Kynning á starfi og skipulagi slysavarnarskóla sjómanna

Kynning á skipulagi og starfssemi Slysavarnaskóla sjómanna. Skólinn var stofnaður árið 1985 til að sinna öryggisfræðslu fyrir sjómenn.

Frá því að skólinn tók til starfa hefur slysum á sjó fækkað jafnt og þétt og í dag er óhætt að segja að sjómannastéttin er núna öðrum til fyrirmyndar hvar varðar öryggismál og starf.

Hilmar Snorrason skólastjóri fer yfir skipulag og starfsemi skólans og hvað hann telur lykilinn að þeim árangri sem náðst hefur í öryggisstarfi sjómanna.

Bent er á bílastæðin í Hörpu.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Stjórnvísifélagar á sjó í morgun.

Sá einstaki viðburður gerðist í morgun að fundur á vegum faghóps um umhverfi og öryggi var haldinn á sjó.  Þvílík ró og fegurð að sitja í skólaskipinu Sæbjörgu á meðan skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna Hilmar Snorrason kynnti skipulag og starfsemi skólans. Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður 1985 en á árunum 1970-1985 fórust að meðaltali 18 manns á ári á sjó. 

Með því að hafa skólann í skipi er auðvelt að fara með hann hvert á land sem er.  Árið 1998 þegar Hvalfjarðargöngin opnuðu fékk Slysavarnarfélagið gömlu Akraborgina.  Skipið er í góðu lagi í dag en hefur ekki verið siglt síðan 2015.  Þessi skip sem skólinn á hefur verið siglt á 25 hafnir.  Kvennadeildir Slysavarnafélags Íslands hafa verið miklir boðberar varðandi forvarnir og fræðslu.  Á tímabilinu 1984-1997 fækkaði slysum niður í 8 á ári en árið 1986 var eitt af stærstu slysaárunum.  Lög um Slysavarnaskóla sjómanna voru sett 1991 og skv. þeim er það skylda að sjómenn fari í skólann.  Slys á sjómönnum hafa verið nokkuð tíð í gegnum árum.  Í dag kemst enginn á sjó án þess að hafa pappíra upp á að hann sé með alla pappíra í lagi. Slys á sjómönnum 1984-1997 voru á bilinu 400-631.  Í dag eru tilkynnt atvik í kringum 200 á ári og var meðaltalið 260 á árunum 1998-2018.   Taka þarf tillit til þess að sjómönnum hefur fækkað mjög mikið.  Í dag eru í kerfinu 6.000 kennitölur sjómanna.  Hagstofan hélt utan um fjöldann hér á árum áður en Samgöngustofa heldur utan um þetta í dag.  Fækkun slysa er meiri en fækkun sjómanna og ekki hafa orðið banaslys síðan í maí 2016.  Slysavarnaskóli Sjómanna kennir fjölda námskeiða á ári.  Nýir ungir einstaklingar eru undir verndarvæng annarra og þeir mega vera 180 daga á sjó án þess að hafa farið í skólann.  Flest slys verða fyrstu fimm árin á sjó og síðan eru það þeir elstu sem lenda í slysum. 

 Hilmar segir að það sé ekki hægt að útskrifast í öryggi og því mæta allir á eldvarnir, öryggismál, skyndishjálp o.fl.  Í dag er 5 ára endurmenntunarkrafa á sjómenn.  Skólinn kemur ákveðinni þekkingu til sjómanna en það eru þeir sem nýta hana.  Slysavarnarskóli sjómanna er í samstarfi við tryggingafélögin og hefur verið framkvæmt áhættumat. Meðalaldur sjómanna hefur farið hækkandi og var nefnt að nú eru hjartastuðtæki í 97% fiskiskipa.  Með nýjum skipum eru breytingar, aðbúnaðurinn hefur batnað mjög mikið og tæknin aukist til að gera störfin léttari.  Menn nota tæki miklu meira en áður.  Hilmar vonar að skólinn fái áfram að vera um borð í skipi og horfir nú til Herjólfs.  Hilmar nefndi að lokum að allt starfið í Slysavarnaskóla sjómanna er til þess að auka hæfni og getu sjómanna. 

Eldri viðburðir

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Öryggishópur Stjórnvísi heldur aðalfund miðvikudaginn 4 júní frá kl. 11:30 til 13:00 á VOX.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Fjólu Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is 

 

Orka og Öryggi

Join the meeting now

Orka og Öryggi er yfirskrift viðburðar sem Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi heldur í samstarfi við Öryggisráð Samorku miðvikudaginn 4 júní kl. 09:00 til 10:00.

Erindi 

  • Starfsemi Öryggisráðs Samorku - Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
  • Human Organisational Performance (15 mín) - Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
  • Öryggismenning  - Björn Guðmundsson, RARIK 
  • Öll örugg alltaf  - Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

 Við hlökkum til að sjá ykkur hjá Samorku í Húsi Atvinnulífsins.  Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum en þeir sem komast ekki geta tekið þátt með því að ýta á hlekkinn "Join the meeting now".  

 

Loftgæði að utan sem innan

Faghópur Stjórnvísi um loftlagsmál og umhverfismál kynnir: 

Á þessum viðburði kynnum við leiðir til að fylgjast með loftgæðum bæði innan- og utandyra.

Umhverfisstofnun heldur úti vefsíðunni loftgæði.is sem margir ættu að kannast við en þar varpa þeir ljósi á loftgæði í rauntíma á öllu landinu.

VISTA verkfræðistofa sérhæfir sig í allskonar mælingum og þar á meðal innanhúss loftgæðamælingar.

Einnig verður fjallað um hvernig þéttleiki húsa getur verið heilsueflandi bæði á heimilum og í vinnu umhverfi.

 

Fyrirlesarar: Jóhanna Kristín Andrésdóttir hjá VISTA verkfræðistofu, Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun og Ásgeir Valur Einarsson hjá Iðunni fræðslusetri.

 

Við minnum á að viðburðurinn verður tekinn upp og sendur beint út á streymi, en hér er linkurinn: 

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_MWI0YmEyYTItMTE0Ny00OGNiLWFjMmUtYTBhYzNlNmMzZjNj%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2259266489-036c-41e7-ab6f-357fb6772d40%22%2c%22Oid%22%3a%22154129fe-3709-43cb-b0df-2425dd350ccc%22%7d

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun verður haldinn mánudaginn 13 maí. Fundurinn verður haldinn á VOX Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Fjólu Guðjónsdóttur á fjola.gudjonsdottir@isavia.is

 Hér er slóð á fundinn 

 

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Verkefni vegagerðarinnar eru margvísleg og því skiptir miklu máli að öryggismál verktaka og starfsmanna séu í góðum farvegi. 

Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar fer yfir hvernig Vegagerðin hefur mætt öryggis áskorunum bæði gagnvart verktökum og ekki síst gagnvart starfsmönnum. Stofnun er með margar starfsstöðvar og vinna við mismunandi skilyrði. Þar starfa margir og verk eru oft ekki hættulaus. Því er mikilvægt að öryggismálum sé vel sinnt.

Sævar Helgi er með sveinspróf í bifvélavirkjun og MSc í vélaverkfræði. Sævar Helgi starfaði áður hjá Samgöngustofu en lengst af vann hann við rannsakari og rannsóknarstjóri á umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann hefur sinnt stöðu öryggisstjóra Vegagerðarinnar frá 1. apríl 2023.

Um Vegagerðina

Hjá Vegagerðinni starfa um 350 manns og rekur stofnunin 18 starfstöðvar um allt land. Störfin eru fjölbreytt, allt frá hefðbundnu skrifstofufólki til ýmissa verklegra starfa í óbyggðum, á sjó og að sjálfsögðu á vegum úti. Að auki er Vegagerðin ein stærsta framkvæmdarstofnun landsins. Sævar Helgi kynnir hvernig uppbyggingu starfsmannaöryggismála er háttað hjá Vegagerðinni. Fer yfir tækifæri og áskoranir.

 Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?