Hvað er verkefnamiðað vinnuumhverfi?

Teams linkur inn á kynningarfundinn

  • "Verkefnamiðað vinnuumhverfi og aðstöðustjórnun":  ávarp formanns - Matthías Ásgeirsson, ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf
  • "Innleiðing VMV hjá ríkinu": kynning á nýútgefnum viðmiðum vinnuumhverfis hjá hinu opinbera - Guðrún Vala Davíðsdóttir, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
  • "Innleiðing VMV hjá Landsbanka": kynning á innleiðingu VMV í nýju húsnæði Landsbanka við Austurbakka - Halldóra Vífilsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbanka 
  • "Leiðin að árangursríkri innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi og nýjum leiðum til að vinna“: kynning á meistaraverkefni 2021 -  Elísabet S Reinhardsdóttir, viðskiptastjóri hjá Eimskip 

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Tæknikerfi húsa

Join the meeting now

 

Fyrsti viðburður faghóps í aðstöðustjórnun haustið 2024 er um tæknikerfi húsa, fjallað verður um m.a hússtjórnunarkerfi og viðhaldskerfi húsa.

Við fáum til okkar þrjá fyrirlesara til að fjalla um efnið.

  • Ingi Eggert Ásbjarnarson hjá Veðurstofu Íslands. Ingi hefur margra ára reynslu af upplýsingakerfum bygginga, þar á meðal hússtjórnarkerfum (BMS), en í erindi sínu mun hann fjalla um BMS kerfi frá sjónarhóli rekstraraðila. Áhersla verður lögð á hvað hafa ber í huga við innkaup og innleiðingu slíkra kerfa.
  • Gunnlaugur Trausti Vignisson er framkvæmdarstjóri Norcom - Nordic Commissioning ehf sem sérhæfir sig í ráðgjöf innan kerfisbundins frágangs tæknikerfa. Gunnlaugur mun fjalla um stjórnkerfi í forhönnun, það er mikilvægt að verkkaupi móti sér stefnu saman með sínum hagsmunaaðilum um hvaða virkni tæknikerfi eiga að skila af sér og hvaða upplýsingar um kerfin vill verkkaupi fylgjast með í rekstri. 
  • Kristleifur Guðjónsson er IPMA-C vottaður verkefnastjóri hjá EFLU og hefur víðtæka reynslu af innleiðingum hugbúnaðar og breytinga hjá tugum fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Kristleifur fer yfir samspil hússtjórnar- og viðhaldskerfa. Yfirferð á grundvallaratriðum viðhaldskerfa og möguleika að tengja ólík kerfi saman til þess að fá sem mest úr gögnunum sem við söfnum.

 

 

Aðalfundur faghóps um aðstöðustjórnun

Fundardagskrá

1.Uppgjör starfsársins
2.Stjórn 2024-2025
3.Kosning formanns
4.Umræða um áherslur næsta starfsárs

Gervigreind í aðstöðustjórnun - tækifæri og áhætta

Síðar

Gott inniloft fyrir gott starfsfólk

 TEAMS linkur 

Einn af mikilvægustu þáttum í vinnuumhverfi starfsfólks eru gæði innilofts í skrifstofubyggingum því þar dveljum við mörg í langan tíma. Slæm loftgæði geta haft áhrif á líðan starfsfólks, framleiðni þess og jafnvel fjarveru frá vinnu.

Stefán Níels Guðmundsson forstöðumaður eignaumsýslu hjá Eimskip og stjórnarmeðlimur faghóps Stjórnvísi um aðstöðustjórnun segir okkur frá þeirra áskorunum og verkefnum varðandi inniloft og loftræsingu.

 Óli Þór Jónsson hjá Eflu byrjar á almennum fróðleik um innivist og loftgæði. Fjallar svo um ferskloftsmagn í skrifstofumannvirkjum. Að lokum kemur hann inná Innihitastig og rakastig í skrifstofumannvirkjum.

Alma Dagbjört Ívarsdóttir hjá Mannvit mun fjalla um innivist, loftgæði og tengingu við rakaskemmdir. Sjálfbærni og góð innvist er allra hagur. Að lokum segir hún okkur frá orkunotkun og áhrif innivistar á rekstur bygginga við nýbyggingar og endurbætur.

Kynning stendur yfir í um 50 mínútur og gefst tækifæri til spurninga að því loknu.

Tækifæri í lýsingu skrifstofurýma

Linkur á fund

Stór hópur fólks eyðir lunganum af deginum á skrifstofunni, þar sem lýsingin er of lítt eða vanhugsuð. Algengt er að slík rými séu lýst með jafnri birtu, til að ekki þurfi að færa til ljósgjafa ef skipulagi er breytt og borðum endurraðað.  Einfaldast er að hafa bara eina stillingu fyrir allt og alla og útkoman er oft á tíðum óspennandi og þreytandi umhverfi.

Með litlu tilstandi og "dash" af sköpunargleði má stórbæta sjónrænt umhverfi skrifstofurýma og líðan starfsmanna. Skrifstofulýsing getur verið eins upplífgandi eða andlaus og stjórnendur kjósa, allt eftir því hvar metnaðurinn liggur. Hvers virði er ljós og birta sem veigamikill þáttur í vellíðan starfsmanna á vinnustað?

Þórður Orri Pétursson nam leikhúslýsingu í London og bætti svo við sig meistaranámi í byggingalýsingu. Hann hefur starfað við lýsingu frá unga aldri, bæði leikhúss og bygginga, fyrstu í átta árin í London, svo í Borgarleikhúsinu til 10 ára og nú á eigin vegum sem eigandi Áróra lýsingarhönnun og annar eigandi hönnunarstofunnar Mustard og Tea. Verkefnin hans eru ótal og fjölbreytt, s.s. Mary Poppins, Mamma Mía, Blái Hnötturinn í Borgarleikhúsinu, Gróðurhúsið í Hveragerði, Mjólkurbú mathöll á Selfossi, Vinnustofa Kjarvals við Austurstræti og endurlýsingu á Apollo Theatre í London, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir verk sín hérlendis og erlendis.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?