Leiðtogar sem kunna á eigið egó auka helgun, framleiðni og tryggð

Við erum öll með egó, sem bregst sjálfkrafa við ógn af ýmsu tagi. Erindið fjallar um það hvernig við getum losnað úr greipum egósins og hvað breytist í okkar leiðtogastarfi þegar það tekst. Byggt er á efni úr nýrri bók eftir Thor Ólafsson sem ber heitið: BEYOND EGO - The Inner Compass of Conscious Leadership og sértaklega er fjallað um okkar innri áttavita og hvernig við getum tengst honum. 

Fyrirlesari er Thor Ólafsson sem hefur þjálfað stjórnendur í yfir 20 ár. Síðustu 18 árin hefur hann rekið þjálfunarfyrirtækið Strategic Leadership í Þýskalandi og Bretlandi og hefur hann sinnt leiðtogaþjálfun fyrir viðskiptavini þess í yfir 30 löndum. Hugðarefni Thors síðustu árin hefur verið að finna leiðir til þess að að hjálpa stjórnendum að komast yfir eigið egó. Til þess stofnaði hann www.beyondego.com sem er góðgerðastarfsemi (not for profit) sem byggir á þekkingarframlagi meðlima allsstaðar af úr heiminum.

Vinsamlegast athugið að einungis er um staðarviðburð að ræða. Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni fer fram í beinu framhaldi og eru gestir hvattir til að taka þátt í aðalfundi. 

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Leiðtogar sem kunna á eigið egó auka helgun, framleiðni og tryggð

Við erum öll með egó, sem bregst sjálfkrafa við ógn af ýmsu tagi. Í dag fjallaði Thor Ólafsson um það hvernig við getum losnað úr greipum egósins og hvað breytist í okkar leiðtogastarfi þegar það tekst. Efnið byggir hann úr nýrri bók eftir sig sem ber heitið: BEYOND EGO - The Inner Compass of Conscious Leadership þar sem sértaklega er fjallað um okkar innri áttavita og hvernig við getum tengst honum. 
Thor Ólafsson hefur þjálfað stjórnendur í yfir 20 ár. Síðustu 18 árin hefur hann rekið þjálfunarfyrirtækið Strategic Leadership í Þýskalandi og Bretlandi og hefur hann sinnt leiðtogaþjálfun fyrir viðskiptavini þess í yfir 30 löndum. Hugðarefni Thors síðustu árin hefur verið að finna leiðir til þess að hjálpa stjórnendum að komast yfir eigið egó. Til þess stofnaði hann www.beyondego.com sem er góðgerðastarfsemi (not for profit) sem byggir á þekkingarframlagi meðlima alls staðar að úr heiminum.

En hvað er EGÓ? Egóið þitt samanstendur af sögunni sem þú segir sjálfum þér.  Á ákveðnum tíma uppgötvarðu að þú sért einn gagnvart umheiminum.  Margir taka mynstrið úr æsku með sér inn í fullorðinsárin því það er uppskriftin þín sem tryggir að þú komist sem best af í þessum heimi.  Í okkar besta vina hóp getum við verið við sjálf en traustið minnkar þegar við förum út úr þeim hópi og þá verðum við óörugg.  Öll mynstur í æsku fara með okkur upp í fullorðinsárin.  Því skiptir máli fyrir leiðtoga að spyrja sig „Hvers konar leiðtogi er ég“. Er ég opinn fyrir nýjungum, að læra eða fer ég stöðugt í vörn. Er ég forvitinn, spyr spurninga. 

Við sem manneskjur erum að kljást við hugbúnað í okkur sem hefur þróast frá örófi aldra.   Hvernig getum við þá vaknað til vitundar?  Með persónuleikaprófum, taka 360 gráðu innsýn, tímalínu æfing (ævin tekin og kortlögð), ekki leyfa 5 ára barninu þínu að stökkva inn í þig á fullorðins aldri.  Gott er að vinna með undirvitund.  Notuð eru mismunandi persónuleikapróf Hogan, Gallup Strenght finder, MDI Insight.  Mikilvægt er að fara í huganum inn í atvik og sjá hvaða hugsun eða tilfinning kemur rétt áður. Ertu með mörg svona atvik.  Einhvern tíma þjónaði eitthvað ákveðnum tilgangi, svo eldumst við og þessi viðbrögð þjóna manni ekki jafn vel. Því er mikilvægt að finna tilfinningu fyrir einhverju og læra að vinna með undirmeðvitundina.  Hægt er að nota hugleiðslu og núvitundaræfingu.  Gott að geta notið slíkar æfingar. Stuðningur frá vinnufélögum er líka mikilvægur. Þá gefur vinnufélagi stjórnanda endurgjöf t.d. frá öðrum stjórnanda og þeir bakka hvorn annan upp. 

Það eru til möguleikavíddir. Yang  (kaffibollinn í leir) og Ying (holan) án mýktarinnar verður ekki til langtíma stjórnunarmenning.

Truth-Purpose-Intention-Humility-Truth-Gratitude-Compassion – Forgiveness - Truth.

1.    Þekki ég mig, hver er sannleikurinn um mig.  2. Hvað skiptir máli í mínu lífi og ég vil færa inn í líf mitt (Googla KPMG tilraun).  Spyrja starfsmenn hver tilgangur þeirra sé með þeirra starfi.  Hver eru áhrif á starfsmenn ef stjórnandinn er mikið að ræða þetta við þá.  Munurinn er svakalegur.  Þeir mæla með vinnustaðnum, hugsa sjaldan um að hætta.  3. Setja sér ásetning. 4. Vera auðmjúk gagnvart okkur sjálfum. „Styrkurinn liggur í auðmýktinni“ (Magnús Pálsson). Sá sem er auðmjúkur leitar til þeirra sem eru leitandi svara í lífinu í opinni orku. Góður leiðtogi fær sig og aðra til að spyrja sig er ég með tilgang, er ég auðmjúkur, treysti ég sjálfum mér og stjórnandanum.  5. Traust. 6. Auðmýkt kallar á fyrirgefningu og mikilvægast er að fyrirgefa sjálfum sér (EGO dræfið er svo mikið). Starfsmenn vilja sjá samkennd hjá sínum yfirmönnum.  Í samkenndinni setjum við okkur í spor hvors annars, ekki vorkenna.  Þegar við erum komin svona langt þá fyllumst við þakklæti. 

Fyrirtækjamenning þar sem þrífst illt umtal og sögusagnir er ekki heilbrigð. Ávinningurinn að tengjast innri manni sem leiðtogi: meira traust, minna drama, aukin hreinskilni, öflugri samvinna, meiri áhugi og helgun, aukin framleiðni, heilbrigðari fyrirtækjamenning og tryggð. 

Tengdir viðburðir

InnSæi og áttaviti stjórnenda í samtímanum

 

Hrund Gunnsteinsdóttir býður Stjórnvísi félögum í samstarif við fagóp um leiðtogafærni upp á þennan viðburð. Hlekkur á viðburðinn

Á klukkutíma svörum við eftirfarandi spurningum:

👉 Hvernig get ég eflt hugrekkið og traust á eigin dómgreind?
👉 Af hverju er vel þjálfað innsæi svona mikilvægt í dag, í lífi og starfi?
👉 Hvernig hjálpar skapalónið InnSæi mér að stilla mig inn á og ná meistaratökum á innsæinu?
👉 Hvernig er innsæið grundvöllurinn fyrir greind okkar, innra jafnvægi og ákvarðanir?
👉 Ég þrái breytingar, en ekki fleiri verkefni. Er InnSæi eitthvað fyrir mig?


Á sama tíma og innsæið hefur gríðarlega mikil áhrif á hegðun okkar og ákvarðanir, höfum við allof oft misskilið það eða vanrækt. Núna er tímabært að endurskilgreina samband okkar við og skilning á innsæi.

Innsæið verður sérstaklega mikilvægt þegar við stöndum frammi fyrir óvissu, álagi, flóknum verkefnum og vilja til að nota gervigreindina á áhrifaríkan hátt.

“Hrund's advice can change your life. In a world of AI, your intuition will be your defining difference.”

- Bill George, Senior Fellow Harvard Business School & metsöluhöfundur bókarinnar True North

Hlökkum mikið til að sjá ykkur.

 

Um Hrund:

Hrund Gunnsteinsdóttir er leiðtogaþjálfi, höfundur og fyrirlesari. Bókin hennar InnSæi kom út í fyrra og er nú seld um allan heim á 14 tungumálum.

Hrund hefur unnið með innsæið og rannsakað það í yfir 20 ár. Hún stýrði Prisma diplómanáminu (LHÍ, Bifröst og RA) sem var viðurkennt af Norræna ráðherraráðinu fyrir að svara hvað best kröfum vinnumarkaðarins á 21. öldinni. Hrund er handritshöfundur og meðleikstjóri alþjóðlegu heimildarmyndinnar InnSæi (2016). Hrund er vottaður leiðtogaþjálfi, hefur stundað stjórnenda-og leiðtoganám hjá Harvard Kennedy School, Yale, Stanford og Oxford Said Business School. Hún er Yale World Fellow, sat í ráðgjafaráði International Leadership Center hjá Yale, og hefur hlotið viðurkenningar eins og World Economic Forum Young Global Leader, Cultural Leader og Viðurkenningu Sjávarklasans fyrir leiðtogastörf á sviði sjálfbærni. Hrund hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og haldið vinnstofur fyrir leiðtoga á þessu sviði og víða um heim, t.d. á vettvangi TED, World Economic Forum, Yale háskóla, Alibaba, Unilever, IMAGINE Leaders, og á Mannauðsdeginum. Hrund hefur einnig víðtæka stjórnunarreynslu hér heima og erlendis. Sjá meira hér.

Nýlega birtist viðtal við Hrund um mikilvægi innsæis á okkar tímum á CNN, grein eftir Hrund í TIME Magazine, og nýleg podcöst viðtöl eru t.d. The Evolving Leader og What's Next með Philip Meissner.

Ráðgjöf og handleiðsla leiðtoga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum

Ert þú í upphafi vegferðar með sprota- eða nýsköpunarfyrirtæki? Eða stefnirðu á vaxtasprett? Ef svo er, Þá er þetta viðburðurinn fyrir þig. Sandra Mjöll hjá Fönn ráðgjöf deilir reynslu sinni sem frumkvöðull og innsýn í hvernig best sé að stýra þróun, forystu og vexti í nýsköpun.
Þú munt fá:
  • Innsýn í áskoranir sem verða til þegar vísindi, tækni og nýsköpun mætast
  • Hagnýt ráð um hvernig markviss handleiðsla og traust forysta getur hjálpað sprotafyrirtækjum að vaxa hraðar, án þess að fórna sátt við sjálfan sig eða teymi sitt
  • Leiðir til að byggja upp heilbrigt, vel skipulagt og framtíðarhæft fyrirtæki með stuðningi, þekkingu og sjálfbærri stjórn
Viðburðurinn höfðar til allra sem starfa við eða hafa áhuga á sprotum, nýsköpun, frumkvöðlastarfi og forystu og vilja kynnast því hvernig vísindi og viðskipti geta sameinast í áhrifaríkri og mannúðlegri framtíðarsýn.
Hver er Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hjá Fönn ráðgjöf?
Svo fátt eitt sé nefnt:
  • Hún er með doktorspróf í Líf- og læknavísindum, með sérsvið í vefjaverkfræði og frumulíffræði.
  • Hún hefur yfir 14 ára reynslu af vísindum, nýsköpun og forystu, bæði í akademíu og viðskiptalífinu.
  • Hún var útnefnd „Kvenfrumkvöðull ársins 2017“ af alþjóðlegu samtökunum Global Women Inventors & Innovators Network (GWIIN).
  • Hún er í hópi topp 100 kvenna í nýsköpun sem fjárfestar ættu að líta til að mati Forbes

Eldri viðburðir

"Óformlegi leiðtoginn" - Að starfa sem leiðtogi

Hvað þýðir það í raun að vera leiðtogi?

Einstakt tækifæri til að taka þátt í lifandi samtali þar sem við deilum reynslu, speglum okkur í hvoru öðru og finnum nýjar leiðir til að vaxa sem leiðtogar í ólíkum hlutverkum. 

 

Í atvinnuauglýsingum er alltaf verið að ráða inn leiðtoga!
En hvað þýðir það í raun að vera leiðtogi – ekki bara á pappírnum heldur í verki?
Að vera ráðinn inn sem leiðtogi er stór titill að fylla upp í.  Fjölmörg hlutverk gera ráð fyrir að viðkomandi sé leiðandi afl - leiði breytingar, leiði þróun, verkefni eða hópa án þess þó að vera formlegur yfirmaður. 

Hvernig get ég verið leiðtogi í raun?
Hvaða leiðir get ég farið til að efla mig?
Hvaða veggi rekst ég sífellt á – og hvaða áskoranir eru raunverulegar fyrir mig?
Og hvað er allt þetta geggjaða fólk þarna úti sem virðist vera „alveg með þetta“ að gera?

Komdu og fáðu speglun, nýjar hugmyndir og innsýn – tengjast öðrum leiðtogum og deildu þínum eigin lærdómi!
Við notum Open Space aðferðina til að skapa lifandi flæði þar sem við gefum og þiggjum, tengjumst og vöxum saman.

Þú færð tækifæri til að:
🌿 ræða raunverulegar áskoranir í leiðtogahlutverkinu
🌿 tengjast kollegum á nýjan og dýpri hátt
🌿 fá ferskar hugmyndir, innblástur og hvatningu
🌿 og stækka sjóndeildarhringinn í góðum félagsskap

Viðburðurinn er 2,5 klst og hentar öllum sem vilja vaxa í leiðtogahlutverki sínu – hvort sem þú ert nýr í því eða með reynslu í farteskinu.

✨ Komdu, speglaðu þig, lærðu og taktu næsta skref í þinni leiðtogafærni! ✨

 

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi faghóps um leiðtogafærni hjá Stjórnvísi og Opna háskólans í HR. Opni háskólinn hefur mikla reynslu af skapandi námskeiðishaldi fyrir þá sem vilja efla sig í starfi og bjóða upp á frábært umhverfi og aðstöðu fyrir slíka vinnu. 

Hann verður leiddur af Láru Kristínu Skúladóttur. Lára Kristín er lóðs og leiðtogaþjálfi sem brennur fyrir því að skapa rými þar sem fólk tengist, lærir og eflist saman. Lára er að byggja upp nýtt konsept, Co-Create – vettvang fyrir leiðtoga og teymi sem vilja þróa árangursríka samvinnu með skapandi og þátttökudrifnum hætti.

Henni til aðstoðar verður Ásta Þöll Gylfadóttir. Ásta er í stjórn faghóps stjórnvísi um leiðtogafærni og hefur mikinn áhuga á að efla einstaklinga og teymi. Hún hefur lokið þjálfaravottun frá ICAgile í agile leiðtogafærni og að vinna í að ljúka vottun eftir grunnnámið í markþjálfun en starfar sem deildarstjóri í vörustýringu og vefþróun á Þjónustu og nýsköpunarsviði hjá Reykjavíkurborg.

 

 

Hvað er Open Space - og hverju má ég búast við?

Open Space er lifandi og sveigjanleg aðferð þar sem þátttakendur skapa dagskrána sjálfir út frá því hvar ástríðan og áhuginn liggur. Við byrjum saman í hring, þema dagsins er kynnt og þátttakendur eru leiddir í að móta saman umræðuefni sem þeim finnst skipta máli. Með þeim mótum við svo dagskrá viðburðarins.

Þú getur lagt til umræðuefni, tekið þátt í þeim umræðum sem vekja forvitni þína og/eða þar sem þú hefur margt að gefa – og fært þig á milli hópa eftir því hvar þú finnur mestan lærdóm eða innblástur.

Andrúmsloftið er opið, skapandi og óformlegt, þar sem allir leggja sitt af mörkum.
Þú færð tækifæri til að tengjast fólki, spegla þig í öðrum og finna nýjar leiðir til að vaxa sem leiðtogi – í rými þar sem enginn hefur öll svörin, en allir hafa eitthvað að gefa.

🌿 Komdu með forvitni, opinn huga og löngun til að taka þátt í samtali sem nærir og hvetur.

Stjórnandi í fyrsta sinn: raunstaða, áskoranir og tækifæri

Það að verða stjórnandi í fyrsta sinn eru ákveðin tímamót og margt getur komið á óvart. Nýtt hlutverk, nýjar væntingar og ný ábyrgð geta vakið eftirvæntingu, tilhlökkun, efa og óöryggi.
 
Nú er það í þínum verkahring að leiða fólk, taka ákvarðanir, hafa yfirsýn og halda utan um bæði verkefni, fólk og samskipti. Á sama tíma ert þú að læra hvað felst í þessu nýja hlutverki og hvernig þú átt að fóta þig í því. Í raun er hlutverk nýrra stjórnenda fullt af mótsögnum: þú átt að vera leiðtogi en ert sjálf/ur að læra. Þú átt að vera styðjandi en þarft sjálf/ur stuðning. Þú átt að halda ró þinni en finnur kannski fyrir ótta og efa.
 
Þessi vegferð getur verið ótrúlega krefjandi. Þér er treyst fyrir hlutverki, verkefnum og ábyrgð og færð tækifæri til að þróast og vaxa í starfi, en þér er ekki endilega kennt hvað stjórnendahlutverkið felur í sér og hvernig best er að nálgast það.
 
Í þessu erindi munum við fjalla um og skoða hvað það raunverulega þýðir að stíga inn í stjórnendahlutverk í fyrsta sinn og hvernig við getum tekist á við þær áskoranir og þau tækifæri sem hlutverkið felur í sér af festu, styrk, alúð og mildi.

 

Fundurinn verður haldinn á zoom - sjá hlekk hér fyrir neðan

Meeting ID: 874 6306 1748
Passcode: 571594
 

 

 

Helgi Guðmundsson hefur ástríðu fyrir hjálpa stjórnendum og vinnustöðum að skapa umgjörð og menningu þar sem fólk og teymi geta þrifist og mætt til leiks með sitt besta. Helgi er fyrirtækjaþjálfi með bakgrunn í vinnu- og fyrirtækjasálfræði með mikla reynslu af agile- og lean nálgunum á stjórnun, þróun öflugra teyma og vöruþróun.
 
Lella Erludóttir elskar að gera vinnustaði mannlegri og styðja við fólk að lokka fram sitt sannasta og besta sjálf í starfi. Lella er PCC markþjálfi og hefur fjölbreyttan bakgrunn og reynslu frá markaðsmálum, mannauðsstjórn, strategíustarfi og að styðja við leiðtoga og stjórnendur í viðskiptalífinu.

Alþjóðlegi mistakadagurinn – loksins dagur sem við öll getum haldið upp á!

Alþjóðlegi mistakadagurinn (International Day for Failure) er haldinn hátíðlegur ár hvert þann 13. október. Hann á rætur að rekja til Finnlands árið 2010 – þar sem hlutirnir ganga yfirleitt það vel að Finnar þurftu beinlínis að finna upp mistök til að geta rætt þau opinberlega. Markmiðið? Að hætta að skammast sín og fagna mistökum með húmor, heilbrigðri sjálfsgagnrýni og örlitilli skömm.

Mistakadagurinn snýst ekki bara um að hlæja að sjálfum sér (þó það hjálpi). Hann minnir okkur líka á að mistök eru ómissandi hluti af þroska, sköpun og framförum. Stundum þarf að ganga á einn eða marga veggi áður en maður finnur hurðina.

Ef þú hefur einhvern tímann:

  • farið út að morgni í sitt hvorum skónum
  • ruglað saman Zoom og Teams og mætt í vitlaust fundarherbergi, á náttfötunum og með myndavélina á
  • sett hjarta á póst sem auðvelt hefði verið að misskilja
  • sent tölvupóst á alla starfsmenn með viðhengi sem átti alls ekki að fara út
  • átt djúpt og innihaldsríkt samtal innra með þér og haldið svo áfram upphátt fyrir framan saklausan vegfaranda sem nú heldur að þú sért annaðhvort andlega djúphugsandi eða eigir við vandamál að stríða
  • sagt eitthvað gáfulegt sem engum öðrum fannst vera gáfulegt.
  • tekið ákvörðun sem þú leiðréttir ekki fyrr en klukkutíma, ári eða hjónabandi síðar
  • skammað einhvern með tilþrifum sem átti enga sök, en þér bara fannst það…

…þá er þessi fyrirlestur fyrir þig. Eða öllu heldur: fyrir okkur öll. Við erum öll meðlimir í klúðurklúbbnum – sum okkar jafnvel með ársáskrift eða stimpilkort.

Fyrirlesarinn, Ingrid Kuhlman, er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Hún lauk MSc-námi í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University árið 2018 og hefur síðan þá verið óþreytandi í að hjálpa fólki að blómstra – jafnvel á mánudögum fyrir hádegi. Ingrid trúir því staðfastlega að mistök séu ekki endapunktur heldur byrjun á einhverju merkilegu – eða að minnsta kosti góðri sögu.

Þá mun Virpi Haavisto ávarpa okkur við upphaf viðburðarins. Hún er virtur stjórnandi, stofnandi Creative Leaders Forum og annast m.a. leiðtogaþjálfun við Aalto háskólann í Helsinki. 

VIRKJUM SKAPANDI HUGSUN - Þátttökukynning á LEGO® SERIOUS PLAY® aðferðinni

LEGO® SERIOUS PLAY® aðferðin er mjög árangursrík fyrir stefnumótun og til þess að kalla fram lausnir við fjölþættum áskorunum. Hún er byggð á vísindalegum rannsóknum og kallar fram hugmyndir og þekkingu með því að virkja innsæi og skapandi hugsun. Á kynningunni verða helstu áherslur og forsendur aðferðarinnar kynntar, en einnig munu gestir fá tækifæri til þess að taka þátt í stuttri vinnustofu og upplifa aðferðina persónulega.

Steinunn Ragnarsdóttir mun sjá um kynninguna, hún hefur átt glæsilegan feril sem leiðandi stjórnandi í menningarlífi landsins um árabil. Hún hefur viðurkennd starfsréttindi í LEGO® SERIOUS PLAY® aðferðinni og hefur lokið diploma námi á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði. Hún lauk 3ja ára Fellowship námi í stjórnun og stefnumótun frá Maryland háskólanum 2018 og Executive Leadership frá Harvard Business School ári síðar. Hún starfar nú sem alþjóðlegur ráðgjafi og leiðbeinandi og heldur m.a. fyrirlestra, námskeið og vinnustofur fyrir fyrirtæki, stofnanir og stjórnsýslu.

Kynningin fer fram í Félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal.
Hlökkum til að sjá ykkur. 

Fjölbreytt teymi og hlutverk leiðtoga

Við í faghóp um leiðtogafærni ætlum að enda veturinn á spennandi erindi sem verður haldið í JBT Marel í Garðabæ. Þar gefst okkur einnig tækifæri til að nýta smá tíma í tengslamyndun í leiðinni.  

Ragnheiði H. Magnúsdóttur ætlar að flytja fyrirlestur sem vakti athygli við Viðskiptaháskólann í Osló, þar sem hún var gestafyrirlesari í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur,  til Noregs. Í fyrirlestrinum rýnir Ragnheiður í hlutverk leiðtoga í nútímasamfélagi og dregur fram hversu mikilvægt það er að fjárfesta meðvitað í fjölbreyttum teymum – ekki aðeins til að efla sköpunargáfu og nýsköpun, heldur einnig til að tryggja betri ákvarðanatöku og langvarandi árangur. Hún sameinar fræðilega sýn við reynslu úr atvinnulífi og stjórnun og varpar ljósi á hvernig leiðtogar geta skapað menningu þar sem fjölbreytileiki er raunverulegur styrkur.

Ragnheiður H. Magnúsdóttir hefur áratuga reynslu af stefnumótun, breytingastjórnun og mannauðsmálum – bæði úr opinbera geiranum og atvinnulífinu. Hún hefur starfað sem ráðgjafi, stjórnandi og kennari og er þekkt fyrir skýra sýn og kraftmikla nálgun á leiðtogahæfni, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?