Leiðtogafærni

Leiðtogafærni

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á fræðast um hvaða færni og eiginleikar einkenna leiðtoga og hvernig megi efla með sér leiðtogafærni.  

Tilgangur hópsins er að skapa umræðuvettvang um hvernig leiðtogar verða til og hvernig leiðtogafærni er viðhaldið. Leiðtogafærni er meðal annars hæfileikinn að móta sýn og viðhalda henni þar til tilætluðum niðurstöðum er náð. Eins búa leiðtogar yfir þeim eiginleikum og getu til að byggja upp traust, trúverðugleika og leiða teymi og skipuheildir í átt að sýninni.  

Leiðtogafærni byggist ekki endilega á grundvelli formlegs valds heldur frekar á færni að hafa áhrif á aðra og stíga fram þegar þörf þykir til. Innan leiðtogafræðanna hefur mikið verið rætt um hvort að leiðtogafærni sé einstaklingum í blóð borið eða hvort þetta sé færni sem hægt er að efla hjá hverjum og einum. Sum skapgerðareinkenni geta auðveldað fólki að taka leiðandi hlutverk en þetta er einnig færni sem hver og einn getur þjálfað með sjálfum sér.

Áskoranir samtímans kalla eftir öflugum leiðtogum sem búa yfir sjálfsvitund og eru meðvitaðir um hvaða áhrif þeir geta haft á umhverfi sitt og samfélag.

Viðburðir á næstunni

Alþjóðlega mistakadeginum fagnað

Alþjóðlegi mistakadagurinn (International Day for Failure) er árlegur viðburður, haldinn 13. október ár hvert, sem var upphaflega haldinn í Aalto-háskólanum í Finnlandi árið 2010. Markmið dagsins er að stuðla að opnari umræðu um mistök og lærdóm sem má draga af þeim – bæði í atvinnulífi og einkalífi. Deginum er ætlað að draga úr neikvæðum viðhorfum til mistaka og undirstrika að þau eru óaðskiljanlegur hluti af vexti, nýsköpun og árangri.

Frá stofnun hefur dagurinn vakið alþjóðlega athygli og verið haldinn hátíðlegur víða um heim. Hann hvetur einstaklinga, stofnanir og leiðtoga til að deila reynslu, rýna í eigin feril og skapa menningu, þar sem mistök eru viðurkennd sem tækifæri til náms og þróunar. Stjórnvísi fagnar alþjóðlega mistakadeginum í fyrsta skiptið í ár.

Fréttir

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni 2025

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni var haldinn 30. Apríl síðastliðinn. 
Starfsárið 2024-2025 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2025-2026 sem er eftirfarandi:

Þórhildur Þorkelsdóttir, Marel, Formaður

Elísabet Jónsdóttir, 

Íris Hrönn Guðjónsdóttir, Háskóli Íslands,

Sigríður Þóra Valsdóttir, nemi, 

Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur    

Steinunn Ragnarsdóttir, Confirma

Unnur Magnúsdóttir, Leiðtogaþjálfun

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta! Viljum endilega hvetja þá sem hafa tillögur að erindum á dagskrá fyrir næsta vetur að vera í sambandi við formann stjórnar. 

Value based leadership workshop í tengslum við Wellbeing Economy Forum

Faghópur um leiðtogafærni vekur athygli á vinnustofunni hennar Lisu Vivoll Straume sem er hér á landi vegna Wellbeing Economic forum og er mjög eftirsóttur leiðtogaráðgjafi og leiðbeinandi. Hægt er að kaupa miða í gegnum tix.is

Einnig er ennþá hægt að skrá sig á ráðstefnuna sjálfa sjá hér.

Event info:

What is value-based leadership? Value-based leadership involves creating an environment where employees can utilize their strengths and resources. It’s about understanding what gives and takes energy and helping employees balance job demands with their available resources. This leadership style has proven to be highly effective.

Why join? Learn how to:

- Understand and apply key psychological mechanisms in leadership.
- Master communication techniques like active listening, asking insightful questions, and providing constructive feedback.
- Give values a clear voice and create a foundation for concrete change and development.

Dr. Lisa Vivoll Straume holds a PhD in Psychology and is a leading figure in value- and strength-based leadership. Straume has developed tools that enable leaders to lead in alignment with their own and their organization’s values.

 

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Stjórn

Þórhildur Þorkelsdóttir
Verkefnastjóri -  Formaður - Marel Iceland ehf
Elísabet Jonsdottir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Löður ehf
Íris Hrönn Guðjónsdóttir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Sigríður Þóra Valsdóttir
Háskólanemi -  Stjórnandi - Háskólinn á Bifröst
Sigurveig Erla Þrastardóttir
Millistjórnandi -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Steinunn Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Confirma ehf
Unnur Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Leiðtogaþjálfun ehf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?