Stjórn Stjórnvísi

Stjórn Stjórnvísi

 ATH!  Einungis fyrir stjórnarmenn Stjórnvísi. Árlega stendur stjórn Stjórnvísi fyrir fjölda viðburða; Kick off fundur stjórna í lok ágúst, haustráðstefna Stjórnvísi í september/október, nýársfagnaður í janúar, uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar, Stjórnunarverðlaun o.fl. 

Viðburðir á næstunni

Þjálfun stjórnarmanna í faghópum Stjórnvísi

Click here to join the meeting
Ósk um þennan fund kom frá stjórnendum í faghópum Stjórnvísi. Tilgangur fundarins er að kynna fyrir öllum í stjórnum faghópa félagsins starfsárið 2021-2022 ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna og formanna faghópa.  Farið verður yfir hvernig stofna á viðburði, hvernig senda á út fréttir, siðareglur, mælaborð o.fl.  Megin markmiðið er að samræma vinnubrögð allra stjórna faghópa Stjórnvísi fyrir næsta starfsár.  Þetta verður skemmtilegur stuttur og áhugaverður fundur.  

Allir í stjórnum faghópa eru hvattir til að mæta á fundinn.
 
Dagskrá: 
1. Formaður Stjórnvísi setur fundinn og kynnir mælaborð félagsins
2. Framkvæmdastjóri fer örstutt yfir ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna í faghópum.
3. Formaður faghóps um Leiðtogafærni fer yfir hvernig stofna á viðburð og samskipti stjórnar á Teams.

Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi fyrir starfsárið 2021-2022

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Stjórnvísi fyrir starfsárið 2021-2022.
Markmið vinnufundarins er að kynnast og stilla saman strengi fyrir næsta starfsár. 

Dagskrá fundar: 

 1. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  
 2. Farið yfir aðganga stjórnar að SharepointTeams og allir að skrá sig í hópinn Stjórn Stjórnvísi til að fá aðgang að mælaborði.
 3. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.  
 4. Kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar.  
 1. Áhersluverkefni stjórnar.  
 2. Hópefli stjórnar – árlegur viðburður.  

Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins – op­ið fyr­ir til­nefn­ing­ar

Til­nefn­ing­ar eyðu­blað og nán­ari upp­lýs­ing­ar um þá þætti sem horft er til við mat dóm­nefnd­ar má nálg­ast hér.
Festa, Stjórn­vísi og Við­skipta­ráð aug­lýsa eft­ir til­lög­um um fyr­ir­tæki eða stofn­un sem hlýt­ur við­ur­kenn­ingu fyr­ir Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins 2021 (upp­gjör árs­ins 2020)

Sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja skipt­ir sam­fé­lag­ið sem og fyr­ir­tæk­in sjálf sí­fellt meira máli. Skýr stefna, fram­kvæmd og upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja varð­ar leið að far­sæl­um rekstri.

Við­ur­kenn­ingu fyr­ir sam­fé­lags­skýrslu árs­ins hlýt­ur fyr­ir­tæki eða stofn­un sem birt­ir upp­lýs­ing­ar um sam­fé­lags­ábyrgð sína með mark­viss­um og vönd­uð­um hætti. Skýrsl­an get­ur ver­ið í formi vef­síðu, ra­f­ræns skjals eða öðr­um hætti sem hent­ar þeim sem hún á er­indi við, s.s. fjár­fest­um, við­skipta­vin­um, sam­starfs­að­il­um, yf­ir­völd­um og/eða al­menn­ingi.

 • Fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um er frjálst að til­nefna eig­in skýrslu.
 • Op­ið er fyr­ir til­nefn­ing­ar frá 3.maí – 24.maí 2021
 • Við­ur­kenn­ing­in verð­ur af­hent á við­burði þann 8.júní kl 12:00.
  Viðburðurinn er lokaður og boðið verð­ur upp á beint streymi.

  Í dóm­nefnd árs­ins sitja:
  Tóm­as N. Möller, yf­ir­lög­fræð­ing­ur Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og formað­ur Festu
  Hulda Stein­gríms­dótt­ir , um­hverf­is­stjóri Land­spít­al­ans
  Kjart­an Sig­urðs­son, kenn­ari við Há­skól­ann í Reykja­vík

 

Fréttir

Töfrarnir í tengslanetinu

Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi var haldinn í morgun og að þessu sinni á Teams.   Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar fór örstutt yfir hvernig stuðningi við stjórnir faghópa hefur verið háttað í vetur. Í framhaldi var boðið upp á frábæran fyrirlestur „Töfrarnir í tengslanetinu“. Það voru þær kraftmiklu stöllur Maríanna og Ósk Heiða sem sem sáu um viðburðinn.  

Ósk Heiða: „Ég er ekki vön að bíða eftir því að vera boðið upp. Ég held ballið sjálf og býð öðrum að vera með – ef þú spilar til að vinna eru tækifærin endalaus“
Maríanna: „Ég hef ástríðu fyrir breytingum og því að hjálpa fólki að ná árangri. Mín spurning til allra er: Fyrir hverju brennur þú“.
Eitt af því sem þær báðu viðstadda á fyrirlestrinum um var að hugleiða: Af hverju ertu í stjórn faghóps? Hvert er  virðið? Þetta er sjálfboðavinna.  Er það til að efla tengslanetið og auka þekkingu þína, eða til að valdefla þig og aðra, ertu að hlusta á hvað viðskiptavinurinn (Stjórnvísifélaginn) vill? Ertu að tengjast stjórnendum annarra faghópa? Hver er þinn ásetningur fyrir árið 2021 þannig að þú sjáir þig blómstra og faghópinn þinn? Stjórnvísi er frábær vettvangur til að koma sér á framfæri og til að þroskast sem manneskja.   

Ósk Heiða Sveinsdóttir er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins og hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að auka sýnileika sinn á markaði m.a. með greinaskrifum, fyrirlestrum og LinkedIn. Ósk Heiða nýtir sér verkfæri markaðsfræðinnar og reynsluna af uppbyggingu vörumerkja og því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til sjálfsafgreiðslulausna, til að skapa tækifæri í bæði starfsframa og leik. www.linkedin.com/in/oskheida

Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði. www.linkedin.com/in/mariannamagnus
   

 

 

Tenglar á Stjórnvísiviðburði eru alltaf fremst í viðburðarlýsingu

Tenglar á alla viðburði Stjórnvísi eru fremst í lýsingu á viðburðinum á www.stjornvisi.is
Þeir eru því ekki sendir sérstaklega rétt fyrir fund.  
Upptökur af fundum eru á facebooksíðu Stjórnvísi 

Kick off fundur 27.ágúst - tengill á fundinn

Hér má nálgast tengil af fundinum á Teams.  Til að opna myndbandið þarftu að vera í hópnum á Teams.
Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi var haldinn 27.ágúst á Teams kl.08:45-10:00.  
Hér er tengill á fundinn í maí sem haldinn var fyrir stjórnir faghópa  á Teams. Til að opna myndbandið þarftu að vera í hópnum á Teams.

Tilgangur fundarins var að starta nýju starfsári af krafti. Farið var yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, og búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár kröftugt.

Stjórn

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Deildarstjóri -  Formaður - 100 Ljón ehf
Ásdís Erla Jónsdóttir
Forstöðumaður -  Formaður - Háskólinn í Reykjavík
Guðný Halla Hauksdóttir
Forstöðumaður -  Formaður - Orkuveita Reykjavíkur
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri -  Formaður - Stjórnvísi
Jón Gunnar Borgþórsson
Stjórnunarráðgjafi -  Formaður - JGB, ráðgjöf og bókhald slf.
Ósk Heiða Sveinsdóttir
Markaðsstjóri -  Formaður - Íslandspóstur
Sigríður Harðardóttir
Mannauðsstjóri -  Formaður - Strætó bs
Stefán Hrafn Hagalín
Deildarstjóri -  Formaður - Landspítali
Steinunn Ketilsdóttir
Stjórnunarráðgjafi -  Formaður - Intellecta
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?