Gæðastjórnun hjá Hlaðbær Colas

Harpa Þrastardóttir, gæðastjóri, fer yfir gæðamála hjá Hlaðbær Colas

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hlaðbær Colas er með 20 ytri úttektir á hverju ári

Harpa Þrastardóttir, umhverfis-, öryggis- og gæðastjóri hjá Hlaðbæ Colas, segir að rekstur á gæðakerfinu þeirra sé gjörbreyttur eftir að þau tóku upp rafrænt kerfi, en þau nota CCQ frá Origo. „Áður vorum við með allt í möppum á drifum og erfitt að hafa yfirlit. Við erum oft með um 20 ytri úttektir á ári og þá getur verið alger martröð að hafa yfirlit yfir fjölda skráðra frávika. Ég hafði ekki hugmynd um hversu mörg frávik voru í gangi hjá okkur. Í dag hef ég yfirsýn yfir allt og mjög góða stjórn.“

Hlaðbær Colas er að reka nokkur stjórnkerfi eins og ISO9001, ISO14001 og OHSAS/18001. 

„Að taka nýtt rafrænt kerfi í notkun hefur gengið mjög vel og er flest starfsfólk á plani að fá sín gögn beint í símann sem auðveldar þeim að nálgast þær upplýsingar sem þau þurfa á að halda.“

Harpa segir að það sé einnig mikill ágóði að hafa yfirsýn yfir hvaða starfsfólk er búið að lesa nýútgefin skjöl, því kerfið býður upp á virkni um að staðfesta lestur. Harpa er með lista yfir starfsfólk sem þarf að staðfesta lestur og getur einnig séð hvenær einstaklingar kvitta fyrir lestur.

Hlaðbær-Colas hefur mikinn metnað í umhverfismálum og má nefna að þau leggja mikla áherslu á endurvinnslu malbiks.

Fyrirtækið hefur stækkað hratt á árunum 2016-2019 og gera eigendur þeirra, sem staðsettir eru í Danmörku og Frakklandi, ýmsar kröfur á stjórnkerfið. 

Þau leggja mikið upp úr árangri í gæðamálum og hafa gert það m.a. með viðhorfskönnunum með eftirfarandi niðurstöðum:

 Íslandsmet í meðmælum

  • Sprengdu skalann hjá Gallup
    • Fengu 63, á meðan hæsta gildið var 49,5
    • Voru með 44,6 árið 2017
  • 95% ánægð með þjónustu
  • 69% töldu hana betri en annars staðar – enginn taldi þjónustuna verri en annarsstaðar
  • 94% ánægð með framleiðsluvörur
    • 35% töldu þær betri en annars staðar
  • 93% ánægð með gæði vinnubragða
  • 95% telja þjónustuna áreiðanlega

 

Eftir þessa vinnu og úrbætur hafa færri haft ástæðu til að kvarta. 

Þau eru í átaki með vinnuumhverfi með þemað "Pabbi og mamma vinna hér". Þetta er þema sem ákveðið var að nota um alla Evrópu, líka á Íslandi, en þar var einungis notað "Pabba vinnur hér". Hlaðbær-Colas hefur tekið skrefið enn lengra og notar að sjálfsögðu bæði mömmu og pabba, sem svo hefur smitast til hinna Evrópulandanna.  

Að loknum fyrirlestri sköpuðust miklar og góðar umræður um virkni og árangur í rekstri gæðakerfa hjá Hlaðbæ-Colas.  

Stjórnvísi þakkar Hörpu fyrir einstaklega fróðlegan og vel undirbúinn fyrirlestur. Viðburðinn var í húsnæði Origo og Stjórnvísir þakkar Origo einnig fyrir góðar móttökur, kaffi og meðlæti.  

Ítarefni má finna hér: 

Eldri viðburðir

Faggilding - Fagmennska og traust - Faggildingarsvið Hugverkastofu

Join the meeting now

Á fundinum munu Sólveig Ingólfsdóttir sviðsstjóri faggildingarsviðs og Guðrún Rögnvaldardóttir starfsmaður faggildingarsviðs ræða um starfsemi sviðsins og mikilvægi faggildingar fyrir vottanir á Íslandi.

Fundinum er ætlað að höfða til faggiltra aðila jafnt sem notendur þjónustu faggiltra aðila.

Áherslur:

  • Stutt kynning á fagildingarsviðinu og starfsmönnum þess
  • Ábyrgð og hlutverk og  faggildingarsviðs Hugverkastofu, samstarfið við Swedac og hvernig virkar faggildingin á alþjóðavísu.
  • Þjónusta faggildarsviðsins við vottunaraðila með séstaka áherslu á stjórnunarkerfi.
  • Helstu áskoranir á næstu misserum.
  • Starfsumhverfi og skyldur faggiltra vottunaraðila gagnvart faggildarsviði annarsvegar og þeim sem eru í vottunarúttektum hins vegar.
    • Rætt verður um  þær kröfur sem faggildingarsviðið gerir til  faggiltra aðila meðal annars í gegnum staðla og hvers er ætlast til af faggiltum aðilum gagnvart sem þeir eru með í vottunarferli.

Umræður

Aðalfundur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla

Aðalfundur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar verður haldinn í fjarfundi (Teams) 5. maí kl. 12.00-13:00 

Hér er: Tengill á fundinn  

Dagskrá aðalfundar faghóps Stjórnvísi: Gæðastjórnun og ISO staðlar: 

  • Framsaga formans - um starf ársins
  • Umræður um starf ársins
  • Kosning til stjórnar / upplýsingar um nýja stjórn fyrir tímabilið 2025-2026
  • Ákvarða fyrsta fund nýrrar stjórnar 
  • Önnur mál 

Reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Hugmyndafræði breytingastjórnunar og kröfur ISO 9001 staðalsins

Join the meeting now

Faghópar Stjórnvísi - Gæðastjórnun og ISO staðlar og Breytingastjórnun, kynna spennandi viðburð „Reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Hugmyndafræði breytingastjórnunar og kröfur ISO 9001 staðalsins“ .

 Á þessum fjarfundi kemur fyrst fram Helga Franklínsdóttir, frá EFLU, sem segir nokkrar áhugaverðar reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Helga mun einnig fjalla um breytingar þar sem mismunandi fyrirtækjamenning og áhrif hennar á innleiðingu breytinga kemur við sögu. 

 Síðan mun Ágúst Kristján Steinarrsson, frá Vita ráðgjöf, tengja sögu Helgu við hugmyndafræði breytingastjórnunar og jafnframt kröfur ISO staðalsins um breytingastjórnun. Þannig er erindið ekki eingöngu að horfa kerfislægt á breytingar í gæðaumhverfi, heldur einni mannlegar - sem skipta gjarnan höfuðmáli.

Fyrirlesarar:

Helga Franklínsdóttir

Helga lauk M.Sc. prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og B.Sc. prófi í líffræði frá Auburn University Montgomery árið 2012. Hún hefur langa starfsreynslu úr framleiðsluiðnaði og innleiðingu breytinga, bæði á Íslandi og erlendis. Áður en hún starfaði hjá Marel starfaði hún í um 4 ár hjá Icelandic Group í gæðamálum, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði hjá Marel í um 7 ár í alþjóðlegu hlutverki varðandi innleiðingar og umbætur en starfar nú hjá EFLU Verkfræðistofu, þar sem hún er fyrirliði yfir teyminu gæði og umbætur. Í því hlutverki vinnur hún með innleiðingar og breytingarstjórnun.
Helga hefur mikla reynslu í verkefnastjórnun, breytingarstjórnun, innleiðingu nýrra kerfa og að búa til ferla. Sú dýrmæta reynsla nýtist henni vel í hennar núverandi starfi hjá EFLU. Helga er einnig hluti að faghópnum breytingarstjórnun hjá Stjórnvísi.

 Ágúst Kristján Steinarrsson

Ágúst hefur fjölþætta reynslu af stjórnendaráðgjöf, greiningum, verkefnastjórn og fræðslu. Áður en hann hóf að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi hafði hann öðlast dýrmæta reynslu sem stjórnandi, verkefnastjóri og ráðgjafi.
Á 20 árum hefur Ágúst fengist við hvert umbótaverkefnið á fætur öðru, stórt sem smátt og þannig hefur skapast djúp þekking og skilningur á lyklum til árangurs. Með tímanum varð til hugmyndafræði sem er í dag leiðarljós í öllum hans störfum auk þess sem hann kennir hana í Opna háskólanum og víðar.
Í dag er Ágúst stjórnunarráðgjafi í breytingum þar sem hann vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að raunverulegum umbótum og lausnum sem lyfta upp vinnustöðum. Hann leggur ríka áherslu á mannlegu hliðina í allri sinni nálgun, samhliða því að beita skapandi, praktískum og skipulögðum vinnubrögðum.

 

Gæðastjórnunarspjall - Kaffi og kafað á dýptina

Faghópur um gæðastjórnun og ISO staðla býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utanum samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði  - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall.

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 32 þannig áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær 😊

Dagsetning: 28. nóv. kl. 9:00 - 10:15.
Staðsetning:
 Hamraborg 6A, Kópavogi (fundarherbergi: Tilraunastofan – 1. hæð - undir bókasafninu).

Innri úttektir ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum

Join the meeting now

Kynning á Innri úttektum ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald Valgarðsson hjá Samhentir og Sveinn V. Ólafsson hjá Jenssen ráðgjöf ætla að fjalla um og deila reynslu sinni af Innri úttektum með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald hefur mikla reynslu af stjórnunarstöðlum og hefur unnið m.a. með ISO 9001 og ISO 22000 staðlana. Hann hefur einnig unnið með og sett upp BRC staðla 

Sveinn V. Ólafsson starfar hjá Jenssen ráðgjöf og hefur mikla reynslu hinum ýmsu stöðlum m.a. ISO 19001, ISO 9001, ISO 31000, ISO 45001 og ISO 55001

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?