Meðvirkni á vinnustað

 

Click here to join the meeting
Meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því.

Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence ætlar að fara yfir það með okkur hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og að sjálfsögðu verða kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.


Sigríður er mannauðsfræðingur og markþjálfi og býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar. Sigríður starfaði sem forstöðumaður mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslandspósti. Eins þjálfaði hún fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie í fimm ár. Sigríður hefur leitt og tekið þátt í umfangsmiklum og flóknum stjórnunarverkefnum sem felast í umbyltingu á rekstri og fyrirtækjamenningu og er því vön að takast á við þær síbreytilegu áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk glíma við dag frá degi. Sigríður vinnur markvisst með heildstæða árangursstjórnun sem felur í sér uppbyggingu á öflugri og hvetjandi vinnustaðarmenningu sem stuðlar að vellíðan, vexti og árangri starfsfólks og hjálpar þannig fyrirtækjum og starfsfólki að skrifa sína eigin SÖGU. Sigríður hefur sérhæft sig í því að þjálfa fólk í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum og deilir þeirri reynslu og þekkingu með okkur á fyrirlestrinum.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Metfjöldi á fundi mannauðsstjórnunar í morgun.

Yfir 500 manns mættu á fund í morgun á vegum mannauðsstjórnunar hjá Stjórnvísi.  Hér má nálgast glærur af fundinum. Fundurinn var um meðvirkni á vinnustöðum en meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því.  Fyrirlesarinn Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence fór yfir hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig var skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og að sjálfsögðu voru kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.

Sigríður sagði að það væri starfsfólkið sem væri meðvirkt ekki vinnustaðurinn. En hvað einkennir starfsfólk sem er meðvirkt?  Fýlustjórnun, þöglumeðferðin, reiðstjórnun, ógnarstjórnun, hræðslustjórnun, talað á bakvið, fólk reynir að stýra öðrum með alls kyns hætti.  Meðvirkt starfsfólk er í afneitun og oft á tíðum leynist óheiðarleikinn með.  Meðvirkt starfsfólk er óöruggt og lítið í sér og tekur gjarnan ekki ábyrgð sjálft. Áhrif meðvirkni er gríðarleg því hún veldur vanlíðan, streitu og kvíða, vonleysi sem leiðir til minni afkasta sem skapa hegðunarvanda, stjórnleysi birtist og þetta endar með veikindum og kulnum því ekkert er gert.  Þegar meðvirknimynstur fá að blómstra verður mikil þreyta á vinnustaðnum.  Í framhaldi hætta afburðarstarfsmenn því þeir láta ekki bjóða sér ástandið og árangur minnkar. Grundvallaratriði þess að fólki líði vel er að þeir treysti sínum yfirmanni og fólk hættir að treysta yfirmanni sem ekki taka á hlutunum.  Þeir stjórnendur sem ekki taka á erfiðum hlutum eru því að missa traust starfsmanna.   

En hvað er til ráða?  Ábyrgðin byrjar hjá hverju og einu okkar því við berum öll ábyrgð.  Mikilvægt er að horfa á styrkleika annarra og okkar.  Endurgjöf bætir frammistöðu og hjálpar fólki að sjá sjálft sig.  Mikilvægt er að fá endurgjöf og gefa endurgjöf.  

Tengdir viðburðir

Jafnrétti og leitin að jafnvæginu

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun fjallar um félagslegan hluta sjálfbærrar þróunar. Sjálfbærni er mikilvægur drifkraftur í starfi fyrirtækja og hefur mest farið fyrir umhverfislegum hluta sjálfbærninnar. Á þessum fundi ætlum við að fjalla um félagslega þætti sjálfbærninnar sem lýtur að jafnrétti og kynjafjölbreytni. Við fáum að heyra innlegg frá fyrirtækjum sem einbeita sér að jafnrétti og jafnræði auk þess sem við heyrum um Jafnvægisvogarverkefni FKA útfrá markaðssetningu á jafnrétti. 

  • Félagsleg sjálfbærni: Heimsmarkmiðin og jafnrétti: Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium, sem einnig stýrir fundinum.
  • Betri tækni bætir lífið: Fjölbreytileiki sem undirstaða nýsköpunar hjá Origo. Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Origo.
  • Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið! Sandra Björk Bjarkadóttir, mannauðsstjóri Nettó og Iceland hjá Samkaupum.
  • Jafnvægisvogin: Með Piparbragði, Darri Johansen, stefnumótunarráðgjafi hjá Pipar.
  • Sjálfbærnivegferð Skeljungs og jafnréttismál: Jóhanna Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar og Linda Björk Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Skeljungs.

Vanhæfir stjórnendur og ofbeldishegðun á vinnustað

Fjarfundur  Click here to join the meeting 

Ekki samþykkja ofbeldishegðun á vinnustað.

Hér er á ferðinni erindi þar sem fjallað verður um vanhæfa stjórnendur og tilheyrandi ofbeldishegðun þeirra á vinnustað. 

Þegar stjórn­end­ur sýna af sér of­beld­is­hegðun á vinnustað, þá er eng­inn þar ósnert­ur. Og því hærra sett­ur sem ger­and­inn er, því meiri verða áhrif­in á allt starfs­fólk. Ofbeldi á vinnustað getur tekið á sig ýmsar myndir og skapað aðstæður sem eitra vinnustaðamenninguna og valda vanlíðan starfsfólks. 

Staðreynd­in er sú, að of­beld­is­hegðun eins hef­ur áhrif á alla hlutaðeig­andi, hvort svo sem það sé beint eða óbeint. Annað hvort þrífst aðili og blómstr­ar í of­beldisaðstæðum og tek­ur þátt (verður sjálf­ur ger­andi), eða bera fer á van­líðan (þolandi).

Það er ekki til hlut­leysi í of­beldisaðstæðum!

 

Fyrirlesari: Sunna Arn­ar­dótt­ir sér­fræðing­ur í mannauðsmá­l­um hjá Vinnu­hjálp

Fundarstjóri: Sigrún Sigurðard Fossdal, verkefnastjóri hjá Heilsuvernd

Eldri viðburðir

Leading with Inclusion: Generational Diversity, and Intersectionality in the Workplace with Chisom Udeze

Join meeting here

With the wide span between generations in the workplace today, what is the best way to approach leadership? How can you include all? Chisom will dig into the topic and share her insights.

About Chisom: 

Chisom is an Economist, Organizational Design and DEI Strategist, and a 3 times founder of impact-driven companies. She has over 13 years of experience working with organizations like the European Commission, The United Nations, ExxonMobil and The Economist Group. Chisom is a data enthusiast and analytical. She is passionate about interrogating the cross-sectoral relationship between society’s inhabitants, resources, production, technology, distribution and output. She efficiently and effectively unlocks complex systems, interprets data, forecasts socio-economic trends and conducts research.

Having lived in 7 countries across 3 continents, she is highly adaptable to different circumstances and people, and thrives in uncertain environments.

As the founder of Diversify, Chisom works with companies, governments and civil society to facilitate measurable diversity and inclusion initiatives in the workplace and society. In 2020, mid-pandemic, she founded HerSpace, a diverse and inclusive co-creation community for all genders, with a particular focus on women. HerSpace is launching a Women in Tech incubator in August 2022, for women-led companies, with a focus on the inclusion of diverse founders.

Chisom is a thought leader in Diversity, Equity, Inclusion and Belonging (DEIB) and a passionate advocate for mental health and wellness. She is an entrepreneur at heart and committed to life-long learning. She enjoys playing tennis, reading, binge-watching TV shows and cooking.

Linkedin: https://www.linkedin.com/in/chisomudeze/ 

Hugtakasafn ferðaþjónustunnar

Opinn kynningarfundur á veflausn Hugtakasafns ferðaþjónustunnar 
Um er að ræða samstarfsverkefni fjölda aðila innan sem utan KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins. Hugtakasafnið er spunnið út frá ferðaþjónustunni en nær jafnframt til þarfa sveitarfélaga, þjónustuaðila, verslunar og þjónustu, auk verndunar íslenskrar tungu. Vefurinn heldur utan um mörg hundruð hugtök og skilgreiningar þeirra. Hugtakasafnið vex og dafnar enn frekar með virku samstarfi og hvetjum við alla til að kynna sér afrakstur vinnunnar og framþróun.
 
Fram koma:
- Kristín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik
- Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í Land- og ferðamálafræði HÍ
- Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans
- Sindri Másson og Stefán Orri Eyþórsson, umsjón hugbúnaðar
 
Fundarstjóri: Björgvin Filippusson, stofnandi KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins
Kaffi og konfekt verður í boði. Öll velkomin!
 
Fundarstaður: 
Viðburðurinn verður haldinn fundarsalnum Fenjamýri á 1. hæð Grósku.
Gróska Hugmyndahús, Háskóli Íslands

Mannauðsmál, fræðsla og samstarfsverkefni mannauðs og markaðsdeildar.

Bláa Lónið býður í heimsókn í Urriðaholtstræti 2-4 og segir okkur frá fræðslustarfi sínu.

Heimsókn í Bláa Lónið - Vinningshafi Menntaverðlauna Atvinnulífsins 2023
 
- Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, öryggis og heilsu býður gesti velkomna.
 
- Fanney Þórisdóttir fræðslustjóri segir frá vegferð Bláa Lónsins í fræðslu gegnum umbrotatíma  
 
- Lóa Ingvarsdóttir forstöðumaður á mannauðssviði og Arndís Hákonardóttir forstöðumaður markaðsmála og PR segja okkur frá markmiðum og árangri samstarfsherferðar mannuðs og markaðsdeildar: Fólkið okkar.
 
Boðið verður uppá á léttar veitingar frá bakaríi Bláa Lónsins ásamt því að allir gestir fá húðvörugjöf úr húðvörulínu Bláa Lónsins.
 
Viðburðurinn fer fram á 3. hæð í nýju skrifstofuhúsnæði stoðsviða Bláa Lónsins í Urriðaholtsstræti 2-4.
 




 

MasterClass in Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

Zoom linkur
Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er hér fyrir neðan á ensku frá Dr. Tünde.

Athugið að námskeiðið sjálft verður á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Frekari upplýsingar hér á ensku:

Based on my credo, I’m delighted to deliver a MasterClass for you to explore a key theme that helps us serve better relationships, better results, and better interactions:

Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

What’s happening in our world?
83% of leaders drown in over-commitments, the issue being that:



- Priority issues erode attention,


- Double risk of shallow work vs. deep work


-Double risk of low contribution vs high contribution 
(Hack Future Lab, 2021)

Why is presence the right approach to solve these issues?


It’s because meaningful decisions are born in the space of presence. And leadership is a lot about making meaningful decisions and taking choices that help rather than harm. Those decisions and choices help leaders ask powerful questions, the way they do in coaching. 

Latest research shows that presence is about mastering somatic responsiveness in our interactions. And somatic responsiveness is not lodged in the mind. It’s lodged in the body, which is the cradle of our five senses. As such it’s the most reliable instrument that can tell how we’re doing and how we’re performing any given moment.

Priority issues, disengagement, lack of focus, shallow work and overwhelm are all about a lot of loss: losing out on being productive, losing money and time, missing out on having effective relationships, and losing out on your own capacity to have a fulfilled life at work and beyond.

Because we human beings tend to have a default setting about everything - money, love, relationships, work -, we are unaware of the scope of choices we have as we disown aspects of ourselves, among other things, our five senses. This disowning limits our potential.

In our MasterClass, we will explore, reflect and jointly make meaning of the somatic nature of presence as a growth and performance intervention. We will create space for



a) leaving our own default state of presence that feels most comfortable, 


b) reflecting the consequences of our presence-less-ness in our comfort zone.

You will take away deeper understanding around

  1. why presence is relevant in your leadership,
  2. what you can learn from coaching presence for better relationships, better results, and better interactions.


Tünde Erdös, PhD, MSc Executive Coach ICF MCC, EMCC Senior Practitioner 1st degree connection

www.tuendeerdoes.com
www.coachingdocu.com
www.integrative-presence.com

NOTE: if you are going to join this event we ask you to be a part of this group here:https://www.facebook.com/groups/5552106184826942

Zoom linkur

See less

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?