Faghópur á matvælasviði

Stjórn

Gunnhildur Arnardóttir , Stjórnvísi , Framkvæmdastjóri
Viðburðir á starfsári 0
Viðburðir framundan 0
Fjöldi í hóp 62
Fjöldi mættra á fundum 0
Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

Markmið með stofnun hópsins var að skapa vettvang fyrir þverfaglegar umræður á sem víðustu sviði matvæla (úrvinnslugreinum matvælaiðnaðar, matreiðslu og matvæladreifingu, landbúnaðarframleiðslu og fiskvinnslu), um hvernig auka megi gæði íslenskra matvæla og nýta hugmynda- og aðferðafræði gæðastjórnunar í greininni. Jafnframt hefur hópurinn viljað hvetja til nánara samstarfs á sviði gæðastjórnunar milli matvælastofnana og hagmunasamtaka matvælaiðnaðarins.

Stjórnun á matvælasviði fjallar um hvernig má auka gæði og verðmæti íslenskra matvæla. Matvælahópurinn hefur hist u.þ.b. mánaðarlega á tímabilinu september-maí og staðið fyrir fræðslufundum eða farið í fyrirtækjaheimsókn. Auk þess hefur hópurinn staðið fyrir málþingum og öðrum fræðslufundum opnum almenningi. Matvælahópurinn hefur hist u.þ.b. mánaðarlega á tímabilinu september-maí og staðið fyrir fræðslufundum eða farið í fyrirtækjaheimsókn. Auk þess hefur hópurinn staðið fyrir málþingum og öðrum fræðslufundum opnum almenningi.

Viðburðir

Matvælahópur - aukaefni í matvælum

Fundur á vegum matvælahóps - fundurinn er jafnframt er aðalfundur faghópsins.
Aukaefni í matvælum
Stiklað verður á helstu staðreyndum um aukefni,s.s. flokka og merkingar aukefna, íslenska aukefnareglugerð og nýja reglugerð Evrópusambandsins og áhættumat aukefna. Einnig verður rætt um gagnrýni, breytingar og strauma sem eru í gangi varðandi notkun aukefna.
Gestur fundarins
Jónína Þrúður Stefánsdóttir, matvælafræðingur
Fundarstaður
Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
 
 

Rekstur matvælafyrirtækja

Fundur hjá matvælahópi
Nánari upplýsingar væntanlegar. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?