Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Aðalfundur faghóps um Öryggisstjórnun verður haldinn 26. Maí klukkan 08:30 til 09:30. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir eru hvattir til að bjóða fram starfskrafta sína til stjórnar.

Fundurinn verður haldinn að 1. hæð Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði en einnig er boðið upp á teams link. 

Dagskrá:

  • Uppgjör og lærdómur starfsárs faghópsins 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Click here to join the meeting

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Árangursrík Áhættustjórnun

Linkur á fundinn er hér.

 

Fundurinn fer fram í sal VR á jarðhæð. Allir eru velkomnir fyrir fundinn, og eftir, að skoða starfsemin ÖRUGG sem er á 8 hæð. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti. 
ÖRUGG VERKFRÆÐISTOFA ehf boðar til kynningarfundar um árangursríka áhættustjórnun þar sem nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í öryggismálum og vinnuvernd flytja fagleg erindi byggð á reynslu sinni við spennandi og krefjandi verkefni. Þema fundarins verður í samræmi við alþjóðlega vinnuverndardaginn 28 apríl 2023 – Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi er grundvallarregla og réttur allra við vinnu. (Sjá nánar á www.ilo.org)

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar fyrir og eftir fundinn þar sem gestum gefst tækifæri á að kynna sér nánar starfsemi ÖRUGG.

Tími

Dagskrá*

8:30 – 9:00

Morgunkaffi í boði ÖRUGG.

9:00 – 9:20

Leó Sigurðsson, byggingaverkfræðingur M.Sc., stjórnarmeðlimur faghóps um öryggisstjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum.

Kynnir síðan dæmi um árangursríka öryggisstjórnun og lykiltölur öryggismála byggt á reynslu við alþjóðlegar framkvæmdir.

9:20 – 9:35

Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur M.Sc. og framkvæmdarstjóri ÖRUGG, kynnir áhættustýringu fyrir öryggi í hönnun.

9:35 – 9:50

Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi M.Sc. kynnir áhættumat fyrir hreyfi- og stoðkerfi, með reynslusögur um góðan árangur í að ná fram heilsusamlegu vinnuumhverfi.

9:50 - 10:05

Svava Jónsdóttir, sérfræðingur, kynnir áhættumat fyrir félagslegt vinnuumhverfi með áherslu á EKKO, með reynslusögur um góðan árangur í að ná fram heilsusamlegu vinnuumhverfi.

*Fyrirlesarar eru viðurkenndir þjónustuaðilar í vinnuvernd.

Hvernig getur verkkaupi haft áhrif á öryggis- heilsu og umhverfismál verktaka

Öryggismál í framkvæmdaverkum hafa síðustu ár fengið aukið vægi. Í þessu erindi mun Ásta Ósk Stefánsdóttir staðarstjóri hjá Ístak fara yfir með hvaða hætti verkkaupi getur haft áhrif á öryggismál verktakans í byggingarframkvæmdum. 

Hér er linkur á fundinn:
Click here to join the meeting

 

Hvernig vinnur maður með áhættuþættina?

Click here to join the meeting
Kem inná: áhættuvalda, áhættu, áhættugreiningu, áhættumat, rótargreiningu (RCA), stjórnunarkerfi, ISO 31000, áhættumeðferð og áhættuleif.

 

Sveinn V Ólafsson, 

Ráðgjafi hjá Jensen ráðgjöf

 

Microsoft Teams meeting

 

Join on your computer, mobile app or room device

 

Click here to join the meeting

 

Árangursrík samskipti og öryggi á vinnustað

Click here to join the meeting

Fyrirlesturinn er um mikilvægi jákvæðra samskipta við innleiðingu öryggismenningar hjá vinnustöðum og hvernig orðræða, mælingar og áherslur skipta öllu máli við árangursríka innleiðingu á öryggismenningu. Fjallað verður um hlutverk stjórnenda i ferlinu og mikilvægi þess að stuðla að menningu sem styður við öryggi en ýtir ekki undir hegðun sem ógnar öryggi starfsfólksins.

Fyrirlesari er Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og mannauðsstjóri.

Jóhanna Ella hefur unnið við mannauðsmál í meira en tíu ár bæði sem ráðgjafi hjá eigin fyrirtæki í mannauðsmálum, sem  mannauðstjóri í ferðaþjónustu, við Háskóla Íslands og nú í Stjórnarráðinu.

Jóhanna er einnig löggiltur sálfræðingur og formaður fagráðs fyrir EKKO mál við Háskólann á Akureyri auk þess að kenna  mannauðsstjórnun við HR.

Hér er linkur á fundinn: 

Click here to join the meeting

FRESTUN: Árangursrík samskipti og öryggi á vinnustað

VIÐBURÐI FRESTAÐ: VERÐUR AUGLÝSTUR FLJÓTT AFTUR.
Click here to join the meeting
Fyrirlesturinn er um mikilvægi jákvæðra samskipta við innleiðingu öryggismenningar hjá vinnustöðum og hvernig orðræða, mælingar og áherslur skipta öllu máli við árangursríka innleiðingu á öryggismenningu. Einnig fer ég inn á hlutverk stjórnenda i ferlinu og mikilvægi þess að stuðla að menningu sem styður við öryggi en ýtir ekki undir hegðun sem ógnar öryggi starfsfólksins.

Fyrirlesari er Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og mannauðsstjóri

Jóhanna Ella hefur unnið við mannauðsmál í meira en tíu ár bæði sem ráðgjafi hjá eigin fyrirtæki í mannauðsmálum, sem  mannauðstjóri í ferðaþjónustu, við Háskóla Íslands og nú í Stjórnarráðinu.

Jóhanna er einnig löggiltur sálfræðingur og formaður fagráðs fyrir EKKO mál við Háskólann á Akureyri auk þess að kenna  mannauðsstjórnun við HR.

Hér að neðan er linkur á fundinn: 

Click here to join the meeting

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?