Marel tók sérdeilis vel á móti stjórnum faghópa Stjórnvísi í dag með snittum og fleira góðgæti. Það kom skemmtilega á óvart að framkvæmdastjóri mannauðssviðs Marels á Íslandi Ketill Berg fagnaði 50 ára afmæli í dag og gaf sér tíma til að taka á móti stjórnum faghópanna enda sannkallaður Stjórnvísifélagi. Í framhaldi af kynningu Ketils á því frábæra starfi sem á sér stað hjá Marel fór formaður Stjórnvísi Þórunn M. Óðinsdóttir örstutt yfir miða af Kick off fundi í haust og hvernig stjórn félagsins hefur unnið úr þeim umbótahugmyndum sem þar komu fram. Sigurjón Þórðarson stjórnunarráðgjafi hélt alveg hreint stórkostlegan fyrirlestur um "HVERNIG LEGGJA MÁ GRUNN AÐ GÓÐRI LIÐSHEILD". Góð mæting var á fundinn og skemmtu allir sér vel.
Frábærar móttökur í Marel á nýársfagnaði Stjórnvísi
Um viðburðinn
Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel. Boðið verður upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og mun Þórunn M. Óðinsdóttir formaður stjórnar fara örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim. Þá fáum við frábæran fyrirlesara Sigurjón Þórðarson stjórnunarráðgjafa með: "HVERNIG LEGGJA MÁ GRUNN AÐ GÓÐRI LIÐSHEILD".
Ef skapa á sterkt lið er mikilvægt að byggja á góðum grunni. Þessi kraftmikli fyrirlestur fjallar um þrjú grunnþrep sem skapa undirstöður góðrar liðsheildar. Útskýrt er hvernig þættirnir þrír leggja grunn að góðu liði og hvað hver einstaklingur þarf að tileinka sér til að verða góður liðsfélagi.
Með fyrsta skrefinu er fólki hjálpað að kynnast, tala saman og sýna hvert öðru vinsemd. Þetta felst meðal annars í því að heilsa fólki við komu og kveðja við brottför. Mikilvægt er að leggja nöfn á minnið og nota þau rétt af því að það er einföld leið til að sýna fólki virðingu. Nauðsynlegt er að leggja sig fram um að fá að vita aðeins meira um hvern og einn en þó aldrei meira en fólk vill deila.
- Í fyrirlestrinum er fjallað er um grunnatriðin og hvernig má nýta sér þau til gæfu
- Þátttakendur öðlast skilning á því hvað þarf til að leggja grunn að góðu liði og fá hugmyndir um hvernig hægt er að bæta eigið lið
- Fyrirlesturinn höfðar til allra sem vilja verða betri liðsfélagar og bæta lið sitt
- Lengd: 60 mín
Sigurjón er stjórnunarráðgjafi með fjölbreyttan bakgrunn. Hann hóf feril sinn sem matreiðslumaður, stjórnandi og rekstraraðili í hótel- og veitingageiranum. Sigurjón hefur kennt fjölda námskeiða á vinnustöðum en einnig í grunn-, framhalds- og háskólum og með íþróttaliðum auk þess að hafa starfað sem ævintýraleiðsögumaður á Íslandi og á Grænlandi. Sem stjórnunarráðgjafi hefur Sigurjón lagt sérstaka áherslu á samskipti, liðsheild og leiðtogahæfni og unnið að umbótastarfi með mörgum fyrirtækjum. Sigurjón lauk MBA námi frá RU árið 2011 og MA diplómanámi í jákvæðri sálfræði frá EHÍ árið 2016 auk þess að vera matreiðslumeistari með meirapróf.
Stjórn hvetur alla í stjórnum faghópa til að mæta á nýársfagnaðinn í Marel, fræðast og eiga saman góða stund.
Viðburðurinn er opinn öllum Stjórnvísifélögum og allir hjartanlega velkomnir.
Hlökkum til samstarfsins á árinu 2019.
Stjórn Stjórnvísi.
Fleiri fréttir og pistlar
Nýlega kom út áhugaverð skýrsla frá Dubai Future Fountation. Hér eru tvær tilvitnanir er tengjast efni skýrslunnar:
Gervigreindarfulltrúar hafa möguleika á að verða öflugir bandamenn bæði leiðtoga og starfsmanna. Þeir geta aukið mannlega getu, umbreytt fyrirtækjum innan frá og tryggt að nýsköpun skapi varanlegt virði fyrir skipulagið.
— Lidia Kamleh, aðallögfræðingur, Dubai Future Foundation
„Gervigreind er ekki bara tæki, heldur umbreytandi afl sem getur gjörbreytt uppbyggingu, tilgangi og umfangi fyrirtækjadeilda.“
— John Jeffcock, forstjóri Winmark
Skýrslan dregur saman umræður, athuganir og framtíðarsýn sem komu fram á lokuðum fundi sem Winmark hélt í samstarfi við Dubai Future Foundation.
Skýrsluna má nálgast á eftirfarandi vefslóð:
https://www.dubaifuture.ae/insights/re-imagining-business-with-ai/
Hér er viðtal við Eric Schmidt, fyrir framkvæmdastjóra Google, fjárfestir og hugsuður um þróun gervigreindar. Viðtalið er nokkuð langt, en áhugavert. Tækifæri til að drepa tíman og hugleiða framtíðina, í hvíld sumarsins :)
https://www.youtube.com/watch?v=qaPHK1fJL5s
Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun. Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX. Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og Hildi Ottesen sem varaformann. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.
Stjórn faghópsins skipa: Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.
Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.
Stjórn faghópsins skipa: Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia.
Fundur haldinn: 4 júní 2025
Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.
Dagskrá:
- Yfirferð síðasta starfstímabils
- Kosning í stjórn og formanns
- Drög að viðburðum næsta starfstímabils
- Önnur mál
Yfirferð síðasta starfstímabils
Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.
Eini viðburðurinn var haldinn í júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.
Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.
Kosning í stjórn og formanns
Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.
Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.
Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.
Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:
Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.
Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.
Drög að viðburðum næsta starfstímabils
Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.
Drög að dagskrá vetrarins:
- Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
- Ábyrgð Lilja, september 2025
- Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
- Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
- Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
- Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
- Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
- Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
- Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
- Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn
Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.