The Engine og Kynnisferðir kynna árangur í markaðssetningu á netinu.

Faghópur um þjónustu-og markaðsstjórnun hélt fund í Kynnisferðum þar sem kynnt voru þau gögn sem unnið er með í dag.  Það voru aðilar frá Kynnisferðum og The Engine sem héltu erindi.  

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 10 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.
The Engine er opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“.og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót. Þeir hafa stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.


Ari sagðist alltaf byrja á að einfalda hlutina og setja sig í spor viðskiptavinarins.  Hvar byrjar þetta, t.d. í ferðaiðnaðinum, viðskiptavinurinn á sér draum.  Mikilvægt er að ná viðskiptavininum sem allra fyrst.  Ferlið er Draumur – gagnaöflun – bókun – upplifun.  Mikilvægt er að á heimasíðunni séu öll þau tæki sem næla í viðskiptavininn.  Samkeppnisaðilinn getur boðið ódýrara verð og náð honum af okkur þó svo við séum að elta hann.  Helsta áskorunin er að þegar viðskiptavinurinn er búinn að bíta á þá sleppi hann ekki annað.  Upplifunin er ekki síður mikilvæg því viðskiptavinurinn deilir sinni upplifun af draumnum til næsta manns og þannig endurtekur ferlið sig aftur og aftur og aftur.  Ari heimsótti Google í Dublin.  50% af allri umferð kemur í dag í gegnum mobile, svo kölluð micro moment.  Micro moment dagsins eru eftirfarandi: þú vaknar, kíkir á símann, dagatalið og facebook.  Þá kíkirðu á fréttir, facebook, uber, gmail, app og heimasíðu Google.  Alltaf er verið að kíkja á símann og því er alltaf mobile fyrst eða annað sem við erum með.  Við erum með gríðarlega margar snertingar á símanum. En nú þekkjum við alla miðla en hvaða gögn er hægt að taka út til að búa til markhóp til að auglýsa til? Landfræðilegar, kyn, aldur, tungumál, vefsíður, áhugamál of.l.  Í dag er engin afsökun til að þekkja ekki og hafa ákveðinn markhóp.  Í dag er markhópurinn svo stór.  Frá fyrstu snertingu getur tekið 13 daga og 14 klst. að breyta gest í viðskiptavin.  Flestar heimsóknir á síðuna eru á mánudögum og þriðjudögum á milli 14:00-20:00.  63% þeirra sem bóka eru konur og 10x dýrara að sækja á 65 ára og eldri.  En hvernig notum við öll þessi gögn í markaðsstarfi.  Frábært að deila upplifun viðskiptavininn því hann hefur áhrif á draum næsta viðskiptavinar.  Framleiddir eru yfir 200 borðar á ári og 1-2 blogg á viku.  Án þeirra er allt gagnslaust því þú verður að birtast viðskiptavininum í máli og myndum.  Mikilvægasta atriðið er að geta sýnt að öll þessi vinna skili sér til baka í mælingu en mælingin er að það fór x peningur út og inn kom x.   Við verðum að vita heilt yfir hvernig okkur er að ganga með mælingum.  Keyptir eru x margir smellir og x margir viðskiptavinir koma út. 

Í dag er auðvelt að sjá hve mikil fjárfesting fer í að ná í viðskiptavin.  Kynnisferðir skiptir við AdRoll, þeir gefa út hvað greitt er fyrir að ná í hvern viðskiptavin.  Borgað er fyrir hvern sem bókar Gullna hringinn 1,07 dollar til þeirra. 

The Engine er hópur sérfræðinga með ástríðu fyrir markaðssetningu á netinu.  Þeir eru ekki auglýsingastofa og vinna eingöngu í online marketing.  Þeir keyra auglýsingar fyrir 3200 milljónir á árinu og skaffa sínum viðskiptavinum eins miklar tekjur og möguleiki er.  Þeir koma að ráðgjöf og stefnumótun, þeir eru á samfélagsmiðlum og í greiningum.  Þeir hafa samband við bloggara og fréttamenn til að fá umfjöllun til að skapa umfjöllun.  Síðan er það hin lífræna umferð.  Fyrsta sem gert er þegar viðskiptavinur kemur inn er að skoða ytri gögn, nota google analytics o.fl.  ytri gögnin eru síðan nýtt og þá byrja rannsóknir og gagnaöflun, búnir eru til markhópar og viðskiptavin sem er erkitýpa  fyrir viðkomandi fyrirtæki.  Hvar ætlum við að birtast?  Og að lokun er gerð áætlun.  Greining – rannsóknir og gagnaöflun – strategia og skipulag – vöktun og bestun.

Í greiningu:  þá er tekin núverandi staða sem er oft núll punktur.  Screaming frog er notað til að sjá hvernig leitarvélar finna vefsíðu fyrirtækisins, þar eru greindar villur í síðunni.  Þetta forrit sækir allar upplýsingar sem eru tæknilegar og notað í fyrstu til að greina hvað er að. Search Console er mikilvægara en Google Analytics því þarna er hægt að sjá hvaða leitarorð fólk notar til að fara á ykkar vef.  Þetta tól sýnir raunverulega hvað er að gerast  Hotjar sýnir frá hvaða vafra fyrirtækið kom frá hvar viðskiptavinurinn er að smella og af hverju fer hann af síðunni.  Þetta er allt hægt að skoða, allt er jafnvel vel gert en einhver lítil smávilla veldur því að viðskiptavinurinn fer.  Semrush er frábært tól til að vakta og skoða rankings, til að leita að villum, greina villur.  Sérstaklega til að skanna og leita að villum.  Moz er mikið notað til að greina linka, slæmir linkar geta látið vefinn hrynja.  Linkar eru eins og atkvæði fyrir Goggle.  Mikilvægasta í algorithma google eru linkar. Og mikilvægt er að láta greina hvaða linka viðskiptavinurinn er að nota.  Veður hefur ótrúlegustu áhrif á kauphegðun.  Þá er keyrður ákveðinn hugbúnaður til að keyra sértækar auglýsingar á viðskiptavininn.  T.d. eru keyrðar bílaþvottaauglýsingar 1 klst. eftir rigningu á vesturströnd Ameríku.

Rannsóknir og gagnaöflun: leitarorðagreining er mikilvæg.  Í október leituðu 2,2milljónir manna að „Iceland“, „Visiting Icleand“ 12.100, „Tours in Iceland“74.000.  Consumer Barometer er einnig mikilvægt tól og er eitt öflugasta markaðstól sem til er.  Hægt er að velja tól, þar sést hver er að nota hvaða tól t.d. hve margir eru að nota símann á sama tíma og sjónvarp, hvenær er keypt á netinu og á hvaða tíma.  Google Trends er einnig mjög áhugavert tól.  Þar sjást kúrfur, þar sést hvað fólk er aðallega að leita að sem er einnig að leita að Ísland. 

Varðandi innri gögn frá Google.  Í innri gögnum viðskiptavina eru skoðuðu innri gögn viðskiptavina. Strategía og skipulag:  Mikilvægt er að setja sér markmið sem eru sölumarkmið, heimsóknir á vefinn.  Farið er yfir skilaboðin, texti sem birtist, myndræn framsetning, video, samræmt er hvað er verið að segja og hvernig.  Mismunandi skilaboð til mismunandi aldurs.  Sjá Íslandsstofu.  Margir eru bara að gera eitthvað. Ekkert er gert nema hægt sé að trakka hlutina, mikilvægast er að sjá hve miklu er eytt og hve mikið kemur inn á móti.  Mikilvægt er að skrifa greinar og blogg og frá þeirri frétt eru skrifaðar fréttir af blaðamönnum.  Þetta er gert til að ná aukinni umfjöllun.  Því stærri sem viðskiptavinurinn er því mikilvægara að halda vel utan um í hvað hver einasta króna er að fara í.

Virkjun herferða: Google Analytics er gríðarlega öflugt tól.  Inn í „interest“ er market þar er búið að setja þig inn í ákveðinn markað.  Þegar þú ferð út þá sendir Google þér upplýsingar um það.  Ef þú leitar á netinu færðu strax auglýsingar í framhaldi.  Þegar þú ferð til útlanda og leitar að bílaleigubíl þá færðu upplýsingar um leið og þú lendir.   Það eru meira að segja til tól sem greina hvort umræða er jákvæð eða neikvæð.  Brand Survey er keyrð með Youtube og tilheyrir Google.  Það er með ólíkindum hve mikið er hægt að greina og skoða á netinu.   

Um viðburðinn

Árangur í markaðssetningu á netinu í ferðaþjónustu

Ari Steinarsson sérfræðingur í markaðssetningu á netinu og The Engine halda erindi um markaðssetning á netinu, hvaða gögn er unnið með ásamt því hvernig fólk þarf í teymið.

Viðburðurinn miðar að ferðaþjónustu en á sannarlega við um alla þá sem stunda stafræna markaðssetningu. 

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 10 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.

The Engine er opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“.og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót. Þeir hafa stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.

Húsið opnar kl. 8:15 og fyrirlestur hefst stundvíslega kl. 08:30.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?