Strætó - Uppbygging öryggisstjórnkerfis og áhrif þess á gæði þjónustu og fjárhagslegan ávinning

Fundurinn hefst með aðalfundi Umhverfis- og öryggishóps sem stendur frá 8:15-8:30. Áhugasamir um stjórnarsetu vinsamlegast sendið póst á asdisj@n1.is.

Í framhaldi eða frá 8:30 til 10:00 munu Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri og Bergdís Ingibjörg Eggertsdóttir, verkefnisstjóri umhverfis- og öryggismála hjá Strætó segja frá uppbyggingu öryggisstjórnunarkerfis hjá fyrirtækinu og bjóða upp á skoðunarferð um fyrirtækið.

Strætó hefur lagt mikla áherslu á öryggismál á undanförnum árum og er núna við þröskuld þess að fá formlega vottun á öryggisstjórnkerfi sitt skv. OHSAS-18001 staðli. Afleiðingar þátta sem rekja má beint til öryggismála voru að fjarvistir starfsmanna vegna starfstengdra sjúkdóma, s.s. stoðkerfissjúkdóma og vegna slysa á vinnustað, voru orðnar allmiklar. Við það bættust þættir á borð við tjón á eignum og kostnaði vegna þess. Ennfremur bætast við tjón vegna slysa á farþegum og hinum almenna borgara í umferðinni.

Það er kappsmál Strætós að draga úr tíðni og umfangi í öllum þessum þáttum með markvissum aðgerðum og hefur fyrirtækið þegar unnið að því markmiði með góðum árangri. Ávinningur þessara aðgerða fyrir fyrirtækið birtist m.a. í færri fjarvistum starfsmanna og betri nýtingu í tækjakosti sem hefur sparað fyrirtækinu allmiklar fjárhæðir á hverju ári. Auk fjárhagslegs ávinnings hafa áherslur um bætt öryggi bætt þjónustustig þar sem bæði mannskapur og tæki eru úti að þjónusta viðskiptavininn og bætt þjónusta hefur þannig bætt ímynd fyrirtækisins út á við.

Heildarfjöldi þátttakenda: 25 manns

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Hvernig vinna LEAN og HSE saman?

Í framleiðslu JBT Marel er töluvert unnið með LEAN fræði í framleiðslunni. Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel mun fræða okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30.  Eftir kynningu verður gestum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Kynningin verður tekin upp en við vonumst til að sjá sem flesta á staðnum.

Hér er linkur á kynninguna. Join the meeting now

 

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Öryggishópur Stjórnvísi heldur aðalfund miðvikudaginn 4 júní frá kl. 11:30 til 13:00 á VOX.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Fjólu Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is 

 

Orka og Öryggi

Join the meeting now

Orka og Öryggi er yfirskrift viðburðar sem Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi heldur í samstarfi við Öryggisráð Samorku miðvikudaginn 4 júní kl. 09:00 til 10:00.

Erindi 

  • Starfsemi Öryggisráðs Samorku - Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
  • Human Organisational Performance (15 mín) - Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
  • Öryggismenning  - Björn Guðmundsson, RARIK 
  • Öll örugg alltaf  - Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

 Við hlökkum til að sjá ykkur hjá Samorku í Húsi Atvinnulífsins.  Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum en þeir sem komast ekki geta tekið þátt með því að ýta á hlekkinn "Join the meeting now".  

 

Loftgæði að utan sem innan

Faghópur Stjórnvísi um loftlagsmál og umhverfismál kynnir: 

Á þessum viðburði kynnum við leiðir til að fylgjast með loftgæðum bæði innan- og utandyra.

Umhverfisstofnun heldur úti vefsíðunni loftgæði.is sem margir ættu að kannast við en þar varpa þeir ljósi á loftgæði í rauntíma á öllu landinu.

VISTA verkfræðistofa sérhæfir sig í allskonar mælingum og þar á meðal innanhúss loftgæðamælingar.

Einnig verður fjallað um hvernig þéttleiki húsa getur verið heilsueflandi bæði á heimilum og í vinnu umhverfi.

 

Fyrirlesarar: Jóhanna Kristín Andrésdóttir hjá VISTA verkfræðistofu, Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun og Ásgeir Valur Einarsson hjá Iðunni fræðslusetri.

 

Við minnum á að viðburðurinn verður tekinn upp og sendur beint út á streymi, en hér er linkurinn: 

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_MWI0YmEyYTItMTE0Ny00OGNiLWFjMmUtYTBhYzNlNmMzZjNj%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2259266489-036c-41e7-ab6f-357fb6772d40%22%2c%22Oid%22%3a%22154129fe-3709-43cb-b0df-2425dd350ccc%22%7d

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun verður haldinn mánudaginn 13 maí. Fundurinn verður haldinn á VOX Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Fjólu Guðjónsdóttur á fjola.gudjonsdottir@isavia.is

 Hér er slóð á fundinn 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?