Fjarfundur: Þolinmæði og þrautseigja eru lykilatriðin

Linkur á fundinn er hér. Join Microsoft Teams MeetingAðstæðurnar sem við erum að fást við í dag; óvissa, vinnutími  og vinnurammi í uppnámi , heimilin eru undir álagi þegar  vinnustaðurinn flytur heim og pressan eykst og reksturin samt í erfiðleikum. Stjórnunin þarf að vera til staðar og áherslur þjónandi forystu eiga sérstaklega vel við. Starfsfólkið, hvað þurfum að hafa í huga, án alls vafa verðum við að halda áfram, finna leiðir og ná árangri.   

Fjarfundur ca 45-60 mín

Spurningar leyfðar í gegnum chattið á meðan og eftir fund.

Sendur verður linkur á viðburðinn á mánudag. 

Það eru þau Ása Karín Hólm og Sigurjón Þórðarson sem verða með erindi á fundinum.

Ása Karin Hólm Bjarnadóttir  

Ása Karin er með Cand.merc frá Odense Universitet. Hún hefur reynslu af ráðgjöf fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina á sviði stefnumótunar, skipulags, markaðs- og þjónustumála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið mikið að innleiðingu á stjórnsýslubreytingum, stefnumótun og ýmisskonar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Verkefni sem Ása Karin hefur komið að eru m.a. innleiðing stefnumiðaðs árangursmats, mótun upplýsingastefnu, kortlagning ferla o.fl. hjá fjöldamörgum stofnunum og fyrirtækjum. Ása Karin hefur einnig komið töluvert að þjálfun og kennslu fyrir Capacent. Ása Karin hefur starfað sem ráðgjafi hjá Capacent síðan 2000.

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón hefur unnið sem ráðgjafi frá 2005 á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Hann hefur unnið með ótölulegum fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ, er framhaldsskólakennari ásamt því að vera matreiðslumeistari með meira 20 ár reynslu í veitinga og ferðaþjónustu

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Þolinmæði og þrautseigja

Sigurjón og Ása Karín Hólm hafa undanfarnar vikur átt í miklum samskiptum við fólk sem er að vinna við breyttar aðstæður. Þau byrjuðu á að kynna sig og bentu á að efnið yrði aðgengilegt á vef Stjórnvísi og Capacent. 

En hvað er að gerast?  Fordómalausar aðstæður!  Það er hugtak í stjórnunarfræðunum sem heitir „VUCA“ og það á við núna.  Það þýðir aðstæður sem einkennast af óstöðugleika, enginn sér fram fyrir sig og flækjustigið er mikið.  Lausnin er að líta inn á við. Muna eftir því að til þess að virka þá verðum við að setja okkur í 1.sæti þ.e. setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur og síðan að aðstoða aðra.  

Staðan er sérstök og allir vilja vita hvernig vikan og dagarnir líta út.  En nú stöndum við frammi fyrir því að plönin ganga ekki upp.  Það ríkir heilsufarslegt óöryggi og fjárhagslegt óöryggi.  Allir finna til með einhverjum hætti.  Allir eru að reyna að vinna sem best úr því.  Núna eru verkefnin á mörgum stöðum færri en á öðrum stöðum meiri. 

Áreitið er mikið í formi frétta.  Hvert og eitt okkar er að takast á við breytingu, vinnan er komin heim og rekst á heimilislífið.  Nú eru aðstæður þannig að við þurfum að skapa okkur umgjörð og aga.  Nú þarf að vera einlægur við sjálfan sig, það eru tækifæri í stöðunni.  Allt þetta snýst um hvernig við tæklum aðstæður.  Ætlum við að verða píslavottar? Ég þarf að hanga heima fyrir og starfa? Eða ætlum við að vakna og byrja daginn á að nýta daginn, vera uppbyggilegur og byggja á sínum styrkleika?  Horfum til tækifæranna sem við höfum með okkar nánu fjölskyldu.  Það skiptir öllu máli hugarfarið sem við tökum með okkur inn í daginn. 

Áherslur hafa mikið breyst í stjórnun.  Sem stjórnendur þurfum við að lyfta okkur upp.  Gefa okkur leyfi til að horfa nokkra mánuði fram í tímann.  Allir eru vanir að gera áætlanir en við vitum að þær ganga ekki allar eftir.  Það sem við vitum og getum gert er að við þekkjum þarfirnar.  Þetta er kölluð styrkleikamiðuð stjórnun og við þurfum að vera leiðtoginn sem lýsir leiðina.  Um leið og við erum vakandi fyrir okkur sjálfum þurfum við að vera vakandi fyrir öðrum.  Nú er tækifæri til að eiga stutt samtal maður á mann.  Við þurfum að muna eftir viðskiptavinum okkar.  Mikilvægast af öllu er að hugleiða hvað við getum haft áhrif á núna.  Við getum haft áhrif á hugsanir okkar og tilfinningar, hvernig við bregðumst við fréttum.  Það er nauðsynlegt að hlusta á hvað er í gangi en við verðum að passa okkur á hversu mikið við hlustum á fréttirnar.  Framtíðin er og verður, höldum áfram að plana eitthvað sem dregur okkur í gegnum skaflinn.  Við höfum áhrif með því að fylgja fyrirmælum og höfum áhrif á aðra.  Verum heiðarleg við maka og vinnufélaga og að sækja stuðning.  En það sem við getum ekki haft áhrif er hversu langt ferlið verður.  Við getum ekki stýrt heildarafleiðingum.  Þetta er svo mikilvægt tól og tæki að spá í hvað við getum haft áhrif á.  Ekki láta ytri aðstæður hafa áhrif á þína líðan. 

Mjög víða eru verkefni að hverfa og fólk er í minnkandi starfshlutfalli eða að missa vinnuna.  Sigurjón og Ása Karín teiknuðu upp hagaðilakort og nú er kominn inn nýr hagaðili sem er „fjölskyldur starfsfólks“.  Allt í einu er vinnustaðurinn og skólinn kominn inn á heimilið.  Þessi nýi hagaðili er kröfuharður.  Nú er hæpið að horfa á að fólk eigi að vinna ákveðið margar klukkustundir.  Það reynir miklu meira á að vera á fundi á sínu heimili en að vera í fundarherbergi. 

Einn af árangrinum sem þarf að mæla er að horfa á er að við komum heil út úr þessu.  Mikilvægt er að horfa á árangur verkefnanna. Langflestir starfsmenn vinna af heilindum og skila því sem þeir eiga að skila.  Fyrir stjórnendur er þetta einstakt tækifæri að bæta traust og lykilatriði er að vera sem oftast í sambandi.  Til að sigla í gegnum þetta þurfum við á öllum að halda. Munum að það eru verðmæti í fólkinu okkar.   Í lokin hvöttu þau okkur til að eiga í samskiptum, sækja hrós og sofa vel og velja sér viðhorf.  Það birtir að lokum. h

Þolinmæði og þrautseigja eru lykilatriðin

Þau Sigurjón og Ása Karín Hólm hafa undanfarnar vikur átt í miklum samskiptum við fólk sem er að vinna við breyttar aðstæður. Efnið af fundinum er aðgengilegt hér:  

Í fyrsta hluta fer Sigurjón yfir þá áskorun sem nú blasir við okkur. Þá ræðir hann hvað VUCA tími er og hvernig skuli komast í gegnum slíkan tíma og eins hvað það þýðir fyrir stjórnendur til að átta sig á bæði sjálfum sér sem og starfsfólki sínu.

Í 2. hluta fer Ása yfir það sem einkennir VUCA tíma. Í dag er það veiran sem ógnar and-, félags-, og fjárhagslegri heilsu okkar og finnum við öll fyrir óöryggi. Vinnan er komin heim og þar með tilefni til að átta sig á eigin aðstæðum og ná að skapa í samtali við stjórnendur nýjar sálfræðilegan samning og virða hann, gagnvart okkur sjálfum sem og öðrum fjölskyldumeðlimum. Þá ræðir Ása að lokum um tækifærið í tækninni annars vegar og hugarfarinu hins vegar. Hvaða hlutverk ætlum við að taka að okkur?

1 og 2   https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja/

 

Í þriðja hluta fer Sigurjón yfir hlutverk stjórnenda og stjónun á þessum tímum. Á meðan heilsa og öryggi fólks er í forgangi er einnig nauðsynlegt að halda áfram en þó með breyttum áherslum. Nándin þarf að vera meiri á sama tíma og fjarlægðin eykst og þarfir starfsfólk breytast mikið.

Sigurjón útskýrir aðstæðubundna stjórnun þegar vinnustaðurinn er orðinn gestur á heimili fólks. Þá fer hann yfir hvernig hver vídd færist Í fjórða hluta talar Ása um starfsmanninn sjálfan en óvissa og óöryggi fer mismunandi í fólk. Áskoranirnar felast í að vinnuaðstaðan er heima og mörkin milli heimilis og vinnu óljós eða horfin, ástandið er orðið langvarandi og það tekur á ásamt því að hvatningin í umgengni við samstarfsfólk er ekki lengur til staðar. Lausnin fyrir starfsfólkið sjálft er að sækja upplýsingar til stjórnenda, spyrja spurninga og ræða möguleikana. Huga þarf að heilsunni og sinna öllum grunnþörfum en einnig þarf að velja vel fólk í kringum sig, að það sé fólk sem hefur jákvæð áhrif á mann en líka að velja hvaða áhrif þú hefur á annað fólk. Ása fer yfir áhrifahringinn og ætti það að geta hjálpað okkur að átta okkur á eigin áhrifum við þetta ástand og hvernig samtal sé lausnin við annars flóknum aðstæðum.

3 og4     https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-3-og-4/

 

Hvað gerum við þegar frændi hefur verið lengur í heimsókn en hann sagðist ætla að vera og við vitum ekki alveg hvenær hann fer?

Í fimmta hluta fyrirlestrar Ásu og Sigurjóns hjá Stjórnvísi fáum við að heyra frá Sigurjóni um hvernig verkefni hafa breyst að undanförnu og hvernig vinnustaðurinn er orðinn gesturinn sem ætlar að staldra við lengur en við hefðum kært okkur um. Á sama hátt og fjölskyldur þurfa að gera með sér samning um vinnutíma, þurfa stjórnendur líka að aðlaga stýringu verkefna að nýjum aðstæðum. Lítið þýðir að stýra fólki en áherslan þarf að vera á verkefnin og að hjálpa fólki að uppfylla vinnuskyldu sína.

5    https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-5/

 

 

Eldri viðburðir

,,Þegar gleðin verður áskorun: EKKO mál og hlutverk stjórnenda"

Faghópur Stjórnvísi um mannauðstjórnun bjóða til TEAMS erindis þann 13. nóvember kl. 9:00-10:00.

Join the meeting now

,,Þegar gleðin verður áskorun: EKKO mál og hlutverk stjórnenda"

Árshátíðir, starfsmannaferðir og aðrir viðburðir eru mikilvægir fyrir starfsanda og samheldni – en geta jafnframt skapað aðstæður þar sem mörk verða óljós. Í þessu erindi verður fjallað um EKKO mál (einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi) og hvernig stjórnendur og mannauðsfólk getur dregið úr áhættu óæskilegra samskipta og brugðist rétt við málum sem kunna að koma upp.

Farið verður yfir:

  • Lagalegar skyldur stjórnenda og vinnuveitenda
  • Hvernig búa má starfsfólk undir að virða mörk og stuðla að öryggi
  • Hvað felst í faglegum og ábyrgum viðbrögðum
  • Hvers vegna menning og viðhorf skipta ekki síður máli en reglur og ferlar

Markmiðið er að efla skilning, þekkingu og færni stjórnenda og mannauðsfólks þannig að gleðin geti verið ánægjuleg fyrir öll – án þess að verða að áskorun.

 

Fyrirlesari: Carmen Maja Valencia, sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast

ATH: Fundurinn verður EKKI tekinn upp

 

Kulnun Íslendinga árið 2025 -

Hlekkur á viðburðinn: 

https://shorturl.at/l8DOg

Stjórnvísi, Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi og  Prósent  kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði

Smelltu hér til að skrá þig  Það þarf að skrá sig á fyrirlesturinn fyrir klukkan 20, þriðjudaginn 14. október og þá sendir Prósent fjarfundarboð í gegnum teams. 

Um þriðjungur finnst þau útkeyrð í lok vinnudags nokkrum sinnum í viku eða daglega.

Um þriðjungur finnst þau tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar nokkrum sinnum í viku eða daglega.

Fyrirlesari
Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Um Rannsóknina

Frá árinu 2020 hefur Prósent unnið að því að varpa ljósi á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði. Með notkun 16 spurninga úr Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI) hefur verið unnið að því að greina þetta flókna fyrirbæri. MBI er fyrsta vísindalega þróaða mælikvarðinn fyrir kulnun og er notaður víða um heim. Rannsóknin mælir þrjár mikilvægar víddir: tilfinningalega örmögnun, tortryggni og afköst í starfi.

Árið 2024 var bætt við nýjum spurningum til að kanna hvaða starfstengdu þættir gætu verið ástæður streitu og álags, auk þess að skoða hvort að aðrir þættir í lífinu geti haft áhrif. Hægt verður að skoða þróun á milli tímabila í kynningunni.  

Hver spurning er greind eftir starfsgrein, starfsaldri, kyni, aldri og menntunarstigi, svo eitthvað sé nefnt.

Prósent hefur framkvæmt þessa rannsókn í janúar ár hvert síðan 2020, og nú eru komin samanburðargögn frá 2020 til 2025 – sex ára dýrmæt saga sem gefa innsýn á kulnun Íslendinga á vinnumarkaðinum.

Rannsóknin byggir á um 900 svörum frá einstaklingum 18 ára og eldri á vinnumarkaðinum um allt land.


Framsýn forysta: Brjótum blað í færni til framtíðar

Join the meeting now

Stjórnvísi og FranklinCovey boða til vinnustofu þar þar sem framtíð vinnustaða og vinnumenningar verður í brennidepli – með áherslu á mannleg gildi á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og umróts á alþjóðasviðinu.

Hvernig geta vinnustaðar brugðist við breyttum kröfum framtíðarinnar og tryggt að starfsfólkið rækti þá færniþætti sem skipta sköpum?

Vinnustofan verður á Teams fimmtudaginn 4. september frá kl.08:30 -10:00.

Fundarstjóri er Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Gott og gilt og stjórnarmaður í faghópi um mannauðsstjórnun.

 

*Aflýst* - Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2025

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn fimmtudaginn 15. maí klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

Faghópur um mannauðsstjórnun óskar eftir framboðum til formanns stjórnar, og stjórnarfólks.

 

* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.

VELFERÐ Á VINNUSTAÐ - Heilsuefling og viðverustjórnun hjá Kópavogsbæ

Viðburðurinn er í samstarfi við Mannauð. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri og Auður Þórhallsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Kópavogsbæ segja okkur frá tveggja ára átaksverkefni sem var sett af stað í byrjun árs 2024 til að draga úr veikindafjarvistum starfsfólks. Á sama tíma er einnig verið að innleiða nýja mannauðsstefnu með það að markmiði að byggja upp enn betra starfsumhverfi sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks jafnframt því að rýna mögulegar ástæður fjarvista. 

Ráðinn var starfsmaður í verkefnið tímabundið til að sjá um innleiðingu ferla, utanumhald, eftirfylgni,  fræðslu og til stuðnings við stjórnendur. Allir stjórnendur og starfsfólk fengu kynningar á verkefninu, jafnframt því að stjórnendur sóttu skyldunámskeið í umhyggjusamtölum.

Viðburðurinn verður haldinn í skrifstofum bæjarins að Digranesvegi 1, í Holtinu á 2. hæð. Hollar veitingar verða í boði og líka kaffi.

Athugið að húsið opnar kl.08:30 - tilvalið að mæta þá og njóta samverunnar með félögum. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?