Rannsókn: Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks

Í nýjasta hefti tímarits um viðskipti og efnahagsmál birtist greinin „Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks“.

Hildur Vilhelmsdóttir annar höfundur greinarinnar segir okkur frá rannsókninni sem byggir á meistararitgerð hennar ásamt því að fjalla um óyrt samskipti á vinnustöðum almennt. Auk þess gefur hún góð ráð um samskiptahegðun sem eykur líkur á farsælu sambandi milli yfirmanna og starfsmanna.

 

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Rannsókn: Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks

Mannauðshópur stóð í dag fyrir fundi í Norræna húsinu þar sem Hildur Vilhelmsdóttir annar höfundur greinarinnar „Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks“ sagði frá rannsókninni sem byggir á meistararitgerð hennar ásamt því að fjalla um óyrt samskipti á vinnustöðum almennt. Greinin var birt í nýjasta hefði tímarits um viðskipti og efnahagsmál.  Auk þess gaf hún góð ráð um samskiptahegðun sem eykur líkur á farsælu sambandi milli yfirmanna og starfsmanna.

Hildur sem hefur þjálfað fimleika í mörg ár sagði að allir hefðu eitthvað sem mótar þá sem við förum með okkur í gegnum lífið sem hefur áhrif á hvernig við komum fram við aðra.   Hún sagði að óyrt samskipti væru öll þau skilaboð sem við sendum frá okkur fyrir utan orðin sjálf meðvitað og ómeðvitað. Meira að segja fötin okkar senda skilaboð.  Umhverfi hefur ótrúleg áhrif á okkur.  Umhverfið er alltaf að senda okkur skilaboð og t.d. hafa plöntur einstaklega góð áhrif á líðan starfsmanna en lokuð þröng fundarherbergi alls ekki.  Nálægð er einnig eitt sem hefur áhrif og getur verið mjög mismunandi hversu mikla nálægð við viljum. Heilinn okkar er endalaust að hjálpa okkur að flokka fólk sem hefur áhrif á hvernig við komum fram við fólk og hvernig það kemur fram við okkur.  Líkamstjáningin segir líka mikið.  T.d. þegar við krossleggjum hendur erum við í raun að faðma okkur sjálf ekki endilega að loka á okkur eins og margir halda.   Svipbrigði/andlitstjáning (broskallar) er mikið notað í dag og orðið vinsælt í skrifuðu máli til þess að skilaboðin komist rétt til skila.  Handaband hefur líka mikil áhrif og gefur frá sér skilaboð.  Traust og gott handaband er mikilvægt.  Raddblær hefur líka mikil áhrif. Það er ekki það sem þú segir sem skiptir máli heldur hvernig þú segir það.  Lykt skiptir líka miklu máli. Hún hefur mikil áhrif og við hrífumst ekki að fólki með vonda lykt. Viðeigandi snerting er jákvætt tengd í góð tengsl við yfirmann.  En yfirmenn veigra sér við það út af kynferðislegri áreitni. 

90% allra samskipta fara fram í gegnum óyrta hegðun og þess vegna er hún svo mikilvæg. Allir vilja að starfsfólki líði vel og af hverju ætti það að hafa áhrif á yfirmann?  Stuðningur yfirmanns skiptir meginmáli en þetta er lítið rannsakað.  En hvað gerði Hildur?  Hún vildi finna mælitæki sem væri réttmætt og áreiðanlegt.  Og fékk þetta efni á heilann.  Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl á milli upplifunar á óyrtum samskiptum yfirmanns og tilfinningalegri líðan starfsfólks. Tilfinningaleg líðan felur í sér að einstaklingi er sýnd væntumþykja, áhugi, skilningur og samkennd.  Rannsóknir sýna að mikilvægt sé að finna þennan stuðning frá yfirmanni.  Tilfinningalegt gildi.  Jákvætt og neikvætt mat einstaklings á umhverfi sínu eða einstaklingum innan þess.  Tilfinningaleg vinna snýr að því að stjórna meðvitað þeim tilfinningum sem sýndar eru innan vinnustaðar og getur slíkt krafist mikillar andlegrar orku. 

Í óyrtri hegðun skoðaði Hildur líkamlega tjáningu, andlitstjáningu, nánd og raddblæ.  Settar voru fram þrjár tilgátur í rannsókninni. Þátttakendur voru 802, rafrænt hentugleikaúrtak á FB, aldursdreifing frekar jöfn og konur 70,9%. Kyn yfirmanna var frekar jafnt kk 46,9% og kvk 53,1%.

Dæmi um spurningu var: Heldur yfirmaður þinn augnsambandi þegar hann ræðir við þig? Ég get treyst á yfirmann minn ef eitthvað fer úrskeiðis sem tengist vinnunni.

Allar tilgátur stóðust og hefur líkamleg tjáning mikil áhrif.

En hvað er til ráða?  Vera meðvituð um okkar eigin hegðun og hvaða áhrif hún getur haft á aðra og fyrirtækið.  Staldra við – hvaða skilaboð er ég að senda frá mér núna? Gef ég öðrum rými til þess að stækka, opna sig? Varðandi upplifun annarra er mikilvægt að fara varlega í að lesa úr einstaka hegðun, eigum það til að festast í sama farinu og getum alltaf bætt okkur. 

hildurvil@gmail.com

 

 

 

 

Tengdir viðburðir

Stjórnarfundur faghóps um mannauðsstjórnun - Lokaður fundur

Stjórnarfundir faghóps um mannauðsstjórnun eru haldnir tvisvar á ári þar sem stjórnin kemur saman í raunheimum og skoðar stöðu faghópsins.

Við upphaf starfsár kemur stjórn saman, skoðar eldri starfsár og mótar viðburðadagskrá komandi starfsárs.

 Og loks við lok starfsár eru fráfarandi stjórnarmeðlimir kvattir og nýir meðlimir boðnir velkomnir inn. Á loka vinnufundi stjórnar er einnig farið yfir líðandi Stjórnvísis ár og rýnt hvað betur megi fara, hvernig styrkja megi starfsemina, sem og hvað fór vel fram og viðhalda megi í starfseminni og komandi Stjórnvísisár vel undirbúið svo stjórnin geti hafið sín störf af fullum krafti strax við upphaf næsta Stjórnvísis árs.

 

 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun?

Ekki hika við að hafa samband við formann faghópsins (sunna@vinnuhjalp.is), stjórnin er ávallt opin fyrir því að fá áhugasamt fólk inn í sínar raðir!

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2024

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

*Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins og fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove. Stjórn faghópsins fjarfundar nokkrum sinnum yfir árið til þess að stilla saman strengi sína og skipta milli sín viðburðum til fundarstýringar.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

ATH! VIÐBURÐI FRESTAÐ: Verkfærakista mannauðsstjórnandans í fjórðu iðnbyltingunni frestað

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Inclusion in the workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)

Click here to join the meeting

Companies in today's diverse society are grappling with how to adjust employee behavior and be more inclusive in the workplace. Achola, a Solopreneur and consultant, will share her insights on this topic at the upcoming event titled "Inclusion in the Workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)."

Speaker: Achola Otieno (She/Her), Solopreneur and consultant

Achola is a D.E.I. strategist and policy analyst with over ten years of experience in human rights. She is the founder of Inclusive Iceland, a boutique consulting practice that specializes in strategic planning and structural development while utilizing proven design frameworks to promote equity. Achola's expertise lies in designing projects for underrepresented groups, which has played a vital role in her advocacy for equity and inclusion. Her work has gained recognition both in Iceland and internationally, as she has collaborated with the Icelandic local government and the U.N.H.C.R. Achola's approach to D.E.I. is holistic and intersectional, combining practice, process, and policies to equip staff with the necessary tools to build equity in their respective organizations. She is also passionate about data and connecting systems with the social and political environmental climate. Having lived on three continents and traveled to over 90 countries, she has vast experience working with diverse cultures and systems. Achola aims to weave historical connections and current contexts to better understand inequities and create effective solutions for promoting equity and inclusion.

Fjölbreytileiki á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Click here to join the meeting

Býður vinnustaðurinn þinn hreyfihamlaða velkomna til vinnu?
Hvað er viðeigandi aðlögun? Hvernig kemur maður fram við hreyfihamlaða einstaklinga? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða störf getur hreyfihamlað fólk unnið? Hvernig getur vinnustaðurinn minn tekið virkan þátt í inngildingu?
Þessar spurningar, og margar aðrar mun Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, svara á örfyrirlestri um fjölbreytileika á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.

 

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar Landssambands Hreyfihamlaðra, er með mikla reynslu af atvinnulífinu, bæði sem fatlaður einstaklingur en einnig sem ófatlaður einstaklingur. Margrét hefur gengt allskonar störfum sem t.d. þjónn, tamningarmaður, verkefnastjóri, ráðgjafi og stjórnandi. Þekking Margrétar og reynsla er víð og umfangsefni fyrirlestrarins því séð frá mörgum hliðum.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?