Vörustjórnun - innkaupa og birgðastýring

Vörustjórnun - innkaupa og birgðastýring

Af hverju eru innkaupadeildir mikilvægar í fyrirtækjum? Fyrir þá sem telja að innkaup snúist "einungis" um kaup á vöru og þjónustu án frekari umhugsunar þar sem innkaupakerfi sjái um að reikna út þörf og gera pantanir þá er tími til komin að hugsa uppá nýtt!

Innkaup eru svo miklu meira, öflun (procurement) vöru og þjónustu er í raun ómissandi hlutverk í hvaða fyrirtæki sem er. Mikilvægt er að vanda til verka ef fyrirtæki eiga að ná árangri, sérstaklega í ljósi efnahagslegra niðursveiflu og samdráttar.

Hvað eru innkaup?
Innkaup er öflun vöru og þjónustu, ekki bara á réttu verði, heldur einnig að réttum gæðum og magni, , og að varan sé afhent á réttum tíma. Með því að kaupa of mikið þá hefur það í för með sér aukinn geymslukostnað, og truflun á sjóðstreymi, en ef keypt er of lítið hefur það áhrif á daglegan rekstur og framleiðsluna.
Við undirbúning á innkaupum skal huga að þörfinni fyrir tiltekna vöru eða þjónustu, hvaða vanda á að leysa, hver er kostnaðurinn á þeim lausnum sem eru í boði, hvaða ávinningi á að ná og hvernig á að meta eða mæla ávinninginn.

Mikilvægt er fyrir þá sem koma að innkaupum fyrirtækja að kynna sér markaðinn, skoða söguna, sölutölur sl. árs og gera áætlanir fram í tímann. Áætlanagerð felst í að ákveða hvað á að kaupa, hvenær og frá hvaða aðilum. Einnig er mikilvægt að ákveða hvaða innkaupaaðferðum á að beita, en ríkisstofnanir og sveitafélög hafa notað m.a. opin og lokuð útboð, verðfyrirspurnir og samningaviðræður.

Jafnframt er markmiðið að auka ábyrgð, gegnsæi, einföldun og skilvirkni í innkaupum, menntun og sérhæfingu starfsfólks á þessu sviði ásamt því að miðla þekkingu og reynslu af, innkaupum innan fyrirtækja, útboðsmálum, verðfyrirspurnum og öðru því sem snýr að innkaupum á vörum og þjónustu í fyrirtækjum. Faghópurinn mun stuðla að því að kynna mikilvægi innkaupa í fyrirtækjum ásamt því að miðla þeim aðferðafræðum og kenningum sem tengjast innkaupamálum. Að rétt og hagkvæm framkvæmd í innkaupum verði höfð að leiðarljósi en það er m.a með því að leita eftir bestu mögulegu niðurstöðu að teknu tilliti til kostnaðar og ávinnings ásamt skýrri stjórnun og skilgreindu verklagi við innkaup á vöru og þjónustu. Mikilvægi þess að kaupa vörur á réttum tíma, á réttu verði, í réttu magni osfrv.

Stefnt er að því að faghópurinn fundi a.m.k 6 sinnum á ári, dagskrá verður kynnt í byrjun hvers árs. Einnig mun hópurinn stuðla að því að vera með fyrirlestra og fræðslu er snýr að þeim þáttum sem snerta innkaup. Við hvetjum alla þá sem koma að innkaupum innan fyrirtækja; Stjórnendur, sérfræðinga, fulltrúa og þá sem hafa áhuga á innkaupum og telja sig hafa erindi inní hópinn að ganga til liðs við hann.

Endilega skráið ykkur á Facebook síðu hópsins: https://www.facebook.com/groups/346093842194490/

Viðburðir

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar.Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.

Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!

Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri fjárfestingaverkefna hjá Isavia.

Staðsetning: Hlíðarsmári 15, 201 Kópavogi. 3.hæð til hægri, merkt Isavia

 

Viðburði aflýst: Hugmyndatorg Vörustjórnunarhóps Stjórnvísi

Þriðjudaginn 28. maí kl. 9:00 til 10:45 verður haldið Hugmyndatorg (e. Marketplace) fyrir meðlimi Vörustjórnunarhóps (innkaup og birgðastýring) Stjórnvísi í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík.

Það munu 3-5 aðila koma og segja frá vandamáli, hindrunum eða einhverju sem þeir vilja leysa á betri hátt hjá sínu fyrirtæki. Kynningin mun fela í sér fjóra eftirfarandi þætti og er hugmyndin að þarna sé vettvangur til að fá endurgjöf frá öðrum meðlimum hópsins og fá aðstoð við að leysa vandamál. 

  1. Kynningu á vandamáli.
  2. Hvað hefur verið gert.
  3. Hver var útkoman.
  4. Hugmyndir að öðrum lausnum.

 

 Fyrirkomulagið:

 - Við sendum lýsingu á vandamálum og fyrirlesurum minnst viku fyrir viðburð.

- Þegar fólk mætir verða borðin merkt með viðfangsefni og þeim sem kemur með vandamálið.

- Fólk velur sér borð en það verða einungis 6 pláss á hverju borði og ef borðið er fullt þarf að velja sér annað borð / viðfangsefni þ.e. fyrstir koma fyrstir fá reglan.

- Markmiðið er að meðlimir hópsins geti mætt, tekið þátt í umræðum, deilt hugmyndum og reynslu og lært af öðrum.

- Stjórnarmenn vörustjórnunarhópsins verða borðstjórar og stýra umræðum og vinnunni í hópunum. 

 

Dagskrá:

 Kl. 09:00              Tómas Sigurbjörnsson vinnustofustjóri mun bjóða fólk velkomið og kynna reglurnar.
                                    Fyrirlesarar fá 3-5 mín hver til að kynna sitt „case“.

 Kl. 09:20              Vinna í hópum. Rýna vandamál og koma með hugmyndir. Áætlaður tími 30 – 40 mín.  

 Kl. 10:00              Kynning frá þeim sem kom með vandamálið á topp 2-3 lausnum eða einu atriði sem viðkomandi lærði af þessari vinnu og gæti gagnast. Hver kynning ætti ekki að vera meira en 5 mín.

 Kl. 10:25              Farið yfir helstu niðurstöður og rætt um fyrirkomulag vinnustofunnar.

 

Við óskum núna eftir fyrirlesurum og vandamálum, hindrunum eða einhverju öðru sem þið viljið leysa á betri hátt hjá ykkar fyrirtæki. Aðeins er pláss fyrir 3-5 fyrirlesara og megið þið því senda póst sem fyrst á dj@agrdynamics.com eða hafa samband í síma 626 5620 ef þið hafið áhuga á að vera fyrirlesarar og koma með vandamál/umræðuefni. Umsóknafrestur fyrir fyrirlesara er til hádegis mánudaginn 20. maí. 

Hámarks fjöldi þátttakanda á Hugmyndatorginu er 30 manns. 

Mjólkursamsalan heimsótt - Vörustjórnun og stýring aðfangakeðjunnar

Hermann Erlingsson vöruhúsastjóri mun halda kynningu á starfsemi Mjólkursamsölunnar (MS). Hann mun meðal annars fara yfir aðfangakeðjan, dreifingu og birgðastýring fyrirtækisins. Einnig verður farið yfir gæða og umhverfismál hjá MS. Kynningin verður í aðalfundarsal MS en endað verður á skoðunarferð um húsnæðið. Boðið verður upp á kaffi og mjólk.

Staðsetning og tími: Bitruháls 1, Reykjavík, 12. febrúar kl. 8.30-10:00.

Fréttir

Mjólkursamsalan heimsótt

Mjólkursamsalan tók á móti okkur í Vörustjórnunarhóp Stjórnvísi á dögum. Sunna Gunnars Marteinsdóttir Verkefnastjóri upplýsinga- og fræðslumála sagði frá umhverfisstefnu fyrirtækisins og hvernig fyrirtækinu hefur tekist að minnka kolefnisfótsporið m.a. með breyttum umbúðum og betri nýtingu hráefnis. Hún sagði einnig frá miklum tækfærum í framtíðinni. Hermann Þór Erlingsson, vöruhússtjóri, sagði svo frá því hvernig nýtingin hefur aukist um 60% per kú og fjöldi kúabúa hefur fækkað úr 1.600 í 600 á stuttum tíma. Neysla hafi á sama tíma aukist og eru núna um 150.000 tonn af mjólk flutt til afurðastöðva árlega og eru um 500 vörunúmer í vöruframboði fyrirtækisins. Hann sagði einnig frá hlutverki og lykiltölum fyrirtækisins, vöruþróun fyrirtækisins, aðfangakeðjunni, flotastýringarkerfinu, bílaflotanum og vörhúsinu en þar fara allt að 15.000 bretti og yfir 300.000 vagnar í gegn árlega. Alls starfa um 430 starfsmenn hjá fyrirtækinu og er Mjólkursamsalan stærsti vinnustaður suðurlands. Brynjar Pétursson, Halldór Ingi Steinsson og Aðalsteinn Magnússon voru einnig á kynningunni og tóku á móti spurningum m.a. um framleiðsluna sem núna er aðalega á Selfossi, 15g pakkningar á smjöri og fleira skemmtilegt. Það var góð mæting á viðburðinn og fengum við að skoða vöruhúsið. Þar gafst einnig gott tækifæri að spyrja spurning og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar.  

Fegurðin í innkaupum Bláa Lónsins

Faghópurinn Vörustjórnun – innkaup og birgðastýring hélt í síðustu viku viðburð með Bláa Lóninu í Háskólanum í Reykjavík. Elín B. Gunnarsdóttir forstöðumaður innkaupa og birgða hjá Bláa Lóninu fjallaði um fegurðina í innkaupum. Hún fór yfir sögu Bláa Lónsins, þær miklu breytingar sem hafa orðið á rekstrinum og virðiskeðjuna fyrir húðvörur Bláa Lónsins frá upphafi til enda. Bláa Lónið er með rúmlega 350 vörunúmer, bæði sem einstaka vörur, bulk vörur og sampakkningar. Vörurnar eru byggðar á náttúrulegum hráefnum Bláa Lónsins og svo er framleiðslan erlendis. Flækjustigið er töluvert hvað varðar framleiðslu, flutninga og dreifingu á erlenda markaði. Mikil tækifæri eru í aðfangakeðju Bláa Lónsins m.a. í flutningum, umbúðum, bættum ferlum og stöðugum umbótum. 

Virðisaukandi innkaup hjá Eimskip

Faghópur um vörustjórnun – innkaupa og birgðastýringu var með viðburð hjá Eimskip, þar sem fjallað var um virðisaukandi innkaup.  Það var góð mæting og fyrst fjallaði Sæunn Björk Þorkelsdóttir Innkaupastjóri um ástæður þess að innkaupadeild var stofnuð hjá Eimskip árið 2016 og þá vegferð sem var farin til að fá hagsmunaaðila með í að skapa virði og vinna með birgjum.  Hún fjallaði um hvernig innkaup og betri nýting auðlinda er eitt af opinberum  áhersluatriðum framkvæmdastjórnar og mikilvægi þess að hafa stuðning yfirmanna við framkvæmd virðisaukandi verkefna.  Fjallaði hún um tvö pilot innkaupa verkefni sem unnin voru á alþjóðlega vísu og náðist fjárhagslegur ávinningur af.    

Jónína Guðný Magnúsdóttir deildarstjóri Flutningastýringar gaf góða innsýn inn í áskoranir sem fylgja gámastýringu í sveiflukenndu umhverfi.  Hvað er sameiginlegt  gámastýringu og almennri vörustýringu, það er að réttur gámur sé á réttum stað á réttum tíma á sem hagstæðastan hátt.  Þær áskoranir sem deildin á við, t.d. uppsöfnun gáma í Sundahöfn, forgangsröðun og fjöldi tegunda gáma. Báðar töluðu um mikilvægi samskipta og með því að halda vinnustofur með hagsmunaaðilum þvert á fyrirtækið til að ná sameiginlegri sýn, næst líka aukin samvinna og upplýsingagjöf. 

Stjórn

Daði Rúnar Jónsson
Sérfræðingur - Formaður - AGR Dynamics
Anna Maria Guðmundsdóttir
Sérfræðingur - Stjórnandi - Eimskip
Eydís Ýr Rosenkjær
Sérfræðingur - Stjórnandi - Sýn hf.
Kristín Þórðardóttir
Deildarstjóri - Stjórnandi - Advania
Tómas Örn Sigurbjörnsson
Sérfræðingur - Stjórnandi - Eimskip
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?