Síðar
Gervigreind í aðstöðustjórnun - tækifæri og áhætta
Staðsetning viðburðar
Tengdir viðburðir
Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi
Nánari lýsing þegar nær dregur.
Eldri viðburðir
Hlekkur á viðburðinn smelltu til að tengjast
Kristín Ómarsdóttir hljóðráðgjafi hjá Brekke & Strand Akustikk ehf. fer yfir þá þætti hljóðvistar sem geta haft áhrif á vinnuumhverfi í skrifstofum, stutt yfirlit um reglugerðaumhverfið og fjallar síðan um nokkur raundæmi.
Kristín er M.Sc. Umhverfis- og byggingarverkfræðingur, sérhæfing í hljóðverkfræði. Hún hefur 15 ára starfsreynsla sem hljóðráðgjafi og er formaður Íslenska hljóðvistarfélagsins og situr í stjórn Nordic Acoustics Association. Í starfi sínu sinni hún m.a. hljóðhönnun nýbygginga, hljóðhönnun breytinga á eldri byggingum og hönnun úrbóta vegna hljóðvistar.
Ólafur Hjálmarsson fjallar um hljóðhönnun og menningu á vinnustöðum.
Ólafur er byggingarverkfræðingur með sérhæfingu í hljóðhönnun/hljóðeðlisfræði og 38 ára reynslu af verkfræðiráðgjöf, hönnun og verkefnastýringu – sérstaklega sem hljóðráðgjafi fyrir flókin byggingarverkefni. Meðal verkefna hans undanfarin ár hafa verið hljóðhönnun í stórum verkefnum svo sem í nýjum Landspítala, í stækkun Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Veröld – Húsi Vigdísar.
Fundarstjóri er Sverrir Bollason.
Sverrir er sérfræðingur í fasteignaþróun hjá FSRE og meðlimur í faghópnum um aðstöðustjórnun.
Hlekkur á viðburðinn smelltu til að tengjast
Fyrsti viðburður faghóps í aðstöðustjórnun haustið 2025 er um lýsingu og áhrif hennar á fólk og byggingar.
Áhrif lýsingar á lífverur og byggingar. Er góð lýsingarhönnun arðbær fyrir fyrirtæki og stofnanir?
Kristján Kristjánsson lýsingarhönnuður MSLL fjallar um lýsingu á vinnustöðum. Kristján vinnur hjá Hildiberg sem er skapandi hönnunarstofa með áherslu á lýsingarhönnun.
Fundarstjóri er Katrín Ólöf Egilsdóttir, eigandi fyrirtækisins Mánagull plöntuveggir. Katrín er formaður stjórnar faghópsins um aðstöðustjórnun.
Tökum flugið með Icelandair - Heimsókn í nýtt húsnæði Icelandair
Hér undir má finna slóð á streymi fyrir viðburðinn.
Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi
Hvernig er vinnustaður framtíðarinnar hannaður í miðjum heimsfaraldri?
Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri People & Culture, og Sigrún Össurardóttir, deildarstjóri Workplace Services, hjá Icelandair fara yfir ferðalagið frá ákvörðun um flutning höfuðstöðva úr Vatnsmýri, í upphafi árs 2021, að flutningum í Icelandair húsið í Hafnarfirði í lok árs 2024.
Farið verður yfir áherslur í þarfagreiningu, gagnasöfnun og greiningu sem hönnun hússins byggir á, samtöl og upplýsingagjöf sem spiluðu lykilhlutverk í breytingastjórnun og einnig þá óvissuþætti og áskoranir sem komu upp.
Viðburðurinn hefst kl.9 og verður haldinn í Icelandair húsinu, Flugvöllum 1, í Hafnarfirði. Húsið opnar 8:40 og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
Streymi á viðburðinn má nálgast hér.
Aðalfundur Aðstöðustjórnun
Þriðjudagur 6. maí kl 13:00
Dagskrá
Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi.
Viðburðurinn fer fram á Teams => Join the meeting now
Í framhaldi af þessum viðburði verður boðið upp á heimsókn til Icelandair þann 14. maí.
Halldór Valgeirsson, doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands, fræðir okkur um innleiðingu verkefnamiðaðs vinnuumhverfis.
Halldór starfar hjá EMC markaðsrannsóknum auk þess að vera í doktorsnámi. Doktorsverkefni hans fjallar um áhrif þess á starfsfólk að flytja í verkefnamiðað vinnuumhverfi.
Heiti erindis Halldórs: "Hvað ræður því hvort innleiðing verkefnamiðaðs vinnuumhverfis hefur góð eða slæm áhrif á starfsfólk?"
Sirra Guðmundsdóttir, Mannauðsstjóri Landsbankans, ætlar að fjalla um innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi í nýju húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6. Hún mun fara yfir hvað hefur gengið vel, hvernig mælingar hafa verið nýttar og hvað hefur mátt læra af ferlinu.
Sirra hefur unnið í mannauðsmálum í fjölmörg ár og komið að innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi hjá Eimskip, Landsbankanum og vinnur nú að innleiðingu með TM að því að flytja í samskonar vinnuumhverfi.
Heiti erindis Sirru: "Hvernig fer um þig á nýjum vinnustað? Umfjöllun um verkefnamiðað vinnuumhverfi í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans".
Fundarstjóri verður Sverrir Bollason, sérfræðingur hjá FSRE. Sverrir situr í stjórn faghóps um aðstöðustjórnun.