimanna og ýmissa hópa samfélagsins. Það er nokkuð ljóst að augljósir vankantar á lýðræðislegri þróun deyfa áhuga fólks. Einnig er nokkuð ljóst að hægt er að grípa til ákveðinna umbóta til að auka hróður lýðræðis, en þá er oftar en ekki hefðir og hagsmunir í vegi slíkra samfélagsbreytinga.

Þessir liðir og fjölmargir fleiri athygliverðir þættir munu verða ræddir með virku samtali innlendra og erlendra aðila á ráðstefnunni 21.-23. febrúar næstkomandi.  Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er að finna á vefsíðunni www.framtidarsetur.is

Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind - Framtíðarnefnd Alþingis

Við viljum vekja athygli á málstofu framtíðarnefndar Alþingis um alþjóðlega stöðu stefnumótunar um gervigreind á morgun, föstudaginn 16 febrúar kl. 10:30 Sjá nánar á vefslóðinni: https://www.facebook.com/events/902436878285786/?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22your_upcoming_events_unit%22%2C%22surface%22%3A%22bookmark%22%7D]%2C%22ref_notif_type%22%3Anull%7D

Einnig viljum við koma á framfæri upptöku af morgunfundi í vikunni hjá Advanía. Fróðleg erindi þar. Bendi meðal annars á fyrirlestur Láru Herborgu Ólafsdóttur, Lex, þar sem hún fjallar um hugsanlegt regluverk Evrópusambandsins um gervigreind.

Sjá vefslóðina:  Hagnýt gervigreind: Nýjar leiðir til vaxtar og nýsköpunar | Velkomin

 

Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir

Örfyrirlestrar í samstarfi við Framtíðarsetur Íslands. Viðburðurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Gjaldfrjáls viðburður.

 Áhugaverð verkefni til valdeflingar ungu fólki

Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, forstöðumaður á Menntasviði HÍ

 Tækni sem ræktar framtíðir

Þóra Óskarsdóttir, Forstöðukona Fab Lab Reykjavíkur

 Að hugleiða um framtíðir

Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

 F-in 8 fyrir framtíðarleiðtoga. Frá baráttu til gleði og árangurs

Rúna Magnúsdóttir

 Hugmyndasmiðir - framtíðin kallar á öfluga frumkvöðla

Svava Björk Ólafsdóttir, Hugmyndasmiður og sérfræðingur í nýsköpun

 

Ástríða fyrir ódauðleikanum - Getur tæknin læknað dauðann?

Erindi frá Jose Cordeiro framtíðarfræðingi og Kára Stefánssyni lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar ásamt eldheitum umræðum um ódauðleikann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir stýrir umræðum.

Enginn aðgangseyri. Sjá nánar: https://utmessan.is/heildardagskra/laugardagur.html

Jose Cordeiro

Futurist and author of the international bestseller "The Death of Death". 

Kári Stefánsson
Geneticist, founder and CEO of deCODE genetics. A student of human diversity.

 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir stýrir umræðum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?