Þolinmæði og þrautseigja eru lykilatriðin

Þau Sigurjón og Ása Karín Hólm hafa undanfarnar vikur átt í miklum samskiptum við fólk sem er að vinna við breyttar aðstæður. Efnið af fundinum er aðgengilegt hér:  

Í fyrsta hluta fer Sigurjón yfir þá áskorun sem nú blasir við okkur. Þá ræðir hann hvað VUCA tími er og hvernig skuli komast í gegnum slíkan tíma og eins hvað það þýðir fyrir stjórnendur til að átta sig á bæði sjálfum sér sem og starfsfólki sínu.

Í 2. hluta fer Ása yfir það sem einkennir VUCA tíma. Í dag er það veiran sem ógnar and-, félags-, og fjárhagslegri heilsu okkar og finnum við öll fyrir óöryggi. Vinnan er komin heim og þar með tilefni til að átta sig á eigin aðstæðum og ná að skapa í samtali við stjórnendur nýjar sálfræðilegan samning og virða hann, gagnvart okkur sjálfum sem og öðrum fjölskyldumeðlimum. Þá ræðir Ása að lokum um tækifærið í tækninni annars vegar og hugarfarinu hins vegar. Hvaða hlutverk ætlum við að taka að okkur?

1 og 2   https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja/

 

Í þriðja hluta fer Sigurjón yfir hlutverk stjórnenda og stjónun á þessum tímum. Á meðan heilsa og öryggi fólks er í forgangi er einnig nauðsynlegt að halda áfram en þó með breyttum áherslum. Nándin þarf að vera meiri á sama tíma og fjarlægðin eykst og þarfir starfsfólk breytast mikið.

Sigurjón útskýrir aðstæðubundna stjórnun þegar vinnustaðurinn er orðinn gestur á heimili fólks. Þá fer hann yfir hvernig hver vídd færist Í fjórða hluta talar Ása um starfsmanninn sjálfan en óvissa og óöryggi fer mismunandi í fólk. Áskoranirnar felast í að vinnuaðstaðan er heima og mörkin milli heimilis og vinnu óljós eða horfin, ástandið er orðið langvarandi og það tekur á ásamt því að hvatningin í umgengni við samstarfsfólk er ekki lengur til staðar. Lausnin fyrir starfsfólkið sjálft er að sækja upplýsingar til stjórnenda, spyrja spurninga og ræða möguleikana. Huga þarf að heilsunni og sinna öllum grunnþörfum en einnig þarf að velja vel fólk í kringum sig, að það sé fólk sem hefur jákvæð áhrif á mann en líka að velja hvaða áhrif þú hefur á annað fólk. Ása fer yfir áhrifahringinn og ætti það að geta hjálpað okkur að átta okkur á eigin áhrifum við þetta ástand og hvernig samtal sé lausnin við annars flóknum aðstæðum.

3 og4     https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-3-og-4/

 

Hvað gerum við þegar frændi hefur verið lengur í heimsókn en hann sagðist ætla að vera og við vitum ekki alveg hvenær hann fer?

Í fimmta hluta fyrirlestrar Ásu og Sigurjóns hjá Stjórnvísi fáum við að heyra frá Sigurjóni um hvernig verkefni hafa breyst að undanförnu og hvernig vinnustaðurinn er orðinn gesturinn sem ætlar að staldra við lengur en við hefðum kært okkur um. Á sama hátt og fjölskyldur þurfa að gera með sér samning um vinnutíma, þurfa stjórnendur líka að aðlaga stýringu verkefna að nýjum aðstæðum. Lítið þýðir að stýra fólki en áherslan þarf að vera á verkefnin og að hjálpa fólki að uppfylla vinnuskyldu sína.

5    https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-5/

 

 

Um viðburðinn

Fjarfundur: Þolinmæði og þrautseigja eru lykilatriðin

Linkur á fundinn er hér. Join Microsoft Teams MeetingAðstæðurnar sem við erum að fást við í dag; óvissa, vinnutími  og vinnurammi í uppnámi , heimilin eru undir álagi þegar  vinnustaðurinn flytur heim og pressan eykst og reksturin samt í erfiðleikum. Stjórnunin þarf að vera til staðar og áherslur þjónandi forystu eiga sérstaklega vel við. Starfsfólkið, hvað þurfum að hafa í huga, án alls vafa verðum við að halda áfram, finna leiðir og ná árangri.   

Fjarfundur ca 45-60 mín

Spurningar leyfðar í gegnum chattið á meðan og eftir fund.

Sendur verður linkur á viðburðinn á mánudag. 

Það eru þau Ása Karín Hólm og Sigurjón Þórðarson sem verða með erindi á fundinum.

Ása Karin Hólm Bjarnadóttir  

Ása Karin er með Cand.merc frá Odense Universitet. Hún hefur reynslu af ráðgjöf fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina á sviði stefnumótunar, skipulags, markaðs- og þjónustumála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið mikið að innleiðingu á stjórnsýslubreytingum, stefnumótun og ýmisskonar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Verkefni sem Ása Karin hefur komið að eru m.a. innleiðing stefnumiðaðs árangursmats, mótun upplýsingastefnu, kortlagning ferla o.fl. hjá fjöldamörgum stofnunum og fyrirtækjum. Ása Karin hefur einnig komið töluvert að þjálfun og kennslu fyrir Capacent. Ása Karin hefur starfað sem ráðgjafi hjá Capacent síðan 2000.

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón hefur unnið sem ráðgjafi frá 2005 á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Hann hefur unnið með ótölulegum fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ, er framhaldsskólakennari ásamt því að vera matreiðslumeistari með meira 20 ár reynslu í veitinga og ferðaþjónustu

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?