Innleiðing á stjórnun viðskiptaferla (BPM) - lykilþættir í innleiðingu í starfseminni

Bókrýni á bókina Business Process Management: Practical Guidelines to Successful Implementations, eftir Jeston og Nelis. Sjá nánar um bókina á Amazon: https://www.amazon.com/Business-Process-Management-Guidelines-Implementations/dp/0750669217#customerReviews

Rýnt verður í efnistök í þessari yfirgripsmiklu bók um BPM nálgunina. Hópurinn mun ræða innihald bókarinnar og tengja við dæmi og t.d. það sem er að gerast í fyrirtækjum hjá þeim sem sækja fundinn. Bókrýnifundir sem þessi eru skemmtilegir og einstök leið til að ná djúpum umræðum um skilvirka stjórnun og hvernig má bæta verklag og þjónustu. Athugið takmörkuð sæti í boði. 

Faghópur um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Stjórnvísi – BPM faghópur bókrýni um: Business Process Management: Practical Guidelines to Successful Implementations

Góður hópur fólks frá ýmsum stöðum í atvinnulífinu hittist í bókrýni í Marel föstudaginn 18.október.
Þetta er í 4. sinn sem BPM hópurinn tekur bókrýni fundi en í þetta sinn var tekin fyrir bókin Business Process Management: Practical Guidelines to Successful Implementations eftir Johan Nelis og John Jeston.
Á bókrýni fundum er farið hringinn þannig að allir fái að segja sína skoðun um hvað er jákvætt við bókina, neikvætt, hvort hún sé praktíst og líka hvort efni bókarinnar eigi við í dag og sé gagnlegt.
Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að þetta sé mjög praktíst og gagnleg bók þar sem hún lýsir á mjög nákvæman hátt hvernig hægt er að ná fram árangursríkri innleiðingu. Bókin er gott uppfléttirit með greinargóðum lýsingum á hverju skrefi innleiðiingar en hún er einnig góð lýsing á hvernig hægt er að stjórna með ferlum og hversu mikilvægir ferlar eru.
Bókin lýsir aðstæðum sem eru best til þess fallnar að innleiðing heppnist vel en fjallar einnig líka um ýmiskonar vandarmál sem geta komið upp, ýmsar afleiðingar og hvernig best er að forðast slíkt.
Efni bókarinnar á vel við enn í dag (hún var fyrst gefin út árið 2006) og telst enn mjög gott kennsluefni. Það sem hins vegar getur talist neikvætt við bókina er hvað hún er löng, of nákvæm og of mikið af viðaukum og endurtekingum. Þar sem efnið er mjög gott hefði þurft betri efnistök til að halda lesendanum við efnið auk þess sem samantektir og skýringarmyndir hefðu einnig hjálpað og veitt lesenda betri tengingu.
Hópurinn var sammála um að það hefði mátt vera betri tenging við viðskiptavininn í bókinni en hún fjallar meira um breytingar og umbætur inside out en ekki lysingu á þörfum viðskiptavinarins og hvernig þeim er mætt.
Niðurstaða hópsins var sú að bókin á algjörlega við enn í dag og efnið enn mjög viðeigandi og gagnlegt.  
Hópurinn gaf bókinni  einkunina 4/5 en það sem dregur hana niður er ekki efnið sjálft heldur uppsetning bókarinnar.  Business Process Management: Practical Guidelines to Successful Implementations er nauðsynleg lestning en framsetningu mætti klárlega bæta.

Tengdir viðburðir

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Aðalfundur faghóps um stjórnum viðskiptaferla (BPM) verður haldinn mánudaginn 29. apríl klukkan 11:30 til 12:00 á Nauthól veitingahús.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórnin hittist tvisvar á ári, við lok starfsárs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf starfsárs til að skipuleggja viðburði ársins.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á jonina@eimskip.is

 

Fundarstjóri er Jónína Magnúsdóttir.

Eldri viðburðir

ATH! VIÐBURÐI FRESTAÐ: Verkfærakista mannauðsstjórnandans í fjórðu iðnbyltingunni frestað

Tækifæri og ávinningur þess að nýta stafrænt vinnuafl (RPA) til sjálfvirknivæðingar á handvirkum ferlum

Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri í sjálfvirknivæðingu hjá Evolv kynnir tækifæri og ávinning þess að nýta stafrænt vinnuafl til sjálfvirknivæðingar á handvirkum ferlum innan fyrirtækja og stofnana. Eiríkur hefur síðastliðin þrjú ár tekið þátt í sjálfvirknivegferð margra af stærstu fyrirtækjum landsins og hefur því víðtæka reynslu af

-          þeim áskorunum og tækifærum sem því fylgir

-          á hvaða sviði sé best að byrja slíka vegferð

-          og hvenær stafrænt vinnuafl sé lausnin.

Breki Barkarson hefur tekið þátt í að stýra innleiðingu stafræns vinnuafls hjá Ósum í samvinnu við Evolv. Hann segir okkur frá stafrænu vinnuafli Ósa en lokaverkefnið hans í B.Sc. náminu í tölvunarfræði fjallaði um innleiðinguna þar sem Breki gerði ítarlega úttekt á kostnaði og ávinningi verkefnisins.

Viðburðurinn verður haldinn í fundarsalnum Fenjamýri í Grósku Bjargargötu 1, 102 Reykjavík frá kl 9:00-10:00

ATH. Eingöngu er um staðfund að ræða, ekki verður streymt frá fundinum. 

Hlökkum til að sjá þig :)

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla

Hlekkur á fund 

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla verður haldinn 4. maí klukkan 09:00-10:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. 

Dagskrá fundar:

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn fer fram á Teams á hlekk fyrir ofan.

Allir sem hafa áhuga á stjórnun viðskiptaferla og vilja taka þátt að auka þekkingu geta haft samband við Erlu Jónu Einarsdóttur, fráfarandi formann faghópsins, erlaje@gmail.com, s: 8258111

Utanumhald um allt sem skiptir máli - stýring viðskiptaferla og stjórnkerfi

Click here to join the meeting

Að velja rétt kerfi eða leiðir til að halda utan um ferla, verklagsreglur og gæðaskjöl getur verið áskorun enda margt í boði. 

Á fundinum fáum við kynningar frá Helgu Kristjánsdóttur frá Isavia, Þóru Kristínu Sigurðardóttur frá  Eimskip og Erlu Jónu Einarsdóttur hjá Marel þar sem við fáum innsýn inn í hvaða ferlakerfi eru notuð. Hvers vegna þau voru valin, kosti og galla og hvernig kerfin virka. 

Markmið okkar með kynningunni er að miðla þekkingu við val á leiðum til stýringar á viðskiptaferlum. 

Kynning á Promapp (Lokaður fundur fyrir stjórn faghópsins)

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?