Morgunverðarfundur ISO hóps Stjórnvísi og Íslensku ánægjuvogarinnar

Morgunverðarfundur
ISO-hóps Stjórnvísi og Íslensku ánægjuvogarinnar
Tengsl gæðastjórnunar og mælinga á ánægju viðskiptavina
kynning á niðurstöðum mælinga 2013 og afhending viðurkenninga

Föstudaginn 28. febrúar 2014, kl. 8:15 -10:00
Grand Hótel - Hvammi - Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá

8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins.

8:35 Stutt innlegg um tengsl gæðastjórnunar og mælinga á ánægju viðskiptavina
Orkuveita Reykjavíkur: Hlustað á viðskiptavininn - mælingar og kannanir
Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Sigrún Viktorsdóttir, forstöðumaður þjónustustýringar Orkuveitunnar fjalla um breyttar áherslur mælinga Orkuveitunnar á ánægju viðskiptavina.
Mannvit: Erum við að standa okkur?
Laufey Kristjánsdóttir, gæðastjóri Mannvits mun fjalla um hvernig ánægja viðskiptavina er mæld hjá Mannviti og hvernig niðurstöður eru nýttar til úrbóta.

9:05 Mikilvægi þjónustu - könnun meðal almennings
Tómas Bjarnason, rannsóknarstjóri Capacent, kynnir niðurstöður nýrrar könnunar meðal almennings um mikilvægi þjónustu.

9:20 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2013
Vilborg Helga Harðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Capacent, kynnir niðurstöður ánægjuvogarinnar 2013, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða, breytingar frá fyrri árum og ánægju ólíkra lýðfræðihópa. Eins verður farið yfir breytingar á fyrirkomulagi mælinga og viðurkenninga í ár.

9:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2013 veittar
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, afhendir viðurkenningar til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði.
.
Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is
Skráning fer fram á www.stjornvisi.is
Verð kr. 2.250.- greiðist á staðnum. Ef óskað er eftir skuldfærslu þarf að koma með beiðni

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun úrelt á tímum 4. iðnbyltingarinnar?

Click here to join the meeting
Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórun, er það ekki bara búið og úrelt núna í fjórðu iðnbyltingunni með auknum fókus á stafræna þróun, hraða og snjallvæðingu?

Aðalheiður María Vigfúsdóttir, deildarstjóri gæða og umbóta hjá Völku leiðir okkur í gegnum áhugaverðar pælingar sem hún skrifaði nýlega áhugaverða grein um. (greinin er meðfylgjandi undir ítarefni). Við fáum einnig innsýn frá mjög reynslumiklum umbótasérfræðingum, þeim Rut Vilhjálmsdóttir hjá Strætó og Málfríði Guðný Kolbeinsdóttur hjá Ölgerðinni og reynum að svara spurningunni hvort stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun er úrelt. 

Eignastjórnun samkvæmt ISO 55000 stöðlunum

Farið yfir ISO 55000 staðlaröðina, grundvallaratriði hennar, stefnu, strategíu og markmiðasetningu sem og samstillingu við aðra staðla fyrir stjórnunarkerfi. Hvað einnkennir þessa staðla og hver er ávinningur af eignastjórnun sem uppfyllir ISO 55000. Einnig er farið yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem mögulega þarf að skoða við gerð eignastjórnunarkerfis.

Framsögumaður er Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi hjá Jensen Ráðgjöf.  Sveinn er verkfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað hjá Staðlaráði Íslands og Flugmálastjórn Íslands/Samgöngustofu í margvíslegum verkefnum tengdum stjórnunarkerfum, fræðslu, úttektum og flugöryggi. Sveinn hefur kennt fjölda námskeiða hjá Staðlaráði Íslands og innan Flugmálastjórnar Íslands/Samgöngustofu.

 

Nýjungar í innri úttektum - aðalfundur gæðastjórnunar og ISO

Hverjar eru nýjungar í innri úttektum?

Sveinn V. Ólafsson, sérfræðingur Staðlaráðs, opnar umræðuna með innleggi um áhrif breytinga á stöðlunum t.d. varðandi aukna áherslu á áhættur og aukin áhrif stjórnenda áhrif á innri úttektir.

Hvað er að reynast vel? Þessir gæðastjórar miðla reynslu sinni af úttektum skv. ISO 9001:2015:

Bergþór Guðmundsson gæðastjóri Norðuráls
Guðrún E. Gunnarsdóttir gæðastjóri 1912
Ína B. Hjálmarsdóttir gæðastjóri Blóðbankans
Unnur Helga Kristjánsdóttir gæðastjóri Landsvirkjunar

Innlegginu fylgir pallborðsumræður og opnar umræður fundarmanna.

Í lokin gefst fundarmönnum kostur á að taka þátt í opnum umræðum.

Dagskráin hefst með sameiginlegur aðalfundur gæðastjórnunarhópsins og ISO-hópsins - við erum að leita að öflugu fólki í stjórn nýs sameinaðs hóps!

Fullbókað: Af hverju jafnlaunastaðall? Gerð staðalsins, reynsla af innleiðingu og vottun

Efni fundarins er jafnlaunastaðallinn ÍST 85 sem gefinn var út árið 2012 og verið er að innleiða víða hér á landi. Markmið með útgáfu staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á launajafnrétti kynja á sínum vinnustað.

Á fundinum verður fjallað um jafnlaunastaðalinn frá mismunandi sjónarhornum. Sagt verður frá því hver kveikjan var að gerð jafnlaunastaðalsins, hvernig hann var unninn, hvernig hann er uppbyggður og hver fyrirhuguð notkun hans er. Einnig verður sagt frá reynslu Tollstjóra af innleiðingu jafnlaunastaðalsins, áskorunum í undirbúningsvinnu við starfaflokkun og starfsmat, innleiðingu og vottun.

Fundurinn verður haldinn í Tollhúsinu. Gengið er inn í salinn á vesturenda Tollhússins, ekki á sömu hlið og aðalinngangur.

Fyrirlesarar eru:
Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands
Unnur Ýr Kristjánsdóttir mannauðsstjóri Tollstjóra

Breytingar á umhverfis- og öryggisstjórnunarstöðlum, ISO 14001 og ISO 45001

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Eflu og Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá Eflu munu fara yfir helstu breytingar sem verða á OHSAS 18001 í tengslum við útgáfu hans sem ISO staðals 45001 og breytingarnar á 2015 útgáfunni af ISO 14001. Einnig segja þær frá því hvernig Efla er að bregðast við þessum breytingum á stöðlunum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?