Árangursstjórnun hjá ÁTVR - viðskiptagreind

Fundurinn er á vegum faghóps um viðskiptagreind

Árangursstjórnun hjá ÁTVR
Framsögumaður
Kristján F. Guðjónsson, verkefnisstjóri árangursstjórnunar hjá ÁTVR, mun kynna árangur af innleiðingu viðskiptagreindar hjá ÁTVR,

ÁTVR hefur innleitt stefnumiðað skorkort, sem stjórntæki í rekstri og til að samþættast öðrum stjórntækjum viðskiptagreindar eins og áætlunargerð og greiningarverkfærum.

Fundarstaður
Húsakynni ÁTVR að Stuðlahálsi 2, 2 hæð, 110 Reykjavik.
 
 

Eldri viðburðir

Spjallmenni til þjónustu reiðubúið - Morgunverðarfundur Advania

Hvernig nýtast gervigreind og máltækni við að bæta þjónustu við viðskiptavini?

Skráning hér hjá Advania

Aukin krafa viðskiptavina um meiri sjálfsafgreiðslu og betra aðgengi að þjónustu allan sólarhringinn er eitthvað sem fyrirtæki um heim allan þurfa að bregðast við ætli þau ekki að verða undir í samkeppninni. 

Á þessum fundi ætlum við að fjalla um framtíð þjónustuveitingar með gervigreindina að vopni. Segja frá samstarfsaðila Advania í spjallmennalausnum, fá reynslusögu frá viðskiptavini og tala um framtíð íslenskunnar í máltækni og þróunarstarf tengdri henni í Háskólanum í Reykjavík.

Hér er um að ræða morgunverðarfund sem enginn sá sem lætur sig bætta þjónustu við viðskiptavini sína varða ætti að láta framhjá sér fara.

Dagskrá fundarins:  

  • 08:00 - Húsið opnar
  • 08:30 - Velkomin til Advania – Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania
  • 08:35 - Á íslensku má alltaf finna svar 
    Hvaða tækifæri felast í framþróun í máltækni fyrir fyrirtæki í landinu? Anna Björk Nikulásdóttir, verkefnastjóri SÍM, Samstarf um íslenska máltækni, og Dr. Eydís Huld Magnúsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Mál- og Raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík og meðeigandi Tiro ehf, fjalla um máltækniáætlun Íslands, raddgagnasöfnun og nýjungar í talgreiningu fyrir íslensku.
    Anna Björk Nikulásdóttir, verkefnastjóri SÍM
    Eydís Huld Magnúsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi Tiro

 

  • 09:00 - Nýting samræðugreindar (e. conversational AI) í þjónustu
    Í erindi sínu mun Jørgen segja frá lausn Boost.ai, fara yfir muninn á sýndaraðstoðarmanni (e. virtual agent) og spjallbotta (e. chatbot) ásamt því að fjalla um möguleika íslenskra fyrirtækja þegar kemur að nýtingu gervigreindar í þjónustu við sína viðskiptavini.   
    Jørgen Holst, sölustjóri hjá Boost.ai
  • 09:25 - Leiðin að skilvirkari þjónustu
    Sigurður segir frá vegferðinni við að snjallvæða þjónustuver LÍN með innleiðingu á spjallmenninu Línu, sem í dag sinnir fyrstu snertingu við viðskiptavini í gegnum netspjall.
    Sigurður Steinar Ásgeirsson, deildarstjóri innheimtudeildar hjá LÍN

 

Kynntu þér samstarf Advania og Boost.ai hér.

 

Skráning hér hjá Advania

 

Big data - Viðskiptalegt notagildi og tæknihliðin

Big data - eða gagnagnótt eins og það heitir á íslensku - er fremur víðtækt hugtak sem tekur yfir ma. það gríðarlega magn gagna sem skapast í heiminum á degi hverjum, þá tækni, aðferðir og ferla við að höndla og vinna úr þessum gögnum og svo þau verðmæti/breytingar/hættur sem þessi vinna skapar fyrir fyrirtæki, stofnanir, neytendur og hópa.

Fyrirlesarar:

Páll Ríkharðsson, ráðgjafi hjá Herbert Nathan & Co og kennari við HR

Erindi Páls snýst um að skilgreina gagnagnótt og beina ljósi (með dæmisögum) að hvernig gagnagnótt mun m.a. breyta ákvarðanatöku í fyrirtækjum.

Grímur Tómasson, ráðgjafi hjá GT Hugbúnaðarráðgjöf og kennari við HR

Erindi Gríms mun taka tæknihliðina og sýna hvaða gagnagrunsfræði er grundvöllurinn fyrir notkunar.

Örnámskeið í PowerPivot

Notkun á PowerPivot er jafnt og þétt að aukast eftir því sem stjórnendur og greinendur eru að uppgötva þessa einföldu leið til að öðlast aukið innsæi í eigin rekstur.

Örnámskeiðið gengur út á það að kynnast því hvað PowerPivot er og hvað það getur. Farið verður yfir umhverfið, uppsetningu og uppbyggingu PowerPivot, hvernig unnið er með vensl í gögnum og hvernig stillt er upp einföldu mælaborði og skýrslu.

Um fyrirlesara: Ragnhildur Konráðsdóttir er sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Advania og hefur kennt bæði tölvunarfræði og viðskiptagreind í Háskóla Reykjavíkur. Þar að auki hefur hún kennt fjölda PowerPivot námskeiða hjá Advania og aðstoðað notendur við að greina gögnin sín með PowerPivot.

Staðsetning: Örnámskeiðið er haldið í Advania búðinn að Guðrúnartúni 10.

Áætlana- og skýrslugerð

Nú á dögum eru sífellt gerðar meiri kröfur um að stjórnendur séu með heildaryfirsýn yfir rekstur fyrirtækja. Þörfin fyrir áætlana- og skýrslugerð hefur því aukist og samhliða fer meiri tími í öflun og vinnslu gagna sem nauðsynleg er til þess að hægt sé að taka vel upplýstar ákvarðanir er varða fyrirtækið. Allir vilja vera með nýjustu tölur til að geta framkvæmt viðeigandi greiningar sem fanga þá þróun sem fyrirtækið er í hverju sinni.

Martin Thy Asmussen, ráðgjafi hjá danska fyrirtækinu Toolpack, mun fjalla um áætlana- og skýrslugerð. Martin hefur yfirgripsmikla þekkingu á efninu, er menntaður á sviði fjármála og endurskoðunnar ásamt gráðu í tölvufræðum. Martin hefur yfir 15 ára starfsreynslu sem endurskoðandi og síðar ráðgjafi í sérverkefnum hjá PWC, sem verkefnastjóri við Microsoft Dynamics AX verkefni og við hugbúnaðarsmíð.

Einstakt tækifæri fyrir alla áhugamenn um áætlanagerð og hvernig hægt er að nýta betur upplýsingatæknina við áætlangerð og samanburð áætlana við rauntölur ásamt greiningum.

Viðskiptagreindarhópur - heimsókn í Össur

Viðskiptagreindarhópur Stjórnvísi heimsækir Össur, en fyrir þá sem ekki vita þá er Össur alþjóðlegt fyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur. 
Hjá fyrirtækinu starfa um 1600 starfsmenn á 14 starfsstöðvum í fjórum heimsálfum.  Össur er annar stærsti stoðtækjaframleiðandi í heiminum í dag.  Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi þar sem starfa um 270 manns við þróun, framleiðslu, þjónustu og stjórnun, en þangað er okkur boðið fimmtudaginn 18.nóvember n.k. til að heyra hvernig Össur hefur nýtt sér viðskiptagreind.
Á móti okkur tekur Kjartan Friðriksson sem mun fara yfir innleiðingarferlið og hvernig Össur nýtir sér BI lausnir í daglegum rekstri.
Kjartan útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla íslands vorið 1999.  Hann starfaði við hugbúnaðarþróun árin 1998 til 2005 innanlands sem erlendis.  Árið 2005 réð hann sig til Össurar til þess að leiða uppbyggingu BI lausna fyrirtækisins.
Fundurinn hefst stundvíslega kl.15:30
Staðsetning:  Össur - Grjóthálsi 5,
18.nóvember kl.15:30

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?