Tæknifaghópur

Tæknifaghópur

Tæknihópur Stjórnvísi var formlega stofnaður í maí 2020 og samanstendur af hópi fólks úr ólíkum greinum atvinnulífsins sem hafa öll áhuga á hjálpa íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að hagnýta tækni til árangurs. 

Margir íslenskir vinnustaðir hafa ekki náð að nýta sér tækni til árangurs og virðast skrefin i vefjast fyrir of mörgum. Má þar benda á ýmsa þætti eins og uppsafnaða tækniskuld, litla þekkingu á viðfangsefninu innanhúss og óvissu um hvaða skref er heppilegt að taka til að byrja því oft getur verið kostnaðarsamt að ætla að taka mjög stór skref inn í framtíðina. 

Á sama tíma standa Íslendingar vel að vígi þegar kemur að tæknilegum innviðum og tæknilæsi, fyrir utan að hér starfa ýmis ráðgjafar-, hugbúnaðar-, rekstrarþjónustu- og lausnasölu fyrirtæki sem hafa mörg dæmi um vel heppnaðar innleiðingar á íslenskum og erlendum vettvangi. 

Það er að mati stjórnar faghópsins að hjálpa þurfi kaupendum og seljendum að ná saman og þannig að stuðla að aukinni verðmætasköpun og hagkvæmni fyrir íslenskt hagkerfi. Það sé öllum til hagsbóta og stuðli að verðmætari störfum og framþróun inn í framtíðina. 

Miklar tækni- og hugafars framfarir hafa orðið á síðustu misserum og er því ekki seinna vænna en að hefjast handa. Við gerum okkur grein fyrir því að lausnirnar eru ekki endilega tæknilegar, samskipti, fræðsla og skilaboð skipta mun meira máli en tæknin sjálf. 

Tæknihópur Stjórnvísi vill búa til vettvang til skoðanaskipta og umræðu um þessi mál og fá til þess sérfræðinga af ólíkum sviðum til að fræða og upplýsa. 

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að ganga til liðs við hópinn, fræðast og taka þátt í umræðum um hvernig við lögum skekkjuna sem við stöndum frammi fyrir.  

Fréttir

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um tækni.

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um tækni.  Smelltu hér til að skrá þig í faghópinn. Fjöldi áhugaverðra aðila sýndi áhuga á að koma í stjórn faghópsins og úr varð níu manna stjórn sem hittist á Kringlukránni í hádeginu í dag og ræddi hugsanlegar áherslur faghópsins.  Stjórnina skipa: María Björk Ólafsdóttir Mementopayments formaður, Fjalar Sigurðarson Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Guðmundur Arnar Intellecta, Ragnhildur Ágústsdóttir Eldvirkni, Sigríður Hjörleifsdóttir ORF Genetics, Sigrún María Ammendrup Háskólanum í Reykjavík, Sigurjón Hákonarson Ozio, Valþór Druzin Icelandair og Víðir Ragnarsson Orkuveitu Reykjavíkur.  

 

Stjórn

María Björk Ólafsdóttir
Sérfræðingur -  Formaður - Advania
Fjalar Sigurðarson
Markaðsstjóri -  Stjórnandi - Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Guðmundur Arnar Þórðarson
Stjórnunarráðgjafi -  Stjórnandi - Intellecta
Sigrún María Ammendrup
Skrifstofustjóri -  Stjórnandi - Háskólinn í Reykjavík
Sigurjón Hákonarson
Stjórnunarráðgjafi -  Stjórnandi - Expectus
Valþór Druzin Halldórsson
Tölvunarfræðingur -  Stjórnandi - Icelandair
Víðir Ragnarsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?