Vörustjórnun - innkaupa og birgðastýring

Stjórn

Daði Rúnar Jónsson Formaður , AGR Dynamics , Sérfræðingur
Anna María Guðmundsdóttir , Brammer Ísland ehf. , Innkaupastjóri
Kristín Þórðardóttir , Advania , Deildarstjóri
Snorri Páll Sigurðsson , Landspitali Háskólasjúkrahús , Verkefnastjóri
Tómas Örn Sigurbjörnsson , Marel Iceland ehf , Innkaupastjóri
Viðburðir á starfsári 2
Viðburðir framundan 1
Fjöldi í hóp 209
Fjöldi mættra á fundum 24
Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi hagkvæmra innkaupa á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.

Af hverju eru innkaupadeildir mikilvægar í fyrirtækjum? Fyrir þá sem telja að innkaup snúist "einungis" um kaup á vöru og þjónustu án frekari umhugsunar þar sem innkaupakerfi sjái um að reikna út þörf og gera pantanir þá er tími til komin að hugsa uppá nýtt!

Innkaup eru svo miklu meira, öflun (procurement) vöru og þjónustu er í raun ómissandi hlutverk í hvaða fyrirtæki sem er. Mikilvægt er að vanda til verka ef fyrirtæki eiga að ná árangri, sérstaklega í ljósi efnahagslegra niðursveiflu og samdráttar.

Hvað eru innkaup?
Innkaup er öflun vöru og þjónustu, ekki bara á réttu verði, heldur einnig að réttum gæðum og magni, , og að varan sé afhent á réttum tíma. Með því að kaupa of mikið þá hefur það í för með sér aukinn geymslukostnað, og truflun á sjóðstreymi, en ef keypt er of lítið hefur það áhrif á daglegan rekstur og framleiðsluna.
Við undirbúning á innkaupum skal huga að þörfinni fyrir tiltekna vöru eða þjónustu, hvaða vanda á að leysa, hver er kostnaðurinn á þeim lausnum sem eru í boði, hvaða ávinningi á að ná og hvernig á að meta eða mæla ávinninginn.

Mikilvægt er fyrir þá sem koma að innkaupum fyrirtækja að kynna sér markaðinn, skoða söguna, sölutölur sl. árs og gera áætlanir fram í tímann. Áætlanagerð felst í að ákveða hvað á að kaupa, hvenær og frá hvaða aðilum. Einnig er mikilvægt að ákveða hvaða innkaupaaðferðum á að beita, en ríkisstofnanir og sveitafélög hafa notað m.a. opin og lokuð útboð, verðfyrirspurnir og samningaviðræður.

Jafnframt er markmiðið að auka ábyrgð, gegnsæi, einföldun og skilvirkni í innkaupum, menntun og sérhæfingu starfsfólks á þessu sviði ásamt því að miðla þekkingu og reynslu af, innkaupum innan fyrirtækja, útboðsmálum, verðfyrirspurnum og öðru því sem snýr að innkaupum á vörum og þjónustu í fyrirtækjum. Faghópurinn mun stuðla að því að kynna mikilvægi innkaupa í fyrirtækjum ásamt því að miðla þeim aðferðafræðum og kenningum sem tengjast innkaupamálum. Að rétt og hagkvæm framkvæmd í innkaupum verði höfð að leiðarljósi en það er m.a með því að leita eftir bestu mögulegu niðurstöðu að teknu tilliti til kostnaðar og ávinnings ásamt skýrri stjórnun og skilgreindu verklagi við innkaup á vöru og þjónustu. Mikilvægi þess að kaupa vörur á réttum tíma, á réttu verði, í réttu magni osfrv.

Stefnt er að því að faghópurinn fundi a.m.k 6 sinnum á ári, dagskrá verður kynnt í byrjun hvers árs. Einnig mun hópurinn stuðla að því að vera með fyrirlestra og fræðslu er snýr að þeim þáttum sem snerta innkaup. Við hvetjum alla þá sem koma að innkaupum innan fyrirtækja; Stjórnendur, sérfræðinga, fulltrúa og þá sem hafa áhuga á innkaupum og telja sig hafa erindi inní hópinn að ganga til liðs við hann.

Endilega skráið ykkur á Facebook síðu hópsins: https://www.facebook.com/groups/346093842194490/

Fréttir

Aðfangastýring í Eve Online

Faghópur um vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu hélt í morgun áhugaverðan fund þar sem Bergur Finnbogason, development manager hjá CCP kynnti samspil aðfangakeðja í EVE Online tölvuleiknum þar sem notendur keyra ótrúlega flóknar uppsetningar til að hámarka árangur sinn í öflun aðfanga fyrir viðskiptaveldi sín. EVE er í dag 14 ára gamall leikur, einu ári eldri en World of Warcraft.

Vörustjórnun - innkaup og innkaupastýring hjá IKEA

Það var margt um manninn í IKEA í morgun á fundi faghóps um vörustjórnun - innkaup og innkaupastýringu. Svanhildur Hauksdóttir birgðastjóri IKEA flutti erindi um innkaup og innkaupastýringu hjá IKEA. Hjá IKEA eru 9500 vörunúmer, 1220 birgjar í 55 löndum. Vörurnar koma ýmist beint frá birgjum eða frá vöruhúsum. Á Íslandi koma 90% varanna úr vöruhúsum. Verslanir eru hannaðar með það í huga að ráða við mikið af viðskiptavinum og mikið magn af vörum. Það tekur 12 vikur að fá vörur frá birgja til Íslands. "Filling rate" er hversu vel hver gámaeining er nýtt. Hver gámur þarf að vera nýttur til fulls og samræmist ekki menningu IKEA. Pappapallettur eru notaðar ekki viðarpallettur. Þær eru þynnri en viðarbrettin og því léttari. Með þessu er hámörkuð afkastageta í flutningum og kostnaður minnkaður. Allur flutningur er sjóflutningur. Í fyrra voru fluttir inn 790 gámar. Tekið var dæmi um sprittkerti. Þau voru í lausum pakkningum. Með því að stytta kveikiþráðinn á þeim var hægt að hagræða mikið og pakka þeim öðru vísi og hagstæðar. Sama var gert við Trofe kaffikönnur og Massum svefnsófadýnur. Með öðruvísi og ódýrari efni var hægt að rúlla dýnunni upp án þess að hafa áhrif á gæðin og með því koma 20 stk. á bretti í staðin fyrir 5.
IKEA leitast við að hanna pakkningar sem hægt er að selja beint í versluninni. Varan getur því farið beint úr gám í sölustaðsetning. Þetta sparar tíma í áfyllingu.
Innanhúss er svokallað "Commercial Team". Teymið heldur vikulega sölufundi þar sem farið er yfir söluna í vikunni á undan. Farið er yfir lykiltölur. Unnið er eftir þjónustusamningi og reglulega farið yfir hvort einhverju þarf að breyta. Farið er yfir vinnureglur og vinnuferla. Fylgt er eftir lykiltölum og sett markmið sem fylgt er eftir.
Lykiltölur sem eru mældar eru: Steypa, en það er vara sem ekki hefur selst í 5 vikur. Yfirbirgðir: vara sem er með meira en 15 vikna birgðir, A vörur sem eru vörur sem komnar eru fram yfir síðasta söludag, Density: þéttleiki í verslun og þjónustustig. IKEA notar Navision kerfið. Pantanir eru sjálfvirkar, mikilvægt er að passa upp á að forsendur séu réttar. Kerfið reiknar út average weekly sales, expected weekly sales út frá indexum og hver vika hefur því ákveðið vægi, shortage compensation, reservation compersation, weekly indices, daily indices, sales jumps og promotions (þegar gert er ráð fyrir aukningu til skamms tíma þegar eitthvað sérstakt er um að vera t.d. kerti um jól o.fl.). Sítalning er í gangi alla daga, allt árið þar sem starfa þrír starfsmenn. Gríðarlegu máli skiptir að birgðir séu alltaf réttar. Veltuhraðinn er í kringum sjö. Í lok fundar var öllum boðið upp á flottan morgunverð í Ikea, heita súpu, rúnnstykki og fleira góðgæti.
Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/pg/Stjornvisi/photos/?tab=album&album_id=1300633740004573

Hefur persónuleg tengsl við alla birgja Kaffitárs

Stjórnvísifélögum gafst einstakt tækifæri í vikunni þegar heimsótt var kaffibrennsla Kaffitárs í Reykjanesbæ. Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og eigandi Kaffitárs tók á móti félögum í faghópi um vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu með ilmandi kaffi og nýbökuðu bakkelsi. Aðalheiður sagði sögu Kaffitárs en áhugi hennar á kaffi hófst þegar hún var námsmaður í Bandaríkjunum og kynntist í sínum heimabæ hágæðakaffi. Í framhaldi flutti hún til landsins fyrsta brennsluofn Kaffitárs. Aðalheiður sagði okkur hvernig fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt ár frá ári og því þakkar hún frábæru starfsfólki, góðum brennsluofni, sterkum ferlum, miklu gæðaeftirliti og góðu vali á birgjum sem hún þekkir og er í persónulegu sambandi við. Aðalheiður sýndi okkur framleiðsluna frá kaffibaun þar til hún er komin í poka. Ylmurinn var stórkostlegur þegar við fengum að fylgjast með þegar kaffibaunir komu nýbrenndar úr ofninum.

Viðburðir á næstunni

Heimkaup - innkaup og birgðastýring

Heimkaup ætlar að bjóða innkaupa og birgðastýringahóp Stjórnvísi í heimsókn fimmtudaginn 9. nóvember kl. 8:45.

Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaupa mun taka á móti okkur í fundarsal á 16. hæð í Smáratorgi 3, Kópavogi.

Hann mun meðal annars segja okkur frá aðfangakeðju Heimkaupa, samskiptum við birgja, birgðahaldinu og framtíðaráformum fyrirtækisins. Einnig gefst kostur á að sjá lager Heimkaupa sem er í sama húsi.

 Ath. fjöldatakmörk gilda: eingöngu 30 einstaklingar geta skráð sig á þennan viðburð.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?