Tæknifaghópur

Tæknifaghópur

Faghópurinn var stofnaður í maí 2020 og er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að auka við þekkingu sína á nýjungum innan tæknigeirans á Íslandi.
Á Íslandi má finna gríðarlega nýsköpun í tækni og er tilgangur hópsins er að brúa bilið á milli þeirra sem skapa tæknina og þeirra sem nota hana og skapa þannig vettvang til skoðanaskipta og umræðu um þróun og notkunargildi tækninnar.
Leitast verður við að fá sérfræðinga á mismunandi sviðum til að bæta þekkingu og skilning á því hvernig við getum nýtt tæknina fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar.
Samkvæmt skýrslu sem Capacent og Microsoft unnu að og var gefin út árið 2018 eru íslensk fyrirtæki í töluverðri tækniskuld sem oft má rekja til þess að þekkingu vantar innanhúss. Það er áskorun sem við í tæknifaghópi Stjórnvísi viljum leggja áherslu á að færa til betri vegar með þvi að fá sérfræðinga innan geirans til að fræða og upplýsa um þær tækninýjungar sem eru í boði.

Fréttir

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um tækni.

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um tækni.  Smelltu hér til að skrá þig í faghópinn. Fjöldi áhugaverðra aðila sýndi áhuga á að koma í stjórn faghópsins og úr varð níu manna stjórn sem hittist á Kringlukránni í hádeginu í dag og ræddi hugsanlegar áherslur faghópsins.  Stjórnina skipa: María Björk Ólafsdóttir Mementopayments formaður, Fjalar Sigurðarson Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Guðmundur Arnar Intellecta, Ragnhildur Ágústsdóttir Eldvirkni, Sigríður Hjörleifsdóttir ORF Genetics, Sigrún María Ammendrup Háskólanum í Reykjavík, Sigurjón Hákonarson Ozio, Valþór Druzin Icelandair og Víðir Ragnarsson Orkuveitu Reykjavíkur.  

 

Stjórn

María Björk Ólafsdóttir
Sérfræðingur -  Formaður - Advania
Sigrún María Ammendrup
Skrifstofustjóri -  Stjórnandi - Háskólinn í Reykjavík
Valþór Druzin Halldórsson
Tölvunarfræðingur -  Stjórnandi - Icelandair
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?