Háskólinn í Reykjavík, stofa M105 M105 - Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Verkefnastjórnun,
Bob Dignen stundakennari í MPM námi HR mun kynna og fjalla um niðurstöður rannsókna sem fela í sér mjög áhugaverða samantekt og endurskoðun á þeirri viðteknu sýn sem gildir gagnvart notkun rafrænna samskipta í dreifðum hópum og ræða hvað það felur í sér fyrir fagaðila í vinnuhópum sem nýta rafræna samskiptamiðla til funda og samskipta.
Bob Dignen er framkvæmdastjóri York Associates og sérhæfir sig í námskeiðum fyrir leiðtoga í verkefnum og teymi sem vinna í alþjóðlegu umhverfi.
Frekari upplýsingar um Bob Dignen er að finna á vefsíðu fyrirtækis hans (www.york-associates.co.uk) og á linkedin síðu hans (https://uk.linkedin.com/in/bob-dignen-2249548)