Plöntur á vinnustöðum - áhrif á vellíðan og framleiðni starfsfólks

Linkur á fund

Katrín Ólöf Egilsdóttir eigandi fyrirtækisins Mánagulls plöntuveggja talar um plöntur á vinnustað, áhrif á vellíðan og framleiðni starfsfólks ásamt því að skoða aðeins þetta "trend" að færa náttúruna inn. 

Rætt verður við Huldu Ragnheiði Árnadóttur forstjóra hjá Náttúruhamfara Tryggingum Íslands NTÍ. Á skrifstofum NTÍ má finna býsnin öll af plöntum í ýmsum stærðum og gerðum. Hulda Ragnheiður hefur reynslu af því að vinna í skrifstofurými þar sem áhersla er lögð á að hafa töluvert af plöntum. Hún hefur einnig unnið í skrifstofurými þar sem ekki voru plöntur. Rætt verður hvernig upplifun starfsfólks hefur verið í báðum tilvikum, hvernig þau hjá NTÍ hugsa um plönturnar, hvað ber að varast og ávinningur þess að færa náttúruna inn

Katrín er með MSc í Vinnusálfræði og Stjórnun úr viðskiptaháskóla BI í Osló Noregi. Hún hefur einnig hlotið réttindi hjá Vinnueftirlitinu sem þjónustuaðili í vinnuvernd og getur því gert áhættumat á sviði andlegrar og félagslegrar heilsu starfsmanna fyrirtækja ásamt umhverfisþáttum svo sem loftgæði og lýsingu.

 

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Áhrif veitingaaðstöðu og -þjónustu á vinnustaðaupplifun starfsmanna

Teams linkur á viðburð

Veitingaaðstaða og -þjónusta vega þungt í vinnustaðaupplifun og starfsánægju starfsmanna. Meðal hápunkta vinnudagsins eru hjá mörgum hádegishléið þegar matar er neytt í góðu spjalli við samstarfsfélaganna eða þegar stutt vinnuhvíld er tekin með góðum kaffibolla í huggulegu horni. Eftir Covid er þetta ekki bara vaxandi mannauðsmál sem starfsfólk horfir til í ráðningarferlinu heldur einnig mikilvægari aðstaða þar sem veitingarýmin hafa í mörgum tilfellum fengið nýtt og fjölbreyttara hlutverk sem veitinga-, félags- og fundarrými.

Thorana Elín Dietz mannauðsráðgjafi og Matthías Ásgeirsson byggingarverkfræðingur og aðstöðuráðgjafi eru skipuleggjendur viðburðarins. Þau munja setja viðfangsefnið í samhengi við fagið aðstöðustjórnun og gera grein fyrir hlutverki þess.

Birna Helgadóttir,  forstöðumaður aðfanga og umhverfis, mun kynna umbreytingu á eldhúsum og matsölum Landspítala (ELMU) sem þykja hafa heppnast afar vel .

 

 

Hvað er örugg vinnuaðstaða?

Linkur á fundinn

Faghópur um aðstöðustjórnun í samstarfi við faghóp um upplýsingaröryggi mun hér fjalla um öryggi á vinnuaðstöðu sem starfsfólk vill geta treyst á. Fjallað verður um öryggi frá ýmsum aðstöðutegundum og málaflokkum, bæði út frá öryggi í vinnuumhverfinu og út frá upplýsingaröryggi. 

Meðal spurninga sem verður svarað eru:

Hverjar eru öryggisógnir? Hvað þarf að verja? Hvernig er það varið? Hvernig er upplýsingagjöf háttað?

Ásta Rut Jónasdóttir, deildarstjóri innkaup og eignaumsjón hjá Securitas.

Böðvar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Örugg verkfræðistofa.

 

Áhrif fjarvinnu á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði - MBA lokaverkefni

Teams-linkur á viðburðinn

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Lagastoð, og Unnur Ágústsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Eflu, kynna fyrir okkur lokaverkefnið í MBA námi þeirra en stjórn faghóps okkar tók þátt í könnun sem er hluti af því. Þær koma til með að verja verkefnið um viku eftir þennan viðburð, við fáum þar með smá forskot á þekkingu um þessa áhugaverða þróun fjarvinnunnar og áhrif hennar á skrifstofuhúsnæði.

Við minnum í þessi samhengi á liðnu viðburði okkar sem fjalla flestir um aðstöðukröfur til þekkingarstarfseminnar og hægt er að fletta upp og horfa aftur á á þessari facebook síðu Stjórnvísi.

Áhrif reksturs atvinnuhúsnæðis á sjálfbærni vinnustaða

Linkur á viðburðinn

Á þessum kynningarfundi setjum við sjálfbærnishugtakið í samhengi við atvinnuhúsnæði. Hvaða áhrif það hefur á sjálfbærni vinnustaða, þ.e. á starfsfólk, arðsemi og umhverfi.

Vitað er að umhverfisáhrifin séu gríðarleg. Á heimsvísu er talið að atvinnuhúsnæði sé ábyrgt fyrir 40% af orkunotkun og 33% af losun gróðurhúsalofttegunda auk þeirra óbeina áhrifa sem aðliggjandi innviðir og samgöngukerfi hafa. 88% af losun gróðurhúsalofttegunda má rekja til endurnýjunar, breytingar, viðhalds og orkunotkunar sem eru lykilhlutverk og ábyrgð aðstöðustjórnunar. 

Vegna þeirri endurnýjanlegri orku sem Ísland hefur aðgang að hefur verið óljóst hvernig þessi hlutföll eru hér á landi. Í síðastliðnum mánuði (febrúar 2022) var hins vegar lagt mat á árlega kolefnislosun íslenskra bygginga í fyrsta sinn af vinnuhóp skipaðan af Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun (HMS). Hér skoðum við hvaða þýðingu þær niðurstöður hafa fyrir aðstöðustjórnun á Íslandi.

Matthías Ásgeirsson, formaður faghóps og ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, kynnir viðfangsefnið og setur það í samhengi við fræði og raunveruleika, þ.m.t. tækifæri aðstöðustjórnunar.

Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá fasteignafélaginu Reitir fjallar um áhrif sem fasteignafélag getur haft á sjálfbærni vinnustaða.

Kevin Charlton, stjórnandi (e. associate director) hjá Mace Group gefur innsýn um hvernig aðstöðustjórnun hefur bætt sjálfbærni vinnustaða í þeirra verkefnum viða um heiminn.

Hvað er verkefnamiðað vinnuumhverfi?

Teams linkur inn á kynningarfundinn

  • "Verkefnamiðað vinnuumhverfi og aðstöðustjórnun":  ávarp formanns - Matthías Ásgeirsson, ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf
  • "Innleiðing VMV hjá ríkinu": kynning á nýútgefnum viðmiðum vinnuumhverfis hjá hinu opinbera - Guðrún Vala Davíðsdóttir, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
  • "Innleiðing VMV hjá Landsbanka": kynning á innleiðingu VMV í nýju húsnæði Landsbanka við Austurbakka - Halldóra Vífilsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbanka 
  • "Leiðin að árangursríkri innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi og nýjum leiðum til að vinna“: kynning á meistaraverkefni 2021 -  Elísabet S Reinhardsdóttir, viðskiptastjóri hjá Eimskip 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?