Frábærar móttökur í Marel á nýársfagnaði Stjórnvísi

Marel tók sérdeilis vel á móti stjórnum faghópa Stjórnvísi í dag með snittum og fleira góðgæti. Það kom skemmtilega á óvart að framkvæmdastjóri mannauðssviðs Marels á Íslandi Ketill Berg fagnaði 50 ára afmæli í dag og gaf sér tíma til að taka á móti stjórnum faghópanna enda sannkallaður Stjórnvísifélagi.  Í framhaldi af kynningu Ketils á því frábæra starfi sem á sér stað hjá Marel fór formaður Stjórnvísi Þórunn M. Óðinsdóttir örstutt yfir miða af Kick off fundi í haust og hvernig stjórn félagsins hefur unnið úr þeim umbótahugmyndum sem þar komu fram.  Sigurjón Þórðarson stjórnunarráðgjafi hélt alveg hreint stórkostlegan fyrirlestur um  "HVERNIG LEGGJA MÁ GRUNN AÐ GÓÐRI LIÐSHEILD".  Góð mæting var á fundinn og skemmtu allir sér vel.

Um viðburðinn

Nýársfagnaður fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi

Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel.  Boðið verður upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund.   Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og mun Þórunn M. Óðinsdóttir formaður stjórnar fara örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim.   Þá fáum við frábæran fyrirlesara Sigurjón Þórðarson stjórnunarráðgjafa með: "HVERNIG LEGGJA MÁ GRUNN AÐ GÓÐRI LIÐSHEILD".

Ef skapa á sterkt lið er mikilvægt að byggja á góðum grunni. Þessi kraftmikli fyrirlestur fjallar um þrjú grunnþrep sem skapa undirstöður góðrar liðsheildar. Útskýrt er hvernig þættirnir þrír leggja grunn að góðu liði og hvað hver einstaklingur þarf að tileinka sér til að verða góður liðsfélagi.

Með fyrsta skrefinu er fólki hjálpað að kynnast, tala saman og sýna hvert öðru vinsemd. Þetta felst meðal annars í því að heilsa fólki við komu og kveðja við brottför. Mikilvægt er að leggja nöfn á minnið og nota þau rétt af því að það er einföld leið til að sýna fólki virðingu. Nauðsynlegt er að leggja sig fram um að fá að vita aðeins meira um hvern og einn en þó aldrei meira en fólk vill deila.

  • Í fyrirlestrinum er fjallað er um grunnatriðin og hvernig má nýta sér þau til gæfu
  • Þátttakendur öðlast skilning á því hvað þarf til að leggja grunn að góðu liði og fá hugmyndir um hvernig hægt er að bæta eigið lið
  • Fyrirlesturinn höfðar til allra sem vilja verða betri liðsfélagar og bæta lið sitt
  • Lengd: 60 mín 

Sigurjón er stjórnunarráðgjafi með fjölbreyttan bakgrunn. Hann hóf feril sinn sem matreiðslumaður, stjórnandi og rekstraraðili í hótel- og veitingageiranum. Sigurjón hefur kennt fjölda námskeiða á vinnustöðum en einnig í grunn-, framhalds- og háskólum og með íþróttaliðum auk þess að hafa starfað sem ævintýraleiðsögumaður á Íslandi og á Grænlandi. Sem stjórnunarráðgjafi hefur Sigurjón lagt sérstaka áherslu á samskipti, liðsheild og leiðtogahæfni og unnið að umbótastarfi með mörgum fyrirtækjum. Sigurjón lauk MBA námi frá RU árið 2011 og MA diplómanámi í jákvæðri sálfræði frá EHÍ árið 2016 auk þess að vera matreiðslumeistari með meirapróf. 

Stjórn hvetur alla í stjórnum faghópa til að mæta á nýársfagnaðinn í Marel, fræðast og eiga saman góða stund.

Viðburðurinn er opinn öllum Stjórnvísifélögum og allir hjartanlega velkomnir.
Hlökkum til samstarfsins á árinu 2019.

Stjórn Stjórnvísi.

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?