Fjarfundur: Þolinmæði og þrautseigja eru lykilatriðin

Linkur á fundinn er hér. Join Microsoft Teams MeetingAðstæðurnar sem við erum að fást við í dag; óvissa, vinnutími  og vinnurammi í uppnámi , heimilin eru undir álagi þegar  vinnustaðurinn flytur heim og pressan eykst og reksturin samt í erfiðleikum. Stjórnunin þarf að vera til staðar og áherslur þjónandi forystu eiga sérstaklega vel við. Starfsfólkið, hvað þurfum að hafa í huga, án alls vafa verðum við að halda áfram, finna leiðir og ná árangri.   

Fjarfundur ca 45-60 mín

Spurningar leyfðar í gegnum chattið á meðan og eftir fund.

Sendur verður linkur á viðburðinn á mánudag. 

Það eru þau Ása Karín Hólm og Sigurjón Þórðarson sem verða með erindi á fundinum.

Ása Karin Hólm Bjarnadóttir  

Ása Karin er með Cand.merc frá Odense Universitet. Hún hefur reynslu af ráðgjöf fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina á sviði stefnumótunar, skipulags, markaðs- og þjónustumála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið mikið að innleiðingu á stjórnsýslubreytingum, stefnumótun og ýmisskonar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Verkefni sem Ása Karin hefur komið að eru m.a. innleiðing stefnumiðaðs árangursmats, mótun upplýsingastefnu, kortlagning ferla o.fl. hjá fjöldamörgum stofnunum og fyrirtækjum. Ása Karin hefur einnig komið töluvert að þjálfun og kennslu fyrir Capacent. Ása Karin hefur starfað sem ráðgjafi hjá Capacent síðan 2000.

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón hefur unnið sem ráðgjafi frá 2005 á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Hann hefur unnið með ótölulegum fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ, er framhaldsskólakennari ásamt því að vera matreiðslumeistari með meira 20 ár reynslu í veitinga og ferðaþjónustu

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Þolinmæði og þrautseigja

Sigurjón og Ása Karín Hólm hafa undanfarnar vikur átt í miklum samskiptum við fólk sem er að vinna við breyttar aðstæður. Þau byrjuðu á að kynna sig og bentu á að efnið yrði aðgengilegt á vef Stjórnvísi og Capacent. 

En hvað er að gerast?  Fordómalausar aðstæður!  Það er hugtak í stjórnunarfræðunum sem heitir „VUCA“ og það á við núna.  Það þýðir aðstæður sem einkennast af óstöðugleika, enginn sér fram fyrir sig og flækjustigið er mikið.  Lausnin er að líta inn á við. Muna eftir því að til þess að virka þá verðum við að setja okkur í 1.sæti þ.e. setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur og síðan að aðstoða aðra.  

Staðan er sérstök og allir vilja vita hvernig vikan og dagarnir líta út.  En nú stöndum við frammi fyrir því að plönin ganga ekki upp.  Það ríkir heilsufarslegt óöryggi og fjárhagslegt óöryggi.  Allir finna til með einhverjum hætti.  Allir eru að reyna að vinna sem best úr því.  Núna eru verkefnin á mörgum stöðum færri en á öðrum stöðum meiri. 

Áreitið er mikið í formi frétta.  Hvert og eitt okkar er að takast á við breytingu, vinnan er komin heim og rekst á heimilislífið.  Nú eru aðstæður þannig að við þurfum að skapa okkur umgjörð og aga.  Nú þarf að vera einlægur við sjálfan sig, það eru tækifæri í stöðunni.  Allt þetta snýst um hvernig við tæklum aðstæður.  Ætlum við að verða píslavottar? Ég þarf að hanga heima fyrir og starfa? Eða ætlum við að vakna og byrja daginn á að nýta daginn, vera uppbyggilegur og byggja á sínum styrkleika?  Horfum til tækifæranna sem við höfum með okkar nánu fjölskyldu.  Það skiptir öllu máli hugarfarið sem við tökum með okkur inn í daginn. 

Áherslur hafa mikið breyst í stjórnun.  Sem stjórnendur þurfum við að lyfta okkur upp.  Gefa okkur leyfi til að horfa nokkra mánuði fram í tímann.  Allir eru vanir að gera áætlanir en við vitum að þær ganga ekki allar eftir.  Það sem við vitum og getum gert er að við þekkjum þarfirnar.  Þetta er kölluð styrkleikamiðuð stjórnun og við þurfum að vera leiðtoginn sem lýsir leiðina.  Um leið og við erum vakandi fyrir okkur sjálfum þurfum við að vera vakandi fyrir öðrum.  Nú er tækifæri til að eiga stutt samtal maður á mann.  Við þurfum að muna eftir viðskiptavinum okkar.  Mikilvægast af öllu er að hugleiða hvað við getum haft áhrif á núna.  Við getum haft áhrif á hugsanir okkar og tilfinningar, hvernig við bregðumst við fréttum.  Það er nauðsynlegt að hlusta á hvað er í gangi en við verðum að passa okkur á hversu mikið við hlustum á fréttirnar.  Framtíðin er og verður, höldum áfram að plana eitthvað sem dregur okkur í gegnum skaflinn.  Við höfum áhrif með því að fylgja fyrirmælum og höfum áhrif á aðra.  Verum heiðarleg við maka og vinnufélaga og að sækja stuðning.  En það sem við getum ekki haft áhrif er hversu langt ferlið verður.  Við getum ekki stýrt heildarafleiðingum.  Þetta er svo mikilvægt tól og tæki að spá í hvað við getum haft áhrif á.  Ekki láta ytri aðstæður hafa áhrif á þína líðan. 

Mjög víða eru verkefni að hverfa og fólk er í minnkandi starfshlutfalli eða að missa vinnuna.  Sigurjón og Ása Karín teiknuðu upp hagaðilakort og nú er kominn inn nýr hagaðili sem er „fjölskyldur starfsfólks“.  Allt í einu er vinnustaðurinn og skólinn kominn inn á heimilið.  Þessi nýi hagaðili er kröfuharður.  Nú er hæpið að horfa á að fólk eigi að vinna ákveðið margar klukkustundir.  Það reynir miklu meira á að vera á fundi á sínu heimili en að vera í fundarherbergi. 

Einn af árangrinum sem þarf að mæla er að horfa á er að við komum heil út úr þessu.  Mikilvægt er að horfa á árangur verkefnanna. Langflestir starfsmenn vinna af heilindum og skila því sem þeir eiga að skila.  Fyrir stjórnendur er þetta einstakt tækifæri að bæta traust og lykilatriði er að vera sem oftast í sambandi.  Til að sigla í gegnum þetta þurfum við á öllum að halda. Munum að það eru verðmæti í fólkinu okkar.   Í lokin hvöttu þau okkur til að eiga í samskiptum, sækja hrós og sofa vel og velja sér viðhorf.  Það birtir að lokum. h

Þolinmæði og þrautseigja eru lykilatriðin

Þau Sigurjón og Ása Karín Hólm hafa undanfarnar vikur átt í miklum samskiptum við fólk sem er að vinna við breyttar aðstæður. Efnið af fundinum er aðgengilegt hér:  

Í fyrsta hluta fer Sigurjón yfir þá áskorun sem nú blasir við okkur. Þá ræðir hann hvað VUCA tími er og hvernig skuli komast í gegnum slíkan tíma og eins hvað það þýðir fyrir stjórnendur til að átta sig á bæði sjálfum sér sem og starfsfólki sínu.

Í 2. hluta fer Ása yfir það sem einkennir VUCA tíma. Í dag er það veiran sem ógnar and-, félags-, og fjárhagslegri heilsu okkar og finnum við öll fyrir óöryggi. Vinnan er komin heim og þar með tilefni til að átta sig á eigin aðstæðum og ná að skapa í samtali við stjórnendur nýjar sálfræðilegan samning og virða hann, gagnvart okkur sjálfum sem og öðrum fjölskyldumeðlimum. Þá ræðir Ása að lokum um tækifærið í tækninni annars vegar og hugarfarinu hins vegar. Hvaða hlutverk ætlum við að taka að okkur?

1 og 2   https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja/

 

Í þriðja hluta fer Sigurjón yfir hlutverk stjórnenda og stjónun á þessum tímum. Á meðan heilsa og öryggi fólks er í forgangi er einnig nauðsynlegt að halda áfram en þó með breyttum áherslum. Nándin þarf að vera meiri á sama tíma og fjarlægðin eykst og þarfir starfsfólk breytast mikið.

Sigurjón útskýrir aðstæðubundna stjórnun þegar vinnustaðurinn er orðinn gestur á heimili fólks. Þá fer hann yfir hvernig hver vídd færist Í fjórða hluta talar Ása um starfsmanninn sjálfan en óvissa og óöryggi fer mismunandi í fólk. Áskoranirnar felast í að vinnuaðstaðan er heima og mörkin milli heimilis og vinnu óljós eða horfin, ástandið er orðið langvarandi og það tekur á ásamt því að hvatningin í umgengni við samstarfsfólk er ekki lengur til staðar. Lausnin fyrir starfsfólkið sjálft er að sækja upplýsingar til stjórnenda, spyrja spurninga og ræða möguleikana. Huga þarf að heilsunni og sinna öllum grunnþörfum en einnig þarf að velja vel fólk í kringum sig, að það sé fólk sem hefur jákvæð áhrif á mann en líka að velja hvaða áhrif þú hefur á annað fólk. Ása fer yfir áhrifahringinn og ætti það að geta hjálpað okkur að átta okkur á eigin áhrifum við þetta ástand og hvernig samtal sé lausnin við annars flóknum aðstæðum.

3 og4     https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-3-og-4/

 

Hvað gerum við þegar frændi hefur verið lengur í heimsókn en hann sagðist ætla að vera og við vitum ekki alveg hvenær hann fer?

Í fimmta hluta fyrirlestrar Ásu og Sigurjóns hjá Stjórnvísi fáum við að heyra frá Sigurjóni um hvernig verkefni hafa breyst að undanförnu og hvernig vinnustaðurinn er orðinn gesturinn sem ætlar að staldra við lengur en við hefðum kært okkur um. Á sama hátt og fjölskyldur þurfa að gera með sér samning um vinnutíma, þurfa stjórnendur líka að aðlaga stýringu verkefna að nýjum aðstæðum. Lítið þýðir að stýra fólki en áherslan þarf að vera á verkefnin og að hjálpa fólki að uppfylla vinnuskyldu sína.

5    https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-5/

 

 

Tengdir viðburðir

Stjórnarfundur faghóps um mannauðsstjórnun - Lokaður fundur

Stjórnarfundir faghóps um mannauðsstjórnun eru haldnir tvisvar á ári þar sem stjórnin kemur saman í raunheimum og skoðar stöðu faghópsins.

Við upphaf starfsár kemur stjórn saman, skoðar eldri starfsár og mótar viðburðadagskrá komandi starfsárs.

 Og loks við lok starfsár eru fráfarandi stjórnarmeðlimir kvattir og nýir meðlimir boðnir velkomnir inn. Á loka vinnufundi stjórnar er einnig farið yfir líðandi Stjórnvísis ár og rýnt hvað betur megi fara, hvernig styrkja megi starfsemina, sem og hvað fór vel fram og viðhalda megi í starfseminni og komandi Stjórnvísisár vel undirbúið svo stjórnin geti hafið sín störf af fullum krafti strax við upphaf næsta Stjórnvísis árs.

 

 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun?

Ekki hika við að hafa samband við formann faghópsins (sunna@vinnuhjalp.is), stjórnin er ávallt opin fyrir því að fá áhugasamt fólk inn í sínar raðir!

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2024

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

*Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins og fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove. Stjórn faghópsins fjarfundar nokkrum sinnum yfir árið til þess að stilla saman strengi sína og skipta milli sín viðburðum til fundarstýringar.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

ATH! VIÐBURÐI FRESTAÐ: Verkfærakista mannauðsstjórnandans í fjórðu iðnbyltingunni frestað

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Inclusion in the workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)

Click here to join the meeting

Companies in today's diverse society are grappling with how to adjust employee behavior and be more inclusive in the workplace. Achola, a Solopreneur and consultant, will share her insights on this topic at the upcoming event titled "Inclusion in the Workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)."

Speaker: Achola Otieno (She/Her), Solopreneur and consultant

Achola is a D.E.I. strategist and policy analyst with over ten years of experience in human rights. She is the founder of Inclusive Iceland, a boutique consulting practice that specializes in strategic planning and structural development while utilizing proven design frameworks to promote equity. Achola's expertise lies in designing projects for underrepresented groups, which has played a vital role in her advocacy for equity and inclusion. Her work has gained recognition both in Iceland and internationally, as she has collaborated with the Icelandic local government and the U.N.H.C.R. Achola's approach to D.E.I. is holistic and intersectional, combining practice, process, and policies to equip staff with the necessary tools to build equity in their respective organizations. She is also passionate about data and connecting systems with the social and political environmental climate. Having lived on three continents and traveled to over 90 countries, she has vast experience working with diverse cultures and systems. Achola aims to weave historical connections and current contexts to better understand inequities and create effective solutions for promoting equity and inclusion.

Fjölbreytileiki á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Click here to join the meeting

Býður vinnustaðurinn þinn hreyfihamlaða velkomna til vinnu?
Hvað er viðeigandi aðlögun? Hvernig kemur maður fram við hreyfihamlaða einstaklinga? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða störf getur hreyfihamlað fólk unnið? Hvernig getur vinnustaðurinn minn tekið virkan þátt í inngildingu?
Þessar spurningar, og margar aðrar mun Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, svara á örfyrirlestri um fjölbreytileika á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.

 

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar Landssambands Hreyfihamlaðra, er með mikla reynslu af atvinnulífinu, bæði sem fatlaður einstaklingur en einnig sem ófatlaður einstaklingur. Margrét hefur gengt allskonar störfum sem t.d. þjónn, tamningarmaður, verkefnastjóri, ráðgjafi og stjórnandi. Þekking Margrétar og reynsla er víð og umfangsefni fyrirlestrarins því séð frá mörgum hliðum.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?