Hvers virði er þjónusta og sala á tímum þrenginga og breyttu umhverfi?

 

Faghópar um þjónustustjórnun, kostnaðarstjórnun og breytingarstjórnun héldu í morgun fund í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesarar voru þau Aðalheiður Sigursveinsdóttir og Gunnar Andri Þórisson.
Með því að veita góða þjónustu færðu tryggð sem þú hefur aldrei getað ímyndað þér.  Aðalheiður sagði sögu af því hvernig hún eignaðist sinn fyrsta bíl í gegnum frábæra þjónustu sem hún veitti viðskiptavini. Viðmót á staðnum skiptir meira máli en  upplýsingar.  Fyrirtæki þurfa að ákveða með hvaða hætti er unnið og því er þjónustustýring hluti af stefnumótun.  Það sem margir flaska á er að gleyma að setja fram mælikvarða.  T.d. að lágmarka kvartanir er þjónustumarkmið, hve lengi viðskiptavinurinn bíður eftir þjónustu er þjónustumarkmið.  En í þjónustu eru ekki öll augnablikin eins mikilvæg.  Það fer eftir hvað verið er að fjalla um í hverju og einu tilfelli.  Það er mikilvægara að klikka aldrei þegar verið er að fjalla um kvartanir heldur en þegar verið er að óska eftir nýrri þjónustu.  Fókusa á hvar mestu tekjurnar koma? Mikilvægustu augnablikin eru 1. Auglýsingar á samfélagsmiðlum sem vekja nýja þörf 2. Umsagnir á netinu um vöruna 3. þegar viðskiptavinurinn sér vöruna þ.e. kemur inn í verslunina 4.  Þegar viðskiptavinurinn fær vöruna, er upplifun miðað við væntingar 5. Umsagnir umtal.  Tryggð er sú upplifun sem það tengir þjónustu eða einstaklings.  Dæmi um það er þegar þú færir þig milli vinnustaða og viðskiptavinurinn fylgir með þ.e. hættir hjá fyrirtækinu og fer til samkeppnisaðila.   Því þarf að greina virðisstraum þjónustunnar og fara alla leið.  Hvað er sagt á samfélagsmiðlum um okkur?  Byrja þarf þar.  En hvaða þarfir er viðskiptavinurinn með? Hvaða þarfir uppfylli ég?

Bankar láta t.d. drauma rætast með því að opna dyr að því að eignast nýja hluti en ekki að skilja skilmálann að láninu.  Það sama á við um tryggingar þær veita hugarró.  Sóun í þjónustu er margs konar; óþarfa bið, ekki leyst úr kvörtunum, ekki samræmi milli tilbðs og virðis o.fl.  Einnig þarf að skoða hvar er ósveigjanleiki? Og hvernig er fyrirtækið okkar uppbyggt?

Núna eru gríðarlegar breytingar og þær gerast hratt.  Dæmi um það eru bankar þar sem allt er orðið sjálfsafgreiðsla; sama menntunarstig en allt aðrar lausnir.  En hvað eiga Spotify, Google, Uber og Amazon sameiginlegt? Þau hafa sett fram nýtt þjónustuumhverfi og breytt um leið þjónustunni.  Ný þörf=ný þjónusta. Öll störf eru að fara að breytast á næstu árum því gervigreind breytir því hvernig störfin eru unnin.  Ríkisstjórn Íslands var að láta að gera greiningu á fjórðu iðnbyltingunni og skoða hvaða störf eru að breytast eða hverfa t.d. bankastarfsemi, innheimta, bókarar.  Þetta þýðir minni sóun í pappír og færslum. 

Þjónstugustigin 0=sjálfsafgreiðsla (engin persóna talar við þig) og virðið er mikið 1=fyrsta snerting getur lokið þjónustubeiðni (ekki þarf að ræða við annan til að klára málið) 2=sérhæfðari sérfræðingar sem styðja við þjónustuúrlasun.  Burðarás í þjónustu eru tengsl við viðskiptavininn og forskotið næst með auknu trausti.  Í dag þarf því að sýna samkennd, setja sig í spor annarra og sýna örlæti.

Gunnar Andri sagði frá því hvernig hann fékk hugmynd að söluskóla og einnig af sínu fyrsta sölustarfi.  Virði er það sem öllu máli skiptir.  Ef við erum eitthvað krumpuð þá finnst okkur virðið okkar minnka.  Góð þjónusta leiðir af sér sölu.  Tímarnir eru að breytast og þeir breytast ótrúlega hratt. Hvað getum við gert í breyttu umhverfi? Netverslun er að aukast mikið en kjarninn í okkur hann hefur ekkert breyst og við erum að leita eftir upplifun.  Við erum alla daga stöðugt að selja hugmyndir okkar heima og að heiman. Gunnar fór yfir kauphita 0 og kauphita 10.  Viðskipti ganga út á að ná í viðskiptavin og halda honum.  Í kauphita 0 þekkir viðskiptavinurinn ekki vöruna en í 10 þá kaupir hann beint.  Einnig er til viðskiptavinur í mínus kauphita þ.e. hann vill ekki skipta við viðskiptavininn.  Sala er ferill.  Undirbúningur, fyrsta snerting, fá viðskiptavin í lið og loka sölu.  (tímalína). Viðskiptavinurinn kaupir út frá tilfinningu og notar síðan rök til að sannfæra sig um að kaupin séu rétt.  Snerting við viðskiptavininn er mjög mikils virði.  Gæðasala er þannig að kaupandi og seljandi fara sáttir fá borði win-win. En hvað er hægt að gera til að ná gæðasölu?  Veita betri þjónustu og spá í hvernig við getum aukið virði.  Fólk fjárfestir miklu meira í afþreyingu en endurmenntun. Það er mikilvægt að passa upp á endurmenntun starfsmanna.  Walt Disney á engan viðskiptavin, einungis gesti.  Ef hægt er að fá viðskiptavin til að brosa eða hlæja þá er hægt að fá hann til að kaupa.  Fólk kaupir fólk.  V= skiptir miklu máli – það vex það sem þú beinir athyglinni að v=viðskiptavinur v=virði v=victory

 

Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?  

Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.

Í þessum hagnýta fyrirlestri varr farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt var farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað var saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu  á tímum breytinga.

Fyrirlesarar voru tveir:

Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri  er stofnandi og eigandi SGA2fyrir1leikhus.isoffer.is og happyhour.is.

Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi  „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.

Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.
Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars  unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra.  Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.

 

Um viðburðinn

Hvers virði er þjónusta og sala á tímum þrenginga og breyttu umhverfi?

Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?  

Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.

Í þessum hagnýta fyrirlestri verður farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt verður farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað verður saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu  á tímum breytinga.

Fyrirlesarar eru tveir, Gunnar Andri  Þórisson sem hefur rekið eigin söluskóla (SGA) Söluskóli Gunnars Andra yfir tvo áratugi og Aðalheiður Sigursveinsdóttir ráðgjafi sem hefur umfangsmikla reynslu af þjónustustýringu og innleiðingu straumlínustjórnunar.

Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri  er stofnandi og eigandi SGA2fyrir1leikhus.isoffer.is og happyhour.is.

Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi  „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.

Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.

Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.

Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars  unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra.  Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.

Fleiri fréttir og pistlar

Samtal við H. William Dettmer

Hér birtist nýtt viðtal við H. William Dettmer, upphafsmann Logical Thinking Process aðferðafræðinnar, en Dettmer hélt fyrirlestur á vegum faghópa um stjórnun viðskiptaferla og um stefnumótun og árangursmat vorið 2021.

Viðtalið birtist á nýrri upplýsingasíðu, "The Edge of Reason", sem helguð er röklegri greiningu og gagnrýninni hugsun.

H. William Dettmer er ráðgjafi og höfundur níu bóka um röklega greiningu og stjórnun hindrana (Theory of Constraints) og náinn samstarfsmaður Eli Goldratt, höfundar "The Goal". Sem ráðgjafi hefur Dettmer starfað með fjölda alþjóðlegra stórfyrirtækja við að bæta ákvarðanatöku á grunni röklegrar greiningar. Þar á meðal má nefna Deloitte, Boeing, Siemens, Lucent Technologies og Seagate, svo fátt eitt sé nefnt.

Dettmer er nú á sjötugasta og níunda aldursári, en síður en svo sestur í helgan stein. Megináhersla hans nú er á vefnámskeið í Logical Thinking Process aðferðafræðinni. Í viðtalinu segir hann m.a. frá þróun aðferðafræðinnar og kynnum sínum af Eli Goldratt og hugmyndum hans.

Tveggja heima sýn- Áhrifaríkt myndband

Tveggja heima sýn, tyrkneska ljósmyndarans Ugur Gallenkus, segir sína sögu á áhrifaríkan hátt. Mótun framtíðina þannig að hún styðji við velferð, hagsæld og frið.

https://www.youtube.com/watch?v=4tet-cuSd30 

Framtíðarskipulag borgar?

Framtíðaráform um miðbæ Riyadh, New Murabba. Áhugavert og skemmtilegt myndband?

https://www.youtube.com/watch?v=1MNizNkTUwI  

Vel heppnaður fundur um ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni sl föstudag

Yfir 50 manns mættu á fyrirlestur Þórðar forstjóra Skeljungs þar sem hann fór yfir vegferð og ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni. Skeljungur hóf EOS vegferðina í janúar í fyrra og hefur Bjarki Jóhannesson hjá Bravo leitt þá í gegnum hana. Það helsta sem kom fram á fundinum :

Bjarki hóf fundinn og fór stuttlega yfir sögu EOS aðferðafræðinnar og út á hvað hún gengur útfrá EOS módelinu.

Þórður byrjaði á að segja frá Skeljungi í dag eftir uppskiptingu í lok árs 2021 þar sem einu félagi var skipt í þrjú, þ.e. Skeljung, Orkuna og Gallon. Fyrsta rekstrarár Skeljungs gekk vonum framar þrátt fyrir uppskiptingu, flutning starfseminnar og erfið markaðskilyrði. Telur hann að EOS hafi átt stóran þátt í því. Hann lýsti svo ferlinu við innleiðingu EOS og hvernig fyrsta árið þróaðist í því vinnulagi sem EOS skapar. Nú er svo komið að allt fyrirtækið er orðið virkt í aðferðafræðinni.  Hann lauk svo fyrirlestrinum með þvi að fara yfir ávinninginn og nálgaðist það útfrá helstu EOS verkfærunum. Ljóst er að ávinningur EOS er töluverður en helstu punktar eru þessir

1. Félagið hefur skýra sýn, framkvæmdastjórnin er 100%  á sömu blaðsíðu og mjög  samstíga. Allt starfsfólkið þekkir sýn félagsins.

2. Fundaskipulagið tryggir að við erum að fara í rétta átt í öllum teymum, í hverri viku , í hverjum ársfjórðungi, ár eftir ár.

3. Vikulegu skorkortin byggja upp ábyrgð því allir eru með mælingar sem þeir þurfa að standa skil á. Þau ýta einnig undir að það mikilvægasta fyrir árangur í rekstrinum er gert í hverri einustu viku.

4. Unnið er skipulega að því að ná markmiðum fyrirtækisins með ársfjórðunglegum forgangsverkefnum. Teymin taka virkan þátt í að útfæra forgangsverkefni og mun fleiri umbætur eru virkjaðar en ella. Með vikulegri eftirfylgni aukast líkur á að þeim ljúki á tilsettum tíma verulega.

5. Mál eru dregin fram allstaðar í fyrirtækinu og tækluð. Allir eru vakandi fyrir því sem betur má fara og er unnið að lausnum í öllum teymum. Með vikulegri eftirfylgni tryggjum við framkvæmd úrlausna.

6. Kjarnagildin hafa þegar haft afgerandi  áhrif á fyrirtækjamenninguna. Þau gera okkur alltaf meðvituð um hvernig viðhorf og hegðun við erum að leita eftir í okkar fólki og við ýtum undir þá hegðun.

7. Ábyrgðarritið hefur gert það að verkum að ábyrgðin er skýr og við erum meðvituð um að hlutverk okkar og hvers annars. Ábyrgðarritið hefur veitt stjórnendum góða yfirsýn og aukið ábyrgðartilfinningu starfsfólks.

8.  EOS hefur fært stjórnendum verkfæri til að verða betri stjórnendur.  Tekist hefur að dreifa ábyrgðinni betur og valdefla starfsfólkið. Við erum að sjá aukið traust í framkvæmdastjórninni og meiri samheldni, auk þess sem aðferðafræðin hefur fært okkur mikla yfirsýn og yfirvegun þar sem við vitum að fólkið er að vinna í réttum hlutunum í hverri einustu viku.

9. Hugbúnaðurinn sem heldur utan um allt það sem tengist EOS er orðið að helsta stjórntæki félagsins. Hann veitir mikla yfirsýn yfir stöðuna í öllum teymum (skorkortin, forgangsverkefnin og málin sem verið er að tækla.) Þar eru allir fundir teymana keyrðir og allar ákvarðanir skráðar og eftirfylgni tryggð. 

Að lokum fór Þórður yfir næstu skref í EOS vinnunni. Hann telur að það taki að minnsta kosti ár í viðbót þar til EOS hugsunin er komin í DNA hjá fyrirtækinu.  

Mikið var um spurningar í lokin og greinilegt að margir voru mjög ánægðir með fundinn. 

Hamingjuóskir: Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2023

Hér má sjá myndir frá hátíðinni og link á streymið. Fjórir einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2023 sem veitt voru veitt í dag við hátíðlega athöfn á Nauthól að viðstöddum forseta Íslands.Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum en þetta er í fjórtánda sinn sem þau eru afhent. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2023 eru eftirtaldir:  Í  í flokki yfirstjórnenda Jón Björnsson, forstjóri Origo, í flokki millistjórnenda þau Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech og Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair  og   í flokki framkvöðla Finnur Pind, stofnandi og forstjóri Treble Technologies. 

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
  • Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Verna
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs
  • Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
  • Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá PayAnalytics
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Hérna eru nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaunin:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Frétt á visir.is
Frétt á vb.is

slóð á myndir af viðburðinum

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?