Hlaðbær Colas er með 20 ytri úttektir á hverju ári

Harpa Þrastardóttir, umhverfis-, öryggis- og gæðastjóri hjá Hlaðbæ Colas, segir að rekstur á gæðakerfinu þeirra sé gjörbreyttur eftir að þau tóku upp rafrænt kerfi, en þau nota CCQ frá Origo. „Áður vorum við með allt í möppum á drifum og erfitt að hafa yfirlit. Við erum oft með um 20 ytri úttektir á ári og þá getur verið alger martröð að hafa yfirlit yfir fjölda skráðra frávika. Ég hafði ekki hugmynd um hversu mörg frávik voru í gangi hjá okkur. Í dag hef ég yfirsýn yfir allt og mjög góða stjórn.“

Hlaðbær Colas er að reka nokkur stjórnkerfi eins og ISO9001, ISO14001 og OHSAS/18001. 

„Að taka nýtt rafrænt kerfi í notkun hefur gengið mjög vel og er flest starfsfólk á plani að fá sín gögn beint í símann sem auðveldar þeim að nálgast þær upplýsingar sem þau þurfa á að halda.“

Harpa segir að það sé einnig mikill ágóði að hafa yfirsýn yfir hvaða starfsfólk er búið að lesa nýútgefin skjöl, því kerfið býður upp á virkni um að staðfesta lestur. Harpa er með lista yfir starfsfólk sem þarf að staðfesta lestur og getur einnig séð hvenær einstaklingar kvitta fyrir lestur.

Hlaðbær-Colas hefur mikinn metnað í umhverfismálum og má nefna að þau leggja mikla áherslu á endurvinnslu malbiks.

Fyrirtækið hefur stækkað hratt á árunum 2016-2019 og gera eigendur þeirra, sem staðsettir eru í Danmörku og Frakklandi, ýmsar kröfur á stjórnkerfið. 

Þau leggja mikið upp úr árangri í gæðamálum og hafa gert það m.a. með viðhorfskönnunum með eftirfarandi niðurstöðum:

 Íslandsmet í meðmælum

  • Sprengdu skalann hjá Gallup
    • Fengu 63, á meðan hæsta gildið var 49,5
    • Voru með 44,6 árið 2017
  • 95% ánægð með þjónustu
  • 69% töldu hana betri en annars staðar – enginn taldi þjónustuna verri en annarsstaðar
  • 94% ánægð með framleiðsluvörur
    • 35% töldu þær betri en annars staðar
  • 93% ánægð með gæði vinnubragða
  • 95% telja þjónustuna áreiðanlega

 

Eftir þessa vinnu og úrbætur hafa færri haft ástæðu til að kvarta. 

Þau eru í átaki með vinnuumhverfi með þemað "Pabbi og mamma vinna hér". Þetta er þema sem ákveðið var að nota um alla Evrópu, líka á Íslandi, en þar var einungis notað "Pabba vinnur hér". Hlaðbær-Colas hefur tekið skrefið enn lengra og notar að sjálfsögðu bæði mömmu og pabba, sem svo hefur smitast til hinna Evrópulandanna.  

Að loknum fyrirlestri sköpuðust miklar og góðar umræður um virkni og árangur í rekstri gæðakerfa hjá Hlaðbæ-Colas.  

Stjórnvísi þakkar Hörpu fyrir einstaklega fróðlegan og vel undirbúinn fyrirlestur. Viðburðinn var í húsnæði Origo og Stjórnvísir þakkar Origo einnig fyrir góðar móttökur, kaffi og meðlæti.  

Ítarefni má finna hér: 

Um viðburðinn

Gæðastjórnun hjá Hlaðbær Colas

Harpa Þrastardóttir, gæðastjóri, fer yfir gæðamála hjá Hlaðbær Colas

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?