Rannsókn: Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks

Mannauðshópur stóð í dag fyrir fundi í Norræna húsinu þar sem Hildur Vilhelmsdóttir annar höfundur greinarinnar „Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks“ sagði frá rannsókninni sem byggir á meistararitgerð hennar ásamt því að fjalla um óyrt samskipti á vinnustöðum almennt. Greinin var birt í nýjasta hefði tímarits um viðskipti og efnahagsmál.  Auk þess gaf hún góð ráð um samskiptahegðun sem eykur líkur á farsælu sambandi milli yfirmanna og starfsmanna.

Hildur sem hefur þjálfað fimleika í mörg ár sagði að allir hefðu eitthvað sem mótar þá sem við förum með okkur í gegnum lífið sem hefur áhrif á hvernig við komum fram við aðra.   Hún sagði að óyrt samskipti væru öll þau skilaboð sem við sendum frá okkur fyrir utan orðin sjálf meðvitað og ómeðvitað. Meira að segja fötin okkar senda skilaboð.  Umhverfi hefur ótrúleg áhrif á okkur.  Umhverfið er alltaf að senda okkur skilaboð og t.d. hafa plöntur einstaklega góð áhrif á líðan starfsmanna en lokuð þröng fundarherbergi alls ekki.  Nálægð er einnig eitt sem hefur áhrif og getur verið mjög mismunandi hversu mikla nálægð við viljum. Heilinn okkar er endalaust að hjálpa okkur að flokka fólk sem hefur áhrif á hvernig við komum fram við fólk og hvernig það kemur fram við okkur.  Líkamstjáningin segir líka mikið.  T.d. þegar við krossleggjum hendur erum við í raun að faðma okkur sjálf ekki endilega að loka á okkur eins og margir halda.   Svipbrigði/andlitstjáning (broskallar) er mikið notað í dag og orðið vinsælt í skrifuðu máli til þess að skilaboðin komist rétt til skila.  Handaband hefur líka mikil áhrif og gefur frá sér skilaboð.  Traust og gott handaband er mikilvægt.  Raddblær hefur líka mikil áhrif. Það er ekki það sem þú segir sem skiptir máli heldur hvernig þú segir það.  Lykt skiptir líka miklu máli. Hún hefur mikil áhrif og við hrífumst ekki að fólki með vonda lykt. Viðeigandi snerting er jákvætt tengd í góð tengsl við yfirmann.  En yfirmenn veigra sér við það út af kynferðislegri áreitni. 

90% allra samskipta fara fram í gegnum óyrta hegðun og þess vegna er hún svo mikilvæg. Allir vilja að starfsfólki líði vel og af hverju ætti það að hafa áhrif á yfirmann?  Stuðningur yfirmanns skiptir meginmáli en þetta er lítið rannsakað.  En hvað gerði Hildur?  Hún vildi finna mælitæki sem væri réttmætt og áreiðanlegt.  Og fékk þetta efni á heilann.  Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl á milli upplifunar á óyrtum samskiptum yfirmanns og tilfinningalegri líðan starfsfólks. Tilfinningaleg líðan felur í sér að einstaklingi er sýnd væntumþykja, áhugi, skilningur og samkennd.  Rannsóknir sýna að mikilvægt sé að finna þennan stuðning frá yfirmanni.  Tilfinningalegt gildi.  Jákvætt og neikvætt mat einstaklings á umhverfi sínu eða einstaklingum innan þess.  Tilfinningaleg vinna snýr að því að stjórna meðvitað þeim tilfinningum sem sýndar eru innan vinnustaðar og getur slíkt krafist mikillar andlegrar orku. 

Í óyrtri hegðun skoðaði Hildur líkamlega tjáningu, andlitstjáningu, nánd og raddblæ.  Settar voru fram þrjár tilgátur í rannsókninni. Þátttakendur voru 802, rafrænt hentugleikaúrtak á FB, aldursdreifing frekar jöfn og konur 70,9%. Kyn yfirmanna var frekar jafnt kk 46,9% og kvk 53,1%.

Dæmi um spurningu var: Heldur yfirmaður þinn augnsambandi þegar hann ræðir við þig? Ég get treyst á yfirmann minn ef eitthvað fer úrskeiðis sem tengist vinnunni.

Allar tilgátur stóðust og hefur líkamleg tjáning mikil áhrif.

En hvað er til ráða?  Vera meðvituð um okkar eigin hegðun og hvaða áhrif hún getur haft á aðra og fyrirtækið.  Staldra við – hvaða skilaboð er ég að senda frá mér núna? Gef ég öðrum rými til þess að stækka, opna sig? Varðandi upplifun annarra er mikilvægt að fara varlega í að lesa úr einstaka hegðun, eigum það til að festast í sama farinu og getum alltaf bætt okkur. 

hildurvil@gmail.com

 

 

 

 

Um viðburðinn

Rannsókn: Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks

Í nýjasta hefti tímarits um viðskipti og efnahagsmál birtist greinin „Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks“.

Hildur Vilhelmsdóttir annar höfundur greinarinnar segir okkur frá rannsókninni sem byggir á meistararitgerð hennar ásamt því að fjalla um óyrt samskipti á vinnustöðum almennt. Auk þess gefur hún góð ráð um samskiptahegðun sem eykur líkur á farsælu sambandi milli yfirmanna og starfsmanna.

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?