Árangur í markaðssetningu á netinu í ferðaþjónustu

Ari Steinarsson sérfræðingur í markaðssetningu á netinu og The Engine halda erindi um markaðssetning á netinu, hvaða gögn er unnið með ásamt því hvernig fólk þarf í teymið.

Viðburðurinn miðar að ferðaþjónustu en á sannarlega við um alla þá sem stunda stafræna markaðssetningu. 

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 10 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.

The Engine er opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“.og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót. Þeir hafa stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.

Húsið opnar kl. 8:15 og fyrirlestur hefst stundvíslega kl. 08:30.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

The Engine og Kynnisferðir kynna árangur í markaðssetningu á netinu.

Faghópur um þjónustu-og markaðsstjórnun hélt fund í Kynnisferðum þar sem kynnt voru þau gögn sem unnið er með í dag.  Það voru aðilar frá Kynnisferðum og The Engine sem héltu erindi.  

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 10 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.
The Engine er opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“.og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót. Þeir hafa stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.


Ari sagðist alltaf byrja á að einfalda hlutina og setja sig í spor viðskiptavinarins.  Hvar byrjar þetta, t.d. í ferðaiðnaðinum, viðskiptavinurinn á sér draum.  Mikilvægt er að ná viðskiptavininum sem allra fyrst.  Ferlið er Draumur – gagnaöflun – bókun – upplifun.  Mikilvægt er að á heimasíðunni séu öll þau tæki sem næla í viðskiptavininn.  Samkeppnisaðilinn getur boðið ódýrara verð og náð honum af okkur þó svo við séum að elta hann.  Helsta áskorunin er að þegar viðskiptavinurinn er búinn að bíta á þá sleppi hann ekki annað.  Upplifunin er ekki síður mikilvæg því viðskiptavinurinn deilir sinni upplifun af draumnum til næsta manns og þannig endurtekur ferlið sig aftur og aftur og aftur.  Ari heimsótti Google í Dublin.  50% af allri umferð kemur í dag í gegnum mobile, svo kölluð micro moment.  Micro moment dagsins eru eftirfarandi: þú vaknar, kíkir á símann, dagatalið og facebook.  Þá kíkirðu á fréttir, facebook, uber, gmail, app og heimasíðu Google.  Alltaf er verið að kíkja á símann og því er alltaf mobile fyrst eða annað sem við erum með.  Við erum með gríðarlega margar snertingar á símanum. En nú þekkjum við alla miðla en hvaða gögn er hægt að taka út til að búa til markhóp til að auglýsa til? Landfræðilegar, kyn, aldur, tungumál, vefsíður, áhugamál of.l.  Í dag er engin afsökun til að þekkja ekki og hafa ákveðinn markhóp.  Í dag er markhópurinn svo stór.  Frá fyrstu snertingu getur tekið 13 daga og 14 klst. að breyta gest í viðskiptavin.  Flestar heimsóknir á síðuna eru á mánudögum og þriðjudögum á milli 14:00-20:00.  63% þeirra sem bóka eru konur og 10x dýrara að sækja á 65 ára og eldri.  En hvernig notum við öll þessi gögn í markaðsstarfi.  Frábært að deila upplifun viðskiptavininn því hann hefur áhrif á draum næsta viðskiptavinar.  Framleiddir eru yfir 200 borðar á ári og 1-2 blogg á viku.  Án þeirra er allt gagnslaust því þú verður að birtast viðskiptavininum í máli og myndum.  Mikilvægasta atriðið er að geta sýnt að öll þessi vinna skili sér til baka í mælingu en mælingin er að það fór x peningur út og inn kom x.   Við verðum að vita heilt yfir hvernig okkur er að ganga með mælingum.  Keyptir eru x margir smellir og x margir viðskiptavinir koma út. 

Í dag er auðvelt að sjá hve mikil fjárfesting fer í að ná í viðskiptavin.  Kynnisferðir skiptir við AdRoll, þeir gefa út hvað greitt er fyrir að ná í hvern viðskiptavin.  Borgað er fyrir hvern sem bókar Gullna hringinn 1,07 dollar til þeirra. 

The Engine er hópur sérfræðinga með ástríðu fyrir markaðssetningu á netinu.  Þeir eru ekki auglýsingastofa og vinna eingöngu í online marketing.  Þeir keyra auglýsingar fyrir 3200 milljónir á árinu og skaffa sínum viðskiptavinum eins miklar tekjur og möguleiki er.  Þeir koma að ráðgjöf og stefnumótun, þeir eru á samfélagsmiðlum og í greiningum.  Þeir hafa samband við bloggara og fréttamenn til að fá umfjöllun til að skapa umfjöllun.  Síðan er það hin lífræna umferð.  Fyrsta sem gert er þegar viðskiptavinur kemur inn er að skoða ytri gögn, nota google analytics o.fl.  ytri gögnin eru síðan nýtt og þá byrja rannsóknir og gagnaöflun, búnir eru til markhópar og viðskiptavin sem er erkitýpa  fyrir viðkomandi fyrirtæki.  Hvar ætlum við að birtast?  Og að lokun er gerð áætlun.  Greining – rannsóknir og gagnaöflun – strategia og skipulag – vöktun og bestun.

Í greiningu:  þá er tekin núverandi staða sem er oft núll punktur.  Screaming frog er notað til að sjá hvernig leitarvélar finna vefsíðu fyrirtækisins, þar eru greindar villur í síðunni.  Þetta forrit sækir allar upplýsingar sem eru tæknilegar og notað í fyrstu til að greina hvað er að. Search Console er mikilvægara en Google Analytics því þarna er hægt að sjá hvaða leitarorð fólk notar til að fara á ykkar vef.  Þetta tól sýnir raunverulega hvað er að gerast  Hotjar sýnir frá hvaða vafra fyrirtækið kom frá hvar viðskiptavinurinn er að smella og af hverju fer hann af síðunni.  Þetta er allt hægt að skoða, allt er jafnvel vel gert en einhver lítil smávilla veldur því að viðskiptavinurinn fer.  Semrush er frábært tól til að vakta og skoða rankings, til að leita að villum, greina villur.  Sérstaklega til að skanna og leita að villum.  Moz er mikið notað til að greina linka, slæmir linkar geta látið vefinn hrynja.  Linkar eru eins og atkvæði fyrir Goggle.  Mikilvægasta í algorithma google eru linkar. Og mikilvægt er að láta greina hvaða linka viðskiptavinurinn er að nota.  Veður hefur ótrúlegustu áhrif á kauphegðun.  Þá er keyrður ákveðinn hugbúnaður til að keyra sértækar auglýsingar á viðskiptavininn.  T.d. eru keyrðar bílaþvottaauglýsingar 1 klst. eftir rigningu á vesturströnd Ameríku.

Rannsóknir og gagnaöflun: leitarorðagreining er mikilvæg.  Í október leituðu 2,2milljónir manna að „Iceland“, „Visiting Icleand“ 12.100, „Tours in Iceland“74.000.  Consumer Barometer er einnig mikilvægt tól og er eitt öflugasta markaðstól sem til er.  Hægt er að velja tól, þar sést hver er að nota hvaða tól t.d. hve margir eru að nota símann á sama tíma og sjónvarp, hvenær er keypt á netinu og á hvaða tíma.  Google Trends er einnig mjög áhugavert tól.  Þar sjást kúrfur, þar sést hvað fólk er aðallega að leita að sem er einnig að leita að Ísland. 

Varðandi innri gögn frá Google.  Í innri gögnum viðskiptavina eru skoðuðu innri gögn viðskiptavina. Strategía og skipulag:  Mikilvægt er að setja sér markmið sem eru sölumarkmið, heimsóknir á vefinn.  Farið er yfir skilaboðin, texti sem birtist, myndræn framsetning, video, samræmt er hvað er verið að segja og hvernig.  Mismunandi skilaboð til mismunandi aldurs.  Sjá Íslandsstofu.  Margir eru bara að gera eitthvað. Ekkert er gert nema hægt sé að trakka hlutina, mikilvægast er að sjá hve miklu er eytt og hve mikið kemur inn á móti.  Mikilvægt er að skrifa greinar og blogg og frá þeirri frétt eru skrifaðar fréttir af blaðamönnum.  Þetta er gert til að ná aukinni umfjöllun.  Því stærri sem viðskiptavinurinn er því mikilvægara að halda vel utan um í hvað hver einasta króna er að fara í.

Virkjun herferða: Google Analytics er gríðarlega öflugt tól.  Inn í „interest“ er market þar er búið að setja þig inn í ákveðinn markað.  Þegar þú ferð út þá sendir Google þér upplýsingar um það.  Ef þú leitar á netinu færðu strax auglýsingar í framhaldi.  Þegar þú ferð til útlanda og leitar að bílaleigubíl þá færðu upplýsingar um leið og þú lendir.   Það eru meira að segja til tól sem greina hvort umræða er jákvæð eða neikvæð.  Brand Survey er keyrð með Youtube og tilheyrir Google.  Það er með ólíkindum hve mikið er hægt að greina og skoða á netinu.   

Eldri viðburðir

Frá notanda til viðskiptavinar

Þjónusta í fyrsta sæti. 
 
Á örfáum árum hafa Veitur ohf. breytt starfsemi sinni og viðhorfi og sett viðskiptavini í forgrunn alls sem gert er. Veitur eru fyrirtæki í sérleyfisstarfssemi og viðskiptavinir hafa ekki val um að fara annað og þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þjónusta sé í fyrsta sæti.
 
Brynja Ragnarsdóttir, fyrrum forstöðukona Þjónustu hjá Veitum, segir frá því hvernig Veitur breyttu menningu innan fyrirtækisins með markvissum hætti.
 
Veitur hlutu bronsverðlaun í stærstu þjónustukeppni í Evrópu árið 2024 og eru nú aftur komin í úrslit fyrir þjónustu við viðskiptavini.
 
Fundurinn fer fram í Rímu á jarðhæð Hörpu. Næg bílastæði í bílakjallara Hörpu. Ekki verður boðið upp á streymi á vef.

Þjónusta framtíðarinnar: SAGA Icelandair

Fundurinn fer fram í húsakynnum Icelandair, ekki verður boðið upp á streymi á vef.

 

Undanfarin ár hefur Icelandair lagt mikla áherslu á stafræna umbreytingu í þjónustu við viðskiptavini. Hluti af þeirri vegferð er þróun stafræns þjónustufulltrúa, SÖGU, sem hannaður er til að svara og leysa úr spurningum og vandamálum bæði tilvonandi og núverandi viðskiptavina.

SAGA er ekki einföld leitarvél eða spjallbotti sem vísar notendum áfram á vefsíðuna. Markmiðið er mun metnaðarfyllra: að skapa snjallan þjónustufulltrúa sem getur leyst úr meirihluta mála án þess að viðskiptavinurinn þurfi að hafa samband við mannlegan starfsmann.

Þróunin byggir á nákvæmri gagnaöflun, tengingu við kerfi Icelandair og stöðugri þjálfun á samtölum og svörum. SAGA lærir af samskiptum við viðskiptavini og þróast þannig til að veita betri og persónulegri þjónustu.

Stóra markmiðið með verkefninu er að breyta viðhorfi fólks til þjónustu:
að fyrsta hugsunin sé ekki lengur „ég þarf að tala við manneskju“, heldur „ég get leyst þetta sjálf – strax“.

Þessi umbreyting snýst ekki aðeins um tækni, heldur um menningarbreytingu innan fyrirtækisins og meðal viðskiptavina. Með því að efla sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni í þjónustu hefur Icelandair þegar náð að:

  • Minnka álag á þjónustuver
  • Stytta biðtíma og bæta upplifun viðskiptavina
  • Skapa rými fyrir þjónustufulltrúa til að sinna flóknari og verðmætari málum

Framtíðarsýn Icelandair er að SAGA verði órjúfanlegur hluti af þjónustuupplifun fyrirtækisins, þar sem manneskjur og gervigreind vinna saman að því að veita skilvirka, mannlega og skilningsríka þjónustu – hvenær sem er, hvar sem er.

 

Arndís Halldórsdóttir, vörustjóri í stafrænni þjónustu hjá Icelandair, hefur undanfarin ár stýrt þróun stafræna þjónustufulltrúans Sögu – verkefnis sem markar stórt skref í framtíðarþjónustu Icelandair.

Með henni kemur Guðný Halla, forstöðumaður þjónustu hjá Icelandair, sem hefur tekið þátt í mótun framtíðarstefnu fyrirtækisins í stafrænum samskiptalausnum. Mikil breyting hefur orðið í þessum málum undanfarin ár og hafa þær leitt uppbyggingu öflugra þjónustuleiða sem sameina sjálfsafgreiðslu, gervigreind og aðgengi að sérhæfðu þjónustufólki á mörgum tungumálum.

Saman munu þær segja frá vegferð Icelandair í átt að snjallari, persónulegri og aðgengilegri þjónustu sem nýtir tækni, innsýn og mannlega nálgun til að skapa betri upplifun fyrir viðskiptavini.

 

Frá innsýn til aðgerða

Hvernig þú notar þjónustuhönnun og þekkingu á viðskiptavinum til að þróa þjónustur fyrirtækisins svo þær skili raunverulegum verðmætum til viðskiptavina og auka skilvirkni innan fyrirtækisins.

Þjónustuhönnun
Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur.


Um fyrirlesarann
Ingibjörg Kristinsdóttir er sjálfstætt starfandi þjónustuhönnuður sem hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja á Íslandi sem og erlendis, m.a. Stafrænt Ísland, Össur, Arion, 66° Norður, Polestar, AfterPay. Hún stofnaði Jör AB í Svíþjóð sumarið 2021.

Ingibjörg hjálpar fyrirtækjum að skilja þarfir og væntingar viðskiptavina sinna þannig að þekkingin skilar sér í bættri upplifun viðskiptavina.

Hún þjálfar einnig starfsfólk fyrirtækja í þjónustuhönnun til að tryggja að þekkingin á aðferðafræðinni er eftir hjá fyrirtækinu og skapar forsendur til áframhaldandi þróunar á þjónustunni.

Frekari upplýsingar er að finna á LinkedIn síðu hennar:  https://www.linkedin.com/in/ingibjorgk/ og á www.jör.se


Fundurinn fer fram í Björtuloftum í Hörpu. Næg bílastæði í bílakjallara Hörpu

Ferðalag viðskiptavina - Dæmisögur frá ELKO og Póstinum

ELKO
Ferðalagið og áhrifin
Árið 2019 fór ELKO í mikla stefnumótunarvinnu og var ný stefna samþykkt af stjórn í árslok sama ár. Ný stefna fólst í því að færa vörumerki ELKO frá því að vera vörumiðað yfir í það að vera þjónustumiðað þar sem ánægja viðskiptavina var höfð að leiðarljósi.
Allt starfsfólk ELKO var fengið með í vegferðina og voru sett upp mælaborð og markmið til þess að mæla árangurinn af þeim breytingum sem áttu sér stað við innleiðingu stefnunnar.

Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO ætlar að leyfa okkur að skyggnast aðeins inn í ferlið við stefnubreytinguna og hvaða áhrif þessar breytingar hafa haft á reksturinn og fyrst og fremst ánægju viðskiptavina.

Pósturinn
Áhersla og lærdómur í miðri fjallgöngu

Pósturinn hefur verið að kortleggja og mæla ferðalag viðskiptavina. Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum mun fara yfir ferlið og ræða um helstu áherslur til að bæta upplifun viðskiptavina. Sérstök áhersla er lögð einnig á hvar eigi eiginlega að byrja og hvaða lærdóm megi læra þegar fyrirtæki eins og Pósturinn er staðsett í miðri fjallgöngu.

Brandr: Stjórnun og stefnumótun vörumerkja

Click here to join the meeting
Viðburður Stjórnvísi og brandr á Teams fjallar um það hvernig hægt er að mæla upplifun starfsfólks og stjórnenda á stefnu síns fyrirtækis og þannig komast að því hvort þeir sjái stefnuna með svipuðum hætti eða ekki, einnig mun brandr koma inná reynslu sína í þessum málum eftir að hafa unnið með fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum sem og erlendum.

Einnig verður komið inn á hvernig markviss innri vörumerkjastefna fyrirtækja styður ytri markaðsstefnu og gagnast vel til að draga að og halda í hæft starfsfólk.

Fyrirlesari er Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri brandr. Íris er með MBA frá HR og hefur áratuga reynslu af stjórnun og stýringu flókinna verkefna fyrir mismunandi fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis og hefur þannig öðlast færni í að greina og endurskipuleggja ferla ólíkra fyrirtækja

 

________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Meeting ID: 324 210 898 656
Passcode: EZxLHp

Download Teams | Join on the web

Learn More | Meeting options

________________________________________________________________________________

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?