Leiðtogafærni

Leiðtogafærni

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á fræðast um hvaða færni og eiginleikar einkenna leiðtoga og hvernig megi efla með sér leiðtogafærni.  

Tilgangur hópsins er að skapa umræðuvettvang um hvernig leiðtogar verða til og hvernig leiðtogafærni er viðhaldið. Leiðtogafærni er meðal annars hæfileikinn að móta sýn og viðhalda henni þar til tilætluðum niðurstöðum er náð. Eins búa leiðtogar yfir þeim eiginleikum og getu til að byggja upp traust, trúverðugleika og leiða teymi og skipuheildir í átt að sýninni.  

Leiðtogafærni byggist ekki endilega á grundvelli formlegs valds heldur frekar á færni að hafa áhrif á aðra og stíga fram þegar þörf þykir til. Innan leiðtogafræðanna hefur mikið verið rætt um hvort að leiðtogafærni sé einstaklingum í blóð borið eða hvort þetta sé færni sem hægt er að efla hjá hverjum og einum. Sum skapgerðareinkenni geta auðveldað fólki að taka leiðandi hlutverk en þetta er einnig færni sem hver og einn getur þjálfað með sjálfum sér.

Áskoranir samtímans kalla eftir öflugum leiðtogum sem búa yfir sjálfsvitund og eru meðvitaðir um hvaða áhrif þeir geta haft á umhverfi sitt og samfélag.

Viðburðir á næstunni

InnSæi og áttaviti stjórnenda í samtímanum

 

Hrund Gunnsteinsdóttir býður Stjórnvísi félögum í samstarif við fagóp um leiðtogafærni upp á þennan viðburð. Hlekkur á viðburðinn

Á klukkutíma svörum við eftirfarandi spurningum:

👉 Hvernig get ég eflt hugrekkið og traust á eigin dómgreind?
👉 Af hverju er vel þjálfað innsæi svona mikilvægt í dag, í lífi og starfi?
👉 Hvernig hjálpar skapalónið InnSæi mér að stilla mig inn á og ná meistaratökum á innsæinu?
👉 Hvernig er innsæið grundvöllurinn fyrir greind okkar, innra jafnvægi og ákvarðanir?
👉 Ég þrái breytingar, en ekki fleiri verkefni. Er InnSæi eitthvað fyrir mig?


Á sama tíma og innsæið hefur gríðarlega mikil áhrif á hegðun okkar og ákvarðanir, höfum við allof oft misskilið það eða vanrækt. Núna er tímabært að endurskilgreina samband okkar við og skilning á innsæi.

Innsæið verður sérstaklega mikilvægt þegar við stöndum frammi fyrir óvissu, álagi, flóknum verkefnum og vilja til að nota gervigreindina á áhrifaríkan hátt.

“Hrund's advice can change your life. In a world of AI, your intuition will be your defining difference.”

- Bill George, Senior Fellow Harvard Business School & metsöluhöfundur bókarinnar True North

Hlökkum mikið til að sjá ykkur.

 

Um Hrund:

Hrund Gunnsteinsdóttir er leiðtogaþjálfi, höfundur og fyrirlesari. Bókin hennar InnSæi kom út í fyrra og er nú seld um allan heim á 14 tungumálum.

Hrund hefur unnið með innsæið og rannsakað það í yfir 20 ár. Hún stýrði Prisma diplómanáminu (LHÍ, Bifröst og RA) sem var viðurkennt af Norræna ráðherraráðinu fyrir að svara hvað best kröfum vinnumarkaðarins á 21. öldinni. Hrund er handritshöfundur og meðleikstjóri alþjóðlegu heimildarmyndinnar InnSæi (2016). Hrund er vottaður leiðtogaþjálfi, hefur stundað stjórnenda-og leiðtoganám hjá Harvard Kennedy School, Yale, Stanford og Oxford Said Business School. Hún er Yale World Fellow, sat í ráðgjafaráði International Leadership Center hjá Yale, og hefur hlotið viðurkenningar eins og World Economic Forum Young Global Leader, Cultural Leader og Viðurkenningu Sjávarklasans fyrir leiðtogastörf á sviði sjálfbærni. Hrund hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og haldið vinnstofur fyrir leiðtoga á þessu sviði og víða um heim, t.d. á vettvangi TED, World Economic Forum, Yale háskóla, Alibaba, Unilever, IMAGINE Leaders, og á Mannauðsdeginum. Hrund hefur einnig víðtæka stjórnunarreynslu hér heima og erlendis. Sjá meira hér.

Nýlega birtist viðtal við Hrund um mikilvægi innsæis á okkar tímum á CNN, grein eftir Hrund í TIME Magazine, og nýleg podcöst viðtöl eru t.d. The Evolving Leader og What's Next með Philip Meissner.

Ráðgjöf og handleiðsla leiðtoga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum

Ert þú í upphafi vegferðar með sprota- eða nýsköpunarfyrirtæki? Eða stefnirðu á vaxtasprett? Ef svo er, Þá er þetta viðburðurinn fyrir þig. Sandra Mjöll hjá Fönn ráðgjöf deilir reynslu sinni sem frumkvöðull og innsýn í hvernig best sé að stýra þróun, forystu og vexti í nýsköpun.
Þú munt fá:
  • Innsýn í áskoranir sem verða til þegar vísindi, tækni og nýsköpun mætast
  • Hagnýt ráð um hvernig markviss handleiðsla og traust forysta getur hjálpað sprotafyrirtækjum að vaxa hraðar, án þess að fórna sátt við sjálfan sig eða teymi sitt
  • Leiðir til að byggja upp heilbrigt, vel skipulagt og framtíðarhæft fyrirtæki með stuðningi, þekkingu og sjálfbærri stjórn
Viðburðurinn höfðar til allra sem starfa við eða hafa áhuga á sprotum, nýsköpun, frumkvöðlastarfi og forystu og vilja kynnast því hvernig vísindi og viðskipti geta sameinast í áhrifaríkri og mannúðlegri framtíðarsýn.
Hver er Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hjá Fönn ráðgjöf?
Svo fátt eitt sé nefnt:
  • Hún er með doktorspróf í Líf- og læknavísindum, með sérsvið í vefjaverkfræði og frumulíffræði.
  • Hún hefur yfir 14 ára reynslu af vísindum, nýsköpun og forystu, bæði í akademíu og viðskiptalífinu.
  • Hún var útnefnd „Kvenfrumkvöðull ársins 2017“ af alþjóðlegu samtökunum Global Women Inventors & Innovators Network (GWIIN).
  • Hún er í hópi topp 100 kvenna í nýsköpun sem fjárfestar ættu að líta til að mati Forbes

Fréttir

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni 2025

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni var haldinn 30. Apríl síðastliðinn. 
Starfsárið 2024-2025 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2025-2026 sem er eftirfarandi:

Þórhildur Þorkelsdóttir, Marel, Formaður

Elísabet Jónsdóttir, 

Íris Hrönn Guðjónsdóttir, Háskóli Íslands,

Sigríður Þóra Valsdóttir, nemi, 

Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur    

Steinunn Ragnarsdóttir, Confirma

Unnur Magnúsdóttir, Leiðtogaþjálfun

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta! Viljum endilega hvetja þá sem hafa tillögur að erindum á dagskrá fyrir næsta vetur að vera í sambandi við formann stjórnar. 

Value based leadership workshop í tengslum við Wellbeing Economy Forum

Faghópur um leiðtogafærni vekur athygli á vinnustofunni hennar Lisu Vivoll Straume sem er hér á landi vegna Wellbeing Economic forum og er mjög eftirsóttur leiðtogaráðgjafi og leiðbeinandi. Hægt er að kaupa miða í gegnum tix.is

Einnig er ennþá hægt að skrá sig á ráðstefnuna sjálfa sjá hér.

Event info:

What is value-based leadership? Value-based leadership involves creating an environment where employees can utilize their strengths and resources. It’s about understanding what gives and takes energy and helping employees balance job demands with their available resources. This leadership style has proven to be highly effective.

Why join? Learn how to:

- Understand and apply key psychological mechanisms in leadership.
- Master communication techniques like active listening, asking insightful questions, and providing constructive feedback.
- Give values a clear voice and create a foundation for concrete change and development.

Dr. Lisa Vivoll Straume holds a PhD in Psychology and is a leading figure in value- and strength-based leadership. Straume has developed tools that enable leaders to lead in alignment with their own and their organization’s values.

 

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Stjórn

Þórhildur Þorkelsdóttir
Verkefnastjóri -  Formaður - Marel Iceland ehf
Ásta Þöll Gylfadóttir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Elísabet Jonsdottir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Löður ehf
Íris Hrönn Guðjónsdóttir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Sigurveig Erla Þrastardóttir
Millistjórnandi -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Steinunn Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Confirma ehf
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?