ÖÖ: óvirkur: Tæknifaghópur: Liðnir viðburðir

Hvað er djúptækni og hvernig hefur hún áhrif?

Click here to join the meeting

Djúptækni er svið þar sem beitt er vísindalegri og verkfræðilegri nálgun, oft þverfaglegri, við þróun lausna.  Til sviða í djúptækni teljast m.a. efnistækni, eðlisfræði, verkfræði, líftækni,raunvísindi, læknisfræði,hönnun, listsköpun sem og og tengsl við tölvunarfræði, gervigreindarþróun og fjölmörg önnur tæknisvið

Í fyrirlestrinum mun Hans Guttormur Þormar ræða um djúptækni og tengsl hennar við fjórðu iðnbyltinguna og þýðingu fyrir þekkingaruppbyggingu í samfélaginu.

Hans Þormar, er líffræðingur og hefur komið að mörgum frumkvöðlaverkefnum, og hefur verið framarlega í umræðunni um róttæka nýsköpun og tækifæri sem í henni leynast.

 

24 nóv. kl 9:00 Fenjamýri

Nýjasta tækni og framtíðin

Join Microsoft Teams Meeting

Undanfarna áratugi höfum við séð gríðalegar framfarir í tækni og nýsköpun á heimsvísu. Þessar framfarir hafa skapað mannkyninu öllu aukna hagsæld. Þrátt fyrir veirufaraldur á heimsvísu eru framfarir ekkert að minnka heldur munu bara aukast næstu árum. Gervgreind, róbotar, sýndarveruleiki, hlutanetið og margt fleira er að búa til nýjar lausnir og ný tækifæri. Framtíðin er í senn sveipuð dulúð og getur verið spennandi og ógnvekjandi í senn. Eina sem við vitum fyrir vissu er að framtíðin verður alltaf betri. Í þessu fyrirlestri ætlar Ólafur Andri Ragnarsson kennari við HR að fjalla um nýjustu tækni og framtíðina.

Ólafur Andri Ragnarsson er kennari við Háskólann í Reykjavík og kennir þar námskeið um tækniþróun og hvernig tæknibreytingar hafa áhrif á fyrirtæki. Hann er tölvunarfræðingur (Msc) að mennt frá Oregon University í Bandaríkjanum. Ólafur Andri er frumkvöðull og stofnaði, ásamt fleirum, Margmiðlun og síðar Betware. Þá tók Ólafur Andri þátt í að koma á fót leikjafyrirtækinu Raw Fury AB í Stokkhólmi. Þá situr hann í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Hann tók einnig þátt í að stofna samtök tölvuleikjaframleiðenda og sat í stjórn þess um árabil. Ólafur Andri sendi frá sér bókina Fjórða iðnbyltingin: Iðnbyltingar og áhrif þeirra á samfélög árið 2019. Þar fjallar hann um forsendur tækniframfara og þær breytingar sem hafa orðið og munu verða.

Join Microsoft Teams Meeting

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?