Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi
Hvernig er vinnustaður framtíðarinnar hannaður í miðjum heimsfaraldri?
Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri People & Culture, og Sigrún Össurardóttir, deildarstjóri Workplace Services, hjá Icelandair fara yfir ferðalagið frá ákvörðun um flutning höfuðstöðva úr Vatnsmýri, í upphafi árs 2021, að flutningum í Icelandair húsið í Hafnarfirði í lok árs 2024.
Farið verður yfir áherslur í þarfagreiningu, gagnasöfnun og greiningu sem hönnun hússins byggir á, samtöl og upplýsingagjöf sem spiluðu lykilhlutverk í breytingastjórnun og einnig þá óvissuþætti og áskoranir sem komu upp.
Viðburðurinn hefst kl.9 og verður haldinn í Icelandair húsinu, Flugvöllum 1, í Hafnarfirði. Húsið opnar 8:40 og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
Stefnt er að því að viðburðinum verði einnig streymt.