The Engine og Kynnisferðir kynna árangur í markaðssetningu á netinu.

Faghópur um þjónustu-og markaðsstjórnun hélt fund í Kynnisferðum þar sem kynnt voru þau gögn sem unnið er með í dag.  Það voru aðilar frá Kynnisferðum og The Engine sem héltu erindi.  

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 10 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.
The Engine er opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“.og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót. Þeir hafa stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.


Ari sagðist alltaf byrja á að einfalda hlutina og setja sig í spor viðskiptavinarins.  Hvar byrjar þetta, t.d. í ferðaiðnaðinum, viðskiptavinurinn á sér draum.  Mikilvægt er að ná viðskiptavininum sem allra fyrst.  Ferlið er Draumur – gagnaöflun – bókun – upplifun.  Mikilvægt er að á heimasíðunni séu öll þau tæki sem næla í viðskiptavininn.  Samkeppnisaðilinn getur boðið ódýrara verð og náð honum af okkur þó svo við séum að elta hann.  Helsta áskorunin er að þegar viðskiptavinurinn er búinn að bíta á þá sleppi hann ekki annað.  Upplifunin er ekki síður mikilvæg því viðskiptavinurinn deilir sinni upplifun af draumnum til næsta manns og þannig endurtekur ferlið sig aftur og aftur og aftur.  Ari heimsótti Google í Dublin.  50% af allri umferð kemur í dag í gegnum mobile, svo kölluð micro moment.  Micro moment dagsins eru eftirfarandi: þú vaknar, kíkir á símann, dagatalið og facebook.  Þá kíkirðu á fréttir, facebook, uber, gmail, app og heimasíðu Google.  Alltaf er verið að kíkja á símann og því er alltaf mobile fyrst eða annað sem við erum með.  Við erum með gríðarlega margar snertingar á símanum. En nú þekkjum við alla miðla en hvaða gögn er hægt að taka út til að búa til markhóp til að auglýsa til? Landfræðilegar, kyn, aldur, tungumál, vefsíður, áhugamál of.l.  Í dag er engin afsökun til að þekkja ekki og hafa ákveðinn markhóp.  Í dag er markhópurinn svo stór.  Frá fyrstu snertingu getur tekið 13 daga og 14 klst. að breyta gest í viðskiptavin.  Flestar heimsóknir á síðuna eru á mánudögum og þriðjudögum á milli 14:00-20:00.  63% þeirra sem bóka eru konur og 10x dýrara að sækja á 65 ára og eldri.  En hvernig notum við öll þessi gögn í markaðsstarfi.  Frábært að deila upplifun viðskiptavininn því hann hefur áhrif á draum næsta viðskiptavinar.  Framleiddir eru yfir 200 borðar á ári og 1-2 blogg á viku.  Án þeirra er allt gagnslaust því þú verður að birtast viðskiptavininum í máli og myndum.  Mikilvægasta atriðið er að geta sýnt að öll þessi vinna skili sér til baka í mælingu en mælingin er að það fór x peningur út og inn kom x.   Við verðum að vita heilt yfir hvernig okkur er að ganga með mælingum.  Keyptir eru x margir smellir og x margir viðskiptavinir koma út. 

Í dag er auðvelt að sjá hve mikil fjárfesting fer í að ná í viðskiptavin.  Kynnisferðir skiptir við AdRoll, þeir gefa út hvað greitt er fyrir að ná í hvern viðskiptavin.  Borgað er fyrir hvern sem bókar Gullna hringinn 1,07 dollar til þeirra. 

The Engine er hópur sérfræðinga með ástríðu fyrir markaðssetningu á netinu.  Þeir eru ekki auglýsingastofa og vinna eingöngu í online marketing.  Þeir keyra auglýsingar fyrir 3200 milljónir á árinu og skaffa sínum viðskiptavinum eins miklar tekjur og möguleiki er.  Þeir koma að ráðgjöf og stefnumótun, þeir eru á samfélagsmiðlum og í greiningum.  Þeir hafa samband við bloggara og fréttamenn til að fá umfjöllun til að skapa umfjöllun.  Síðan er það hin lífræna umferð.  Fyrsta sem gert er þegar viðskiptavinur kemur inn er að skoða ytri gögn, nota google analytics o.fl.  ytri gögnin eru síðan nýtt og þá byrja rannsóknir og gagnaöflun, búnir eru til markhópar og viðskiptavin sem er erkitýpa  fyrir viðkomandi fyrirtæki.  Hvar ætlum við að birtast?  Og að lokun er gerð áætlun.  Greining – rannsóknir og gagnaöflun – strategia og skipulag – vöktun og bestun.

Í greiningu:  þá er tekin núverandi staða sem er oft núll punktur.  Screaming frog er notað til að sjá hvernig leitarvélar finna vefsíðu fyrirtækisins, þar eru greindar villur í síðunni.  Þetta forrit sækir allar upplýsingar sem eru tæknilegar og notað í fyrstu til að greina hvað er að. Search Console er mikilvægara en Google Analytics því þarna er hægt að sjá hvaða leitarorð fólk notar til að fara á ykkar vef.  Þetta tól sýnir raunverulega hvað er að gerast  Hotjar sýnir frá hvaða vafra fyrirtækið kom frá hvar viðskiptavinurinn er að smella og af hverju fer hann af síðunni.  Þetta er allt hægt að skoða, allt er jafnvel vel gert en einhver lítil smávilla veldur því að viðskiptavinurinn fer.  Semrush er frábært tól til að vakta og skoða rankings, til að leita að villum, greina villur.  Sérstaklega til að skanna og leita að villum.  Moz er mikið notað til að greina linka, slæmir linkar geta látið vefinn hrynja.  Linkar eru eins og atkvæði fyrir Goggle.  Mikilvægasta í algorithma google eru linkar. Og mikilvægt er að láta greina hvaða linka viðskiptavinurinn er að nota.  Veður hefur ótrúlegustu áhrif á kauphegðun.  Þá er keyrður ákveðinn hugbúnaður til að keyra sértækar auglýsingar á viðskiptavininn.  T.d. eru keyrðar bílaþvottaauglýsingar 1 klst. eftir rigningu á vesturströnd Ameríku.

Rannsóknir og gagnaöflun: leitarorðagreining er mikilvæg.  Í október leituðu 2,2milljónir manna að „Iceland“, „Visiting Icleand“ 12.100, „Tours in Iceland“74.000.  Consumer Barometer er einnig mikilvægt tól og er eitt öflugasta markaðstól sem til er.  Hægt er að velja tól, þar sést hver er að nota hvaða tól t.d. hve margir eru að nota símann á sama tíma og sjónvarp, hvenær er keypt á netinu og á hvaða tíma.  Google Trends er einnig mjög áhugavert tól.  Þar sjást kúrfur, þar sést hvað fólk er aðallega að leita að sem er einnig að leita að Ísland. 

Varðandi innri gögn frá Google.  Í innri gögnum viðskiptavina eru skoðuðu innri gögn viðskiptavina. Strategía og skipulag:  Mikilvægt er að setja sér markmið sem eru sölumarkmið, heimsóknir á vefinn.  Farið er yfir skilaboðin, texti sem birtist, myndræn framsetning, video, samræmt er hvað er verið að segja og hvernig.  Mismunandi skilaboð til mismunandi aldurs.  Sjá Íslandsstofu.  Margir eru bara að gera eitthvað. Ekkert er gert nema hægt sé að trakka hlutina, mikilvægast er að sjá hve miklu er eytt og hve mikið kemur inn á móti.  Mikilvægt er að skrifa greinar og blogg og frá þeirri frétt eru skrifaðar fréttir af blaðamönnum.  Þetta er gert til að ná aukinni umfjöllun.  Því stærri sem viðskiptavinurinn er því mikilvægara að halda vel utan um í hvað hver einasta króna er að fara í.

Virkjun herferða: Google Analytics er gríðarlega öflugt tól.  Inn í „interest“ er market þar er búið að setja þig inn í ákveðinn markað.  Þegar þú ferð út þá sendir Google þér upplýsingar um það.  Ef þú leitar á netinu færðu strax auglýsingar í framhaldi.  Þegar þú ferð til útlanda og leitar að bílaleigubíl þá færðu upplýsingar um leið og þú lendir.   Það eru meira að segja til tól sem greina hvort umræða er jákvæð eða neikvæð.  Brand Survey er keyrð með Youtube og tilheyrir Google.  Það er með ólíkindum hve mikið er hægt að greina og skoða á netinu.   

Um viðburðinn

Árangur í markaðssetningu á netinu í ferðaþjónustu

Ari Steinarsson sérfræðingur í markaðssetningu á netinu og The Engine halda erindi um markaðssetning á netinu, hvaða gögn er unnið með ásamt því hvernig fólk þarf í teymið.

Viðburðurinn miðar að ferðaþjónustu en á sannarlega við um alla þá sem stunda stafræna markaðssetningu. 

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 10 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.

The Engine er opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“.og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót. Þeir hafa stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.

Húsið opnar kl. 8:15 og fyrirlestur hefst stundvíslega kl. 08:30.

Fleiri fréttir og pistlar

Óskað er eftir tilnefningum - Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026.

Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband. 

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.

Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.


Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:

Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Fullt hús á fyrsta viðburði Faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.

Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.

„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.

Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.

Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk. 

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?