Hamingjuheilræði vetrarins

Ragnhildur sálfræðingur og eigandi Auðnast hélt í morgun skemmtilegan, jákvæðan og fræðandi fyrirlestur.  Ragnhildur fór í fyrirlestrinum yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að að viðhalda heilsu og hamingju í núverandi samfélagsaðstæðum. Klara Steinarsdóttir í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun kynnti Stjórnvísi og Ragnhildi.  

Ragnhildur sagði forvarnir skipta mestu máli í öllu starfi Auðnast. Ragnhildur fór yfir kerfin okkar hvatakerfið – sefkerfið – óttakerfið.  Hvatakerfið virkjast þegar við tökumst á við krefjandi verkefni og við fáum vellíðan þegar við náum árangri.  Sefkerfið notum við til að róa okkur niður og er andstæðan við óttakerfið.  Óttakerfið virkjast án þess að við höfum nokkuð um það að segja en sefkerfið höfum við sjálf áhrif á og getum stjórnað.  Í fyrstu bylgju Covid virkjaðist óttakerfið vegna óvissu því enginn vissi hvað var í vændum.  Þegar þríeykið stígur fram þá virkjast hvatakerfið og varð ríkjandi í fyrstu bylgju. Síðan kom bylgja 2 og svo bylgja 3.  Þá voru margir búnir að missa vinnu, fólk verður óánægðra og óttakerfið virkjast aftur.  

Nú er það úthaldið og við erum ólík varðandi það. Nú þurfum við að staldra við og endurskoða hvað við getum gert.  Ragnhildur gaf heilræði. Í erfiðleikum skapast alltaf tækifæri. Nr. 1 Það tekur alltaf allt enda.  Heilinn er neikvætt settur og því er hugmyndin um Covid neikvætt skekktur í heilanum.  Nr.2  Grunnurinn dettur ekki úr tísku þ.e. svefn, hreyfing, hvíld.  Hvíld er grunnþáttur og mikilvægt að vera ekki endalaust á Teamsfundum.  Mundu eftir hvernig þér líður – borðar þú vel? Ertu að hreyfa þig? Því fylgir slen ef púlsinn fer ekki upp þú ert ekki að hreyfa þig.  Mikilvægt er að mastera einn grunnþátt í viku.  T.d. taka matinn fyrir eina viku, hreyfingu næstu og svefn þá þriðju.  Nr.3 er andlegur styrkur. Í þriðju bylgju kom úthaldið, hvernig þolum við krefjandi aðstæður í langan tíma.  Það er þrautseigjan og hana er hægt að þjálfa upp.  Mikilvægt er að skoða sinn þrautseigjuvöðva.  Þrautseigja er færni okkar til að aðlagast streitumiklum aðstæðum, mótlæti, áföllum o.fl.   Ragnhildur segir mikilvægt að leyfa erfiðum tilfinningum að koma.  Síðan er mikilvægt að hugsa eitthvað jákvætt á hverjum einasta degi því þá erum við markvisst að þjálfa þrautseigju.  Gott er að líkja tilfinningum við öldugang eins og þegar alda skellur á og þannig er tilfinning hún skellur á og minnkar síðan eins og aldan sem fer svo frá.  Hugsaðu um að tilfinningin mun minnka með tímanum.  Mikilvægt er að fara í göngutúr og finna tilfinningunni farveg.  Að sinna einhverju skapandi skiptir líka máli.  Sköpun getur verið að taka til í bílskúrnum, prófa nýja uppskrift. Mikilvægt er að finna hjá hverjum og einum hvað það er sem breytir okkur.  Einnig að kalla stöðugt fram minningar sem færa okkur gleði.  Þannig þróum við þrautseigju.  Nr.4 er styrkleiki. Ef fólk hefur kost á að nýta styrkleika sína þá helst það í hendur við að líða betur. Mikilvægt er að sjá að við notum ólíka styrkleika á ólíkum stöðum.  Hver og einn ætti að nota það að skoða styrkleikana sína.  Örvum taugaboðin.  Dópamín lætur okkur líða vel og því mikilvægt að við gerum eitthvað gott fyrir okkur sjálf.  Því er mikilvægt að gera eitthvað gott fyrir sig og fagna litlum sigrum.  Oxytocin er tengslahormónið og örfast við að hlusta á tónlist, leika við dýr og born.  Serótónín er náttúrulega geðlyfið, við náum í það með því að hlusta á hugleiðslur, fara í göngutúr, hreyfa sig og köld sturta.  Það er eins og köld sturta endurræsi kerfið.  Endorfín er náttúrulega verkjalyfið það kemur með því að t.d. teygja sig eða fá gott hláturskast. Nr.6 Veldu það sem hentar þér í sjálfsrækt. Nr.7 snýr að athyglinni.  Mikilvægt er að beina athyglinni að réttum hlutum.  Við stjórnum mörgu í okkar nánasta umhverfi.  Nr.8 er að gera sér glaðan dag t.d. heima fyrir.  Nú þurfum við að nota sköpunargáfuna.  Gera eitthvað sem gleður okkur.  Hvað get ég gert til að gera mér glaðan dag.  Í Covid hvarf allt sem heitir kaffispjall við kaffivélina.  Því er mikilvægt að gera eitthvað skemmtilegt.

Um viðburðinn

Hamingjuheilræði vetrarins

Hlekkur á fyrirlesturinn

Ragnhildur sálfræðingur og eigandi Auðnast heldur skemmtilegan, jákvæðan og fræðandi fyrirlestur. Það er tilvalið að staldra við í upphafi nýrrar árstíðar og taka stöðuna.

Í 30 mínútna fyrirlestri ætlar Ragnhildur að fara yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að að viðhalda heilsu og hamingju í núverandi samfélagsaðstæðum.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?