The Engine og Kynnisferðir kynna árangur í markaðssetningu á netinu.

Faghópur um þjónustu-og markaðsstjórnun hélt fund í Kynnisferðum þar sem kynnt voru þau gögn sem unnið er með í dag.  Það voru aðilar frá Kynnisferðum og The Engine sem héltu erindi.  

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 10 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.
The Engine er opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“.og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót. Þeir hafa stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.


Ari sagðist alltaf byrja á að einfalda hlutina og setja sig í spor viðskiptavinarins.  Hvar byrjar þetta, t.d. í ferðaiðnaðinum, viðskiptavinurinn á sér draum.  Mikilvægt er að ná viðskiptavininum sem allra fyrst.  Ferlið er Draumur – gagnaöflun – bókun – upplifun.  Mikilvægt er að á heimasíðunni séu öll þau tæki sem næla í viðskiptavininn.  Samkeppnisaðilinn getur boðið ódýrara verð og náð honum af okkur þó svo við séum að elta hann.  Helsta áskorunin er að þegar viðskiptavinurinn er búinn að bíta á þá sleppi hann ekki annað.  Upplifunin er ekki síður mikilvæg því viðskiptavinurinn deilir sinni upplifun af draumnum til næsta manns og þannig endurtekur ferlið sig aftur og aftur og aftur.  Ari heimsótti Google í Dublin.  50% af allri umferð kemur í dag í gegnum mobile, svo kölluð micro moment.  Micro moment dagsins eru eftirfarandi: þú vaknar, kíkir á símann, dagatalið og facebook.  Þá kíkirðu á fréttir, facebook, uber, gmail, app og heimasíðu Google.  Alltaf er verið að kíkja á símann og því er alltaf mobile fyrst eða annað sem við erum með.  Við erum með gríðarlega margar snertingar á símanum. En nú þekkjum við alla miðla en hvaða gögn er hægt að taka út til að búa til markhóp til að auglýsa til? Landfræðilegar, kyn, aldur, tungumál, vefsíður, áhugamál of.l.  Í dag er engin afsökun til að þekkja ekki og hafa ákveðinn markhóp.  Í dag er markhópurinn svo stór.  Frá fyrstu snertingu getur tekið 13 daga og 14 klst. að breyta gest í viðskiptavin.  Flestar heimsóknir á síðuna eru á mánudögum og þriðjudögum á milli 14:00-20:00.  63% þeirra sem bóka eru konur og 10x dýrara að sækja á 65 ára og eldri.  En hvernig notum við öll þessi gögn í markaðsstarfi.  Frábært að deila upplifun viðskiptavininn því hann hefur áhrif á draum næsta viðskiptavinar.  Framleiddir eru yfir 200 borðar á ári og 1-2 blogg á viku.  Án þeirra er allt gagnslaust því þú verður að birtast viðskiptavininum í máli og myndum.  Mikilvægasta atriðið er að geta sýnt að öll þessi vinna skili sér til baka í mælingu en mælingin er að það fór x peningur út og inn kom x.   Við verðum að vita heilt yfir hvernig okkur er að ganga með mælingum.  Keyptir eru x margir smellir og x margir viðskiptavinir koma út. 

Í dag er auðvelt að sjá hve mikil fjárfesting fer í að ná í viðskiptavin.  Kynnisferðir skiptir við AdRoll, þeir gefa út hvað greitt er fyrir að ná í hvern viðskiptavin.  Borgað er fyrir hvern sem bókar Gullna hringinn 1,07 dollar til þeirra. 

The Engine er hópur sérfræðinga með ástríðu fyrir markaðssetningu á netinu.  Þeir eru ekki auglýsingastofa og vinna eingöngu í online marketing.  Þeir keyra auglýsingar fyrir 3200 milljónir á árinu og skaffa sínum viðskiptavinum eins miklar tekjur og möguleiki er.  Þeir koma að ráðgjöf og stefnumótun, þeir eru á samfélagsmiðlum og í greiningum.  Þeir hafa samband við bloggara og fréttamenn til að fá umfjöllun til að skapa umfjöllun.  Síðan er það hin lífræna umferð.  Fyrsta sem gert er þegar viðskiptavinur kemur inn er að skoða ytri gögn, nota google analytics o.fl.  ytri gögnin eru síðan nýtt og þá byrja rannsóknir og gagnaöflun, búnir eru til markhópar og viðskiptavin sem er erkitýpa  fyrir viðkomandi fyrirtæki.  Hvar ætlum við að birtast?  Og að lokun er gerð áætlun.  Greining – rannsóknir og gagnaöflun – strategia og skipulag – vöktun og bestun.

Í greiningu:  þá er tekin núverandi staða sem er oft núll punktur.  Screaming frog er notað til að sjá hvernig leitarvélar finna vefsíðu fyrirtækisins, þar eru greindar villur í síðunni.  Þetta forrit sækir allar upplýsingar sem eru tæknilegar og notað í fyrstu til að greina hvað er að. Search Console er mikilvægara en Google Analytics því þarna er hægt að sjá hvaða leitarorð fólk notar til að fara á ykkar vef.  Þetta tól sýnir raunverulega hvað er að gerast  Hotjar sýnir frá hvaða vafra fyrirtækið kom frá hvar viðskiptavinurinn er að smella og af hverju fer hann af síðunni.  Þetta er allt hægt að skoða, allt er jafnvel vel gert en einhver lítil smávilla veldur því að viðskiptavinurinn fer.  Semrush er frábært tól til að vakta og skoða rankings, til að leita að villum, greina villur.  Sérstaklega til að skanna og leita að villum.  Moz er mikið notað til að greina linka, slæmir linkar geta látið vefinn hrynja.  Linkar eru eins og atkvæði fyrir Goggle.  Mikilvægasta í algorithma google eru linkar. Og mikilvægt er að láta greina hvaða linka viðskiptavinurinn er að nota.  Veður hefur ótrúlegustu áhrif á kauphegðun.  Þá er keyrður ákveðinn hugbúnaður til að keyra sértækar auglýsingar á viðskiptavininn.  T.d. eru keyrðar bílaþvottaauglýsingar 1 klst. eftir rigningu á vesturströnd Ameríku.

Rannsóknir og gagnaöflun: leitarorðagreining er mikilvæg.  Í október leituðu 2,2milljónir manna að „Iceland“, „Visiting Icleand“ 12.100, „Tours in Iceland“74.000.  Consumer Barometer er einnig mikilvægt tól og er eitt öflugasta markaðstól sem til er.  Hægt er að velja tól, þar sést hver er að nota hvaða tól t.d. hve margir eru að nota símann á sama tíma og sjónvarp, hvenær er keypt á netinu og á hvaða tíma.  Google Trends er einnig mjög áhugavert tól.  Þar sjást kúrfur, þar sést hvað fólk er aðallega að leita að sem er einnig að leita að Ísland. 

Varðandi innri gögn frá Google.  Í innri gögnum viðskiptavina eru skoðuðu innri gögn viðskiptavina. Strategía og skipulag:  Mikilvægt er að setja sér markmið sem eru sölumarkmið, heimsóknir á vefinn.  Farið er yfir skilaboðin, texti sem birtist, myndræn framsetning, video, samræmt er hvað er verið að segja og hvernig.  Mismunandi skilaboð til mismunandi aldurs.  Sjá Íslandsstofu.  Margir eru bara að gera eitthvað. Ekkert er gert nema hægt sé að trakka hlutina, mikilvægast er að sjá hve miklu er eytt og hve mikið kemur inn á móti.  Mikilvægt er að skrifa greinar og blogg og frá þeirri frétt eru skrifaðar fréttir af blaðamönnum.  Þetta er gert til að ná aukinni umfjöllun.  Því stærri sem viðskiptavinurinn er því mikilvægara að halda vel utan um í hvað hver einasta króna er að fara í.

Virkjun herferða: Google Analytics er gríðarlega öflugt tól.  Inn í „interest“ er market þar er búið að setja þig inn í ákveðinn markað.  Þegar þú ferð út þá sendir Google þér upplýsingar um það.  Ef þú leitar á netinu færðu strax auglýsingar í framhaldi.  Þegar þú ferð til útlanda og leitar að bílaleigubíl þá færðu upplýsingar um leið og þú lendir.   Það eru meira að segja til tól sem greina hvort umræða er jákvæð eða neikvæð.  Brand Survey er keyrð með Youtube og tilheyrir Google.  Það er með ólíkindum hve mikið er hægt að greina og skoða á netinu.   

Um viðburðinn

Árangur í markaðssetningu á netinu í ferðaþjónustu

Ari Steinarsson sérfræðingur í markaðssetningu á netinu og The Engine halda erindi um markaðssetning á netinu, hvaða gögn er unnið með ásamt því hvernig fólk þarf í teymið.

Viðburðurinn miðar að ferðaþjónustu en á sannarlega við um alla þá sem stunda stafræna markaðssetningu. 

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 10 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.

The Engine er opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“.og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót. Þeir hafa stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.

Húsið opnar kl. 8:15 og fyrirlestur hefst stundvíslega kl. 08:30.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

„Framsýn forysta“ er þema ársins hjá Stjórnvísi 2025-2026

Nýkjörin stjórn Stjórnvísi hélt í dag vinnufund stjórnar þar sem m.a. var ákveðið þema fyrir starfárið 2025-2026.  Þemavinnan var unnin í miro.com og var niðurstaðan sú að þemað var valið "Framsýn forysta".  Útfærslan verður kynnt nánar á Kick off fundi í ágúst.    

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2025-2026 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað.
  2. Í framhaldi kynnti stjórnarfólk sig og sagði örstutt frá sér.  
  3. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Anna Kristín fór yfir    framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. 
  4. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint. Stjórn var hvött af framkvæmdastjóra félagsins til að fara inn á Sharepoint reglulega.
  5. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.    

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?