Málstofa um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð 24. febrúar

Hlekkur á streymið er hér.  Vinnueftirlitið heldur málstofu um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð í beinu streymi fimmtudaginn 24. febrúar frá klukkan 9 – 10. Málstofan er haldin í framhaldi af 40 ára afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar sem fór fram 19. nóvember síðastliðinn. Hér er um að ræða sameiginlegt átak Öryggishóps Stjórnvísi og Vinnueftirlits ríkisins.

Tveir sérfræðingar flytja erindi á málstofunni; Anna Kristín Hjartardóttir frá EFLU verkfræðistofu  og Leó Sigurðsson frá ÖRUGG – verkfræðistofu.  Auk þess munu J. Snæfríður Einarsdóttir, sérfræðingur frá HSE Consulting, Nikulás Úlfar Másson, byggingafulltrúi í Reykjavík,  Friðrik Á. Ólafsson, frá mannvirkjasviði SI og Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, taka þátt í pallborðsumræðum eftir erindin.

Fundarstjóri verður Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins 

Á málstofunni verður sjónum beint að öryggi og vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð. Fjallað verður um hvaða kröfur eru gerðar til verkkaupa og hönnuða vegna öryggis- og vinnuverndarmála á hönnunarstigi mannvirkja og hvernig þeim er framfylgt.

Þá verður fjallað um hvaða áhættuþætti ætti að skoða við hönnun til að koma í veg fyrir að mistök verði gerð á hönnunarstigi. Sömuleiðis um ávinninginn af því að hafa vinnuverndarsjónarmið í huga við hönnun og kostnaðinn við að lagfæra og endurhanna mannvirki sem komin eru í notkun. 

Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi með því að ýta á hnappinn hér að neðan.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð.

Þann 24. febrúar síðastliðinn fór fram málstofa hjá Vinnueftirlitinu um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð.

Sjónum var beint að kröfum til verkkaupa, hönnuða og verktaka vegna öryggis- og vinnuverndarmála á hönnunarstigi mannvirkja og hvernig hægt er að framfylgja þeim. Einnig var fjallað um hvaða áhættuþætti ætti að skoða við hönnun til að tryggja aukið öryggi í notkun mannvirkja. Fram kom að mikill ávinningur er af því að hafa vinnuverndarsjónarmið í huga við hönnun og þannig koma í veg fyrir kostnað við að lagfæra og endurhanna mannvirki sem komin eru í notkun.

Leó Sigurðsson, viðurkenndur sérfræðingur í vinnuvernd hjá ÖRUGG verkfræðistofu fjallaði um samanburð og hæfni við útboð og hönnun.

Upptaka frá málstofunni er að finna hér. 

Eldri viðburðir

Hvernig vinna LEAN og HSE saman?

Í framleiðslu JBT Marel er töluvert unnið með LEAN fræði í framleiðslunni. Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel mun fræða okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30.  Eftir kynningu verður gestum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Kynningin verður tekin upp en við vonumst til að sjá sem flesta á staðnum.

Hér er linkur á kynninguna. Join the meeting now

 

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Öryggishópur Stjórnvísi heldur aðalfund miðvikudaginn 4 júní frá kl. 11:30 til 13:00 á VOX.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Fjólu Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is 

 

Orka og Öryggi

Join the meeting now

Orka og Öryggi er yfirskrift viðburðar sem Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi heldur í samstarfi við Öryggisráð Samorku miðvikudaginn 4 júní kl. 09:00 til 10:00.

Erindi 

  • Starfsemi Öryggisráðs Samorku - Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
  • Human Organisational Performance (15 mín) - Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
  • Öryggismenning  - Björn Guðmundsson, RARIK 
  • Öll örugg alltaf  - Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

 Við hlökkum til að sjá ykkur hjá Samorku í Húsi Atvinnulífsins.  Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum en þeir sem komast ekki geta tekið þátt með því að ýta á hlekkinn "Join the meeting now".  

 

Loftgæði að utan sem innan

Faghópur Stjórnvísi um loftlagsmál og umhverfismál kynnir: 

Á þessum viðburði kynnum við leiðir til að fylgjast með loftgæðum bæði innan- og utandyra.

Umhverfisstofnun heldur úti vefsíðunni loftgæði.is sem margir ættu að kannast við en þar varpa þeir ljósi á loftgæði í rauntíma á öllu landinu.

VISTA verkfræðistofa sérhæfir sig í allskonar mælingum og þar á meðal innanhúss loftgæðamælingar.

Einnig verður fjallað um hvernig þéttleiki húsa getur verið heilsueflandi bæði á heimilum og í vinnu umhverfi.

 

Fyrirlesarar: Jóhanna Kristín Andrésdóttir hjá VISTA verkfræðistofu, Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun og Ásgeir Valur Einarsson hjá Iðunni fræðslusetri.

 

Við minnum á að viðburðurinn verður tekinn upp og sendur beint út á streymi, en hér er linkurinn: 

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_MWI0YmEyYTItMTE0Ny00OGNiLWFjMmUtYTBhYzNlNmMzZjNj%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2259266489-036c-41e7-ab6f-357fb6772d40%22%2c%22Oid%22%3a%22154129fe-3709-43cb-b0df-2425dd350ccc%22%7d

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun verður haldinn mánudaginn 13 maí. Fundurinn verður haldinn á VOX Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Fjólu Guðjónsdóttur á fjola.gudjonsdottir@isavia.is

 Hér er slóð á fundinn 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?