ISO staðlar og vottun (ISO hópur er sameinaður gæðastjórnun): Liðnir viðburðir

Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun úrelt á tímum 4. iðnbyltingarinnar?

Click here to join the meeting
Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórun, er það ekki bara búið og úrelt núna í fjórðu iðnbyltingunni með auknum fókus á stafræna þróun, hraða og snjallvæðingu?

Aðalheiður María Vigfúsdóttir, deildarstjóri gæða og umbóta hjá Völku leiðir okkur í gegnum áhugaverðar pælingar sem hún skrifaði nýlega áhugaverða grein um. (greinin er meðfylgjandi undir ítarefni). Við fáum einnig innsýn frá mjög reynslumiklum umbótasérfræðingum, þeim Rut Vilhjálmsdóttir hjá Strætó og Málfríði Guðný Kolbeinsdóttur hjá Ölgerðinni og reynum að svara spurningunni hvort stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun er úrelt. 

Eignastjórnun samkvæmt ISO 55000 stöðlunum

Farið yfir ISO 55000 staðlaröðina, grundvallaratriði hennar, stefnu, strategíu og markmiðasetningu sem og samstillingu við aðra staðla fyrir stjórnunarkerfi. Hvað einnkennir þessa staðla og hver er ávinningur af eignastjórnun sem uppfyllir ISO 55000. Einnig er farið yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem mögulega þarf að skoða við gerð eignastjórnunarkerfis.

Framsögumaður er Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi hjá Jensen Ráðgjöf.  Sveinn er verkfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað hjá Staðlaráði Íslands og Flugmálastjórn Íslands/Samgöngustofu í margvíslegum verkefnum tengdum stjórnunarkerfum, fræðslu, úttektum og flugöryggi. Sveinn hefur kennt fjölda námskeiða hjá Staðlaráði Íslands og innan Flugmálastjórnar Íslands/Samgöngustofu.

 

Nýjungar í innri úttektum - aðalfundur gæðastjórnunar og ISO

Hverjar eru nýjungar í innri úttektum?

Sveinn V. Ólafsson, sérfræðingur Staðlaráðs, opnar umræðuna með innleggi um áhrif breytinga á stöðlunum t.d. varðandi aukna áherslu á áhættur og aukin áhrif stjórnenda áhrif á innri úttektir.

Hvað er að reynast vel? Þessir gæðastjórar miðla reynslu sinni af úttektum skv. ISO 9001:2015:

Bergþór Guðmundsson gæðastjóri Norðuráls
Guðrún E. Gunnarsdóttir gæðastjóri 1912
Ína B. Hjálmarsdóttir gæðastjóri Blóðbankans
Unnur Helga Kristjánsdóttir gæðastjóri Landsvirkjunar

Innlegginu fylgir pallborðsumræður og opnar umræður fundarmanna.

Í lokin gefst fundarmönnum kostur á að taka þátt í opnum umræðum.

Dagskráin hefst með sameiginlegur aðalfundur gæðastjórnunarhópsins og ISO-hópsins - við erum að leita að öflugu fólki í stjórn nýs sameinaðs hóps!

Fullbókað: Af hverju jafnlaunastaðall? Gerð staðalsins, reynsla af innleiðingu og vottun

Efni fundarins er jafnlaunastaðallinn ÍST 85 sem gefinn var út árið 2012 og verið er að innleiða víða hér á landi. Markmið með útgáfu staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á launajafnrétti kynja á sínum vinnustað.

Á fundinum verður fjallað um jafnlaunastaðalinn frá mismunandi sjónarhornum. Sagt verður frá því hver kveikjan var að gerð jafnlaunastaðalsins, hvernig hann var unninn, hvernig hann er uppbyggður og hver fyrirhuguð notkun hans er. Einnig verður sagt frá reynslu Tollstjóra af innleiðingu jafnlaunastaðalsins, áskorunum í undirbúningsvinnu við starfaflokkun og starfsmat, innleiðingu og vottun.

Fundurinn verður haldinn í Tollhúsinu. Gengið er inn í salinn á vesturenda Tollhússins, ekki á sömu hlið og aðalinngangur.

Fyrirlesarar eru:
Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands
Unnur Ýr Kristjánsdóttir mannauðsstjóri Tollstjóra

Breytingar á umhverfis- og öryggisstjórnunarstöðlum, ISO 14001 og ISO 45001

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Eflu og Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá Eflu munu fara yfir helstu breytingar sem verða á OHSAS 18001 í tengslum við útgáfu hans sem ISO staðals 45001 og breytingarnar á 2015 útgáfunni af ISO 14001. Einnig segja þær frá því hvernig Efla er að bregðast við þessum breytingum á stöðlunum.

Endurskoðun stefnu vegna breytinga á ISO stöðlum

Nokkrar breytingar hafa orðið á ISO 9001 og ISO 27001 stöðulunum. Á fundinum verður kynnt hvernig Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið að því að nýta stefnumótun til þess að innleiða breyttar áherslur í stöðlunum. Greint verður frá undirbúningi , framkvæmd, úrvinnslu og innleiðingu stefnumótunar þar sem lögð er áhersla á aðkomu stjórnenda að vinnunni.
Fyrirlesarar: Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri OR.

Stjórnarmenn ISO hópsins bjóða heim

Kristjana Kjartansdóttir, gæðarstjóri OR og stjórnarmaður ISO faghópsins, býður heim í Orkuveitu Reykjavíkur.
Á þessum fundi verða umræður um gæðastjórnunarkerfi, breyttar kröfur ISO 9001 og staða innleiðinga - og annað sem þátttakendur vilja ræða og fræðast um og miðla.
Hámark 10 manns.

Stjórnarmenn ISO hópsins bjóða heim

Ína Björg Hjálmarsdóttir, gæðarstjóri Blóðbankans og stjórnarmaður ISO faghópsins, býður heim í Blóðbankann.
Á þessum fundi verða umræður um gæðastjórnunarkerfi, breyttar kröfur ISO 9001 og staða innleiðinga - og annað sem þátttakendur vilja ræða og fræðast um og miðla.
Hámark 10 manns.

Áhættustjórnun samkvæmt ISO 27001:2013

Guðjón Viðar Valdimarsson fjallar um þær kröfur sem gerðar eru til áhættustjórnunar í ISO 27001:2013 í samanburði við fyrri útgáfu staðalsins. Einnig verður skoðað hvernig útfærsla þessarar aðferðafræði við áhættustjórnun samkvæmt ISO 31000 getur nýst til áhættustjórnunar í víðara samhengi með praktískum dæmum.

Hagnýtt gildi staðalsins ISO 26000 um samfélagsábyrgð

Stjórnvísi og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, standa saman að fundi um ISO 26000, staðal um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Á fundinum verður varpað ljósi á hagnýtt gildi staðalsins fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir. Ólíkt mörgum ISO stöðlum er ISO 26000 ekki staðall til vottunar á fyrirtækjum heldur er hann hugsaður sem leiðbeiningarstaðall fyrir innleiðingu á samfélagsábyrgð í fyrirtækjum. ISO 26000 nýtist fyrirtækjum vel við að kortleggja sína samfélagsábyrgð og setja sér markmið um aðgerðir og árangur.

Dagskrá:
1) ISO 26000 í stórum dráttum. Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Staðlaráð lét þýða ISO 26000 á íslensku og hann var síðan staðfestur sem íslenskur staðall árið 2013. Staðallinn var fyrst gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum 1. nóvember 2010.

2) Mótun stefnu Marel um samfélagsábyrgð. Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Marel. Marel hefur undanfarið ár unnið að mótun stefnu og innleiðingu á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Þorsteinn Kári segir frá notkun verkfæra á borð við ISO 26000 við mótun stefnunnar.

3) Stefna Landsvirkjunar um samfélagsábyrgð, og verkefni, í ljósi meginflokka og viðfangsefna ISO 26000. Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun. Jóhanna Harpa mun fjalla sérstaklega um áherslur á samskipti við hagsmunaaðila.

Húsið opnar kl. 8.00. Léttar morgunveitingar í boði.

Um ISO 26000 á vef ISO: http://www.iso.org/iso/home/standards/iso26000.htm

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 - hvað þýðir það fyrir þína starfsemi?

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 - hvað þýðir það fyrir þína starfsemi?

Fyrr á árinu voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri og þ.a.l. íslenskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Breytingarnar taka gildi á árinu 2018 en fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki og stofnanir að aðlaga starfsemi sína að breyttum - og auknum - kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga eru jafnframt aukin til muna sem einnig kallar á breytingar í starfsemi þeirra sem vinna persónuupplýsingar. Farið verður yfir helstu breytingarnar sem löggjöfin kallar á um og settar fram leiðbeiningar um hverju þurfi að huga að í framhaldinu.

Með framsögu farar Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis frá Persónuvernd og Hörður Helgi Helgason, hdl. Landslög

Bætt samskipti - Sáttamiðlun sem verkfæri til lausnar ágreinings

Góð samskipti á vinnustað eru grundvöllur þess að hægt sé að koma á gæðastjórnun og viðhalda henni. Hvernig er hægt að nýta sáttamiðlun til þess að leysa úr ágreiningsmálum og draga úr kostnaði? Sáttamiðlun er vaxandi leið við lausn ágreiningsmála út um allan heim en á fundinum mun Lilja Bjarnadóttir fjalla um hvenær og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér sáttamiðlun. Hugmyndafræði sáttamiðlunar byggir á því að deiluaðilar séu sérfræðingar í sinni deilu og því best til fallnir að leysa úr henni, t.d. með aðstoð hlutlauss sáttamiðlara. Fjallað verður um kosti sáttamiðlunar og hvernig við getum lært að koma í veg fyrir að deilur stigmagnist. Þá verður fjallað um innleiðingu ferla á vinnustað og fræðslu um bætt samskipti til þess að koma í veg fyrir stigmögnun ágreiningsmála.
Lilja Bjarnadóttir er sáttamiðlari, lögfræðingur og sérfræðingur í lausn deilumála. Lilja er stofnandi Sáttaleiðarinnar, sem er fyrsta íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í sáttamiðlun fyrir viðskiptalífið. Hún hefur einnig starfað sem gæðastjóri hjá Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar (VBV ehf.)

Aðalfundur ISO hópsins

Aðalfundur ISO hópsins verður haldinn í beinu framhaldi af erindi sama dag.

Hættumat / áhættustjórnun

• Ásgeir Westergren og Gísli Björnsson, áhættustýringu hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Áhættumat og áhættustýring. Áhættur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur; kjarnaáhætta, fjárhagsleg áhætta og rekstrarleg áhætta. Framkvæmd áhættumats og áhættustýringar hjá Orkuveitunni.
• Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands
Áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á áhættumati.
• Guðmundur Kjerúlf Vinnueftirlitinu
Fjallað verður um skyldu fyrirtækja á að gera áhættumat á félagslegum og andlegum þáttum. Sagt verður frá nauðsyn þess að framkvæma og fylgja eftir áhættumati. Einnig verður fjallað um nýtt áhættumatsverkfæri, OiRA, rafrænt gagnvirkt áhættumat.
• Ólafur R. Rafnsson hjá Capacent
Farið verður yfir nálgun við áhættustýringu og hvernig er hægt að standa að framkvæmd áhættumats. Sú aðferðafræði sem kynnt verður samræmist nýjum kröfum sem gerðar eru samkvæmt ISO/IEC 9001:2015 og því athyglisvert að sjá og heyra hvað Ólafur hefur að segja um útfærslu á skipulagi og framkvæmd áhættumats. Á fundinum verður farið yfir og hvernig hann hefur verið að vinna með fyrirtækjum og stofnunum að því að koma á áhættustýringu.

Ráðstefna: Breytingar á stöðlum - Hvað er málið?

Ráðstefna verður haldin 12. nóvember kl. 12:00-16:00 á Bæjarhálsi 1, hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Markmiðið er að kynna breytingarnar á stöðlum (ISO 9001, ISO 14001, OHSAS 18001 og ISO 27001) ásamt því að miðla þekkingu og reynslu framsögumanna og ráðstefnugesta.

Ráðstefnustjóri: Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitunnar.

Dagskrá:

12:00 Móttaka og léttur hádegisverður í boði Stjórnvísi.

12:20 Opnun: Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

12:40 Hver er staðan á þýðingu og útgáfu staðlanna? Arngrímur Blöndahl, verkefnastjóri, Staðlaráði.

12:50 Hverjar eru helstu áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á breytingum? Michele Rebora, ráðgjafi 7.is.

13:30 Kaffihlé.

13:40 Hvaða áhrif hafa breytingarnar á vottuð fyrirtæki? Árni Kristinsson, sérfræðingur BSI.

14:05 Reynslusaga af innleiðingum breytinga. Olgeir Helgason, sérfræðingur, Orkuveitu Reykjavíkur.

14:40 Fyrirkomulag umræðuhópa kynnt.

14:50 Kaffi og umræður.

15:55 Ráðstefnuslit.

Frír aðgangur og allir velkomnir

N1 og vottanir

Fyrirlesari: Ásdís Björg Jónsdóttir gæðastjóri hjá N1.

N1 er með þrjú vottuð kerfi og eru langt komin með fjórða vottaða kerfið.

Fyrirtækið er með ISO 14001 vottun, Jafnlaunavottun VR (vottun sumar 2015), Michelin vottun og Exxon Mobil vottun. Ásdís mun fara yfir hvernig þróunin hefur verið hjá N1, hinar ýmsu áskoranir og ávinninga sem vottuð kerfi hafa haft á aðra þætti innan fyrirtækisins.

Stjórnkerfi áhættustjórnunar samkvæmt ISO 31000 - Almenn áhættustýring samkvæmt staðli

Í framhaldi af aðalfundi faghóps um ISO staðla þá mun Guðjón Viðar Valdimarsson hjá Stika halda erindi um stjórnkerfi áhættustjórnunar samkvæmt ISO 31000 - Almenn áhættustýring samkvæmt staðli.

Áhættugreining er veigamikill hluti í rekstrarumhverfi fyrirtækja og hluti af ákvarðanatöku á flestum sviðum. Uppsetning stjórnkerfis fyrir stjórnun áhættu (Risk management framework) þarf að vera yfir gagnrýni hafið og besta leiðin til þess er að fylgja almennt viðurkenndum stöðlum um áhættustjórnun.
ISO 31000 staðalinn (ISO 31000:2009, Risk management - Principles and guidelines), er almennt viðurkenndur sem staðall fyrir stjórnun áhættu. Þessi staðall tilgreinir hugtök, leiðbeiningar um vinnuferli og ferla til að setja upp og viðhalda stjórnkerfi fyrir áhættustýringu.

Notkun ISO 31000 getur hjálpað fyrirtækjum að auka líkur þess að ná markmiðum sínum, bæta greiningu á tækifærum og áhættum og nota auðlindir sínar til að stjórna áhættu á skilvirkan hátt. ISO 31000 er ekki vottunarstaðall en gefur leiðbeiningar um skipulagningu innri og ytri endurskoðunaráætlunar. Fyrirtæki sem nota staðalinn geta metið stjórnun sinnar áhættu við alþjóðlega viðurkenndan staðal og þannig notið þeirra kosta sem traustar og viðurkenndar vinnureglur leiða af sér.

Guðjón Viðar Valdimarsson (CIA,CFSA, CISA) er faggiltur innri endurskoðandi og hefur starfað við ráðgjöf og innri endurskoðun í langan tíma. Lesa má nánar um reynslu Guðjóns hér á eftirfarandi vefslóð: https://is.linkedin.com/in/gudjonvidarvaldimarsson

Ráðgjöf vegna uppsetningar á stjórnkerfi áhættustýringar samkvæmt ISO 31000 hefur aukist mjög verulega undanfarin ár en á sama tíma hafa kröfur til forms áhættustýringa aukist. Ráðgjöf vegna uppsetningar eða úttektir á því sviði hafa oft á tímum fjallað um að taka alla þætti áhættustýringar í notkun þannig að stjórnkerfi áhættu nýtist fyrirtækjum og stofnunum sem best.

STJÓRNUN ÁHÆTTU SAMKVÆMT ISO 31000
Í fyrirlestrinum fjallar Guðjón um um:
• Hugtök , forsendur og almenna aðferðafræði áhættustjórnunar.
• Hlutverk aðila : stjórnar, stjórnenda, innri endurskoðunar og áhættustýringardeilda.
• Staðla og regluverk varðandi áhættustjórnun.
• Ferli áhættustjórnunar, mat viðskiptalegra markmiða og áhættu sem að þeim steðja.

Fyrirlesturinn er um það bil klukkustund og er haldinn í húsnæði Stika ehf Laugavegi 178, 4 hæð, þann 29 apríl kl. 8:30 með aðalfundi faghópsins. Fyrirlestur Guðjóns hefst kl. 9.

Aðalfundur faghóps um ISO staðla og vottanir

Boðað er til aðalfundar faghóps um ISO staðla og vottanir.

Dagskrá
• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2014-2015
• Kosning í stjórn fyrir starfsárið 2015-2016
• Önnur mál

Stjórn ISO hópsins hvetur alla áhugasama til að mæta.

Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

Í framhaldi af aðalfundinum mun vera erindi um Stjórnkerfi áhættustjórnunar samkvæmt ISO 31000 - Almenn áhættustýring samkvæmt staðli en fyrirlesari er Guðjón Viðar Valdimarsson ráðgjafi hjá Stika. Skráning fer fram hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/690

Stjórnun hugbúnaðarleyfa samkvæmt ISO/IEC 19770-1

Capacent heldur kynningu á vegum Stjórnvísi um stjórnun hugbúnaðarleyfa þann 15. Apríl.
Kynningin fer fram í húsakynnum Capacent, Ármúla 13 og stendur frá kl. 8:30-10:00.

Stjórnun og utanumhald hugbúnaðar er mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækja. Gott skipulag við úttektir, umsýslu, samningagerð og verklag við stjórnun hugbúnaðarleyfa getur verið mjög ábatasamt og dregið úr rekstraráhættu. Þetta á ekki síst við nú, þar sem fleiri fyrirtæki eru í aukum mæli að horfa til „skýja“. Hugbúnaður og upplýsinga-kerfi eru oft grundvöllur framleiðni og samkeppnisfærni fyrirtækja. Leyfismálin eru því grundvallaratriði þegar kemur að rekstrarlegu áhættumati.

Hugbúnaðarframleiðendur hafa í auknum mæli látið framkvæma úttekt á hlítingu við skilmála samninga um notkunarrétt hugbúnaðs hjá fyrirtækjum og stofnunum. Munu slíkar úttektir festast í sessi komandi ár og þar með, mun mikilvægi þess að haldið sé skipulega utan um notkun hugbúnaðar og kerfa aukast til muna.

Capacent aðstoðar fyrirtæki við útfærslu og innleiðingu á stjórnunarkerfi fyrir umsýslu hugbúnaðar. Aðferðafræði Capacent byggir að miklu leyti á alþjóðlegum staðli (ISO 19770-1 Information Technology - Software Asset Management) og fellur vel að öðrum stöðlum eins og t.d. Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi samkvæmt
ISO 27001.

Í kynningu sinni mun Capacent fara yfir aðferðafræði og lausnir tengdum stjórnun og mælingu á þroskastigi stjórnunar á hug- og vélbúnaði. Einnig verður fjallað um úttektir, framsetningu á gögnum og fleira.
Fyrirlesarar verða Bjarki Elías Kristjánsson og Ólafur Róbert Rafnsson, ráðgjafar hjá Capacent.

Project Evaluation and Lessons Learned: using ISO 21500 as adaptive framework

Fyrirlesari: Anna Katrín Einarsdóttir

Anna Katrín Einarsdóttir, verkefnastjóri (MPM) og eigandi ráðgjafafyrirtækisins PROCESS, kynnir ISO 21500 leiðbeiningastaðal um verkefnastjórnun og hvernig staðallinn nýtist sem rammi við framkvæmd á mati lærdóms af verkefnum. Kynningin byggir á MPM lokaverkefni Önnu Katrínar “Project Evaluation and Lessons Learned: using ISO 21500 as an adaptive framework”

Staðsetning: Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Salur: Efling.

Uppbygging áhættustýringar

Capacent hefur þróað aðferðarfræði sem byggir á alþjóðlegum stöðlum og er til þess gerð að fyrirtæki standi eftir með skýrari sýn yfir mögulega áhættu í rekstrinum en einnig að ljóst sé hvar nauðsynlegt er að grípa til aðgerða. Aðferðir Capacent stuðla að því að áhættuvitund starfsmanna aukist og stjórnendur séu betur upplýstir um stöðuna og um þær áhættur sem þarf að taka tillit til við rekstur fyrirtækja.

Nálgun Capacent snýst um að koma með heildstæða nálgun við uppbyggingu áhættustýringar, ekki einungis fyrir upplýsingatækni, heldur fyrir allan rekstur fyrirtækisins. Allar áhættur og atvik sem upp koma fara sama farveg og eru metnar eftir sömu viðmiðum. Áhættumat er notað í undirbúningi stærri verkefna til að greina enn frekar það sem mögulega getur haft áhrif á að niðurstaðan verði sú sem stefnt er að við upphaf.

Í kynningu sinni mun Capacent fara yfir uppbyggingu áhættustýringar, framkvæmd áhættumats og framsetningu niðurstaðna á greinilegan og skiljanlegan máta.

Framsögumenn: Ólafur R. Rafnsson, Sigurður Hjalti Kristjánsson og Símon Þorleifsson.

Staðsetning:
Capacent
Ármúli 13
108 Reykjavík

Hverju þarf að huga að vegna breytinga á ISO 9001 á árinu 2015?

ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalinn er nú í endurskoðun en fyrirhugað er að ný og endurbætt útgáfa staðalsins komi út í lok næsta ár. Af þessu tilefni ætlar Sigurjón Þór Árnason gæðastjóri hjá Tryggingastofnun að fjalla um helstu breytingar en í nýju útgáfunni verður uppbyggingu staðalsins breytt til samræmis við aðra ISO-staðla sem auðveldar notkun staðalsins. Þá verður lögð meiri áhersla á áhættustjórnun en áður hefur verið auk ýmissa annarra áherslubreytinga.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Félag gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu.

Staðsetning fundar:
KLAK-INNOVIT
Innovation House
3.hæð
Eiðistorgi 13-15
170 Seltjarnarnes

Innovation House er á 3.hæð á Eiðistorgi. Gengið er inn á torgið, upp á 2.hæð, á móti Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð.

Áhrif gæðastjórnunar á starfsánægju og helgun starfsmanna

Ánægja starfsfólks er hornsteinn í árangri fyrirtækja. Kenningar sýna þó fram á að ekki er nóg að búa yfir ánægðu starfsfólki heldur er talið mikilvægara að starfsfólk helgi sig starfinu. Helgun er upplifun starfsmanna og má skilgreina sem jákvætt viðhorf starfsmanna til fyrirtækis og gildum þess og sá sem helgar sig starfinu áttar sig á hver áhrif hans sem starfsmanns eru á heildarafkomu fyrirtækis. Ýmsir þættir eru taldir hafa áhrif á það að hve miklu leyti starfsfólk helgar sig starfinu og helgun hefur sterkt forspárgildi um jákvæða rekstrarafkomu fyrirtækja.

Guðrún Ragna Hreinsdóttir og Kristjana Milla Snorradóttir, nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) gerðu rannsókn í tengslum við lokaverkefni sitt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort gæðastjórnun hafi áhrif á helgun starfsmanna. Byggt var á niðurstöðum vinnustaðagreininga Capacent á Íslandi. Tekin voru saman gögn úr mælingum sem voru gerðar fyrir og eftir ISO 9001 vottun fyrirtækja. Einnig voru bornar saman niðurstöður fyrirtækja sem voru með ISO 9001 vottun og fyrirtækja sem voru ekki með ISO 9001 vottun.

Niðurstöður mælinga Capacent benda til þess að gæðastjórnun hafi ekki áhrif á helgun starfsmanna. Það má þó greina tengsl á milli þátta úr hugmyndafræði gæðastjórnunar og helgunar starfsmanna sem gætu haft jákvæð áhrif á helgun starfsmanna.

Morgunverður verður í boði Capacent.

Staðsetning:
Capacent
Ármúli 13
108 Reykjavík

ISO 9001 hjá Blóðbankanum. Þroskasaga

Fyrirlesari: Ína Björg Hjálmarsdóttir gæðastjóri Blóðbankans.

Blóðbankinn hefur verið með vottað gæðakerfi í 14 ár. Gæðakerfi Blóðbankans hefur þroskast og tekið ýmsum breytingum á þessum tíma.

Rafrænar undirskriftir - Fullbókað

Athugið að fullbókað er á fundinn.

Fyrirlesari: Haraldur A. Bjarnason framkvæmdarstjóri Auðkennis

Haraldur mun fjalla um rafræn skilríki og rafrænar undirritanir. Rafrænar undirritanir eru orðnar mikilvægur þáttur í rafrænum viðskiptum í nágrannalöndum okkar og felast í þeim mikil tækifæri til lækkunar viðskiptakostnaðar. Á Íslandi eru dæmi um notkun rafrænna undirritana en búast má við að notkun þeirra vaxi ört á næstu árum.

Staðsetning:
Staðlaráð Íslands
Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík

Gæðakerfi í sinni einföldustu mynd

Fyrirlesari: Elísabet Dolinda Ólafsdóttir gæðastjóri Geislavarna ríkisins.

Geislavarnir ríkisins hlaut ISO 9001 vottun á gæðakerfi sínu árið 2008. Frá þeim tíma hefur kerfið þróast á þann hátt að verða ódýrara og einfaldara í rekstri en áður.

Staðsetning fundar:
KLAK-INNOVIT
Innovation House
3.hæð
Eiðistorgi 13-15
170 Seltjarnarnes

Innovation House er á 3.hæð á Eiðistorgi. Gengið er inn á torgið, upp á 2.hæð, á móti Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð.

Gæðastjórnunarkerfi Ölgerðarinnar

Ath! Sjá nánari staðsetningu neðst.

Fyrirlesari: Erla Jóna Einarsdóttir gæða- og öryggisstjóri Ölgerðarinnar.

Umfjöllunarefni:
Gæðastjórnunarkerfi Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson fékk í vor vottun samkvæmt ISO 9001:2008. Vottunin nær yfir vöruþróun, framleiðslu, innflutning, sölu, dreifingu og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins en Ölgerðin hefur frá upphafi lagt sérstaka áherslu á gæði og áreiðanleika sem og að allir ferlar og verklag sé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til ISO vottaðra fyrirtækja. Gæðavottunin er því rökrétt framhald þessa starfs og miðar að því að gera sífellt betur auk þess að styðja við framtíðarstefnu fyrirtækisins um að vera fyrsta val viðskiptavina.

Erla Jóna Einarsdóttir gæða- og öryggisstjóri mun fara yfir innleiðingarferlið, markmiðið, helstu áskoranir, hindranir og ávinninginn af ISO 9001 vottun fyrir Ölgerðina.

Nánari staðsetning:
Komið inn um Aðalinngang á Grjóthálsi 11. Komið er að húsinu að ofanverðu þ.e Fosshálsmeginn og keyrt inn í bílastæðahús á 2.hæð. Gestastæði eru út í enda en leyfilegt er að leggja í öll stæði í bílastæðahúsinu.

Aðalfundur faghóps um ISO staðla og vottanir

Boðað er til aðalfundar faghóps um ISO staðla og vottanir.

Dagskrá

• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2013-2014
• Kosning í stjórn fyrir starfsárið 2014-2015
• Önnur mál

Stjórn ISO hópsins hvetur alla áhugasama til að mæta.

Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

Staðsetning:
KLAK-INNOVIT
Innovation House
3.hæð
Eiðistorgi 13-15
170 Seltjarnarnes

Innovation House er á 3.hæð á Eiðistorgi. Gengið er inn á torgið, upp á 2.hæð, á móti Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð.

Notkun ISO staðla hjá Advania

Fyrirlesarar eru eftirfarandi:
Einar Þórarinsson forstöðumaður gæða- og öryggissviðs.
Harpa Arnardóttir gæðastjóri.
Kristján H. Hákonarson öryggisstjóri.

Farið verður yfir eftirfarandi:
• Fyrirkomulag gæða- og öryggismála hjá Advania.
• Hvernig ISO staðlarnir eru að gagnast í starfsemi Advania
• Samlegðaráhrif af notkun bæði ISO 9001 og 27001.
• Sýnt hvernig haldið er utan um þjálfun starfsfólks Advania í gæða- og öryggiskerfinu í kerfi sem nýbúið er að innleiða. Tilgangurinn er að hver og einn starfsmaður viti hvaða ferlum og skjölum hann á að vinna eftir og fái tilkynningar þegar uppfærslur eiga sér stað um að hann þurfi að kynna sér hverju hefur verið breytt. Hægt er að kalla fram yfirlit sem sýnir hvort starfsmenn hafi lokið að kynna sér ný og breytt skjöl.
• Það sem skilar mestum ávinningi í ISO 27001.

Staðsetning:
Advania
Guðrúnartúni 10
105 Reykjavík

Fullbókað: Innleiðing 27001 öryggisstaðalsins hjá fyrirtækinu Umslagi ehf.

Fyrirlesari: Ingvar Hjálmarsson gæðastjóri Umslags ehf.

Fyrirtækið Umslag fékk ISO 27001 öryggisvottun í maí síðastliðnum. Farið er yfir hver var ástæða þess að fyrirtækið ákvað að taka upp staðalinn og hvernig innleiðingin og starfið gekk fyrir sig og hvaða breytingar hafa orðið á rekstri fyrirtækisins í framhaldi. Farið verður yfir skrif öryggishandbókar, starf öryggishóps, hvernig verk- og stoðferlar voru útbúnir og þeim fylgt eftir í framhaldi, hvernig innri úttektir hafa gengið og hvernig undirbúningi þarf að vera háttað þegar úttektaraðilar frá þriðja aðila mæta á svæðið og meta hvernig til hefur tekist.

Í lok fundarins fá fundargestir tækifæri á að skoða verksmiðjuna.

Kröfur til stjórnkerfa í flugstarfsemi

Fyrirlesari: Sveinn V. Ólafsson, Fagstjóri öryggisáætlana og umhverfismála hjá Samgöngustofu

Sveinn heldur fyrirlestur um mikilvægi og kröfur til stjórnkerfa í flugtengdum rekstri. Komið verður inná gæðakerfi, áhættustjórnun, skipulag, ábyrgðarmenn og fl.

Staðsetning:
Staðlaráð Íslands
Þórunnartún 2 - 3.hæð.
105 Reykjavík.

Morgunverðarfundur ISO hóps Stjórnvísi og Íslensku ánægjuvogarinnar

Morgunverðarfundur
ISO-hóps Stjórnvísi og Íslensku ánægjuvogarinnar
Tengsl gæðastjórnunar og mælinga á ánægju viðskiptavina
kynning á niðurstöðum mælinga 2013 og afhending viðurkenninga

Föstudaginn 28. febrúar 2014, kl. 8:15 -10:00
Grand Hótel - Hvammi - Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá

8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins.

8:35 Stutt innlegg um tengsl gæðastjórnunar og mælinga á ánægju viðskiptavina
Orkuveita Reykjavíkur: Hlustað á viðskiptavininn - mælingar og kannanir
Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Sigrún Viktorsdóttir, forstöðumaður þjónustustýringar Orkuveitunnar fjalla um breyttar áherslur mælinga Orkuveitunnar á ánægju viðskiptavina.
Mannvit: Erum við að standa okkur?
Laufey Kristjánsdóttir, gæðastjóri Mannvits mun fjalla um hvernig ánægja viðskiptavina er mæld hjá Mannviti og hvernig niðurstöður eru nýttar til úrbóta.

9:05 Mikilvægi þjónustu - könnun meðal almennings
Tómas Bjarnason, rannsóknarstjóri Capacent, kynnir niðurstöður nýrrar könnunar meðal almennings um mikilvægi þjónustu.

9:20 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2013
Vilborg Helga Harðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Capacent, kynnir niðurstöður ánægjuvogarinnar 2013, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða, breytingar frá fyrri árum og ánægju ólíkra lýðfræðihópa. Eins verður farið yfir breytingar á fyrirkomulagi mælinga og viðurkenninga í ár.

9:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2013 veittar
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, afhendir viðurkenningar til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði.
.
Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is
Skráning fer fram á www.stjornvisi.is
Verð kr. 2.250.- greiðist á staðnum. Ef óskað er eftir skuldfærslu þarf að koma með beiðni

Áhættugreining upplýsingaeigna og upplýsingaöryggisstaðlar (ISO 27001, COBIT)

Fyrirlesari: Guðjón Viðar Valdimarsson ráðgjafi hjá Stika.

Áhættugreining upplýsingaeigna er nauðsynleg forsenda fyrir úttekum á sviði upplýsingaöryggis og tölvuendurskoðunar. Þeir staðlar sem notaðir eru á þessu sviði hafa breyst töluvert og eru enn að breytast. Í fyrirlestrinum mun verða fjallað um viðeigandi staðla, þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og tekin dæmi um áhættugreiningu upplýsingaeigna og farið yfir með hvaða hætti slík áhættugreining sé gerð.

Staðsetning:
KLAK-INNOVIT
Innovation House
3.hæð
Eiðistorgi 13-15
Seltjarnarnes

Innovation House er á 3.hæð á Eiðistorgi. Gengið er inn á torgið, upp á 2.hæð, á móti Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð.

Upplýsingaöryggi sem hluti af rekstri

Ný útgáfa af ISO 27001 staðli um stjórnkerfi upplýsingaöryggis er nýkominn út. Þar eru áherslubreytingar sem geta haft áhrif á þitt stjórnkerfi. Ráðgjafar Capacent munu fara yfir helstu breytingar á staðlinum og hvað þær geta þýtt fyrir þig.

Skilvirkt stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjálpar þér að tengja saman helstu þætti er varða upplýsinga- og rekstaröryggi á hagkvæman máta. Í rekstri fyrirtækja getur þetta verið flókið viðfangsefni en sífellt meiri áhersla er lögð á markvissa og skilvirka nálgun við stjórnun. Margt er að varast, stefnan þarf að vera skýr og stjórnkerfi fellt að rekstri fyrirtækisins.

Framsögumenn:
Ólafur R. Rafnsson og Jón Kristinn Ragnarsson, ráðgjafar hjá Capacent

Ólafur Róbert Rafnsson, ráðgjafi
Ólafur starfar sem ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingatækni hjá Capacent, og hefur starfað að þeim málum í langan tíma. Ólafur er kerfisfræðingur og er Lead Auditor í ISO/IEC 27001 og Certified Information Systems Auditor frá ISACA. Ólafur hefur einnig fjölmargar gráður frá Microsoft.

Jón Kristinn Ragnarsson, ráðgjafi
Jón Kristinn starfar sem ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingatækni hjá Capacent. Hann er sérfræðingur í upplýsingaöryggi, og hefur auk þess skrifað greinar og haldið fyrirlestra um net- og upplýsingaöryggi.

Fullbókað: Samþætt Stjórnkerfi ISAL - ISO 9001, ISO 14001, OSHAS 18001 og LEAN.

Fullbókað er á fundinn.

Auður Ýr Sveinsdóttir, leiðtogi gæðamála og straumlínustjórnunar hjá ISAL segir frá samþættu stjórnkerfi fyrirtækisins sem byggir á árangursstjórnun skv. gæða-, umhverfis-, heilbrigðis- og öryggisstöðlum (ISO 9001, ISO 14001 og ISO 18001) og LEAN aðferðafræðinni.
Sagt verður frá innleiðingu LEAN aðferðafræðarinnar og samþættingu hennar við fyrra stjórnkerfi ISAL; hvernig stöðugar umbætur eru notaðar til að bæta árangur og leysa vandamál; hvaða atriði eru mikilvægust í innleiðingu LEAN; hvaða jákvæðu áhrif hefur innleiðing LEAN haft á rekstur fyrirtækisins og hvað þarf til þess að LEAN geti lifað áfram í fyrirtækjum að mati stjórnenda ISAL.

Að lokinni stuttri kynningu og spjalli verður boðið upp á vettvangsferð til að skoða LEAN upplýsingatöflur.

Ath. takmarkaður gestafjöldi.

ISAL hóf innleiðingu á LEAN árið 2010 og er vottað gagnvart ISO 9001 (síðan 1992), ISO 14001 (síðan 1997) og OSHAS 18001 (síðan 2003) stöðlum.

Notkun ISO staðla hjá Hópbílum

Fyrirlesarar eru eftirfarandi:
Guðfinnur Þór Pálsson, flotastjóri
Pálmar Sigurðsson skrifstofu-og starfsmannastjóri

Farið verður yfir eftirfarandi:
• Reynslan af ISO 14001
• Aksturskerfi fyrirtækjanna lagði að baka 7,5 milljón km á síðastliðnu ári og notaði til þess 2,5 milljón lítra af diesel olíu auk fleiri umhverfisþátta.
• Ávinningur, sýnt fram á hvað hefur áunnist í framleiðslu fyrirtækisins með innleiðingu á ISO 14001 staðlinum. Sérstaklega verður litið til breytinga á umhverfisþáttum, rekstrarlegsábata í framleiðslu fyrirtækisins og vaxtar á arðbæran hátt.
• Fjallað um leiðina til árangurs: stöðuga vöktun umhverfis- og framleiðsluþátta, þjálfun starfsmanna og árleg markmið.

Hópbílar hf / Hagvagnar hf
Hagvagnar hf. er þjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1991 til að annast almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hagvagnar hf. keyra aðallega um sveitarfélögin Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ og Álftanes.
Hópbílar hf. er þjónustufyrirtæki sem var stofna árið 1995 til að sjá um allan almennan rútuakstur fyrir þá sem vilja ferðast. Helstu verkefni eru; ferðaþjónusta, skólaakstur, akstursþjónusta fyrir fatlaða, akstur starfsmanna Ríó Tintó Alcan og almenningssamgöngur á suðurlandi og vesturlandi.

Markmið fyritækjanna er að vera ávallt í fremstu röð rútufyrirtækja, efla almenningssamgöngur og veita viðskiptavinum sínum ávallt bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni.

Staðsetning:
Íþróttahúsið við Kaplakrika í Hafnarfirði.

Aukin gæði og öryggi í opinberum rekstri

Faghópar Stjórnvísis um gæðastjórnun og um ISO staðla í samstarfi við Félag gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu blása til ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík !

Dagskrá:

08:30-08:35 Reynir Kristjánsson, formaður félags gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu

08:35-09:00 Páll Jensson, prófessor við HR

09:00-09:25 Ína Björg Hjálmarsdóttir, gæðastjóri Blóðbankans

09:25-09:40 Hlé

09:40-10:05 Jónas Sverrisson, framkvæmdastjóri upplýsinga- og tæknisviðs Íbúðalánasjóðs

10:05-10:30 Garðar Vilhjálmsson, gæðastjóri Menntaskólans í Kópavogi

10:30-10:55 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands

10:55-11:30 Umræður

Nánari upplýsingar um erindin eru undir ítarefni.
Frír aðgangur - allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Ræstingaþjónustan: ISO 14001 á mörgum vinnustöðum

Fyrirlesari: Karl Óskar Þráinsson

Starfsemi Ræstingaþjónustunnar sf fer fram á mörgum tugum vinnustöðva á svæði sem spannar frá Borgarnesi í norðri, Keflavík í suðri og Selfossi í austri. Eðli starfseminnar og nánd við verkkaupa nutu því sérstakrar athygli við innleiðingu umhverfis- og gæðastjórnunarkerfis. Í erindinu verður m.a. farið yfir hvaða verkefni þurfti að leysa og hvernig þau voru leyst. Einnig verður innleiðingarferlið almennt reifað, árangur af rekstri kerfisins, svo og næstu skref.

Staðsetning:
Miðstöð listmeðferðar - Dugguvogur 10 - 2.hæð.
104 Reykjavík.

Mikilvægi endurgjafa frá starfsmönnum og ávinningur af notkun ISO 9001

Fyrirlesarar: Laufey Kristjánsdóttir gæðastjóri Mannvits og Ari Hróbjartsson.

Laufey Kristjánsdóttir mun fjalla um rekstur á samþættu stjórnunarkerfi Mannvits, en fyrirtækið er með vottun skv. ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001. Einnig verður fjallað um mikilvægi mælinga og þá sérstaklega tekið fyrir fjöldi skráninga og úrvinnsla á endurgjöfum frá starfsmönnum.

Ari Hróbjartsson mun fjalla um ritgerð sem hann gerði í MPM námi sínu árið 2012. Í ritgerðinni var rannsakað hvort fyrirtæki með ISO 9001 vottun gengi betur fjárhagslega en fyrirtækjum án vottunar. Var horft til þriggja mælikvarða hagnaðarhlutfalls, framlegðarhlutfalls og eiginfjárhlutfalls. Til samanburðar voru borin saman fyrirtæki sem störfuðu í sama geira með svipaða veltu.

Staðsetning:
Mannvit
Grensásvegi 1
108 Reykjavík

Umhverfismál Toyota á Íslandi

Umhverfismál Toyota á Íslandi
Fyrirlesari: Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson umhverfis- og gæðastjóri Toyota á Íslandi.

Fyrirtækið Toyota á Íslandi fékk ISO14001 umhverfisvottun í júní 2007.
Farið verður yfir innleiðingu staðalsins og sagt einnig frá því hvernig stjórnendur fengu starfsfólk í lið með sér.
Einnig verður farið yfir hvernig vottun og umhverfismálum er haldið gangandi í fyrirtækinu.

Farið verður yfir skrif gæðahandbókar, störf umhverfis-og öryggistengiliða, hvernig innri úttektir eru framkvæmdar o.s.frv.

Í lok fundar verða opnar umræður.

Fullbókað: Staðla- og stjórnunarkerfi frá ISO

Fyrirlesari: Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdarstjóri hjá Staðlaráði.

Guðrún fjallar um staðla og stjórnunarkerfi sem ISO hefur gefið út eða er að vinna að og lýsir því hvernig þeir tengjast og hvernig reynt er að samhæfa þá þannig að þeir styðji hver annan, þótt þeir fjalli um mismunandi stjórnunarkerfi. Einnig mun Guðrún benda á ýmsa staðla sem geta komið að gagni við innleiðingu og rekstur ýmissa stjórnunarkerfa.

Staðsetning:
Staðlaráð Íslands
Þórunnartún 2 - 3.hæð.
105 Reykjavík.

Kröfur og eftirfylgni verkkaupa aukast

Fyrirlesari: Ferdinand Hansen verkefnastjóri Samtak iðnaðarins í gæðastjórnun.

Saga gæðastjórnunar við mannvirkjagerð er orðin lengri en margan grunar.
Ráðstefnur, sértæk átök á landsvísu og námskeið hafa verið haldin í gegnum tíðina, opinberir verkkaupar verklegra framkvæmda gert kröfur á verktaka og ný mannvirkjalög setja kröfur á hönnuði, byggingarsjóra og iðnmeistara um gæðastjórnun.
Samtök iðnaðarins hafa komið að borðinu frá upphafi til þessa dags í samstarfi við ýmsa aðila með það að markmiði að gera gæðastjórnun einfaldari og skilvirkari. Þar á meðal má nefna námskeið, vottanir í fjórum þrepum og miðlægt gæðakerfi sem félagsmenn SI geta fengið aðgang að til uppbyggingar á eigin gæðahandbók.
Ferdinand Hansen verkefnastjóri Samtak iðnaðarins í gæðastjórnun mun fara yfir sviðið frá sjónhorni SI og lýsa því sem hefur áunnist, hvað er í boði og hvaða árangurs má vænta á næstu misserum.

Staðsetning:
Samtök Iðnaðarins
Borgartún 35 - 6.hæð. 105 Reykjavík.

Athugið að takmarkaður fjöldi er á skráningu á viðburðinn.

ISO vottun SORPU - vegferð til framtíðar

Fyrirlesari: Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir Deildarstjóri Umhverfis-og fræðsludeildar Sorpu.
SORPA fékk ISO 9001 vottun 2010 og í fyrirlestrinum verður komið inná hvernig stjórntækið ISO 9001 hefur dregið fram verklag og ferla hjá öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Unnið er vel í mörgum hornum en oft verið erfitt að kalla það fram og gera sýnilegt á einfaldan hátt. Í dag eru ferlar og verklag öllum sýnileg, auðfundin og eiga allir starfsmenn eiga sinn þátt í því. Þetta er okkar daglega vinna en ekkert kerfi sem kemur ofan á alla aðra vinnu. Má segja að það hafi verið hvað erfiðast að innræta hjá starfsmönnum, að gæðakerfið ekki væri viðbót við „allt hitt“, heldur og daglega störf hjá fyrirtækinu. Virkni starfsmanna og þátttaka þeirra í að koma verkefninu á koppinn ásamt einlægum áhuga og fordæmi stjórnenda eru mikilvæg í verkefni sem þessu. SORPA hefur frá upphafi verið í fararbroddi á sýnu sviði, verkefni verið vel unnin en miðlæga sameiginleg hefur skráningu verið erfitt að nálgast með aðgangsstýringum. Innleiðing kerfissins hefur verið vegferð til framtíðar og er ISO 14001 innleiðing handan við hornið sem og öryggisstjórnun. Einnig hefur fyrirtækið horft til nýrra leiða við skráningu verkefna, utanumhald frávika og sýnileika þess sem unnið er með innan kerfisins. Komið verður inná þessa þætti í fyrirlestrinum og það hvernig umhverfisfyrirtækið SORPA stefnir ótrauð áfram inná lendur gæða- umhverfis og öryggisstjórnunar.

Eru umbótaverkefni ISO 9001 vottaðra fyrirtækja hefðbundin verkefni eða ekki?

Fyrirlesari: Sigríður Jónsdóttir gæðastjóri hjá Póstinum.

Sigríður gerði rannsókn meðal allra ISO 9001 vottaðra fyrirtækja á Íslandi um hvernig umbótaverkefni fyrirtækjanna eru meðhöndluð. Hvort hefðbundnar aðferðir verkefnastjórnunar væru notaðar. Kannað var hvort slík verkefni hefðu mælanleg markmið og hvaða verkfæri væru notuð við vinnslu umbótaverkefna. Sigríður mun einnig fara yfir hvað hefur verið rannsakað fram að þessu varðandi ISO 9001 vottuð fyrirtæki sem tengist framangreindri rannsókn. Að lokum eru dregnar ályktanir af niðurstöðum.

Staðsetning:
Höfuðstöðvar Póstsins
Stórhöfði 29
110 Reykjavík

Fullbókað: Geta virk gæðakerfi lognast útaf? Þáttur stjórnenda í uppbyggingu gæðakerfa

Geta virk gæðakerfi lognast útaf?
Þáttur stjórnenda í uppbyggingu gæðakerfa.

Fyrirlesari: Guðmundur S. Pétursson ráðgjafi AZAZO/Gagnavarslan.

Fjallað verður um virkni gæðakerfa og það dregið fram hve mikið stjórnendur koma að uppbyggingu og virkni gæðakerfis. Er gæðastjórinn mikilvægastur í uppbyggingu og innleiðingu gæðakerfis? Hvernig virkar forstjórinn og hvert er hans hlutverk í gæðakerfinu/gæðastjórnun fyrirtækisins?

Athugið að takmarkaður fjöldi er á skráningu á viðburðinn.

Staðsetning:
AZAZO/Gagnavarslan
http://www.azazo.com/
Bæjarhrauni 22, 2. hæð
Hafnarfirði

Aðalfundur ISO hópsins

Dagskrá fundarins
Venjubundin aðalfundarstörf
Skilgreina hlutverk hópsins og endurskoða heiti hans
Umræða um dagskrá vetrarins

Kaffi og keinur

Sóknarfæri í miðlun þekkingar

Þekkingarsamfélagið KOMPÁS hefur byggst upp á síðustu árum og þar er miðlað hagnýtum upplýsingum til að auka framleiðni, hagræðingu og starfsánægju innan skipulagsheilda. KOMPÁS byggir á þeirri staðreynd að þekking verður verðmætari eftir því sem hún er aðgengilegri.

Björgvin Filippusson mun í erindi sínu stikla á stóru um uppbyggingu þekkingarsamfélagsins og segja frá helstu niðurstöðum umfangsmikillar greiningarvinnu sem unnin var í samstarfi við fjölda aðila og liggur að baki KOMPÁS þekkingarsamfélaginu.

KOMPÁS - fræðslu- og þekkingarsamfélagið snýst um faglega stjórnun, miðlun þverfaglegrar þekkingar, samfélagslega ábyrgð og það hvernig ólíkir aðilar innan atvinnulífsins geta notið mikils ávinnings af samstarfi. Aðilar að KOMPÁS geta aukið samkeppnishæfni sína og unnið saman innan þekkingarsamfélagsins þó þeir kunni að vera í samkeppni á öðrum vettvangi. Nálgun KOMPÁS á viðfangsefninu virðist ekki eiga sér hliðstæðu og með virkri þátttöku innan samfélagsins má skapa íslensku atvinnulífi forskot.

Fundurinn verður haldinn í Hádegismóum 4 (sama hús og Morgunblaðið) 17.október frá kl.08:30-10:00

Kaffi og kleinur. Aðalfundur

Boðað er til aðalfundar ISO hópsins.
Á fundinum eru venjubundin aðalfundastörf á dagskrá en einnig verður starfsemi næsta árs mótuð.
Stjórn ISO hópsins hvetur alla áhugasama til að mæta.
Fundurinn verður haldinn í Blóðbankanum, Snorrabraut 60.

Ráðstefna: KOSTAR GÆÐASTJÓRNUN EKKI NEITT?

KOSTAR GÆÐASTJÓRNUN EKKI NEITT?
Ráðstefna um gæðamál - tæknilausnir í stjórnun

Hvar liggja fyrstu skref fyrirtækja og stofnana í gæðastjórnun? Hvar liggja hindranirnar? Af hverju er ekki almennt unnið samkvæmt hugmyndafræði gæðastjórnar? Er þörf á að kaupa dýran hugbúnað til að halda utan um skjalavinnslu, skjalastjórnun, frávika- og úrbótaskráningar? Hver er grunnhugmynd gæðastjórnunar og hvaða þýðingu hefur hún fyrir samfélagið?
Leitast verður við að fá svör við þessum spurningum og mörgum fleirum á ráðstefnunni. Tveir faghópar sem starfa innan Stjórnvísi, ISO hópur og Gæðastjórnunar hópur hafa báðir það markmið að sem flest fyrirtæki og stofnanir sem vilja leggja metnað í stjórnun og afkomu eigi að taka upp gæðastjórnun.
Stjórnendur verða að sjá ávinning í því að styrkja þjónustuna og gæði vörunnar. Með ráðstefnunni er ætlunin að benda á leiðir til innleiðingar gæðastjórnun án mikils kostnaðar.

Dagsetning: 28. mars 2012, kl. 9-12
Fundarstaður: Endurmenntun HÍ - fyrirlestrarsalurinn Náman

Dagskrá
9-9:10 Opnun: Jón G. Hauksson, formaður Stjórnvísi

9:15-9:35 Jóhanna Gunnlaugsdóttir prófessor, MSc(Econ), PhD, Upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum
Hvað er gæðastjórnun, fræðileg umfjöllun

9:40-10 Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri - Landsvirkjun
Hvaða kröfur gerir ISO 9001 til verkfæra

Kaffi

10:20-10:10:40 Anna Guðrún Ahlbrecht, gæðastjóri - Landmælingar Íslands
Fyrstu skref í innleiðingu gæðastjórnunar

10:45-11:05 Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, gæðastjóri - Geislavarnir ríkisins
Hugleiðingar um tæki og tól í gæðastjórnun

11:10-11:50 Svala Guðmundsdóttir - Aðjúnkt við Félagsvísindasvið
Viðskiptafræðideildar HÍ
Skiptir fyrirtækjamenning máli við gæðastjórnun/Umræður

Samfélagsleg ábyrgð - viðmið til grundvallar innleiðingar

Sameiginlegur fundur ISO, gæðastjórnunar og CAF/EFQM hópanna.
Gæðastjórnun fyrirtækja tengis þáttum í rekstri fyrirtækja sem varða samfélagslega stöðu þeirra og ábyrgð. Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvernig leiðbeiningastaðallin ISO 26000 getur unnið með innleiddri gæðastjórnun skv. ISO 9001 kröfum. Einnig er vert að hugleiða hvernig sjálfsmat byggt á CAF/EFQM getur dregið fram og stuðlað að bættum árangri fyrirtækja og stofnana þannig að samfélagslegur árangur sé sýnilegri en ella.

Dagskrá fundarins.

  1. Kynning á staðlinum ISO 26000, Hulda Steingrímsdóttir ALTA
  2. Samfélagsleg ábyrgð hjá Landsbankanum, Finnur Sveinsson Landsbankinn
  3. Notkun CAF/EFQM matslíkans til að meta samfélagslegan árangur, Sigurjón Þór Árnason Tryggingastofnun

Umræðufundur

Opin umræða fundarmanna um markmið með gæðastjórnun og mikilvægi krafna í stjórnun fyrirtækja.

Framsögu hefur Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri Landsvirkjunar

Samþætt stjórnkerfi ISAL (Alcan á Íslandi hf)

Auður Ýr Sveinsdóttir, leiðtogi gæðamála og stöðugra umbóta hjá ISAL segir frá samþættu stjórnkerfi fyrirtækisins og allt frá áætlunum að umbótum og aðgerðum. Undanfarin ár hefur mikli þróun átt sér stað við samþættingu og stýringu umhverfis-, heilsu-, öryggis- og gæðamála hjá fyrirtækinu. ISAL fékk vottun á ISO 9001 staðlinum árið 1992, ISO 14001 árið 1997 og OSHAS 18001 árið 2003.

Aðalfundur ISO hópsins

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt verklagi um aðalfund faghópa. Einnig verður fjallað um starfsemi faghópsins framundan og efnistök ákveðin hvað varðar fyrirhugaða morgunfundi, hádegisverðarfundi og ráðstefnur í vetur.

ISO: Samþætting skjala-og gæðastjórnunar

ISO-hópurinn heldur fund þann 5.4.2011 frá kl.08:30 - 10:00.
Staður: Stafir lífeyrissjóður, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Efni: Samþætting skjala-og gæðastjórnunar
Fyrirlesarar
·     Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stafa lífeyrissjóðs
Efni: Innleiðing skjala- og gæðastjórnunar skv. ISO 9001
·     Ásgerður Kjartansdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar á upplýsinga- og fjármálasviði mennta- og menningamálaráðuneytisins
Efni: Aðlögun skjalamála að gæðstjórnun skv. ISO 9001
·     Margrét Eva Árnadóttir, ráðgjafi hjá Gagnavörslunni
Efni: Þrenningin ISO 15489, ISO 27001 og ISO 9001

ISO-hópur: Einföldun á vottuðum stjórnunarkerfum

Iso hópurinn
Fundur fimmtudaginn 24. febrúar kl. 8:30 - 10 hjá Landsneti Gylfaflöt
Einföldun á vottuðum stjórnunarkerfum
Ábyrgð stjórnenda og mannlegi þátturinn
 
Hildur B. Hrólfsdóttir tók þátt í ákaflega áhugaverðu námskeið í Danmörku þar sem þetta var meginþema.
Hún mun deila þessu með þeim sem hafa áhuga á innleiðingu á ISO stöðlum sem verkfæri stjórnenda og mannlegi þátturinn í innleiðingu.
Kynnir m.a. hugmyndina að því að möguleiki sé á því að hafa aðeins þrjár útgefnar verklagsreglur í vottuðu stjórnkerfi. 
 

ISO-hópur: Gæðakerfi Veðurstofu Íslands

Fundurinn verður frá kl.08:30 - 09:30 í húsakynnum Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, Reykjavík.
Barði Þorkelsson gæðastjóri Veðurstofu Íslands kynnir vottað gæðakerfi Veðurstofunnar.
 

ISO-hópur Hádegisverðarfundur: Á gæðastjórnun að vera hluti almenns náms

Hádegisverðarfundur ISO hópsins fimmtudaginn 25.11.2010 frá 12-13
Staðsetning: Landsvirkjun 

Hrun og hraun
Á gæðastjórnun að vera hluti almenns náms?

1) Ætti gæðastjórnun að vera hluti almenns náms í háskóla?
Fyrirlesari: Sigurður Óli Guðmundsson, BS í umhverfis-og byggingarfræði frá HÍ 2010.  Er núna í kennsluréttindanámi við Háskólann á Akureyri.  Sigurður vinnur í hlutastarfi hjá umhverfisstjóra LV en þeir eru m.a. með ISO 14000 vottun
2) Er grundvöllur fyrir skyldumenntun í gæðastjórnun í fögum eins og viðskiptafræði, endurskoðun og lögfræði.
Betri vitund og vinnubrögð í fjármálageiranum
Fyrirlesari: Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands

3) Hefði gæðastjórnun nýst í fyrstu viðbrögðum og vöktun Jarðvísindastofnunar í Eyjafjallagosinu.
 Ábyrgð, verkstjórn, skjölun, skráningar, áætlanir.
Fyrirlesari: Ármann Höskuldsson, fræðimaður við Jarðvísindastofnun Háskólans

4) Umræður

 

ISO hópur: Raðstefna í samstarfi við Endurmenntun HÍ: Þekking er mesta verðmæti þjóðarinnar. Tryggju

Ráðstefna ISO hóps Stjórnvísi í samstarfi við Endurmenntun HÍ
haldin:  föstudaginn 29.október 2010 frá kl.13:00 - 16:00.
Þekking er mesta verðmæti þjóðarinnar.  Tryggjum gæði í skólastarfinu með stjórnunarstöðlum.
Frítt er inn á ráðstefnuna sem er haldin í Endurmenntun HÍ
Dagskrá:

  1. Mat og úttektir á skólastarfi: Védís Grönvold, sérfræðingur, Menntamálaráðuneyti
  2. Úttektir á grunnskólum: Birna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri, Menntasviði Reykjavíkurborgar
  3. Hlutverk skólastjóra í gæðamálum: Helgi Grímsson skólastjóri Sjálandsskóla
  4. Af hverju gæðastjórnun í leikskóla? Ída Jensdóttir, leikskólastjóri Sjálandi
  5. Vottun samkvæmt ISO-9001 í framhaldsskóla. Helgi Kristjánsson, skólameistari MK
  6. Stjórnun gæðamála við Háskólann í Reykjavík: Ari Kristinn Jónsson, rektor HR
  7. Hvernig er þjónusta HÍ? Viðhorf nemenda
  8. Hvernig er að kenna í ISO vottuðum skóla: Jóhanna Hinriksdóttir, dönskukennari
    Fundarstjóri: Jón Sigurðsson rekstrarhagfræðingur, formaður starfsgreinanefndar Mennta-og menningarmálaráðuneytisins.
    Ráðstefnan verður í húsakynnum Endurmenntunar HÍ
     

Nýr ISO staðall: Áhættustjórnun ISO 31000

Áhættustjórnun
Kröfur til áhættustjornunar skv.ISO 31.000 og tengsl við áhættumat starfa
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 30.september kl.8:30 - 9:30
staðsetning: Neyðarlínan Skógarhlíð 14
Fyrirlesarar á fundinum eru þau:
Svavar Ingi Hermannsson, rekstraröryggissérfræðingur og
Dagmar birgisdóttir sérfræðingur í áhættugreiningu hjá ISAL
Markhópur: Fyrirtæki með þróað gæðakerfi

Aðalfundur ISO hópsins

 
Aðalfundur ISO hópsins haldinn hjá Landsvirkjun
Allir félagar hópsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum og ákvörðunum um starf hópsins.
 

ISO: Umbætur í grunnstoðum samfélagsins - Hvernig getum við nýtt gæðastjórnun?

Ráðstefnan ver'ður haldinn í húsakynnum Endurmenntunar HÍ, í sal sem heitir Náman.
Takið daginn strax frá - nánari upplýsingar um dagskrá væntanlegar.
 

Fjármál og stjórnunarstaðlar: ISO

Fundur á vegum faghóps um ISO staðla 
Fundarefni
Fjármál og stjórnunarstaðlar
Hvernig tengjast stjórnunarstaðlar og viðurkenndar reglur úr fjármálaheiminum um innra eftirlit og stjórnarhætti 
Framsögumaður
Jón Óskar Hallgrímsson

Fundarstaður
PricewaterhouseCoopers Skógarhlíð 12 

 

Er svartholið stórt í þínu fyrirtæki?

Fundur á vegum ISO hópsins

Er svarthol í þínu fyrirtæki?

Fundarefni
Fjallað verður um skjalastjórnun og kröfur ISO 15489 skoðaðar.

Framsögumenn
Aðalheiður Sigursveinsdóttir, samskiptastjóri Tækniskólans  fjallar  um: "Innleiðing og rekstur skjalastjórnunar Tækniskólans".

Gunnhildur Mannfreðsdóttir hjá Gagnavörslunni fjallar um staðalinn sjálfan: ISO 15489.

Fundarstaður
Tækniskóli Íslands á Skólavörðuholti.
 

Val og hlutverk vottunaraðila. Alþ. reglur

Fundur á vegum faghóps um ISO staðla

Val og hlutverk vottunaraðila. Alþjóðlegar reglur.

Framsögumaður
Sigurður M. Harðarson, sérfræðingur í vottunarferlum

Fundarstaður:
Landsnet, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

 

Úttektir: Kröfur til innri úttektaraðila skv. ISO 19011

Fundur á vegum faghóps um ISO staðla 

Fundarefni
Úttektir: Kröfur til innri úttektaraðila skv. ISO 19011

Framsögumenn
Guðmundur Guðmundsson gæðastjóri Siglingastofnunar
Ína Björg Hjálmarsdóttir gæðastjóri Blóðbankans

Fundarstaður
Siglingastofnun, Vesturvör 2, Kópavogi

 
 

Er ISO best falda stjórnunarleyndarmálið? ISO stjórnunarstaðlar fyrir alla.

Ráðstefna á vegum faghóps um ISO staðla í samstarfi við Orkuveituna
Er ISO best falda stjórnunarleyndarmálið? ISO stjórnunarstaðlar fyrir alla.

Ráðstefnan er haldin í húsakynnum Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1, 110 Rvk.
Setning ráðstefnu Gísli Tryggvason talsmaður neytenda

Framsögumenn

  1. Helgi Þór Ingason, Háskóli Íslands
    "Háskólanám í gæðastjórnun - réttur staður, rétt stund"?

  2. Hrönn Ingólfsdóttir, HI ráðgjöf
    "Ferlalausnir – ferlagreining"

  3. Loftur Reimarson, gæðastjóri, Orkuveitan
    "Samtvinnun staðla í starfi Orkuveitunnar"

  4. Kristín Björnsdóttir, markaðsstjóri FOCAL
    "Rafræn gæðastjórnun"

  5. Margrét Friðriksdóttir, skólastjóri, Menntaskólanum í Kópavogi
    "Gæðastjórnun í skólakerfinu"
  6. Bjargey Guðmundsdóttir, gæðastjóri, Fasteignaskrá Íslands
    "Hvers virði er upplýsingaöryggi hjá Fasteignaskrá"

  7. Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs
    "Staðall um samfélagslega ábyrgð og fleira áhugavert"

  8. Olgeir Helgason, sérfræðingur í gæða-, umhverfis- og öryggismálum, Orkuveitunni
    "Rekstrarbók Orkuveitu Reykjavíkur"

Ráðstefnustjóri Margrét Reynisdóttir formaður Stjórnvísi og framkvæmdastjóri Gerum betur
Ráðstefnan er í boði Stjórnvísi, Orkuveitunnar og Staðlaráðs.

Í samstarfi við FVH: Er gagn að stöðlum í breyttu umhverfi? ISO: öflug aðferðarfræði í stjórnun og

Hádegisverðarfundur á vegum ISO hóps Stjórnvísi og Félags viðskipta- og hagfræðinga

Er gagn af stöðlum í breyttu rekstrarumhverfi? ISO: Öflug aðferðarfræði í stjórnun og forystu 

Við breyttar aðstæður í rekstri fyrirtækja hefur skapast þörf fyrir endurskoðun á aðferðafræði stjórnunar og á fundinum munu nokkrir valinnkunnir stjórnendur hafa framsögu.

Dagskrá
Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri Mannvits
„Er stjórnun kvöð og kostnaður?“

Einar Hannesson framkvæmdastjóri frá IGS
„Innleiðing og áhrif gæðastjórnunarkerfis í starfsemi Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli“

Halldór Magnússon framkvæmdastjóri þjónustuferlis Marels
„Vottuð vinnuferli í samþættingarvinnu Marels og nýrra fyrirtækja sem hafa verið keypt“
Fundurinn er hádegisverðarfundur og haldinn á Grand Hóteli. Verð kr. 2.900 - .

Fundarstjóri er Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
 

Frá kvörtun til úrlausnar. Kröfur skv. ISO ISO-10002:2004 staðli.

Fundur á vegum ISO hóps Stjórnvísi

Erindi og framsögumenn

  1. Frá kvörtun til úrlausnar. Kröfur samkvæmt ISO-10002:2004 - leiðbeiningar 
    Svala Rún Sigurðardóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs FOCAL

  2. Mikilvægi úrbótaverkefna 
    Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri, Landsvirkjun

9:30 fundi slitið

Fundarstaður
Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68

Um stjórnunarstaðla

Á Fyrsta fundi ISO hópsins tökum við fyrir umræðu um stjórnunarstaðla og skoðum nokkra staðla sem ekki hafa verið í sviðsljósinu eins og ISO 9001:

• Eru til aðrir stjórnunarsstaðlar en gæðastjórnunarstaðallinn?
• Getum við tileinkað okkur valin atriði úr stöðlun eftir þörfum?

Gestur fundarins og fyrirlesari
Sigurður M. Harðarson ráðgjafi

Fundarstaður
Nýherjahúsið, Borgartúni 37, 105 Reykjavík.
 
 

Rýni stjórnenda hjá Vífilfelli.

Fundur á vegum ISO hópsins

Að fundarefni loknu hefst aðalfundur hópsins.
Fundarefni
Rýni stjórnenda en Vífilfell viðheldur m.a. vottuðu gæðakerfi yfir þær kröfur sem
settar eru fram í staðlinum The Coca-Cola Quality System.
Framsaga
Pétur Helgason Gæðastjóri
Fundarstaður
Vífilfell
Stuðlahálsi 1
110 Reykjavík
 

Birgjamat.

Fundur á vegum ISO hóps.
Fundarefni

Er birgjamat veikasti hlekkurinn ? g??astj?rnun ISO votta?ra fyrirt?kja?
Framsaga
Gu?mundur S. P?tursson, g??astj?ri Landsvirkjunnar
Fundarsta?ur
Landsvirkjun, H?aleitisbraut 68

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?