Leiðtogafærni

Leiðtogafærni

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á fræðast um hvaða færni og eiginleikar einkenna leiðtoga og hvernig megi efla með sér leiðtogafærni.  

Tilgangur hópsins er að skapa umræðuvettvang um hvernig leiðtogar verða til og hvernig leiðtogafærni er viðhaldið. Leiðtogafærni er meðal annars hæfileikinn að móta sýn og viðhalda henni þar til tilætluðum niðurstöðum er náð. Eins búa leiðtogar yfir þeim eiginleikum og getu til að byggja upp traust, trúverðugleika og leiða teymi og skipuheildir í átt að sýninni.  

Leiðtogafærni byggist ekki endilega á grundvelli formlegs valds heldur frekar á færni að hafa áhrif á aðra og stíga fram þegar þörf þykir til. Innan leiðtogafræðanna hefur mikið verið rætt um hvort að leiðtogafærni sé einstaklingum í blóð borið eða hvort þetta sé færni sem hægt er að efla hjá hverjum og einum. Sum skapgerðareinkenni geta auðveldað fólki að taka leiðandi hlutverk en þetta er einnig færni sem hver og einn getur þjálfað með sjálfum sér.

Áskoranir samtímans kalla eftir öflugum leiðtogum sem búa yfir sjálfsvitund og eru meðvitaðir um hvaða áhrif þeir geta haft á umhverfi sitt og samfélag.

Viðburðir

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Aðalfundur faghóps um Leiðtogafærni verður haldinn þriðjudaginn 30.apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórn faghópsins fjarfundar nokkrum sinnum yfir árið til þess að stilla saman strengi sína og skipta milli sín viðburðum til fundarstýringar.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á thorhildur.thorkelsdottir@gmail.com

Áherslur leiðtoga í nýsköpun og vöruþróun

Click here to join the meeting

Á þessum viðburði ætla þær Guðbjörg Rist og Anna Signý að deila með okkur sínum áherslum þegar kemur að leiðtogafærni á vettvangi nýsköpunar og vöruþróunar.  Þær veita okkur innsýn í hvað hefur hjálpað þeim og þeirra teymum að ná árangri ásamt því að deila með okkur hvað hefur ekki reynst eins vel.  

Anna Signý Guðbjörnsdóttir er framkvæmdastjóri Kolibri ásamt því að vera sérfræðingur í notendarannsóknum og þjónustuhönnun. Kolibri er hönnunardrifin stafræn stofa sem leysir réttu vandamálin með stafrænum lausnum og framúrskarandi hugbúnaði. Anna er með cand.it í digital design and communication frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn ásamt því að hafa lokið námi í margmiðlunarhönnun og vefþróun.

Guðbjörg Rist er frumkvöðull sem hefur unnið við nýsköpun síðasta áratuginn. Nú síðast sem framkvæmdarstjóri Atmonia. Atmonia er sprotafyrirtæki sem þróar nýja og umhverfisvæna aðferð við framleiðslu á ammoníaki til notkunar í áburð og útblástursfrítt eldsneyti. 
Guðbjörg hefur áður unnið að upplýsingaveitunni Northstack, hjá Arion banka sem leiðtogi í stafrænni framtíð og hjá Promens plastframleiðslu, í verkefnum í verksmiðjunum þeirra vítt og breitt um Evrópu. Guðbjörg hefur setið í stjórn Samtaka Sprotafyrirtækja og Samtaka Vetnis-og rafeldsneytisframleiðenda auk þess að vera mentor og ráðgjafi fyrir hin ýmsu sprotafyrirtæki.  Guðbjörg er með BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og Master í framleiðsluverkfræði frá Chalmers University í Svíþjóð.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

Three dimensional leadership

Link to the meeting is here

Navigating the complexities of leadership in the modern business world can often feel like trying to solve a puzzle without all the pieces. The challenge lies in the multifaceted nature of leadership, where one-size-fits-all approaches fall short. This is a problem that leaders grapple with daily – how to effectively lead teams, build strong individual relationships, and maintain self-leadership amidst a dynamic and demanding environment.

This workshop will present the Three-dimensional Leadership - a framework that offers a holistic approach to leadership by addressing the dimensions of:

> 1:many (leading a team)

> 1:1 (building relationships with individuals you lead)

>m1 (self-leadership).

Join this interactive presentation to discover how this framework can help you gain clarity on which aspects of leadership feel overwhelming to you, and build strategies to address specifically your challenges.

The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

Fréttir

WOMEN SOLUTIONS & SUSTAINABILITY - áhugaverð ráðstefna 6. og 7. september 2023.

Stjórn faghóps um leiðtogafærni vekur athygli á þessari einstaklega áhugaverðu ráðstefnu þar sem gefst tækifæri til að efla tengslanetið og fagna með konum hvaðanæva úr heiminum sem eru að gera frábæra hluti. 
Þú bókar þig með því að smella hér.

Fjöldi íslenskra kvenna eru tilnefndar og fram til þessa hafa tæplega 100 konur frá Íslandi verið tilnefndar til þessara verðlauna.
Hér er listi yfir konur sem eru tilnefndar til verðlauna og koma til Íslands:
- frá Ítalíu:
Carlotta Santolini - www.blueat.eu  verkefnið gengur út á að koma á jafnvægi í sjávarútvegi, að veiða blá krabbann og gera úr honum verðmæti en hann raskar lífríkinu í Miðjarðarhafi
- Eleonora Schellino - www.teti.world - bað í Teti baði hjálpar frumum að endurnýjast og viðhalda raka í líkamanum
- Carla Chiarantoni -  er með nýja hugmynd varðandi byggingu milliveggja ég finn ekki heimasíðuna en það kallast Blokko
- Deborra Mirabelli - www.6libera.org eitthvað app sem á að hjálpa þeim sem lenda í kynferðislegri áreitni á vinnustað
- Donatella Termini - er með kerfi sem heitir Simon, sem eykur nýtingu sólarsella og lætur vita ef eitthvað bilar https://www.seeng-s.co.uk/
- Francesca Varvello - www.heallosolutions.com hún er að fullnýta trefjar í landbúnaði með að búa til Soluble Arabinoxylan Fiber
- Arianna Campione-  www.kymiacosmetics.com er a fullnýta pistachio hýði og búa til efni sem má nota í snyrtivörur og drykki, er ríkt af antioxidants, bakteríudrepandi o.fl
- Daria Maccora - er vísindakona sem er með skuggaefni til að auðvelda greiningu krabbameins

 

Frá Japan kemur Yuko Hiraga sem er með uppfinningu sem eykur endingu steypu, eykur endingu tanka  https://www.e-hiraga.com/

 

Frá Lettlandi kemur:
- Diane Timofejeva sem er með iðjuþjálfameðferð sem kallast heitur sandkassi 
- Silvia Zakke er með skó sem gerðir eru úr ullarþæfing og hampi 

 

Frá Malaysia kemur:
- Dr. Mariatti Jaafar sem er með 3D aðferð við að endurgera bein

 

Frá Nígeríu kemur:
- Prinsess Gloria sem hefur verið að markþjálfa stúlkur til áhrifa
- Imaan Sulaiman sem hefur einnig verið að vinna að jafnrétti og auka hlut kvenna í stjórnsýslunni

 

Frá Spáni kemur Jennifer Richmond sem er með verkefni "Teacher for peace" tengslanet kennara og héraða til að kenna í krísu tíð

 

Frá United Arab Emirates kemur Mariam Hassan Rashid Al-Ghafri sem er tölvuforrit til að snúa texta yfir á blindralestur Braille sem síðan er sent í Solenoid actuators

 

Frá UK kemur:
- Paula Sofowora  www.maryjoel.com bækur ætlaðar minnihluta hópum þannig að börn læri að meta sig og sína sérstöðu og sögu
- Abosede Agbesanwa  www.raisingchampionchildren.org bækur um hvernig maður elur upp sigurvegara
- Sandra Whittle www.mykori.co.uk  og www.massagemitts.com hjálpartæki til að gefa sjálfum sér nudd, veit ekki hvort þetta tengist ástarlífinu

 

Frá Bandaríkjunum kemur Gabriela Gonzales með drykk sem heitir "Pink Drink" hún vinnur hjá Starbucks

 

frá Kanada kemur Maria Julia Guimaares sem er með hanska með skynjurum ætluðum þeim sem eru með Raynaud sjúkdóminn þar sem fingur verða ískaldir  www.totumtech.com

 

frá Danmörku kemur Christine Blin með stærðfræði kennslu kubba www.newmero.dk 

 

Frá Frakklandi kemur Lahou Keita sem er með nýja tegund af "svörtum kassa" www.keitas.com

 

frá Ghana kemur Vera Osei Bonsu sem er með nýja tegund af barnamat www.eatsmartfoodsgh.com

 

frá Hong Kong kemur Cary Chan sem er með lausn innandyra til að minnka co2 www.hshgroup.com

 

Frá Indlandi kemur Supatra Areekit  er með DNA strip test til að greina fljótar bakteríu sem veldur blóðsýkingu.



Stjórn faghóps um leiðtogafærni 2023-2024

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni var haldinn 2. maí síðastliðinn. 
Starfsárið 2022-2023 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Þórhildur Þorkelsdóttir, Marel, Formaður

Áslaug Eva Björnsdóttir, Gangverk

Elísabet Jónsdóttir, Löður

Hlín Benediktsdóttir, Landsnet

Jóhann Friðleifsson, Kerecis

Sigríður Þóra Valsdóttir, Hvesta

Unnur Magnúsdóttir, Leiðtogaþjálfun

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta!

MasterClass in Presence.

 

Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er á ensku frá Dr. Tünde inn á viðburðinum hér.

Athugið að námskeiðið sjálft verður einnig á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Linkedin síðan hennar hér.

Facebook viðburður hér.

Gleðilega hátíð!

Stjórn

Þórhildur Þorkelsdóttir
Verkefnastjóri -  Formaður - Marel Iceland ehf
Elísabet Jonsdottir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Löður ehf
Hlín Benediktsdóttir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Landsnet
Íris Hrönn Guðjónsdóttir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Sigríður Þóra Valsdóttir
Háskólanemi -  Stjórnandi - Háskólinn á Bifröst
Unnur Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Leiðtogaþjálfun ehf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?